Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 4
LAUGATOAGliK M, Áfifcm-i 4?, Fréttir Heimsókn Vigdísar forseta í Skagaflörð: Sólin heilsaði er f logið var inn fjörðinn Fjölmenni tók á móti Vigdisi Finnbogadóttur við komuna til Sauöár- króks. Hér heilsar forsetinn börnunum. Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkxóki: „Ég þakka Skagfirðingum kær- lega fyrir móttökurnar og er sér- staklega ánægð með aö þeir skuli hafa tekið á móti mér með söng. Mér finnst vel við hæfi að kórinn syngi „Skín við sólu Skagafjörður" þar sem sólin heilsaði okkur þar sem við flugum inn fjörðinn. Ég er ánægð með byrjunina, upphaf þessarar 3ja daga sögu sem við er- um að ganga inn í,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, þegar hún ávarpaði gesti í morgun- verðarboði á Sauðárkróki í gær. Þá var fyrsti dagurinn af þremur í opinberri heimsókn til Skagafjarð- ar. Fjölmenni var samankomið á Alexandersflugvelli í gær þegar vél forsetans lenti. Þorsteinn Ásgríms- son, formaður héraðsnefndar, ávarpaði forseta á flugvellinum og eftir að frú Vigdís hafði heilsað upp á fólkið söng karlakórinn Heimir. Athöfnin stóð í 30 mínútur. Að henni lokinni var haldið í morgun- verð í tónlistarskólahúsinu. Á borðum var matur frá matvæla- framleiðendum í héraðinu. Skýjað var þegar' flúgvél flug- málastjórnar lenti en það stóð á endum að þegar forsétinn og fylgd- arlið var komið upp á Nafirnar til að virða bæinn og héraðið fyrir sér braust sólin fram og skein við Skagflrðingum og gestum þeirra í gær. Stund í Sauöárgili, skrúðgarði Sauökrækinga, notaði forseti til að heilsa upp á yngri kynslóðina. Síð- an var haldið í safnaihúsið þar sem hún skoðaði sýningu á 45 málverk- um eftir íjóra skagfirska málara og héraðsskjalasafnið sem talið er eitt hið merkasta á landinu. Um hádegið var haldið í Lýtings- staðahrepp og hádegisverður snæddur í Árgarði. Síðan var farið upp að Amarstapa þar sem minnis- varði Stephans G. Stephanssonar stendur og útsýni er gott yfir hér- aöið. Um miöjan dag var móttaka Seylu-, Akra- og Staðarhreppa í Miðgarði og í gærkvöldi sat forset- inn kvöldverðarboð bæjarstjórnar Sauðárkróks. Frú Vigdís gisti á Löngumýri í nótt og í dag er ferð- inni heitið austur yfir Héraðsvötn, í Fljótin, til Hofsóss og Hóla. Skagfirðingar hafa hrifist af for- seta sínum, glaðlegri framkomu frú Vigdísar og alþýðleik - hversu auð- velt hún á með að tala jafnt viö unga sem aldna og fitja upp á skemmtilegum umræðuefnum. Hreppsnefnd A-Eyjafjalla- hrepps lögsækir Útivist - með umdeildri gjafsókn Óla Þ. Guðbjartssonar Hinn umdeildi skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi stendur á jökulskeri við rætur Eyjafjallajökuls. Litríkt barnabros. Sýnishorn af þeim myndum sem hafa borist. Lj ósmyndasamkeppni DV og Tannlæknafélags íslands: Verðlaunabrosin leynast víða „Það er búið að taka ákvöröun um að halda málinu áfram og það verður fariö í málsókn nú í haust gegn Úti-' vist, segir Helgi Birgisson, lögmaöur landeigenda og hreppsnefndar Aust- ur:Eyjaíjallahrepps. Útivist hefur undanfarið ár veriö að endurbyggja 50 ára gamlan skála á Fimmvörðuhálsi í óþökk