Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991. 15 Nýtt landnám Byggðastefnan er brostin og höf- undar hennar geta ekki annað en viöurkennt það. Þeir ætla sér samt blygðunarlaust að verða for- sprakkar nýrrar byggðastefnu á nákvæmlega sömu forsendum, ölmusugjöfum úr atkvæðatrygg- ingasjóðum og ábyrgðarlausri rík- isforsjá að albönskum hætti, KGB en ekki EB. Það er ömurleg upplifun að sækja stjómmálafundi úti á landi og horfa upp á feimni og hjárænu byggðafólks sem svipt hefur verið frumkvæði og sjálfsvirðingu. Það klappar þegar því er ætlað að klappa og flissar þegar því er ætlað að flissa en hímir þess á milli mál- laust eins og hross í gaddi. Póh- tískir fulltrúar þessa fólks eru í fullu samræmi við það sjálft. Þeir fælast rökræður, standa í eilífri brandarakeppni, tala í alhæfing- um, höíða til þjóðemis-, kynþátta- og menningarhroka, kljást við and- stæðinga með dylgjum og útúr- snúningum. - Aðrar baráttuað- ferðir em ekki á valdi þeirra. Bændur gieyptu á sínum tíma hinn eitraða ávöxt, niðurgreiðsl- una, og standa nú úrræðalausir, nánast lotningarfullir gagnvart lokum sauðfjárræktar í mörgum ef ekki öllum sveitum landsins og byggðaeyðingu sem þessu mun fylgja. Dagar koma en það munu ekki verða dagar þeirra sem svo einfaldlega létu blekkjast, svo auð- veldlega létu kúga sig og svo bar- áttulaust gáfust upp. Þeirra bíða mölin, leigukompur, færibönd, fé- lagsmálastofnun og flaskan. Öskubuska falin En byggðaeyðingin mun ekki verða varanleg, hvort sem mönn- um líkar framhaldið eða ekki. Landið verður numið aftur af þol- góðu fólki sem hefur það sem okk- ur skortir svo átakanlega: áræði, framkvæmdavilja og samtakamátt. íslendingar framtíðarinnar eru þegar hér, þó að við viljum ekki kannast við veru þeirra þegar at- vinnuleysistölur eru ræddar né KjaHaiinn Jón Hjálmar Sveinsson landbúnaðarverkamaður heldur sé þeirra getið í kynningum útbreiðslunefndar forsætisráð- herra. Systurnar fela öskubusku ennþá. Þetta eru Pólveijamir í beitingaskúrunum, Nýsjálending- arnir í frystihúsunum og Víetnam- arnir í veitingaþjónustunni. Nýlega voru tveir ítalir á ferð í Reykhólasveit í leit að jörð með jarðvarma til kaups. Þeir höfðu ætlað að rækta tómata allt árið. Þó mönnum kunni að þykja svona fyr- irspurnir broslegar þá á þeim eftir að flölga. Við erum hvorki í sið- ferðilegri né þjóðréttarlegri að- stöðu til að neita öðram um það land sem við eram að leggja í eyði, og þó við vildum það þá eigum við engin meðul valdbeitingar sem til lengdar myndu duga til að hindra nýtt landnám. Okkur er því nær að greina möguleikana sem felast í þvi að ísland er að verða alþjóð- legra, vinna með þróuninni í stað þess að streitast í vanhugsun og þröngsýni gegn henni. „ ... ofan komu af fjöllun- um“ í Tokyo kaupir og selur Chris nokkur Dawson það sem hann kall- ar sjávargrænmeti og notað er í Miso-súpur og Sushi-rétti úti um allan heim. „Þangið“ hans Chris er selt í neytendaumbúðum m.a. í Reykjavík. Smásöluverð algengrar ræktaðrar tegundar „nori“ um 16 kr. grammið. Japana nokkrum bauðst fyrir tilviljun að bragða á þurrkuðum breiðfirskum sjávar- gróðri. Meö sýnilegri ánægju sagði hann að bragð og áferð einnar teg- undar væri fyllilega sambærilegt við nori. Chris vill kynnast íslensk- um sjávargróðri. Hann fær ekkert svar. Norðmenn selja á Evrópumark- aði dvöl í því sem við myndum kalla sumarhús, en réttara væri aö kalla heilsársbústaði þar sem dvöl er seld allt áriö. Verðið fer eftir árstíma. Þessir bústaðir eru, líkt og íslenskar laxveiðiár, komnir upp fyrir kaupgetu heimamanna. í verölista fyrir ’91 má m.a. sjá bú- stað