Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991. 13 einkum heimabrugguöu áfengi, og var því jafnan oröinn slompaður þeg- ar leið á daginn. Jeltsín-hjónin voru aftarlega í röðinni og þegar kom að því að ausa soninn vatni var prestin- um varla sjálfrátt lengur. Hann missti Jeltsín í skímarfontinn, stærðar kerald, fulit af vatni, og vegna uppistandsins, sem varð í kirkjunni, gleymdist að fiska hann upp aftur. A endanum tók móðir hans, Klav- día, við sér og drengnum var bjargað frá drukknum. Þegar prestur sá að þetta yngsta sóknarbam hans var enn á lífi drafaði í honum: „Þetta verður hraustur náungi. Ég skíri hann Borís.“ Þannig festist bjarnar- nafnið við Borís Níkolajvítsj en sjálf- ur segist hann hafa lítinn áhuga á trúmálum eftir þetta, þótt hann við- urkenni einnig að harður áróður gegn trú í uppvextinum haíi einnig sitt að segja. Jeltsínfjölskyldan fór ekki var- hluta af ofsóknum Stalíns gegn sjálf- stæðum bændum á tímum fyrstu fimm ára áætlunarinnar. Þessar „efnahagsaðgerðir" kostuðu ekki færri en tíu milljónir manna lífið. Jeltsínamir lifðu þó af en fjölskyldan flosnaði upp árið 1935 þegar allur bústofninn var fallinn, ef frá er talin ein geit. Fjölskyldan tók sig því upp með allar eigur sínar á handvagni og hélt tíl námubæjarins Beresníki norðar í Úralfjöllunum. Þar ætíaði ijöl- skyldufaðirinn, Níkolaj Ignatevítsj, að vinna fyrir fjölskyldunni í bygg- ingarvinnu. í nýju heimkynnunum fékk fjölskyldan til íbúðar eitt her- bergi í vinnuskála fyrir tuttugu fjöl- skyldur. Þar bjó hún næstu tíu árin, eða til stríðsloka, fimm manns í einu herbergi - og geitín að auki. Harðskeyttur faðir í sjálfsævisögu sinni lýsir Jeltsín hörmungum þessara ára. Húsnæðið var óeinangrað og svo hljóðbært að ef rifist var í einu horni vissu allir hvað var aö gerast. Á vetrum var kuldinn óbærilegur enda engin upp- hitun - nema geitin. Móðir Jeltsíns vann við sauma og ferðaðist milli fólks og tók mat sem kaup. Jeltsín segir að foreldrar sínir hafi verið afar ólíkir. Níkolaj var maður bráður í skapi og lét það bitna á fjölskyldunni ef eitthvað bjátaði á, sem var nánast daglegt brauö. Helsta ráð hans við uppeldi barn- anna var að grípa til vandarins og notaði hann óspart, nema þegar Klavdía kona hans skarst í leikinn. Jeltsín segir að móðir sín hafi verið hæglát kona og þolinmóð. Hún tók öllu því sem að höndum bar meö jafnaðargeði, nema þegar barsmíð- amar á börnunum gengu úr hófi. En Níkolaj var ekki bara harð- skeyttur heldur líka draumóramað- ur. Árum saman reyndi hann að finna upp vél sem gæti lagt múr- steina. Þetta áttí að vera alsjálfvirk vél sem blandaði steinlimið, smurði á steinana og raðaði þeim upp í veggi. Það er ein af bemskuminningum Jeltsíns að horfa á föður sinn reikna og teikna og reikna aftur en aldrei varð vélin góða að veruleika. Hegðun: Óviðunandi í skóla þótti Jeltsín snemma af- buröanemandi. í ævisögu sinni er honum mjög annt um að tíunda allar einkunnir sínar allt frá í barnaskóla og er stoltur af námsafrekum sínum. Skólagangan gekk þó ekki snurðu- laust fyrir sig því ekki leið svo