hrepps- nefndar A-Eyjafjallahrepps en deilur standa um hver á landskikann sem skálinn stendur á. Félagsmálaráðu- neytið veitti Útivist leyfi til bygging- arinnar í árslok í fyrra. Hreppsnefnd og meintir landeigendur lögðu þá fram lögbannsbeiðni á byggingu skálans en henni hefur verið hafnað. „í lögbannsúrskurðinum er ekki tekin efnisleg afstaða til málsins. Þar er talið að þar sem nánast sé búiö að reisa skálann að fullu sé ekki rétt að leggja á lögbann. í gömlum lands- yfirréttardómi eru landámerki á hálsinum ákvörðuð og við teljum að þar liggi fyrir fullkomin sönnun þess að skáhnn sé innan marka jarðarinn- ar Hrútafells og Magnús Eyjólfsson, bóndi á HrútafelU, vill fá að ráða sínu landi sjálfur," sagði Helgi. Fyrir 50 árum fengu Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi heimild til að reisa skála á hálsinum en árið 1982 afsöl- uöu þeir Útivist skálanum. „Landeigendur vilja meina að Fjallamenn hafi ekki haft heimild til að selja þennan skála. Fjallamenn fengu heimild til þess á sínum tíma að reisa skála og nota hann en það þýðir ekki aö þeir geti síöan afsalað þeim rétti til einhverra annarra,“ segir Helgi. OU Þ. Guðbjartsson, fyrrum dóms- málaráðherra, veitti á sínum tíma hreppsnefndinni og nokkrum land- eigendum gjafsóknarleyfi sem dag- sett er 29. apríl, daginn fyrir stjómar- skiptin í vor. Magnús Eyjólfsson, bóndi á HrútafeUi, var í ööru sæti á lista Borgaraflokksins á Suðurlandi fyrir síðustu kosningar en Óli var í því fyrsta. „Það er merkilegt aö gjafsókn hafi verið veitt í þessu máli þar sem hún er yfirleitt einungis veitt í bamsfað- emismálum og öörum slíkum prinsippmálum. Gjafsóknin þýðir að meintir landeigendur reka þessi mál algjörlega á kostnaö ríkisins," sagði Magnús Guðlaugsson, lögmaöur Úti- vistar. -BÓl Hvem langar ekki í Canon Eos 1000 myndavél? Dustaðu nú rykið af gömlu myndavéUnni þinni, settu nýja filmu í tækið og myndaðu brosandi menn og dýr sem á vegi þínum verða. Afraksturinn skaltu svo senda, ásamt nafni, heimfiis- fangi og síma, í umslagi til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt Breiðasta brosið. DV og Tannlæknafélag íslands standa nú saman að ljósmynda- samkeppni sem ber nafnið Breið- asta brosiö. Leitaö er eftir skemmtilegum myndum af bros- andi mönnum og dýrum. Fyrir Bestu brosmyndirnar verða veitt vegleg verðlaun. Fyrstu verðlaun eru Canon Eos 1000 myndavél frá Hans Petersen að verðmæti 35 þúsund krónur. Hægt er að hafa myndavéUna al- sjálfvirka eða stilla sjálfur fókus og lýsingu. VéUn er búin svoköUuð- um eltifókus sem tekur skýrar myndir af hlutum á mikilli ferð. Einnig er innbyggt rafdrif og sjálf- takari í véUnni. Önnur verðlaun í keppninrú eru 15 þúsund króna vöruúttekt í ein- hverri af sjö verslunum Hans Pet- ersen og þriðju verðlaun eru 10 þúsund króna vöruútteÆT. Ekki skiptir máli hvort myndirn- ar eru svarthvítar eða í Ut, skyggnumyndir eða venjulegar. Stærð myndanna skiptir heldur engu máli. Hver keppandi getur sent inn fleiri en eina mynd og öll- um myndum verður skilað til eig- enda sinna. Síðasti skiladagur er 6. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.