Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. Afmæli Hans J. K. Tómasson Hans J. K. Tómasson, fyrrv. af- greiðslumaður, Heiðargerði 124, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hans er fæddura Borðeyri við Hrútafjörð og ólst þar upp. Hann fluttí til Reykjavíkur 1930 og hefur búið þar síðan. Hans var leigubíl- stjóri 1935-1944 og var verslunar- maður hjá Ræsi hf. í Rvík 1944-1956. Hans var einn af stofnendum bif- reiöastöðvarinnar Bæjarleiða í Rvík 15. október 1955 og vann við fyrir- tækið 1956-1987 er hann lét af störf- um. Hans kvæntist29. desember 1945 Kirstínu Dóru Pétursdóttur, f. 17. nóvember 1919. Foreldrar Kirst- ínar eru: Pétur Lárusson, og kona hans, Ólafía Einarsdóttir í Hofi, Sól- vallagötu 25, Reykjavík. Dætur Hans og Kirstínar eru: Ólafía Sigríð- ur, f. 29. janúar 1948, fóstra í Rvík, gift Áma F. Markússyni og eiga þau þrjú böm; Lára Guðleif, f. 14. sept- ember 1951, lögmaður í Rvík, gift Bimi Bjömssyni fiskifræðingi og eiga þau þrjú böm og Dýrfinna Petra, f. 8. maí 1957, sjúkraliði í Rvík, gift Herði Jónassyni og eiga þau eitt bam. Systkini Hans em: Sigurbjami, f. 17. september 1910, d. 1985, afgreiðslumaður í Rvík, kvæntur Gíslinu Guðmundsdóttur og eiga þau fimm böm; Dýrfinna, f. 29. júní 1912, ekkja Jóns Sigurðsson- ar, fyrrv. skipstjóra í Rvík. Systir Hans samfeðra er: Elinborg, hús- móðir í Rvík gift Sigurjóni Jónodds- syni og eiga þau sex böm. Foreldrar Hans vom: Tómas Jörg- ensson, f. 1877, d. 1953, veitingamað- ur á Borðeyri við Hrútafjörð, og kona hans, Sigríður, f. 1886, d. 1958, Bjamadóttir, b. í Breiðuvík, Magn- ússonar. Tómas var sonur Jörgens, b. á Borðeyri, Jörgenssonar, b. á Elínarhöfða á Akranesi, Magnús- sonar, húsmanns á Elínarhöfða, Jörgenssonar, b. á Efínarhöfða, Hanssonar Khngenbergs, b. á Krossi á Akranesi, ættfóður Kling- enbergsættarinnar. Móðir Jörgens Hanssonar var Steinunn Ásmunds- dóttír, systir Sigurðar, fangafa Jóns forseta. Móðir Magnúsar á Elínar- höfða var Guðrún Magnúsdóttir, Bárðarsonar, og Ólafar Sumarhða- dóttur. Móðir Jörgens Magnússonar var Ragnheiður Helgadóttir, b. í Kjafardaf, Guðmundssonar, og kona hans, Valgerður Sveinsdóttir, b. á Kárastöðum í Borgarhreppi, Jóns- sonar. Móðir Jörgens á Borðeyri var Helga Jónsdóttir, b. á Svarfhóh, Guðmundssonar, og konu hans, Margrétar Þorsteinsdóttur. Móðir Tómasar var Dýrfinna Helgadóttir, b. í Hundadal í Miðdöl- um, Sigurðssonar, b. í Fremri- Hundadal, Bjamasonar, b. á Gilla- stöðum í Laxárdal, Sigurðssonar, b. á Gihastöðum, Jónssonar. Móðir Sigurðar á Gihastöðum var Þuríður Jónsdóttir, b. á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Jónssonar, og konu hans, Höhu Sigurðardóttur, b. á Sauða- felli, Runólfssonar, sýslumanns á Brennistöðum á Mýrum, Sigurðs- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Jónsdóttír, b. og