Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1991. 31 Veiðivon Hrútafjarðará: Laxinn komst ekki lengra Þeir eru vígalegir við Mjósundið í Laxá i Aðaldal: Magnús Jónasson og Guðmundur H. Garðarsson með 12 punda flugulax. „Veiðin gengur rólega í Hrútafjarð- aránni og eru komnir innan við 10 laxar á land, Síká er alveg að þorna upp,“ sagði Gfsli Ásmundsson er við spurðum um Hrútatjarðará og Síká í gærdag. „Vatnið minnkar dag frá degi í án- um og nú dugir ekkert annaö en miklar rigningar. Laxarnir, sem hafa gengið í ána, eru sumir vænir, 16 til 18 punda. Laxarnir, sem hafa veiðst, eru frá 8 pundum upp í 12. Fiskar hafa sést í ósnum en þeir láta sig alls ekki hafa það í þessu vatnsleysi. Fyrir nokkrum dögum var lax að reyna að komast upp ána nokkru fyrir neðan Réttarfoss. Þetta hefur verið 300 metrum fyrir neðan fossinn en þarna eru miklar grynningar. Laxinn komst 20 metra en sneri þar upp kviðnum, hann komst ekki lengra og þetta urðu hans endalok. Það hafa veiðst 22 bleikjur og þær stærstu eru 4 pund,“ sagði Gísli í lok- in. Váleg tíðindi! Eldislaxinn mættur í Fnjóská „Fnjóská hefur gefið 20 laxa og hann er 14 pund sá stærsti, 50 silung- ar hafa veiðst," sagði Eiríkur Sveins- son á Akureyri er við spurðum frétta af veiði: „Það sem okkur þykir verst er að af 88 löxum, sem voru tekin af hreystursýni í fyrra, voru 19 eldis- laxar. Þetta er 25% fiskanna sem boðar ekki gott. Selá í Vopnafiröi hefur gefið 42 laxa og þeir eru tveir 14 punda þeir stærstu. Töluvert er að koma í Selá og Hofsá þessa dagana af laxi. í Hofsá í Vopnafirði eru komnir 65 lcixar, síðustu tvo daga hafa veiðst 25 laxar og þeir voru allir lúsugir sem veiddust. Hann er ennþá 16 pund sá stærsti. Það er betra veiði- veður þessa dagana í Vopnafirði og þetta er svipuð veiði í Hofsá og á sama tíma í fyrra. Þetta lofar góðu með framhaldið," sagði Eiríkur enn- fremur. Gullvatn í Langá þessa dagana „Veiðin þokkaleg hérna í Langá og það eru komnir 203 laxar hjá okkur niðurfrá," sagði Runólfur Ágústsson, veiðivörður við Langá á Mýrum í gærdag. „Það veiddust 25 laxar hjá okkur í gær og þetta er í góðu gengi. Hjá Ingva Hrafni eru komnir 80 laxar og uppi á Fjalli er kominn 21 lax. Langá hefur gefið á þessari stundu 324 laxa. Mest eru þetta 5 punda laxar sem veiðast þessa dagana. í ánni hjá okk- ur þessa dagana er gullvatn en við eigum vatnsforða í einn mánuð enn- þá,“ sagði Runólfur ennfremur. 33 laxarhafaveiðst í Rangánum veiddust 8 laxar og laxarnir eru að koma í ána í ríkari mæli,“ sagði Jóna Laufdal er við spurðum um Rangárn- ar í gærdag. „Laxarnir á land eru 33 og hann er 12,2 pund sá stærsti. í Sellæknum eru komnir 400 urriðar," sagði Jóna tölusérfræöingur í lokin. Laxá í Aðaldal hefurgefið 222 laxa „Ég tel það gott að fá 50 laxa, holl- ið, í Laxá í Aðaldal. En ég hef aldrei séð svona lítið af laxi í ánni,“ sagði Magnús Jónasson veiðimaður í gær en þá var Magnús að koma úr Laxá í Aðaldal og á leið í