Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. 25 Sviðsljós Fimmtugur stórsöngvari Garðar Cortes óperusöngvari fagnaði fimmtugsafmæli sínu á mánudagskvöl'd með pomp og prakt. Boðað var til afmnælishófs í íslensku óperunni. Óperukórinn söng og fjöldi gesta samgladdist afmælisbarninu á þesusm tíma- mótum. Bessi Bjarnason leikari árnar afmælisbarninu Garðari Cortes heilla. DV-mynd BG Þátttakendur voru vel veðurbarðir eftir skemmtilega keppni i Leirunni. Fjölmiðlamenn keppa í golfi Fyrir stuttu var haldin fyrsta meistarakeppni fjölmiðla í golfi. í stinningskulda héldu um það bil þrjátíu fjölmiðlamenn til Keflavíkur þar sem skyldi barist um meistaratit- ilinn og glæsileg verðlaun, bæði í ein- staklingskeppni og í sveitakeppni. Á golfvehi þeirra Keflvíkinga í Leirunni voru nokkur vindstig með- an keppnin fór fram, veður sem heimamenn kölluðu smágolu en Reykvíkingar storm. Keppni var að sjálfsögðu hörð og jöfn. í sveita- keppni fjögurra manna sigraði Sjón- varpið, átti eitt högg á Morgunblaðið þegar upp var staðið. í einstaklings- keppni sigraði heimamaðurinn Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, með glæsibrag og spilaði völhnn eins og blankalogn væri. Með forgjöf sigraði svo ljósmyndarinn á Alþýðublaðinu, Einar Ólason. Sigurvegararnir með og án forgjafar í einstaklingskeppninni, Einar Ólason og Páll Ketilsson. John Travolta er kampakátur þessa dagana enda virðist flest ganga honum í haginn. Travolta gekk hla aö við- halda fornri frægð sinni en eftir að kvikmyndin Look Who’s Talk- ing sló eftirminnhega í gegn fór lukkuhjóhð að snúast réttsæhs á ný. Þessa dagana vinnur hann að gerð framhaldsmyndar, Look Who’s Talking Too. Haim hefur einnig sést með nýja kærustu upp á arminn. Sú heitir Kehy Preston og lék í Twins með Amold Schwarzenegger og Danny De- Vito. Hún var áður heitbundinn leikaranum Charhe Sheen. Patti Reagan dóttir Ronalds þess sem fyrir skömmu var forseti Bandaríkj- anna, hefur verið strikuð út úr erfðaskrá föður síns. Patti hefur löngum samið iha við foreldra sína og sérstaklega féh þeim Ula þegar Patti gaf út htt dulbúna ævisögu í skáldsöguformi þar sem hún gagnrýndi foreldra sína harðlega. Dropinn sem fyUti mælinn var hins vegar sú yfirlýs- ing Patti nýlega aö faðir hennar hefði með stjómarháttum sínum valdið dauða þúsunda höfrunga í túnfisknetum. Undir slíkum ásökunum vUdi faöir hennar ekki sitja og breytti erfðaskránni í snatri. Eyðni í sjónvarpi Sjúkdómurinn eyðni var sýndur sjónvarpsáhorfendum í New York í nokkuö óvenjulegu ljósi á dögunum þegar einn helsti fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar skýrði frá persónulegri baráttu sinni við þetta banvæna mein. Tom Cassidy hefur starfað hjá CNN síðan 1981 og verið mjög mikið í sviðsljósinu. í október 1987 greind- ist hann jákvætt í eyöniprófi og ári síðar var sjúkdómunnn kominn á fulla ferð. Cassidy barðist lengi við sjúkdóminn og reyndi að halda því leyndu hvemig komið væri fyrir honum þrátt fyrir ýmis áfoU. í þremur þáttum sem sýndir voru í kvöldfréttatíma WCBS sjónvarps- stöðvarinnar skýrði hann frá reynslu sinni af sjúkdómnum og ræddi hreinskUnislega um ástand sitt. Tom Cassidy fréttamaður CNN. Akranes: Gamli slökkvi- bíllinn fær frí Sigurður Sverrisson, DV, Akianesi; Gamh slökkvibíllinn, sem gegnt hef- ur Skagamönnum um langan aldur, eða allt frá 1947, hefur fengið nýtt hlutverk sem safngripur á Byggða- safninu að Görðum. *" Bílhnn, sem er af Chevrolet gerð, kom frá Kanada tU íslands, Hin síð- ari ár hafa aðrir og nýrri bílar tekið af honum helsta álagið en sá gamli hefur þó aUtaf verið tU taks. Myndin var tekin rétt áður en hafist var handa við að taka ofan af bíinum skyggnið og fleira til þess að koma mætti honum í hús hjá Byggðasafninu. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, áhaldavörður Akranesbæjar, stendur hjá bílnum. DV-mynd Árni S. Árnason ~ v l » R / Ólyginn sagði. . . Mimi Rogers sem áður var gift hjartaknúsar- anum Tom Cruise, reynir ákaft þessa dagana að verða barni auk- in. TU þess að það megi verða sem fyrst hefur hún ráðfært sig við sérfræðinga í læknastétt og átt stefnumót við nokkra yngri karl- menn. Hún hefur lýst því yfir að það skipti hana engu máli þótt barnið verði óskUgetið og hún muni jafnvel grípa tíl tækni- frjóvgunar til þess að fá vUja sín- um framgengt áður en það verður of seint en Rogers er 38 ára. Súp- erstjaman Cruise er afar svekkt- ur yfir þessum tilburðum fyrrum eiginkonu sinnar en ein helsta ástæðan fyrir skilnaði þeirra var einmitt barnleysi. Cruise finnst að með téðri hegðan vegi Rogers að karlmennsku hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.