Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 4
4 í MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991. Fréttir Grandi býður 1 hlutabréf Hlutabréfasjóðs 1 Hraðfrystihúsi Stokkseyrar: Líst ekki illa á tilboðið segir Matthías Bjamason, stj órnarformaður Byggðastofnunar Grandi hf. geröi í síðustu viku kauptilboö í hlutabréf Hlutabréfa- sjóös Byggðastofnunar í Hraö- frystihúsi Stokkseyrar. Hluta- bréfasjóðurinn á 77 prósent í frysti- húsinu. Matthías Bjamason, stjómarformaöur Byggðastofnun- ar, segir aö sér lítist í sjálfu sér ekki illa á tilboöiö en hins vegar geti dæmiö breyst mikið vegna skilyrða sem Grandi setji. Matthías bætir við: „Ef þær for- sendur, sem Grandi gefur sér í til- boöinu, verða til þess að rýra til- boðið mjög þá líst mér hins vegar ekkert á það.“ - Hvaða forsendur em þetta sem Grandi er með í tilboðinu? „Fyrst og fremst um útkomu á rekstri og efnahag þess félags sem hann er að bjóða í.“ Grandi gerði tilboðið í hlut Hluta- bréfasjóðs síðastliðið mánudags- kvöld, 2. september. Tilboðið gilti til klukkan fjögur á föstudaginn. Hlutabréfasjóður bað um frest til að svara vegna ónógra gagna. Það sem fyrst og fremst vantar er 8 mánaða uppgjörið, staöan eins og hún var um mánaðamótin. Tilboð Granda miðast við þann tíma. Kvóti upp á 350 milljónir króna Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. á stórt frystihús á Stokkseyri og þijá rúmlega 100 tonna báta. Samtals er það með kvóta upp á um 2.341 tonn af þorskígildum. Þar af reikn- ast humar upp á um 600 tonna þorskígildi. Botnfiskkvótinn er því rúm 1.700 tonn. Hagur Granda af kaupunum felst fyrst og fremst í kvótanum. Mark- aösverð á keyptum varanlegum kvóta er um 150 krónur kílóð á markaðnum núna. Verð kvótansr sem hraðfrystihúsið á, er því um 350 milljónir króna. Hraðfrystihús Stokkseyrar var rekið meö um 23 milljóna króna halla á síðasta ári. Um 14 miiljónir af því tapi má rekja tii aíkskrifta á eignum hússins í fiskeldi. Raun- verulegt rekstrartap var þvi minna eða um 9 milljónir. Húsið hefur búið við erfiða lausa- fjárstöðu og þurft að taka dýr skammtímalán til aö brúa bilið. Vextir af þessum skammtímalán- um voru til dæmis yfir 20 milljónir á síðasta ári þannig að Qárhagslega sterkur eigandi að húsinu hefði getað fengið út úr því hagnað. Skuldir felldar niður Um síðustu áramót voru heildar- skuldir hússins um 400 milljónir. Skuldir umfram eignir voru um 200 milljónir króna. Á þessu ári hefur húsiö hins vegar náð nauðasamn- ingum um lækkun skulda upp á um 150 milljónir. Auk þess fengust tryggingapeningar fyrir bátinn Jó- sef Geir, sem sökk, og við það lag- aðist skuldastaðan upp á um 30 milljónir. Þetta hvort tveggja hefur því bætt eiginfjárstöðuna um nær 180 milljónir á árinu. Hlutabréf Hlutafjársjóðs eru skráð á 131 milljón en heildarhlut- aféð er um 170 milljónir. Það er í þessi bréf sem Grandi býður. Aðrir hluthafar eru Dyrós hf., hlutafélag almennings á Stokks- eyri, sem á 10 milljónir, Stokkseyr- arbær, sem á 15 milljónir, Verka- lýðsfélagið Bjarmi, 4 milljónir og Tryggingamiöstöðin, 10 milljónir. Grandi byggir á sérhæfingu í vinnslu afla. Fyrirtækið hyggst fyrst og fremst veröa með humar- og kolavinnslu á Stokkseyri. Vinnsla á botnfiski verður hins vegar í Reykjavík. Þó hyggst það verða með einhverja sérvinnslu á botnfiski fyrir austan. Þeim fiski yrði þá ekið austur til vinnslu á hverjum morgni. -JGH Mikill eldur var i Bylgjunni VE þegar slökkviliðið mætti í Skipalyftuna þar sem