Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 19
1861 lavg4Wíagur.?4,ágú^ti9?): Veiðivon Leikarinn landaði bleikjunni án önguls Silungsveiði getur verið skemmtileg sé fiskurinn vænn og ákveðinn í að taka agn veiðimanna. Hann Arnór Benónýsson, leikari og áhugamaður um stangaveiði, lenti á skemmtilegri bleikju um síð- ustu helgi. Hann var við veiðar vestur í Dölum við þriðja mann og setti í bleikjuna í Brekkudalsá. Þetta var hin vænsta bleikja og glímdi Arnór við hana um tíma. Var nú komið að löndun en Arnór hafði sett í nokkrar bleikjur áður en allar höfðu þær sloppið. Ætlar nú leikarinn snjalli að landa bleikju og gerðist þá undrið. Um leið og Arnór tekur upp bleikjuna og ætlar að losa úr henni öngulinn er enginn öngull. Hvórki öngull né sakka. Aðeins bleikjan kom á land en engin veiðarfæri. Það hefði kannski verið betra að vera strax öngullaus, þá hefðu fleiri bleikjur komið fyrr á land hjá Arnóri. Hann reynir þetta kannski næst þegar hann rennir fyrir fisk. Nokkru ofar en Arnór renndi var Össur Skarphéðinsson alþingis- maður og reyndi við bleikjur. Hann gerði sér lítiö fyrir og veiddi allar bleikjumar í einum hylnum. Þær voru sjö þegar hann*mætti á stað- inn en engin þegar hann gekk frá hylnum. 100% árangur þetta hjá Össuri. -G.Bender Össur Skarphéðinsson. Arnór Benónýsson. Leifur Benediktsson með hrafninn sem hafði flækst í girni eftir veiðimenn og ekki tókst að bjarga. Veiðimenn eiga að grafa það girni sem þeir skilja eftir viö veiðiárnar eða taka með sér heim. DV-mynd G.Bender Gimisbútar úti um allar jarðir eftir veiðimenn Margir veiðimen eru alltof mikhr trassar með grini og skilja þetta eftir úti um allir jarðir. Margir fuglar og fénaður hafa lent í þessum ófögnuði og hefur það orðið þeim að aldurtiia. Þessi hrafn fannst í Dölunum fyrir skömmu og var flæktur í girni sem einhverjir veiðimenn höfðu skilið eftir. Fuglinn hafði greinilega náð sér í þetta við veiðiá í Dölunum og þar hafði það flækst um fót fuglsins. Fluginn hafði síðan flogið áfram og flækst í næstu girðinu. Þó reynt væri að hlúa að fuglinum dugði það ekki til, hann drapst skömmu eftir að hann fannst flæktur í girðingunni. -G.Bender Þjoðar- Prestur nokkur á Norðurlandi ætlaði einhverju sinni að lesa fyrsta versiö úr einum kafla Lúk- asarguðspjalls fyrir Mrkjugesti sína. Þegar hann ætlaði aö til- kynna viðstöddum það sagði hann óvart: „Nú ætla ég að lesa úr Lúkasar- guðspjalli, VERSTA FYRST." Týnda brefið Annar prestur ætlaöi eitt sinn að lesa úr Galata-bréfinu í upp- hafi messu sinnar. Hann byijaði svo: „Við skulum í upphafi heyra eitt vers úr GLATAÐA BRÉF- INU.“ Maður nokkur, sem gerði miMð af því aö yrkja Mámvísur, kvefað- ist eitt sinn alfsvakalega og átti erfitt um mál af þeim sökum. Þá kvað kunningi hans: Verst er í þér röddin rám, rymur niður í maga, er það furða, þú yrkir Mám alla virka daga. Aummgj a bamið Fyrir mörgum árum létu hjón ein á Vestfiörðum skíra son sinn Hannibai Cesar Scipio Napoieon. Nokkrum árum eftir skímina fékk drengurinn hitaveiM og andateppu, svo að honum var varla hugað lif. Þá var þessi visa kveðin: Ekki er von að unginn dafni undir shku nafnasafni, býst ég við að bamið kafni bara undir einu nafni. Finnur þú fímm breytingai? 118 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 114 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og sextándu getraun reyndust vera: 1. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smáragrund 7, 532 Laugarbakka. 