Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Blaðsíða 8
a LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991. PÍrSUTILBOÐ eldbakaðar pitsur á 880 kr. með ölí. Örvar Kristjánsson þenur nikkuna á franska visu alla helgina. FURSTINN SKIPHOLTI 37, SÍMI 39570 --------------------------------------------------\ Utboð Bitrufjörður 1991 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í lagningu "/j 'S/jBm 9.5 km kafla á Hólmavíkurvegi í Bitrufirði. Helstu magntölur: Fyllingar 10.400 m3, burðarlag 22.000 m3 og bergskering 3.000 m3. Verkinu skal lokið 15. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. maí 1991. Vegamálastjóri V__________________________________________________J Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Framlengdur er umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður við skólann næsta skólaár, 1991-1992. Lausar kennarastöður og stöðugildi í dagskóla: Danska hálf staða, Enska heil staða, þýska hálf staða, stærðfræði heil staða, raungreinar (efnafr., eðlisfr., líffr.) hálf staða, viðskipta- og tölvugreinar heil staða, íþróttir og bókleg kennsla á íþróttabraut heil staða, skipstjórnargreinar (1. stig) heil staða. Auk þess kennsla við öldungadeild skólans eftir nán- ara samkomulagi. Jafnframt er auglýst eftir aðila til starfa að félagsmálum meö nemendum (hlutastarf). Þá er auglýst laus til umsóknar staða fjármálastjóra skólans (hálf staða). Umsóknum fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Nánari upplýsing- ar veitir skólameistari í síma 97-81870 eða 97-81176. Matgæðingur viknnnar Kræklingaforréttur og veislufiskur „Eg hef lært eldamennskuna af mömmu en hún er snillingur í matargerð hvort sem um er að ræða hvers- dagsmat, mat annarra þjóða eða veislumat," segir Svava Helga Carlsen, 20 ára nemandi í Fjöíbraut í Breiðholti og matgæðingur vikunnar. Það var Linda Urbanic sem skoraði á Svövu um síðustu helgi. „Það er kannski óvenjulegt að fólk á mínum aldri hafi slík- an áhuga á matargerð en hjá mér er þetta eins og hobbí. Eg hef búið talsvert hjá ömmu minni en þar sem ég er ekkert gefln fyrir gamaldags mat elda ég oftast sjálf,“ segir Svava. „Ég var reyndar mjög hissa þegar á mig var skorað en er þetta ekki besta sönnunin fyrir að matuiinn hjá manni sé góður? Frá Svövu fáum við tvo mjög góða og einfalda rétti sem eru þannig: Kræklingaforréttur fyrir 6 440 g kræklingur í dós 6 franskbrauðsneiðar Kryddsmjör 100 g ókælt smjör 2 msk. söxuð steinselja 3 msk. saxaður graslaukur 3 msk. mjög fínt söxuð skinka 3 msk. mjög flnt saxaðar heslihnetur 2 hvitlauksgeirar (pressaðir) Salt og Cayennapipar Hræriö smjörið mjúkt. Látið vatnið renna af krækl- ingunum. Ristið brauðsneiðarnar og leggið þær á bök- unarplötu. Stillið ofninn á 250 gráða hita. Gott er að saxa allt sem á að fara í kryddsmjörið í blandara og hræra svo saman við smjörið. Raöið kræklingunum jafnt yfir brauðsneiðarnar. Breiðið smjörið jafnt yfir. Setjiö plötuna inn í ofn og gratinerið í ca 5 mín. Borið fram með sítrónubáti. Veislufiskur fyrir 4 300 g skötuselur Svava Helga Carlsen nemi þykir mjög góður kokkur. DV-mynd Hanna 2 dl mysa blaðlaukur 100 g ferskir sveppir 2 dl rjómi olía til steikingar, sletta af sojasósu eöa hálfur fiskikraftteningur hveiti, salt, pipar og karrí Veltið fiskinum upp úr hveitinu, kryddinu og steikið á báðum hliðum á pönnu. Stráið niðursneiddum svepp- unum og blaðlauknum yfir fiskinn, kraftinum eða sojasósunni og e.t.v. meira af karríi, salti og pipar. Þetta er látið sjóða í 2-3 mínútur. Þá er 2 dl af ijóma bætt í og suöan látin koma upp. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og fersku salati. Ég hef ákveðið að skora á snillinginn hana móður mína, Sigrúnu Karlsdóttur húsmóður, i næsta blað og efast ekkert um að hún verður með eitthvað frum- legt. Hún er svo frábær að þaö þýöir ekki einu sinni fyrir hana að fara út að borða - hún fær hvergi betri mat en heima hjá sér,“ sagði Svava. -ELA Hinhliðin Skemmtilegast að taka á móti bömum Fyrir hönd Framhaldsskólans Skólameistari. HÚSBYGGJENDUR - VERKTAKAR MJÖG FULLKOMNIR VINNUSKÚRAR TIL LEIGU FULLKOMIN RAFMAGNSTAFLA INNRÉTTINGAR - WC - GEYMSLUAÐSTAÐA FULLKOMIN STARFSMANNAAÐSTAÐA HAFNARBAKKI Hvaleyrarbraut 23 220 Hafnarfjördur Sími 65 2733 Telefax 65 2 7 35 - segir Eva Asrún Albertsdóttir, söngkona, útvarpsmaður og ljósmóðir Eva Ásrún Albertsdóttir er ein þeirra sem eru á leið til Rómar en þar mun hún syngja með Eyjólfl og Stefáni á sviðinu í Róm um næstu helgi. Eva Ásrún er jafnt þekkt sem söngkona og dagskrár- gerðarkona á rás tvö. Alls fara átj- án íslendingar til Rómar og héldu allir í loftið í morgun nema þau Eva Ásrún, Stefán og Eyjólfur sem bundin eru í sýningu á Hótel ís- landi í kvöld. Þremenningarnir munu hins vegar fara á morgun. Eva Ásrún segir að miklar æflngar hafi verið undanfariö og uppákom- an með laginu Nína muni eiga eftir að koma landanum verulega á óvart á sviðinu. Eva Ásrún hefur einu sinni sungið í Eurovision en það var þegar Valgeir lenti í núli- sætinu. Það er Eva Ásrún sem sýn- ir hina hliöina að þessu sinni. Fullt nafn: Eva Ásrún Albertsdótt- ir. Fæðingardagur og ár: 22. maí 1959. Maki: Enginn. Börn: Magnús og Albert. Bifreið: Ford Escort árg. 1987. Starf: Dagskrárgerðarmaður, söngkona og ljósmóðir. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Tónlist, söngur og flest það sem tengist vinnunni, t.d. börn og barnauppeldi. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Ég hef fengið mest þrjár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Taka á móti börnum. Eva Asrún Albertsdóttir er á leið til Rómar í Eurovision. Hvað fmnst þér leiðinlegást að gera? Rífast. Ég geri það helst aldr- ei nema mér sé gjörsamlega mis- boðið. Uppáhaldsmatur: Indverskur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Alfreð Gísla- son. Uppáhaldstimarit: Það veit ég hreint ekki. Ég sé flestöll tímarit í vinnunni og kíki yfir þau en það er ekkert sérstakt í uppáhaldi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Þessi spurning er alveg ótrú- leg. Verður maöur ekki bara aö nefna einhvern útlendan leikara? Mel Gibson er flnn. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg veit það ekki. Það er í rauninni engin sérstök persóna sem mig dreymir um aö hitta. Uppáhaldsleikari: Valdimar Örn Flygenring. Uppáhaldsleikkona: Ragnhildur Gísladóttir. Uppáhaldssöngvari: Withney Hou- ston. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir eru allir svo skrautlegir. Ætli ég nefni ekki bara Boga og Örvar í Rónaframboðinu. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson-fjölskyldan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er auðvitað þessi frábæra Simpson- fjölskylda. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö, þaö er engin spurn- ing. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hverjum á ég nú að veita þennan vafasama heiöur? Ætli ég tilnefni ekki Guð- rúnu Gunnarsdóttur. Hvort horfír þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Eg hugsa að ég horfi nokkuð jafnhliða á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ragn- ar Reykás. Uppáhaldsskemmtistaður: Pass. Ég fer aldrei út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ætli það sé ekki Fram. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, já, maður verður að hafa einhver markmið. Ég stefni að því að standa mig vel í því sem ég geri og vera góö móöir. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að slappa af og njóta lífsins eftir erilsaman vetur. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.