Norðurá með stuttri viðkomu í bænum. „Það fór að rigna og hitinn lækkaði verulega. Hann hafði lækkað í 12 gráður úr 18. Við veiddum 8 laxa á stöngina og sjö þeirra voru á flugu. Laxá í Aðaldal hefur gefið 222 laxa,“ sagði Magnús í lokin. Veður Breytileg átt, víðast fremur hægur vindur. Norðan- lands verður dálitil rigning eða súld öðru hverju og 8-11 stiga hiti en i öðrum landshlutum verður sums staðar bjart veður og talsvert hlýrra, einkum suðvest- antil á landinu. Þar má búast við allt að 18 stiga hita um hádaginn og jafnvel síðdegisskúrum inn til landsins. Akureyri súld 9 Egilsstaðir hálfskýjað 10 Keflavíkurflug völlur alskýjað 11 Kirkjubæjarklaustur skýjað 10 fíaufarhöfn alskýjað 9 fíeykjavik skýjað 12 Vestmannaeyjar skýjað 11 Bergen rigning 13 Helsinki skýjað 16 Kaupmannahöfn rigning 16 Úsló rigning 15 Stokkhólmur skýjað 15 Þórshöfn alskýjað 11 Amsterdam skýjað 15 Barcelona mistur 21 Berlin alskýjað 17 Chicago heiðskírt 18 Feneyjar þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 18 Glasgow rigning 11 Hamborg skýjað 16 London skýjað 14 Lúxemborg léttskýjað 12 Madrid skýjað 19 Malaga heiðskírt 20 Mallorca þokumóða 2o Nuuk þoka 6 París rigning 14 Róm heiðskírt 23 Valencia þokumóða 20 Vín léttskýjað 18 Gengið Gengisskráning nr. 132. -16. júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,400 62,560 63,050 Pund 102,913 103,177 102,516 Kan. dollar 54,467 54,607 55,198 Dönsk kr. 8,9985 9,0216 9,0265 Norsk kr. 8,9245 8,9474 8,9388 Sænsk kr. 9,6170 9,6417 9,6517 Fi. mark 14,4729 14,5100 14,7158 Fra. franki 10,2522 10,2785 10,2914 Belg.franki 1,6901 1,6945 1,6936 Sviss. franki 40,1415 40,2445 40,4750 Holl. gyllini 30,8903 30,9695 30,9562 Þýskt mark 34,7923 34,8815 34,8680 Ít. líra . 0,04675 0,04687 0,04685 Aust.sch. 4,9426 4,9552 4,9558 Port. escudo 0,4057 0,4068 0,3998 Spá. peseti 0,5548 0,5562 0,5562 Jap. yen 0,45602 0,45719 0,45654 Irskt pund 93,073 93,311 93,330 SDR 82,5140 82,7256 82,9353 ECU 71,5198 71,7031 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 15. júli seldust alls 101,735 tonn. Magn í Verð I krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,202 35,00 35,00 35,00 Karfi 4,489 35,41 35,00 36,00 Kinnar 0,055 84,55 80,00 90,00 Langa 0,330 50,00 50,00 50,00 Lúða 0,527 280,63 245,00 315,00 Langlúra 0,046 10,00 10,00 10,00 Lýsa 0,050 24,00 24,00 24,00 Skata 0,060 95,00 95,00 95,00 Skarkoli 0,160 84,67 84,00 85,00 Sólkoli 0,099 50,00 50,00 50,00 Steinbitur 0,276 50,00 50,00 50,00 Þorskur; sl. 50,101 81,46 47,00 91,00 Þorskur, smár 3,682 76,00 75,00 75,00 Ufsi 31,563 60,14 59,00 61,00 Undirmál. 