þar sem dvöl páskavikuna er verðlögð á sem svarar 112.000 ísl. kr. og vart flnnst bústaður sem ekki er leigður á tugi þúsunda vik- an. Bústaðimir era margir á svæð- um þar sem landslag og gi*óðurfar er sambærilegt við íslenskt kjarr- lendi. „Islendingar framtíðarinnar eru þegar hér þó að við viljum ekki kannast við veru þeirra... Systurnar fela ösku- busku ennþá. Þetta eru Pólverjarnir í beitingaskúrunum, Nýsj álendingarnir 1 frystihúsunum og Víetnamarnir í veitingaþj ónustinni. ‘ ‘ Byggðaþingmenn koma nú út í sveit, sleppa alveg að ræða landbúnaðar- mál við bændur en tala eins og guðir með boðskap um þorskeldi í fjörð- um og sjóskíðaleigur. í Þýskalandi eiga böð í lindar- vatni langa hefð að baki og þetta er iðnaður með arði þrátt fyrir að þar í landi fyrirfinnist ekki jarð- varmi. Á Suðumesjum og fleiri jarðhitasvæðum hérlendis mætti flnna kjöraðstæður heilsumið- stöðva fyrir þýskumælandi Evr- ópubúa. Það vantar peninga kynni einhver að segja. Greinilega ekki þar sem ríkissjónvarpið skýrði í fyrravor frá því að Hong Kong auð- jöfram í leit að nýju heimalandi hafi af viðskipta- og utanríkisráöu- neytum verið snúið frá landinu. Hardy, ólaunaður ræðismaður ís- lands í Hong Kong, telur að þar- lendum sé Island ófýsilegur fjár- festingarkostur, þeir telji óvíst að þeir myndu fá ríkisborgararétt hér. Jafnvel hinum hlédrægu Finnum hefur tekist að gera gufubað að vörumerki ferðamannaiðnaðar síns jarðvarmalausa lands. Þá hafa þeir með góðum árangri aukið ferðamannastraum til nyrstu hér- aða Finnlands að vetrinum með því að auglýsa þau sem heimkynni jólasveina og það þrátt fyrir að jóla- sveinar séu ekld til í fmnskum þjóðsögum. Við íslendingar vitum betur, það búa ekki bara jólasvein- ar á íslandi, heldur eru þeir hér líka í forastu. Minjagripasali á sjóskíðum Landsbyggðarfólk skammast yfir því að peningamir skuli leita til þéttbýlisins á suðvesturhorninu og telur að þetta sé ailt illgjörnum gróðapvmgum í Reykjavík aö kenna. Grunnhyggnir og tækifær- issinnaðir stjórnmálamenn reyna að hagnast á því að taka undir þetta sjónarmið. Málið er að í bænum era þeir sem hafa áræði til að standa í utanríkisverslun og marg- háttaðri þjónustu í nokkurn veginn frjálsri samkeppni. Sjálft samfélag þeirra og borgin styrkja þá en reyni slíkur maður fyrir sér úti á landi en næsta víst að samfélagið snúist gegn honum undir kjörorðunum: Hvað heldurðu að þú sért? Allir aðrir eiga að vera framtaks- lausir af því að við eigum ekki frumkvæði sjálf. Þessi þröngsýni birtist í kröfu landsbyggðarfólks um að stjómmálamenn fjölgi at- vinnutækifærum úti á landi. Þrátt fyrir að þetta sé ekki þeirra mál heldur fólksins sjáifs koma byggða- þingmenn nú út í sveit, sleppa al- veg að ræða landbúnaðarmál við bændur en tala eins og guðir með boðskap til dauðlegra um þorskeldi í íjörðum og sjóskíðaleigur. Steininn tekur úr þegar Byggða- stofnun er farin að beita sér fyrir minjagripagerð úti á landi og Kvennaiistinn hvetur til að þar verði komið upp fjarvinnslustof- um. Fyrirmyndimar eru báðar bandarískar. Umkomulausir indí- ánar í þjóðgörðum pranga plast- perlufestum og fjarvinnslustofur fyrir hugsunarlausa rútínuvinnu bandarískra stórfyrirtækja eru reknar í láglaunalöndum eins og Indlandi þar sem tölvuskjárinn er að taka við af vefstólnum. Jón Hjálmar Sveinsson Glötuð tækifæri Hefur félagshyggjufólk látiö blekkjast af Alþýðuflokknum æ oni æ? - Nýr þingflokkur Alþýðuflokksins. Nú hafa íslenskir kjósendur fengið sitt tækifæri til að ráða miklu um það hvemig landinu verður stjórnað næstu fjögur árin. . Vissulega fóra þessar kosningar miklu