Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 38
50 LAtTGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Afrnæli i>v Knútur Armann Knútur Ármann rafvirkjameistari, Breiövangi 8, Hafnarfirði, er sjötug- urídag. Starfsferill Knútur fæddist á Hellissandi og ólst þar upp fyrstu árin. Hann missti fööur sinn 1925 og flutti meö móður sinni og systkinum til Reykjavíkur 1929. Eftir barnaskólanám viö Miö- bæjarskólann var hann einn vetur í Verslunarskólanum og síðan tvo vetur í Kvöldskóla KFUM. Knútur hóf síöan nám í rafvirkjun árið 1940 og flutti um þaö leyti meö meistara sínum upp á Akranes. Aö loknu sveinsprófi rak hann eigið rafmagnsverkstæöi á Akra- nesi um nokkurn tíma. Hann öðlað- ist háspennuréttindi vorið 1950 eftir að hafa lokiö tilskildu bóklegu og verklegu námi en Knútur kenndi rafmagnsfræði viö Iönskólann á Akranesi um nokkurra ára bil. Viö uppsetningu á nýju rafveitu- kerfl með tilkomu Andakílsvirkjun- ar réðst Knútur sem yfirverkstjóri til Rafveitu Akraness um nokkurra ára skeið. í ársbyrjun 1957 hóf hann störf sem löggildingarhafi og yfir- verkstjóri við rafmagnsdeild Sem- entsverksmiðju ríkisins við upp- byggingu deildarinnar en fram- leiðsla verksmiðjunnar hófst í júní 1958. Knútur starfaði hjá Sements- verksmiðjunni til ársins 1988 er hann lét af störfum og flutti til Hafn- arfjarðar. Fjölskylda Knútur kvæntist 8.5.1943 Kristínu J. Ármann, f. 13.9.1923, húsmóður, en hún er dóttir Jens G. Jónssonar, f. 17.8.1892, d. 3.3.1975, skipstjóra, og Júlíöpnu Jónsdóttur, f. 9.7.1890, d. 28.5.1961, húsmóður. Knútur og Kristín eiga tvö böm. Þau era Valdís Erla Ármann, f. 16.7. 1944, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Guðbirni Ólafssyni, f. 27.6.1942, móttökuritara lækna, en börn þeirra eru Kristín Björk, f. 22.8.1966, stúdent í framhaldsnámi, Ólafur Þór, f. 14.10.1968, íþróttakennari, og Valdimar Björn, f. 15.11.1974, versl- unarskólanemi; Júlíus Jens Ár- mann, f. 4.6.1947, lögregluþjónn, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Svanhvíti Eygló Ingólfsdóttur rann- sóknarlögreglumanni, f. 15.2.1954, og eru börn þeirra Einar Helgi, f. 12.12.1984, og Júlíus Rafn, f. 9.11. 1987, en sonur Júlíusar Jens frá fyrra hjónabandi er Knútur Rafn Armann, f. 14.9.1970, stúdent, og dóttir Svanhvítar frá fyrra hjóna- bandi er Lára B. Eiríksdóttir, f. 30.11.1971. Systkini Knúts: Unnur Ármann, f. 4.2.1912, d. 12.9.1980, var gift Stein- þóri Marteinssyni, fyrrv. fram- kvæmdastjóra í Reykjavík; Magnús Ármann, f. 31.8.1915, d. 2.2.1984, var kvæntur Margréti Árnadóttur; Hanna Ármann, f. 2.6.1922, sölu- stjóri í Reykjavík, gift Finni Björns- syni flugvélavirkja; Katrín Ármann, f. 24.6.1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórhalli Arasyni framkvæmda- stjóra. Foreldrar Knúts voru Valdimar Ámason, f. 8.7.1888, d. 16.7.1925, kaupmaður á Hellissandi, og kona hans, Amdís Árnadóttir, f. 7.9.1891, d. 11.12.1945 húsmóðir. Ætt Valdimar var sonur Ármanns, Knútur Ármann. verslunarstjóra í Stykkishólmi, Bjarnasonar, b. í Viðfirði. Móðir Valdimars var Katrin Sigfúsdóttir. Arndís var dóttir Jóns Jónssonar, hreppstjóra og formanns á Munað- arhóh á Hellissandi, og konu hans, Jóhönnu Kristínar Jóhannsdóttur Mol. Knútur verður að heiman á af- mælisdaginn. Pálína Þórólfsdóttir Pálína Jenný Þórólfsdóttir, fyrrv. húsfreyja á Finnbogastöðum í Ár- neshreppi, nú til heimilis að Bjarmastíg 2, Akureyri, verður sjö- tugámorgun. Pálína fæddist í Litlu-Ávík í Ár- neshreppi. Hún var átta ára er móð- ir hennar lést frá sex börnum, því elsta tíu ára en því yngsta ársgömlu. Pálína fór þá að Finnbogastöðum þar sem hún ólst upp hjá hjónunum þar, Guðmundi Guðmundssyni odd- vita og konu hans, Þuríði Eiríks- dóttur húsfreyju. Pálína giftist syni hjónanna á Finnbogastöðum, Þorsteini, f. 21.3. 