fræðimanns á Stóra-Vatnshomi, Eghssonar. Móð- ir Jóns var Helga Jónsdóttír, fræði- manns á Stóra-Vatnshomi, Hákon- arsonar. Móðir Jóns var Herdís Bjamadóttir, sýslumanns á Staðar- hóh, Péturssonar, sýslumanns á Staðarhóh, Pálssonar (Staðarhóls- Páls), sýslumanns og skálds á Stað- arhóh, Jónssonar. Móðir Dýrfinnu var Dýrfinna Jónsdóttir, b. í Lækja- skógi, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Kristín Magnúsdóttir, prests á Kvennabrekku, Einarssonar, og Hans J. K. Tómasson. konu hans, Helgu Oddsdóttur, prests í Keldnaþingum, Þórðarson- ar. Móðir Dýrfinnu Jónsdóttur var Steinunn Jónsdóttir, b. á Homsstöð- um, Jónssonar, og konu hans, Dýrf- innu Egilsdóttur, b. í Litla-Langad- al, Ögmundssonar, b. í Skógamesi, Magnússonar. Kristján Davíðsson Kristján Davíðsson, bóndi að Oddsstöðum n í Lundareykjadal, ersjötugurídag. Kristján fæddist í Ytra-Skóganesi í Miklaholtshreppi. Hann lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1941 og hefur verið bóndi að Oddsstöðum frál944. Kristján sat í hreppsnefnd um árabil, sitin- nú í sóknamefnd og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnað- arstörfum. Kristján kvæntist 18.12.1943 Ástríði Sigurðardóttur, f. 9.12.1913, ljósmóður, en hún er dóttir Sigurð- ar Bjamasonar, b. á Oddsstöðum, og konu hans, Vigdísar Hannes- dóttur. Kristján og Ástríöur eiga tvö böm. Sonur þeirra er Sigurður, f. 2.12.1949, húsasmíðameistari og starfsmaður hjá Vegagerð ríkisins, búsettur í Mosfehsbæ, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur húsmóð- ur og eiga þau þrjú böm, Auði, Kristján og Ragnheiði. Dóttir Kristjáns og Ástríðar er Sigrún, f. 24.12.1955, húsmóðir og bókavörð- ur á Hvanneyri, gift Guðmundi Sig- urðssyni, kennara og búfræðiráðu- naut fyrir Borgarfjörð og eiga þau þijú böm, Ástríði, Sigurð og Kristj- án. Systkini Kristjáns: Ásta, hús- móðir og ekkja í Kópavogi; Svein- björg, húsmóðir í Reykjavík; Björn, b. á Þverfelh, og Ehn, húsmóðir og ekkjaíReykjavík. Foreldrar Kristjáns vom Davíö Júhus Bjömsson, f. 16.2.1886, b. á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi og síðar á Þverfelh í Lundareykjadal, og kona hans, Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 28.8.1890, húsfreyja. Ragnar Fransis Munasinghe Ragnar Fransis Munasinghe, raf- magnsverkfræðingur, Laugavegi 82, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Ragnar er fæddur í Alpitíya í suður Sri Lanka og ólst upp í Sri Lanka. Foreldrar Ragnars era: Francis Munasinghe, sem er látinn, skóla- stjóri í Alpitiya í Sri Lanka, og kona hans, Nanda Munasinghe. Ragnar verður að heiman í dag. Föðursystir Kristjáns var Guð- laug móðir Kristmanns Guð- mundssonar rithöfundar. Davíð var sonur Bjöms, b. á Þverfehi, Sveinbjömssonar, b. á Oddsstöðum í Lundareykjadal, Árnasonar, b. í