2,286 67,01 67,00 68,00 Ýsa, sl. 7,929 103,82 50,00 134,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 15. júlí seldust alls 40,044 tonn. Koli 0,045 75,00 75,00 75,00 Smárþorskur 0,310 67,00 67,00 67,00 Smáufsi 0,657 50,00 50,00 50,00 Þorskur, stór 0,537 96,00 96,00 96,00 Keila 0,570 37,00 37.00 37,00 Ufsi 0,712 60,00 60,00 60,00 Ýsa 14,355 106,81 50,00 128,00 Þorskur 4,979 87,23 85.00 91,00 Steinbítur 0,840 53.00 53,00 53,00 Lúða 1,198 236,51 215,00 280,00 Langa 2,086 52,14 50,00 60,00 Karfi 13,749 36,35 -35,00 37,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 15. júlí seldust alls 103,511 tonn. Skata 0,266 83,94 83,00 84,00 Koli 0,844 70,00 70,00 70,00 Blandað 0,308 24,00 24,00 24,00 Keila 4,004 43,60 43,00 44,00 Sólkoli 0,012 67,00 67,00 67,00 Hlýri/steinb. 0,387 56,00 56,00 56,00 Náskata 0,035 5,00 5,00 5,00 Langa 0,137 47,16 35,00 52,00 Undirmál. 0,144 53,75 52,00 55,00 Ufsi 18,363 55,91 50,00 60,00 Steinbítur 0,560 55,95 54,00 57,00 Skötuselur 0,173 407,77 165,00 445,00 Lúða 0,997 206,09 90,00 355,00 Karfi 12,698 34,24 27,00 37,00 Blálanga 0,734 60,90 58,00 62,00 Ýsa 24,998 101,39 79,00 119,00 Þorskur 38,847 84,75 50,00 92,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 Veiðimennirnir Grímur Sæmundsen, Magnús Jónasson, Pétur A. Maack og Óskar Þórhallsson með ettirmiðdagsveiði úr Laxá í Aðaldal. DV-mynd RGA „Veiðin er að koma til, í morgun -G.Bender Fjölmiðlar Ratleikur Moggans Einhver stærstu og virtustu dag- blöð heims hafa í gegnum tíöina komiö sér upp ákveðnu kerfi sem auöveldar lesandanum að komast í gegnum blaðið og hjálpar honum að finna á svipstundu það sem hann leitarað. Má í þessu sambandi benda á sér- stök efnisyfirlit á forsíðum blað- anna, sem vísar á ákveöið efni á ákveðnum síöum og svokölluð „news summary" eða stutt ágrip af helstu fréttum dagsins. Það er hins vegar eitt af einkenn- um Morgunblaðsins sem lengi hefur talist eitt virtasta dagblað landsins að þar er aldrei hægt að ganga að neinu vísu. Gengið, sjónvarpsdagskráin og bíóauglýsingarnar erut.d. eitthvað sem flest önnur dagblöð leitast við að hafa alltaf á vísum stað svo auð- velt sé að fietta því upp en í-Moggan- um þarf lesandinn að renna í gegn- um allt blaðið áður en hann finnur það sem hann leitar að. Gengið er um það bil á síðu 23-28, þ.e.a.s. þá daga semþaö er birti blaðinu, sjónvarpsdagskráin fylgir einhverjum lögmálum sem um- brotsmennimir einir átta sig á og sömu sögu eraðsegja um bíóauglýs- ingarnar. Að vísu hefur blaðið sýnt vissa viðleitni meö því birta stutt frétta- yfirlit yfir innlendar og erlendar fréttir en enn er langt í land þar til hinn almenni lesandi telur sig geta gengið að einhverjum upplýsitigum vísumíblaðinu. Ég hef séð fólk grípa til Moggans í leit að einhverjum upplýsingum, fletta honum í gríð og erg og svekkja sig á því að finna ekki það sem það leitar að. Að lokum hefur það fy rir því að leita að öðru blaði. Þetta getur því verið æði hvimleitt á þeim stundum þegar lesandinn þarf að fá ákveðnar upplýsingar í flýti og er ekki í skapi til þess að takaþátti„lottómu.“ Það er þvi um tvennt aö velja, amiaöhvort að r áða bót á þessu vandamáli eða hreinlega gefaút leiðbeiningarbækling um hvernig lesa eigi Morgunblaðiö. Ingibjörg Óðinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.