ár að ekki stæði tíl að reka hann fyrir ólætí. Og á endanum var hann rekinn án prófs á lokadegi barnaskólagöng- unnar. Hann notaði tækifærið við skólaslitin til að lýsa því yfir að kennarinn væri ómögulegur og að það ættí að reka hann. Seint og um síðir tókst þó að bjarga málunum með aðstoð flokksmanna í héraðinu en í prófskírteirúnu stóð skýrum stöfum: Hegöun: Óviðunandi. Þetta nægði þó til að Jeltsín gat haldið áfram námi. Fyrsta skrefið á þeirri braut var að fara í mennta- skóla í stórborginni Sverdlovsk. Þá fyrst kannast hann við að hafa farið að lifa mannsæmandi lífi og í Sverdlovsk náði hann í fyllingu tímans þeirri fótfestu í sovéskum Á fyrsta degi andófsins klifraði Jeltsín upp á skriðdreka sem upphaflega var sendur honum til höfuðs. Frá þessari stundu var valdaránið vonlaust. Jeltsínfjölskyldan við upphaf baráttunnar árið 1989. Þarna eru eiginkonan Naja, Borís eldri og yngri og Tanja. stjómmálum sem hefur dugaö hon- um tíl þessa dags. Dýrkeypt rannsókn á handsprengju í Sverdlovsk kynntist hann líka íþróttum í fyrsta sinn fyrir alvöru. Hann segist hafa prófað allt sem í boði var: fjölbragðaglímu, hnefa- leika, frjálsar íþróttír og blak sem varð uppáhaldsíþróttin. í blaki keppti hann með liði borgarinnar í rússnesku deildakeppninni og gat þá fyrst ferðast og séð eitthvað annað en Úralfjöllin. Það háði honum þó í íþróttunum að vinstri höndin er ekki heil. í æsku varð hann fyrir alvarlegu slysi með þeim afleiðingum að hann misstí tvo fingur. Það er þess vegna sem Jeltsín fagnar sigrum síðustu daga bara með hægri höndina á lofti en ekki þá vinstri. Slysið bar þannig að að á stríðsár- unum fékk Jeltsín, eins og leikfélag- ar hans, óstjórnlegan áhuga á öllu sem tengist hernaði. Eitt af því sem þá fýsti að vita var hvað væri inni í handsprengjum. Því gerðu þeir út leiðangur eina nóttína og laumuðust undir gaddavírsgirðingar inn í vopnabúr hersins í kirkju staðarins. Þeir fundu handsprengju og fóru með hana út í skóg þar sem innihald- ið var kannað. Aður en hiö sanna kom í ljós sprakk sprengjan. Jeltsín man ekki meira af þessu ævintýri en læknum tókst að gera að sárum hans en urðu að taka af þumalfingur og vísifingur. Útlærður í marxisma Að loknu menntaskólanámi fór Jeltsín í tækniskólann i Sverdlovsk og sneri sér að byggingarverkfræði. Um tíma hafði hann þó meiri hug á að vera skipaverkfræðingur en bygg- ingamar urðu fyrir valinu. í verk- fræpináminu kynntist hann Naju konu sinni sem einnig er verkfræð- ingur. Hún heldur þeirri reglu eigin- kvenna sovéskra stjórnmálamanna að vera íjarri sviðsljósunum. Þar er Raísa Gorbatsjova eina undantekn- ingin. Þau eiga tvær dætur, Lenu og Tönju, og soninn Borís, sem er yngst- ur. Að loknu verkfræðiprófi hóf Jelt- sín störf við byggingar í Sverdlovsk. Þótt á ýmsu gengi við byggingamar náði hann að vinna sig í álit hjá yfir- mönnum sínum sem að sjálfsögðu voru allir einarðir flokksmenn. Þar kom því að rétt þóttí að Jeltsín yrði sér útí um flokksskírteini. Áður þurfti hann þó að gangast undir próf til að sanna kunnáttu sína í marxískum fræðum. Á prófinu var hann m.a. beðinn að svara í hvaða bindi og á hvaða blaðsíðu Karl Marx fjallaði í Kapítalinu um samband vöru og peninga. Jeltsín haföi ekki hugmynd um svarið en reyndi að sýnast sjálfsömggur og svaraði að bragði: „Öðru bindi, blaðsíðu 387.