Geirshlíð, Jónssonar, b. í Stóra- Botni, ísleifssonar, b. í Litla-Botni, Ólafssonar, b. á Eyri í Kjós, Ólafs- sonar, b. í Hvammi í Kjós, Jónsson- ar, lögréttumanns í Hvammi, Hannessonar, lögréttumanns í Hvammi, Ólafssonar, lögréttu- manns í Hvammi, Narfasonar, sýslumanns á Meðalfelh, Sigurðs- sonar. Móðir Björns á Þverfelh var Guö- laug, systir Salvarar, langömmu Bjöms Th. Bjömssonar. Guðlaug var dóttir Kristjáns, b. í Skógarkoti í Þingvahasveit, Magnússonar, og konu hans, Guðrúnar Þorkelsdótt- ur. Móðir Guðrúnar var Salvör Ögmundsdóttir, b. á Hrafnkelsstöð- um, Jónssonar, og konu hans, Guö- rúnar Þórarinsdóttur. Móðir Guö- rúnar var Ehn Einarsdóttir, b. í Varmadal, Sveinssonar, ogkonu hans, Guðrúnar Bergsveinsdóttur, b. á Árgilsstöðum, Guttormssonar, ættfóður Árgilsstaðaættarinnar. Móðir Davíðs á Þverfelh var Ástríður Friðriksdóttir, b. á Vífils- stöðum í Garðahreppi, Sæmunds- sonar, b. á Selskarði á Álftanesi, Friðrikssonar, prests á Borg á Mýr- um, Guðmundssonar. Móðir Ástr- únar var Þóra Einarsdóttir. Sigrún, móðir Kristjáns, var dótt- ir Guðmundar, húsmanns í Bæ í Ámeshreppi á Ströndum, Sveins- son, b. á Felli, Dagssonar, b. á Reykjanesi, Sveinssonar, b. á Finn- bogastöðum, Alexíussonar, b. í Munaðamesi, Jónssonar. Móðir Guðmundar í Bæ var Guöbjörg Magnúsdóttir, b. í Munaðarnesi, Magnússonar. Móðir Sigrúnar var Kristín Loftsdóttir, b. í Litlu-Ávík, Bjamasonar, b. í Munaðamesi, Bjarnasonar, b. í Munaðarnesi, Arngrímssonar, b. í Munaðamesi, Ámasonar, b. í Kálfanesi, bróður Ásgeirs, prests í Dýrafjarðarþing- Kristján Davíðsson. um, langafa Jóns forseta. Ámi var sonur Bjarna, prests í Ámesi, Guð- mundssonar, og konu hans, Guð- rúnar Árnadóttur, prests í Skarðs- þingum, Einarssonar. Móðir Kristínar var Þórunn Ein- arsdóttir, b. í Bæ, Guðmundssonar, prests í Árnesi, Bjarnasonar, b. í Flatey á Breiðafirði, Brandssonar. Kristján og Ástríður taka á móti gestum í Félagsheimilinu Brautar- tungu á afmælisdaginn eftir klukk- an 19:00. Andlát Ragnar Fransis Munasinghe. Til hamingju meó afmaelió 24. júlí 90 ára Hólmfríður Kr. Pétursdóttir, Eskihlíö 12 Gunnluug Maidís Reynis, Sunnubraut 4, Grindavlk Stefán Jónsson, Holtagötu 3, Reyðarfirði 50 ára 75 ára Ingóifur Eyjólfsson, Vesturgötu 6, Keftevik Einar Jóhannesson, Strandgötu 19, Hafiiarfirði Ragnheiður Guðmundsdóttir, Hafiiarbraut 7, Hólmavík Karitas Guðjónsdóttír, Norðurbrún 1 70 ára Sigurður JónsHon, Vestamannabraut 73, Vestmannaeyj- um Gréta Ágústsdóttir, Bylgjubyggð 22, Ólafsfirði Iæví Knnráðsson, Dalsebl Jóna Kristín Sigurðardóttir, Arnarhrauni 8, Grindavík Bjami Hörður Ansnes, Flúöum, Hrunamannahreppi Hólmfríður Kr. Grímsdóttir, Laugarbrekku 21, Húsavík Ólðf Helgadóttir, Tjamarlundi 11 E, Akureyri Björg Saemundsdóttir, Grettisgötu 54 40 ára 60 ára Guðmundur Jónsaon, Staöarbrauni 