verið var að gera við bátinn. Ljóst er að tugmilljóna króna tjón hlaust af þessum eldsvoða. DV-mynd Ómar Eldur í Bylgjunni VE: Tugmilljóna króna tjón Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Tugmilljóna tjón varð í Vest- mannaeyjum í gær þegar eldur kom upp í vélbátnum Bylgju VE 75, þar sem hann stóð uppi í Skipalyftunni hf. Aðstæður til slökkvistarfs voru mjög erfiðar og tók þaö slökkviliðið hátt í þrjá klukkutíma aö ráða niður- lögum eldsins. Ekki er vitaö um elds- upptök en síðast var unnið í bátnum á föstudagskvöld. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Maður, sem átti leið hjá, varð eldsins var og kallaði hann út slökkvilið sem kom þegar á stað- inn. Logaði þá eldur út um kýrauga á gangi aftarlega á skipinu og rauk upp úr því stafna á milli. Viröist eld- urinn hafa magnast mjög skjótt því maður, sem var við skipið hálftíma áður, varð einskis var. Elias Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði aö aökoman hefði verið ljót. „Það virtist vera eldur í skipinu á tveimur stöðum, aftast stjómborðs- megin og einhvers staðar frammi í lest eða fremst í ganginum," sagði Elías við DV. Hann sagði að slökkvistarf heföi veriö mjög erfitt við þessar aðstæöur. „Þetta er það versta sem hægt er að lenda í og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvemig heföi farið ef við hefðum ekki verið búnir að fá þennan nýja bíl. Þá heföi þessi bátur farið, það er alveg öruggt." Þarna á Elías við nýjan og mjög fullkominn bíl sem Slökkvilið Vestmannaeyja fékk fyrr á þessu ári. Elías sagði að tjón skipti tugum milljóna króna. Eldur var mestur í íbúðum á millidekki, borðsal, eldhúsi og gangi stjómborðsmegin og brann þar allt sem brunniö gat. Ekki náði hann að komast upp í brú skipsins en þar eyöiiagðist allt af hita og reyk en vélarrúm viröist hafa sloppið við skemmdir að mestu. Ekki vildi Elías segja til um hugsanleg eldsupptök. Guðmundur Richardsson slökkvi- liðsmaður var einn þeirra sem kafaöi niður í skipið á móti eldi og reyk. „Þetta er þaö erfiðasta sem ég hef lent í. Það er alltaf erfitt aö eiga við eld í bátum. Þú verður að vaða niður á móti eldi sem þú veist ekkert hvar er. Þarna er erfitt að athafna sig vegna þregsla og hitinn er alveg rosa- legur," sagði Guðmundur. Matthías Óskarsson er eigandi og skipstjóri Bylgju VE 75, sem er 176 tonna stálbátur, smíðaður í Stálvík árið 1974. Hann vildi ekkert láta hafa aftir sér um brunann í gær og það tjón sem hann hefur orðið fyrir, en ljóst er að viðgerð tekur einhveijar vikur og jafnvel mánuði. Geir Jón Þórisson rannsóknarlög- reglumaður vann í gær að rannsókn á upptökum eldsins. Beindist hún einkum að stjómborðsgangi en í gær var ekkert komið fram sem gæti upp- lýst branann. Engin vél var í gangi um borð, aðeins rafmagn úr landi sá skipinu fyrir orku, en það haföi ekki slegið út þannig aö orsakanna virðist vera að leita annars staðar. Stöðvum flugumferðina Þegar fortíðarvandanefndin sett- ist á rökstóla og leitaði að stærsta fortíðarvandanum staðnæmdist hún fljótt við Flugstöö Leifs Eiríks- sonar. Þessiflugstöð var byggð fyr- ir nokkram árum til að bæta flug- samgöngur, hlúa að farþegum og bæta öll skilyrði í flugrekstri. Sem var auðvitað hið versta mál, vegna þess að gamla flugstöðin stóð al- gjörlega fyrir sínu. Eitthvað lak þakið og vindátta varð vart innan- dyra en ekki veit maður betur en að norðangarrinn standi beint inn á afgreisluna í nýju flugstöðinni þar sem starfsfólkið hefur verið að krókna úr kulda. Þar að auki hefur umferð vaxið um flugvöllinn þótt Flugleiðamenn hafi gert sitt besta til að fæla önnur flugfélög frá með ríflegum og vel útlátnum lending- argjöldum og leigugreiöslum. Það hefur sem sagt allt borið að sama brunni. Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur aukið álagið og ónæðiö sem af túristum hlýst og auk þess er byggingin alltof dýr fyrir þennan rekstur og alltof fín fyrir svona margt fólk. Sömuleiðis má segja að það sé ónæði fyrir flugvallarstarfs- menn af stöðugum lendingum flug- véla, farþegum og fólki sem þyrpist út á völl til að taka á móti þeim. Þennan fortíðarvanda þarf ein- hvem veginn að kveða niður. Þess vegna var nefndin sett á laggimar, þess vegna tók nefndin þetta flug- vallarfortíðarvandamál til meö- ferðar og þess vegna hefur nefndin nú lagt fram hinar merkustu tillög- ur um lausn á fortíðarvanda flug- stöðvarinnar. Nefndin leggur til að lendingar- gjöld verði hækkuð. Hún vill að innritunargjöld verði hækkuð og hún vill taka stöðumælagjald af bílunum á bílastæðunum. Þá legg- ur nefndin til að leiguhúsnæði í flugstöðinni veröi leigt dýrara og hún vill aö auglýsingar 1 flugstöð- inni verði snarhækkaðar. Tillög- urnar ganga sem sagt út á það að enginn lendi, enginn fljúgi og eng- inn komi nálægt þessari flugstöð nema borga helmingi meira en hann hefur borgað áður. Þetta er afar snjöll lausn. Smám saman rennur það upp fyrir flugfé- lögum og farþegum að þaö borgar sig ekki að feröast í gegnum flug- stöð Leifs Eiríkssonar og hægt og sígandi uppgötvar þjóðin aö hún hefur ekld efni á að fara til út- landa. Þetta er líka gott á útlend- ingana sem era að asnast til að ferðast til íslands og era ekkert nema til trafala hér á landi. Era þeir ekki að eyðileggja óbyggðimar og spilla umhverfinu með þessum átroðningi? Það þarf að halda þessu fólki í burtu og það er best gert með þvi aö skattleggja allt sem hreyfist á Keflavíkurflugvelli. Þannig má hræða fólkið frá. Fortíðarvandinn er nefnilega sá að nokkram manni skuli hafa dott- ið í hug að byggja þessa flugstöð. En hún var byggð og við sitjum uppi með hana og þá er um aö gera að láta þá borga tapið af bygging- unni sem aldrei komu þar nærri en era svo vitlausir aö taka við þessum fortíðarvanda í vöggugjöf. Flugstöðin var á sínum tíma byggö sem minnisvarði fyrir þann sem teiknaði hana. Og svo kannske fyrir þá listamenn sem fá að setja upp höggmyndir sínar og listaverk inn í stöðinni og utan við hana. Það var aldrei ætlunin að þarna yrði mikil umferö til að skyggja á þessa bautasteina og þá í mesta lagi aö einhveijir starfsmenn væru til staðar til að innheimta gjöldin af þeim sem neyðast til að fara þama í gegn. Nú stendur tii að leggja bifreiöa- stæðagjald á bifreiðar starfsmann- anna svo að árangurinn verður vonandi sá að starfsmönnum fækk- ar óðfluga þegar þeir hafa ekki lengur efni á aö parkera bílum sín- um innan um stööumælana. Þaö veröur að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að bægja umferð frá þessari flugstöð og rakka þá dýrt sem koma þar. Og helst að auglýsa taxtana sem víðast um heiminn svo að allir viti að það er dýrt aö koma til íslands. Eftir því sem færri koma því meira verður að hækka lendingargjöldin og flug- vallarskattinn til að hafa upp í tap- ið. Að lokum verða þetta svimandi upphæðir og fortíðarvandanefndin nær þeirri tilsettu ætlan sinni að stöðva alla umferð um flugstöð Leifs Eiríkssonar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.