“ Spyijandinn hafði ekki hugmynd um svarið heldur en sagði: „Gott. Þú er vel heima í Marx.“ Þar með var Jeltsín orðinn félagi í flokknum og opin leið til frama. Við enda borðsins satBrezhnev Jeltsín segist engar efasemdir hafa haft um ágætí Flokksins og las Lenín í þaula tíl að standa ekki á gatí á flokksfundum. Hann vann áfram sem verkfræðingur en vinnan og pólitík blönduðust æ meira saman. Jeltsín viðurkennir að útkoman hafi oftar en ekki orðið eintómt ragl en flokksforystah var ánægð og það skiptí mestu máh. Flokksforystan var raunar það ánægð með störf Jeltsíns aö dag nokkurn árið 1976 var hann kallaður til Moskvu og leiddur inn í stórt fundarherbergi í Kreml. Við enda borðsins sat Leonid Brezhnev og tók á mótí gestinum með þessum orðum: „Jæja, svo þú ætlar að taka öll völd í Sverdlovsk." Jeltsín brást þegar við með því að reyna aö bera af sér þenn- an áburð. Gamli maðurinn við borðið hló og sagði að þetta væri ákveðið. „Þú verður aðalritari í Sverdlovsk." Nú var Jeltsín kominn í fremstu röð. Hann kynntíst öllum innviðum Flokksins og kynntist flokksmönn- um á sínu reki. Þar á meðal var aðal- ritarinn í Stavropol, maður að nafni Míkhaíl Gorbatsjov. Sem foringjar á sínum svæðum urðu þeir að eiga nokkur viðskiptí. Jeltsín varð að kaupa korn af Gorbatsjov fyrir tímb- ur frá Úralfjöllum. Lýðhyllin sterkasta vopnið Árið 1985 fékk Gorbatsjov hús- bóndavöldin í Kreml og kallaði þegar á Jeltsín til að vinna með sér að umbótum í landínu. Hann varð um leið fuhtrúi í Æðstaráðinu og ritari miðríefndar Kommúnistaflokkins. Jeltsín voru þó ekki ætíaðar langset- ur í þessum stöðum þvi hann var rekinn árið 1987, eftir að hafa lent í útístöðum við skriffinnana í Moskvu. Þó féll hann ekki í ónáð því í sárabæt- ur fékk hann embætti aðalritara Moskvudeildarinnar. Jeltsín stóð þó á tímamótum sem stjórnmálamaður. Hann byrjaði á byrjuninni aftur og leitaði á ný eftír fulltingi manna í Moskvu og bauð sig fram tíl setu á nýju fulltrúaþingi. Jeltsín hlaut 89% atkvæða og var nú búinn að ná fótfestu sem lýðræðis- lega valinn stjórnmálamaður. Á þinginu skarst fyrst alvarlega í odda með honum og Gorbatsjov. í maí á síðasta ári náði hann að fella frambjóðanda Gorbatsjovs í kapp- hlaupi um embættí forseta þingsins. Og enn treystí Jeltsín stöðu sína með öruggum sigri í fyrstu fijálsu kosn- ingunum tíl embættís forseta rúss- neska lýðveldisins. Þar hlaut hann 60% atkvæöa en fimm frambjóðend- ur skiptu með sér því sem eftir var. Valdaránsmennirnir nýföllnu virð- ast á engan hátt hafa tekið lýðhylli Jeltsíns með í reikninginn þegar þeir reyndu að hreiðra um sig í Kreml nú í vikunni. í þeirra gamla heimi vora engir menn eins og Jeltsín tíl. Þessi yfirsjón varð þeim að falh þótt þeir teldu sig hafa öflugasta her heims á bak við sig. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.