Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. 11 I I I I » I » » I I I I I I I DV Borgarastyijöld að hefjast Vamarmálaráðherra Júgóslavíu, Veljko Kadijevic, segir að borgara- styrjöld sé hafin í landinu og fullyrð- ir að ef ráðist verði á hermenn eða athafnasvæði þeirra muni herinn svara með skothríð. Tanjug-fréttastofan hafði þetta eftir ráðherranum seint í gær þar sem hann sagðist jafnframt hafa tilkynnt forsetanum að herinn myndi ekki sitja aðgerðarlaus undir annarri árás mótmælenda. Um 30 þúsund mótmælendur réð- ust að herstöðinni í króatíska bæn- um Split á mánudaginn, með þeim afleiðingum að einn hermaður lét líf- ið og annar særðist. „Herinn mun svara af fullri hörku, jafnvel með skothríð, ef ráðist verður á hermenn, herdeildir eða athafna- svæði hersins aftur,“ er haft eftir Kadijevic. Herinn hefur verið komið fyrir í hinum ýmsu hlutum Króatíu undan- fama tvo mánuði, til þess að halda friðinn, eftir að til átaka kom á milli lögreglumanna í Króatíu og serbíska minnihlutans. Króatískir embættismenn hafa sakað herinn um að hefta sjálfstæði lýðveldisins. Reuter Útlönd Gorbatsjov varar við meira blóðbaði Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti varar þjóðirnar í suðurhluta landins við að meira blóðbað geti orðið í héruðum þeirra á næstu dögum gæti menn ekki stillingar. Þá hefur hann krafist þess að skæruliðar leggi niður vopn. Það eru Armenar og Azerar sem síðustu daga hafa barist um yfirráð yfir héraðinu Nagomo-Karabak þar sem Armenar era í meirihluta þótt héraðið sé innan landamæra Azerbajdzhan. Nokkrir tugir manna hafa fallið og saka Armenar stjómina í Moskvu um að standa meðAzerumíátökunum. Reuter Farþegaferja sekkur: Um 150 manns saknað Yfirfull farþegafeija frá Perú rakst í gær á vöruflutningapramma og hvolfdi, með þeim afleiðingum að 150 manns er enn saknað. Feijan var á Maranon-fljóti, um þúsund kílómetra norður af Lima, þegar hún rakst á prammann sem lá við akkeri við höfnina San Jose de Saramuro. Feijunni hvolfdi við áreksturinn og svo barst hún með straumnum niður fljótið. Fljótlega tókst að bjarga 136 far- þegum á þurrt, og einungis 18 þeirra reyndust lítillega meiddir. Enn er þó um 150 manns saknað. Um þetta leyti árs er Maranon- fljótið afar vatnsmikið eftir miklar rigningar. 55 f luttir á sjúkrahús vegna klórgas- eitrunar Fjöldi manna var í hættu eftir að leiðsla með klórgasi sprakk í efna- verksmiðju nærri Las Vegas í Banda- ríkjunum í gærkvöldi. Flytja þurfti 55 menn á sjúkrahús og 15 þúsund íbúar verksmiðjubæjarins voru fluttir á brott. Öllum vegum var lokað í nágrenn- inu og ríkti neyðarástand í bænum í átta klukkutíma. Mikið lak út af gasinu og myndaðist ský yfir bænum um tíma. Eftir að björgunarmenn komust að lekanum gekk greiðlega aö stöðva hann. Þeir sem sendir voru á sjúkrahús áttu erfitt með öndun. Meðal þeirra sem önduðu að sér gasinu voru slökkviliðsmenn. Óhappið varð þeg- ar flytja átti gas milh geyma í verk- smiðjunni. Reuter VEGNA MIKILLAR SÖLU Á NÝJUM BÍLUM SUMARÚTSALA Á NOTUÐUM BÍLUM MIKLAR VERÐLÆKKANIR! Á 37 ÚRVALS BÍLUM Dodge Aries STW '88, áður kr. 900.000. Nú kr. 800.000. BMW 318i '88, áður kr. 1230.000. Nú kr. 1090.000. Chrysler Le Baron '88, áður kr. 1090.000. Nú kr. 950.000. nhn blltl greiðslukjor SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ AMC EAGLE STW 4X4 BMW318I CH. BLAZER S-10 CHRYSLER LE BARON DODGE600SE DODGE ARIES 2 DR. DODGE ARIES4 DR. DODGE ARIES 4 DR. DODGE ARIES STW FIATUN045S FORD BRONCO EB FORD SIERRA 1,6 LADASPORT LADASPORT LADASAFIR LADA SAMARA LADA SAMARA RANGE ROVER 4 DR. SKODA FAVORIT SKODA130GL Verð áður Verð nú ’80 250.000 170.000 •88 1230.000 1080.000 ’84 980.000 880.000 '88 1090.000 950.000 ’87 980.000 880.000 ’87 730.000 650.000 ’87 760.000 680.000 '88 850.000 750.000 ’88 900.000 800.000 ’89 490.000 400.000 ’87 1650.000 1450.000 ’87 650.000 550.000 ’87 400.000 350.000 '88 580.000 480.000 ’88 250.000 170.000 ’87 230.000 160.000 ’89 450.000 370.000 '83 1180.000 1000.000 ’89 410.000 360.000 ’88 210.000 165.000 JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2, KÓPAVOGI, SÍMI 42600 Saab 900i '88, áður kr. 980.000. Nú kr. 800.000. Volvo 360 GL '86, áður kr. 580.000. Nú kr. 480.000. Toyota Camry XL '87, áður kr. 740.000. Nú kr. 600.000. Opið 9-18 virka daga og 13-17 laugardaga ISLENSK FEGURÐ ÍSLENSKT APPELSÍN wm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.