1905, d. 1983, b. á Finnbogastöðum frá 1942. Börn Pálínu og Þorsteins eru Guð- mundur Magnús, b. á Finnbogastöð- um, kvæntur Helgu Eiríksdóttur frá Eskifirði, húsmóður, og eiga þau tvö börn, auk þess sem Helga á tvö börn fyrir, og Guðbjörg, húsfreyja á Bæ í Trékyllisvík, gift Hjalta Guð- mundssyni, b. þar, og eiga þau íjög- urbörn. Foreldar Pálínu voru Þórólfur Jónsson, f. 11.9.1890, b. í Litlu-Ávík, og Jóhanna Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1899, d. 5.10.1928. Pálína Þórólfsdóttir. Á R A Blaðauki um ferðir alla mánudaga Mánudaginn 18. febrúar verður fjallað um Vínarborg í tengslum við Mozarthátíðahöld- in á þessu ári, snjódýptartölur frá helstu skíðastöðum Evrópu o.fl. o.fl. Gísli Eymundur Hermannsson Gísli Eymundur Hermannsson, bóndi að Ártúni í Nesjahreppi er fimmtugurídag. Starfsferill Gísli fæddist í Borgarhöfn í Suður- sveit en ólst upp á Höfn í Hornafirði frá 1945. Hann hefur verið bóndi í Ártúni frá 1960 en samhliða bú- skapnum hefur hann stundað al- menna verkamannavinnu, auk þess sem hann hefur séð um sorphirðu í Nesjahreppi frá 1979. Fjölskylda Gíslikvæntist6.1.1962Ásdísi Marteinsdóttur, f. 14.6.1938, hús- móður, en hún er dóttir Marteins Lúthers Einarssonar, b. í Ási í Nesjahreppi 1938-62 en síðan á Höfn, og Ástríðar Oddbergsdóttur. Börn Gísla og Ásdísar eru Jó- hanna Sigríður, f. 25.7.1958, gift Sig- urði Sigfinnssyni, b. í Stórulág, en synir þeirra eru Árni Már, f. 1984, og Smári Þór, f. 1988; Olga, f. 1.8. 1961, búsett á Núpi í Öxarfirði, en sambýlismaður hennar er Guð- mundur Ólafsson, bifvélavirki og sonur Olgu er Friðrik Einarsson, f. 1980; Ásthildur, f. 21.10.1962, búsett að Fornustekkum, en sambýlismað- ur hennar er Bjarni Sigurjónsson, b. þar, og sonur Áshildar er Ás- mundur Sigfússon, f. 1982, en dóttir Ásthildar og Bjarna er Jóna Stína, f. 1987; Marteinn Lúther, f. 20.3.1965, búfræðingur í Ártúni, en sambýlis- kona hans er Þorbjörg Gunnars- dóttir og eru börn þeirra Lena Hrönn, f. 1987, og Gunnar örn, f. 1988. Systkini Gísla eru Sigþór Valdi- mar, f. 15.6.1938, verkamaöur á Höfn, en sambýliskona hans er Jó- hanna Guðmundsdóttir; Gunnar Valur, f. 15.11.1942, verslunarmaður á Höfn, kvæntur Birnu Skarphéð- insdóttur og eiga þau fimm börn; Erla Sigríður, f. 8.9.1945, verkakona í Mosfellsbæ, gift Guðna Hermanns- syni og eiga þau tvo syni, auk þess sem hún átti son frá því áður; Guðni Þór, f. 7.4.1954, fiskmatsmaður á Höfn, en sambýliskona hans er Elín Ingvadóttir og á hann tvær dætur fráfyrrv. hjónabandi. Foreldrar Gísla: Hermann Eyjólfs- son, f. 11.1.1916, fiskmatsmaður á Höfn í Hornafirði, og Hulda Sigurð- ardóttir, f. 12.11.1915, d. 9.9.1989, húsmóðir: Til hamingju með afmælið 16. febrúar 95 ára Eyjólfur Magnússon, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, tekur á móti gestum í húsakynnum Hjúkrunarfélags íslands, Suðurlands- braut22,áafmælisdaginneftirk]. 14.00. llna Pétursdóttir, Kambsvegi 3, Reykjavík. 90 ára Guðrún Jóhanna Jóhannesdóttir, Heíðargerði 17, Akranesi. 80 ára Guðrún Þorsteinsdóttir, Stangarholti 32, Reykjavík. 75 ára Jóhanna Sigfinnsdóttir, Skólavegi 9, Neskaupstað. Hannibal Guömundsson, Ránargötu 6, Reykjavík. 70 ára Fróði Pálsson, Hringbraut 73, Reykjavík. 60 ára Birgitte Jónsson, Helgamagrastræti 43, Akureyri. Helgi Hallsson, Eikarlundi 19, Akureyri. Guðbjörg Erla Jónsdóttir, Furubergi 3, Hafnarfirði. Tryggvi A. Sigurðsson, Birkihlið 11, Vestmannaeyjum. 50 ára Kristbjörg M. Gunnarsdóttir, Skógum, Austur-Eyjafiallahreppi. Valdimar Brynjólfsson, Austurbyggð 2, Akureyri. Ingibjörg G. Kristmannsdóttir, Áshamri 75, Vestmannaeyjum. Svanhvít Magnúsdóttir, Arnarhrauni 16, Hafnarfiröi. Sif Huld Sigurðardóttir, Birkimel 10B, Reykjavík. 40 ára Kristjana Fenger, Reykjalundi, Mosfellsbæ. Gunniaugur Ólafsson, Grímsstöðum II, Fjallahreppi. Ómar Þórisson, Fifuseli 32, Reykjavík. Birgir Páll Jónsson, Víöihlið 8, Reykjavík. Lilja Kristín Guðmundsdóttir, Lækjargötu 8, Vestmannaeyjum. Helga M. Sigurjónsdóttir, Reykási 21, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.