14, Grtadavík Kolbeiun Árnason, Fjólugötu 19A Ólafur Þ. Brynjólfsson, Mávabraut 7C, Norðfirðl Jóhann Sigurður Magnússon, Kópnesbraut 7, Hólmavík Guðrún Síemundsdóttir, Smáratúni 8, Selfossi Ófeigur Ófeigsson Ófeigur Ófeigsson, b. í Næfurholti í Rangárvahahreppi, andaðist 10. júlí. Ofeigur fæddist 20. janúar 1914 í Næfurholti og ólst þar upp en þar hefur hann átt heima alla sína tíð, aö undanskhdum sex áram á fjórða áratugnum er hann var á vertíð í Vestmannaeyjum. Hann stundaöi öh almenn sveitastörf sem unghng- ur og tók við búi foreldra sinna í Næfurholti ásamt Geir bróður sín- um og Jónínu systur sinni 1944. Ófeigur átti fjögur systkini en yngsta systir hans er láhn. Systkini Ófeigs: Guðrún Laufey, f. 11. febrúar 1911, gift Haraldi Runólfssyni, d. 1990, b. í Hólum í Rangárvaha- hreppi; Geir, f. 3. apríl 1916, b. í Næfurholti; Jónína, f. 3. apríl 1916, búsett í Næfurholti, en sonur henn- ar er Ófeigur Ófeigsson, b. í Næfur- holti, í sambýh við Hahdóra Hauks- dóttur og eiga þau einn son, og Ragnheiður, f. 1. maí 1920, d. 17. aprO 1970, gift Kára Valssyni prestí íHrísey. Foreldrar Ófeigs voru Ófeigur Ófeigsson, f. 23. ágúst 1877, d. 8. júní 1924, b. í Næfurholti, og kona hans, Ehn Guðbrandsdóttir, f. 8. aprö 1881, d. 24. aprö 1956. Föðurforeldrar Ófeigs vora Ófeig- ur Jónsson, b. í Næfurholti, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Ófeigur var sonur Jóns, b. í Árbæ, Jónsson- ar, b. í Selsundi, Jónssonar, b. þar, Hannessonar, b. á Seljalandi í Fljótshverfi, Ásbjörnssonar, lög- réttumanns í Kerhngardal í Mýrdal, Jónssonar. Guörún var dóttir Jóns, b. í Næfurholti, Jónssonar, b. í Sel- sundi, Jónssonar, bróður Jóns í Árbæ. Móðursystir Ófeigs var Rósa, móöir Hauks Morthens söngvara og Kristins listmálara, foður Bubba Morthens. Elín var dóttir Guö- brands, b. á Tjörvastöðum á Landi, bróöur Sæmundar, afa Guörúnar hæstaréttardómara og Sigríöar sagnfræöings Erlendsdætra. Systir Guöbrands var Guðrún, langamma Guðlaugs Tryggva hagfræðings. Önnur systir Guðbrands var Guð- nin yngri, langamma Hahdórs Bjöms Runólfssonar hstfræöings. Þriöja systir Guöbrands var Elín, amma Kára Þóröarsonar, rafveitu- stjóra í Keflavflc. Guðbrandur var sonur Sæmundar, b. á Lækjarbotn- um, Guðbrandssonar og konu hans, Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóð- ur, ættforeldra Lækjarbotnaættar- innar. Bróðir Sæmundar var Guð- Ofeigur Ófeigsson. brandur, langafi Guðmundar Daní- elssonar rithöfundar. Móðir Elínar var Margrét Hinriksdóttir b. í Öl- vesholti í Holtum, Vigfússonar Sig- mundssonar. Móöir Hinriks var Guðlaug Vigfúsdóttir b. á Helga- vatni, Þórðarsonar, b. á Helgavatni, Vigfússonar, b. á Huröabaki, Þórö- arsonar, b. á Huröabaki, Böðvars- sonar, prófasts í Reykholti, Jóns- sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.