Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. 7 dv______________________ Fréttir Gestir látnir rýma sal Þjóðleikhúss - þegar ljósabúnaður 1 loftinu gaf sig rétt fyrir sýningu í sal Þjóðleikhússins. Ljósabrúin er efst á myndinni. DV-mynd BG Rýma varð nýendurbyggðan sal Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöld- ið, rétt áöur en sýning á Söngvaseiði átti að hefjast, vegna bilunar í ljósa- búnaðinum sem er í lofti salarins. „Þetta var smá tæknilegt óhapp, það losnaði einn vír úr festingu og þá var ljósabrúin stoppuð með neyð- arrofum. En ég vil taka það skýrt fram að þessi brú er þannig byggð að hún getur ekki keyrt út af sporinu og dottið niður. Það að áhorfendur voru beðnir að yfirgefa sahnn var að mínu mati hárrétt ákvörðun vegna þess að það kom shnkur á brúna við þetta og uppi á henni voru lausir hlutir, eins og stólar og ljós- kastarar sem hefðu getað dottið nið- ur. Einnig þurfti að endursthla ljós- kastarana til að geta byrjað sýning- una,“ segir Gunnar Torfason, verk- efnisstjóri bygginganefndar Þjóð- leikhússins. Ljósabrúin er í lofti salarins og er keyrð fram áður en sýning hefst. Tveir menn voru uppi á brúnni til að stýra svokölluðum eltikösturum og þeir urðu strax varir við að eitt- hvað var að. Við atvikið heyrðist nokkurt brak og skruðningar og brú- in var strax stöðvuð. „Þessu verður kippt í lag undir eins og það veröa sýningar hér eins og áformað var. Það var enginn í hættu vegna þessa og þetta er smávægheg viðgerð," segir Gunnar. Á sýningunni á fimmtudagskvöldið var Miklos Ölveczky, hönnuður ljósabrúarinnar. Hann kom hingað tíl lands til að vera viðstaddur tvær sýningar, Söngvaseið og Pétur Gaut. „Það var alger thvhjun að hann var einmitt á þessari sýningu. Hann er tæknhegur ráðgjafi byggingarnefnd- arinnar og segir að þetta hafi ekki verið alvarlegt. En auðvitað er þetta atvik mjög leiðinlegt fyrir Þjóðleik- húsið og eitt það versta sem fyrir gat komið. En Miklos hefur verið beðinn um að fara yfír ahan tæknibúnað hússins og hann gerir það,“ segir Gunnar. Margrét Kr. Pétursdóttir, sem leik- ur aðalhlutverkið í Söngvaseið, segir að engin hræðsla hafi gripið um sig meðal leikara vegna óhappsins. „Það var aðahega hræðsla viö að þurfa kannski að feha niðúr sýningu. Við sendum bara bænir th réttra aðila og þetta komst allt í lag. En salurinn var mjög góður eftir þetta. Mér fannst ég þurfa að gera sýning- una sérstaklega góða vegna þessa og salurinn var mjög þakklátur. En ég tók eftír því að einhverjir áhorfendur höfðu farið," segir Margrét. -ns Hollensku sófasettin loksins komin aftu-r Vönduð sófasett á góðu verði 3 + 1 + 1 kr. 121.050,- (stgr.) 3 + 2 + 1 kr. 129.960,- (stgr.) Hagstæð greiðslukjör: Visa-raðgreiðslur - engin útborgun Eftirstöðvar á 12 mán. Eurokredit -engin útborgun Eftirstöðvar á 11 mán. dí$kálar Húsgagnaverslun Rauðarárstíg 14 - sími 622-322 1 barn yngra enlOára í fylgd með fullorðnum fær frítt inn. Listahátíð Hafnarfjarðar 1991 16. iúní 1991 kl. 12-24 úti undir berum himni í Kaplakrika í Hafnarfirði Verð 5.500 kr. Fyrstu 2.500 miðarnir verða seldir með 1000 kr. afslætti. Verð 4.500 kr. ATH.! Allirþeirsem ekki fengu endurgreitt hjá Whitesnake vinsamlega hringi í síma 91-674915 Miðapantanir í síma 91 -674915 og 91 - 673745 ^0% Miðasala J5i og allar betri plötuverslanir á landinu Rokk hf. SON QUIREBOYS SLAUGHTER OG THUNDER G.C.DOG RISAEÐLAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.