2. ElfaSif Jónsdóttir, Tjamarbraut 23, 220 Hafnarfirði. Vinningamir verða sendir heim. 19 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. DV Sviðsljós Jodie Foster úr Lömbin þagna er lítið fyrir frægðar- ljómann Leikkonan Jodie Foster, sem leikur eitt aðalhlutverMð i mynd- inni Lömbin þagna, virðist höndla frægðina og mihjónimar sem hún á eitthað öðruvísi en aðrar stjörnur kvikmyndaiðnað- arins. Það þekkja velflestir myndir af kvikmyndastjörnum sem stíga út úr glæsikerrum á leið í eina eða aðra veisluna eða þar sem þær breiða úr sér í glæsivihum. Slíkar uppákomur virðast hins vegar ekki eiga við Jodie sem hefur tamið sér mun einfaldari lifnað- arhætti. Hún virðist kunna betur við að stoppa við einhveija sveitasjoppuna á gamalli og bey- glaðri Volkswagen bjöllu sem hún á og fá sér pylsu eða samloku með hnetusmjöri. Oftar en ekki eyðir hún matmálstímanum í bílnum eða á bæjarins bestu í grennd við heimili sitt. í stað þess að stunda partíin af eldmóð klæð Jodie Foster er litið fyrir glys og glaum Hollywoodstjarnanna. ist hún gallabuxum og stutterma- bol og hreiörar um sig í sófanum heima meðan gamlt myndband rúllar í myndbandstæMnu. Kunningjar og kollegar hennar í kvikmyndaheiminum hrista höfuöið yfir þessu öllu saman og þykir keyra um þverbak þegar þeir heyra að hún þrífur sjálf heima hjá sér, tekur til og þvær þvott. Þá eldar hún sjálf en eitt af því fáa sem hún eyðir pening- um í tengist einmitt matseldinni. Hún er sérlega veik fyrir pönnum og pottum af öllu tagi. En hvað segir hún sjálf? „Þetta er draumatilvera með öfugum formerkjum. Á sínum tíma þurfti ég að láta mér nægja 30 dollara á dag og ég skil ekki hvers vegna ég ætti að söðla gjör- samlega um bara vegna pening- anna og frægðarinnar. Mér finnst ég ekM vera nein stjarna og sá sem reynir að setja á mig sfiömu- stimpil fær ekM að umgangast mig. Svo einfalt er það.“ Jodie Foster býr í San Fern- ando-dalnum, ekki langt frá móð- ur sinni. Húsið hennar er ekki ríkmannlega búið en þar ber mest á rúminu og 36 tomma sjón- varpsskjá. Svo slegið sé á aðra strengi þá er það að frétta af framtíðará- formum hennar að hún hyggst leika og leikstýra nýrri mynd er nefnist „Little man Tate“. Nýr og stórlega endurbættur farsími frá A MITSUBISHI * * * * * * * * * * * * * Upplýsingar: Ferðaeining Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, nettri burðargrind. rafhlöðu 1,8 AH, loftneti og leiSslu í vindlaKveikjara. Verð aðeins 126.980,- eða Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli. tólfestingu, tólleiðslu (5 mj, sleoa, rafmagnsleiðslum, hand- frjálsum nljóðnema, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð aðeins 115.423,- eða 99.990, MITSUBISHI Verðdæmi á Mitsubishi-bíleiningu: Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun. (Símalínan er opin í báðar áttir í einu vib símtöl). Styrkstillirfyrir öll hljóö sem fra símanum koma s.s.hringing, tónn frá tökkum o.fl. Einnig er hægt að slökkva á tóninum frá tökkum símtólsins. Fullkomið símtól í réttri stærð. Léttur, meðfærilegur, lipur í notkun. Bókstafa- og talnaminni. Hægt er að setja 98 nöfn og símanúmer í minni farsímans. Tímamæling á símtölum. Gjaldmæling símtala. Hægt er aö hafa verbskrá inni í minni símans og láta hann síöan reikna út andviröi símtalsins. Hægt að láta símann slökkva sjálfvirkt á sér, t.d. ef hann gleymist í gangi. Getur gefib tónmerki með 1 mín. millibili á meðan á samtali stendur. Stillanlegt sjónhorn skjás þannig að aubveldara er að sja á símtólið. Tónval, sem er nauösynlegt t.d. þegar hringt er í Símboða. Stilling á sendiorku til ab spara endingu rafhlöðunnar. Hægt er ab tengja aukabjöllu eba flautu vib farsímann, sem síðan er hægt stjórna frá símtólinu. 6 hólfa skammtímaminni. Hægt er ab setja símanúmer eða abrar tölur í minni á meðan verib er ab tala í farsímann. Endurval á síðasta númeri. Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt. Japönsk gæði tryggja langa endingu. 3.628,- 109.990. stgr. kr. á mán. í 30 mán. m/Munaláni* * Útreikningar miðast við að um jafngreiðslulán sé að ræða (annuitet), 25% útb., eina afb. á mánuöi til allt að 30 mán. og gildandi vexti á óverðtryggðum lánum Islandsbanka hf. Greiöslukjör til allt aö 12 mán. MUNALAN Bjóöum hin vinsælu Munalán, sem er greiðsludreifing á verömætari munum til allt aö 30 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.