betur en skoðanakannanir bentu til rétt fyrir kosningar. - En óneitanlega hefðu þær þurft að fara enn betur þá hefði verið erfiðara um vik fyrir svikara að rjúfa áframhaldandi vinstra samstarf. Ég fæ aldrei skihð að félags- hyggjufólk skuh æ oní æ láta blekkjast af Alþýðuflokki sem hef- ur verið mesti skaðvaldur á vinstri væng í áratugi. Þó að Jón Baldvin sjái sér leik á borði að ganga til stjómarsam- starfs við íhaldið nú kann svo að fara að það verði þá til þess að vinstrisinnað fólk átti sig loks á því hvar krataforinginn stendur í hinu pólitíska htrófi. Allt bendir til þess að meirihluti kjósenda hafi vhjaö áframhaldandi samstarf stjómarflokkanna og th þess fengu þeir nægan styrk þar sem þingið verður ein málstofa. Auðvitað máttu allir vita að Jón Baldvin sviki ht ef flokkur hans yrði nógu stór th stjómarsamstarfs við íhaldið. Þó að það vhdi svo til vegna frægrar „rýtingsstungu í bak“ aö hann hrökklaðist fram úr íhaldssænginni rétt áður en þetta kjörtímabh var hálfnað og gengi th þess stjómarsamstarfs sem nú er lokið. Kjállaiinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður Eyðimerkurgangan Kannski eiga kratar eftir svipaða eyðimerkurgöngu og þeir þreyttu árum saman efdr hækjuhlutverk sitt hjá íhaldinu um 12 ára skeið, þegar þúsundir flúöu land og fá- tækt var meiri en nokkra sinni áður. Eftir þetta urðu kratar svo hthr að í einum kosningum fengu þeir aðeins einn mann kjördæma- kjörinn. Ég verð að játa að á þeim tíma óskaði ég þess að sá flokkur fengi að geispa golunni - og ég er sama sinnis enn. - Ég met stöðuna þannig að það hefði verið mikh hamingja fyrir land og þjóð. Hins vegar verður það ekki fortíð þessa vesalings flokks, sem hér verður krufin, enda væri það ekki geðslegt verkefni, heldur vh ég benda á þá dapurlegu staðreynd að það eru ahtaf verstu menn flokks- ins sem leiddir eru til forystuhlut- verks og það segir sína sögu. Skemmdarstarfsemi krata Ólafur Ragnar Grímsson sagði það sögulegt slys ef Jón Baldvin myndaði nú ríkisstjóm með Sjálf- stæðisflokki. - Það hygg ég að sé líka skoðun ahs raunverulegs fé- lagshyggjufólks. Hitt, að hann undrast það að sonur Hannibals skuh fara svona að, fæ ég síður skhið. - En nóg um það, pólitískur ferill Hannibals heyrir nú sögunni th. En maður kemur í manns stað. Nú hefur Jón Baldvin fundið það út að þar sem aht sé komiö í svo gott horf í þjóðfélaginu sé tímabært að ganga th samstarfs við íhaldið og rústa öllu á ný. - Það er með óhkindum hvað þessi maður kem- ur svíviröhega fram við samstarfs- flokka sína með þessu framferði, reyndar er óhætt aö hafa Jón hinn með. Það sýnist þó næsta nóg fyrir htinn flokk að hafa einn slíkan Jón. - Og ef hann lifír af þessa skemmdarstarfsemi þeirra félaga þá er hann ekki bráðfeigur. Undanfarið hefur verið að heyra að mörgum sé heitt í hamsi og ýmsir hafa sagt að kratar fái að sjá hvað þeir hafa gert þegar tahð verður upp úr kjörkössunum næst. Bara að fólk verði þá ekki búið að gleyma! „Hitt dótið“ Síðan um kosningar hefur Jón Baldvin gengið um með makt og ,miklu veldi, rétt eins og hann hafi eignast háifan heiminn. Og þessa dagana var Davíð úti í Viðey með „hitt dótið“ th að mynda ríkis- stjórn. Reyndar var sagt aö þeir hafi verið þar tveir einir, Davíð og Jón. Baldvin. „Hitt dótið“ myndi bíöa á ströndinni th aö taka á móti konungssnekkjunni þegar hún skriði aö landi. Aðalheiður Jónsdóttir „Kannski eiga kratar eftir svipaða eyðimerkurgöngu og þeir þreyttu árum saman eftir hækjuhlutverk sitt hjá íhaldinu um 12 ára skeið, þegar þús- undir flúðu land..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.