Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991. Afmæli Guðrún P. Guðnadóttir Guörún P. Guönadóttir verkakona, Ránargötu 8, Flateyri, er sjötíu og fimm áraídag. Starfsferill Guðrún er fædd á Kvíanesi við Súgandaíjörð og ólst þar upp fyrstu árin en flutti ung að árum, með for- eldrum sínum, að Botni í sömu sveit. Hún starfaði við almenn sveita- störf á heimili foreldra sinna á æsku- og unglingsárunum. Hún var tvo vetur ráðskona skólastjórahjón- anna í Hnífsdal. Veturinn 1938 var Guðrún vinnukona í Reykjavík. Hún var starfsstúlka á Elliheimilinu á ísafirði veturna 1939-1940, en um sumarið það ár var hún matráðs- kona hjá vegavinnuflokki í Súg- andafirði. Eftir aö Guðrún gifti sig 1941, helgaði hún heimilinu krafta sína allt til ársins 1957 er hún gerð- ist matráðskona hjá vinnuflokki rafmagnsveitumanna aö Nónvatni á Breiðadalsheiöi. Hún vann við al- menn fiskvinnslustörf hjá Fiskiöju Flateyrar, Hrímfaxa hf. og Hjálmi hf. frá 1957 til 1981 er hún lét af störf- um vegna varanlegrar örorku. Fjölskylda Guðrún giftist, 12.1.1941, Kjartani Ó. Sigurðssyni, f. 21.9.1905, d. 25.6. 1956, sjómanni og verkamanni. For- eldrar hans voru Sigurður Jóhanns- son og Guðbjörg Einarsdóttir, bændur aö Gilsbrekku í Súganda- firði, en bjuggu síðar á Suðureyri. Börn Guðrúnar og Kjartans eru Guðvarður, f. 5.5.1941, kennari við Grunnskóla Flateyrar, ókvæntur og barnlaus; Sigurlaug Svanfríður, f. 28.4.1943, var gift Grétari Haralds- syni hrl., en þau slitu samvistum, þau eiga þrjú börn og auk þess eiga þau eitt fósturbarn; Berta Guðný, f. 23.7.1945, gift Guðmundi Þorleifs- syni, útgeröarmanni á Neskaupstað og eiga þau tvær dætur, auk þess átti hún eina dóttur fyrir hjóna- band; Hlöðver, f. 16.8.1948, héraðs- dómslögmaður í Hafnarfirði, kvæntur Sveinbjörgu Hermanns- dóttur hj úkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn, auk þess átti hann eina dóttur fyrir hjónaband: Sólveig Dalrós, f. 14.6.1951, gift Kristjáni J. Jóhannssyni, sveitarstjóra á Flat- eyri, og eiga þau tvo syni; Elín Oddný, f. 16.10.1954, gift Jóhanni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og eiga þau eina dóttur. Systkini Guðrúnar eru, Sigurður, f. 11.6.1934, kvæntur Sveinbjörgu Eyvindsóttur á Akranesi, hann fórst með togaranum Júlí á Nýfundna- landsmiðum 1950; Þorleifur Guð- finnur, f. 11.7.1918, verkamaður á Suðureyri, sambýliskona Marianne Jensen; Sveinn, f. 23.11.1919, leigu- bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Finnbogadóttur og eiga þau eina dóttur; Jóhannes f. 29.9.1921, iðnrekandi í Reykjavík, var kvænt- ur Aldísi Jónu Ásmundsdóttur og eiga þau sex börn. Einar, f. 6.11.1926, verkstjóri og áöur skipstjóri á Suð- ureyri, kvæntur Guðnýju Guðna- dóttur og eiga þau sex börn; Guö- mundur A„ f. 1.12.1923, sjómaðurá Suðureyri, ókvæntur og barnlaus; Guðni Albert, f. 3.4.1928, verksmið- justjóri á á Flateyri, kvæntur Júlí- önu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Gróa Sigurlilja, f. 24.11.1930, kjólameistari í Reykjavík, gift Páli Guðmundssyni málarameistara og eiga þau tvo syni; María Auður, f. 6.6.1932, verslunarmaður í Reykja- vík, gift Leifl Sigurðssyni rafvirkja- meistara og eiga þau tvær dætur; Sólveig Dalrós, f. 11.6.1934, d. 1939. Foreldrar Guðrúnar voru Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.10.1887, d. 1.4. 1970, bóndi að Kvíanesi og síðar Botni í Súgandafirði og Albertína Jóhannesdóttir, f. 19.9.1893, d. 2.1. 1989, bóndi. Þau bjuggu lengst af í Botni en síðustu árin á Suðureyri við Súgandafjörð. Ætt Foreldrar Guðna voru Þorleifur Guðrún P. Guðnadóttir. Sigurðsson og Gunnjóna Einars- dóttir að Norðureyri í Súgandafirði. Foreldrar Albertínu voru Jóhannes Guðmundsson og Guðrún Jónsdótt- ir að Kvíanesi í Súgandafirði. Guðrún verður að heiman á af- mælisdaginn. HREINLÆTISTÆKIÁ GÓÐU VERÐI Sértilboð: Salerni með þrýstihnapp og harðri setu + vegghandlaug, 55x43,5 + baðker, 170x73, super (extra þykkt) Allt þetta á kr. 29.900,- Auk þess baðinnrétting með 25% afslætti VATNSVIRKINNAf Ármúla 21, símar 686455 - 685966 BMNADANSflR - GÖMLU DANSARNIR SAMKVÆMISDANSAR (LATIN - STANDARD) Reykjavik: Langholtsvegur Hafnarfjörður: Reykjavikurvegur Kennsla hefst 14. sept. Innrítun í síma 65-22-85 kl. 13-20. Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma SKILAR BETRI ÁRANGRI Wý? MNS&ÓUNN Páll Ágúst Jónsson 'Páll Ágúst Jónsson matargerðar- maður, Norðurgötu 5, Siglufirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Páll er fæddur að Kambi í Deildar- dal, Hofshreppi í Skagafirði, og ólst þar upp. Hann lauk barna- og ungl- ingaskóla og vann frá unga aldri við almenn sveitastörf. Síðar fór hann að vinna við matargerð víða um land. Fjölskylda Páll kvæntist, 30.12.1945, Unu Sig- ríði Ásmundsdóttur, f. 16.6.1927, hún hefur unnið við verslunarstörf. Foreldrar hennar eru N. Jóhanna Olsen, húsmóðir, ogÁsmundur Sig- urðsson, verkamaður til sjós og lands. Börn Páls og Unu eru Ásmundur, f. 20.8.1943, búsettur í Vestmanna- eyjum, maki Elísabet Sigurðardótt- ir, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn; Jón Hólm, f. 20.6.1946, búsett- ur á Siglufirði, hann á einn son; Róbert, f. 2.6.1947, búsettur í Reykjavík; Anna, f. 5.1.1949, búsett í Reykjavík, hún hefur eignast fjög- ur börn og fjögur barnabörn; Jó- hanna Sigríður, f. 7.11.1952, búsett í Reykjavík, maki Kristján Sigur- geirsson, hún á einn son; Birgitta, f. 24.8.1953, búsett á Siglufirði, maki Þórður Georg Andersen, þau eiga tvæ dætur; Pálína, f. 1.10.1959, bú- sett á Siglufirði, maki Kristján F. Haraldsson, þau eiga einn son; Hólmfríður, f. 6.12.1961, búsett í Reykjavík; Haraldur, f. 30.7.1965, búsettur á Siglufirði, hann á tvö börn. Alsystkini Páls eru Hjörtur L. Jónsson, f. 26.5.1918, búsettur á Eyrarbakka, maki Ásta Erlends- dóttir og eiga þau þrjú börn; Runólf- ur M. Jónsson, f. 15.12.1919, Brúar- landi Deildardal, maki Halla Kol- brún L. Kristjánsdóttir, þau eiga níu börn; Ingólfur Jónsson, f. 6.11.1923, d. 27.8.1990, fyrrv. bóndi á Nýlendi, Deildardal. Hálfbræður, sammæðra: Steinþór D. Ásgeirsson, f. 19.7.1912, búsettur í Garðabæ, maki Þorgerður Þórar- insdóttir, þau eiga þrjár dætur; BaldurÁsgeirsson, f. 17.10.1914, búsettur í Reykjavík, maki Þóra Helgadóttir, þau eiga þrjú börn. Páll Ágúst Jónsson. Hálfsystir, samfeðra; S.K. María Jónsdóttir, f. 27.9.1923, búsett á Siglufirði, ekkja Jóns Sigurbjörns- sonar, hún á fimm börn. Foreldrar Páls voru Jón H. Árna- son, f. 15.6.1878, d. 1938, smiður, og Hólmfríður Rannveig Þorgilsdóttir, f. 30.12.1888, d. 1971, húsmóöir og bóndi. Þau bjuggu lengst af á Kambi í Deildardal. Páll verður að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 9. september 90 ára Málfríður Baldvinsdóttir, Klapparstíg ll, Árskógshreppi. Garðar Dagbjartsson, Bessastöðum, Ytri-Torfustaða- hreppi. 70 ára Tekur á móti gestum í Gaflinum við Reykjanesbraut í Hafnarfirði á afmælisdaginn eftir kl. 20. Valurlngólfsson, Fomósi 3, SauðárkrókL 85 ára Jóhann Jóhannsson, Eyrargötu28, Siglufiröi. Páll Friðfinnsson, Seljáhlíð 13a, Akureyri. 80 ára Páll Sigurðsson, Hólagötu 37, Njarðvík. 75 ára Elias Pálsson, Sléttu, Skaftárhreppi. Gtmnar Eiríksson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. María Konráðsdóttir, Heiðmörk 5, Hveragerðishreppi. Kristinn H. Árnason, Hátúní8,Reykjavík. Páll Þórir Jóhannsson, Vesturgötu 59, Reykjavik. 60 ára Svava Magnúsdóttir, Þverbrekku2, Kópavogi. Elin A. Þorsteinsdóttir, Skólavegi 86, Fáskrúðsflrði. Eiður Hafsteinsson, Langholtsvegi 160, Reykjavik. Eiríkur Sigursteinsson, Skriðustekk 11, Reykjavík. Björg Þórisdóttir, Fálkagötu 14, Reykjavík. 50 ára Gunnar Þórðarson, Hamraborg 26, Kópavogi. Benedikt Elínbergsson, Suðurbraut 6, Hafnarfirði. 40 ára Soffia Emilía Bergmannsdóttir, Hlíöarvegi39, ísafirði. Ragnar Sigurbjörnsson, Hábergi 5, Reykjavík. Isleifur Þorbjörnsson, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. Sveinn Einarsson, Ölduslóð 14, Hafnarfirði. Agnes S. Eiríksdóttir, Furugmnd 16, Kópavogi. Erla Vigdís Kristinsdóttir, Vallargerði30, Kópavogi. Einar Magnússon, Króktúni 12, Hvolsvelli. Guðfinna B. Kristinsdóttir, Njarövíkurbraut 22, Njarðvík. Sigurveig Hafsteinsdóttir, Reynigrund 29, Kópavogi. Elísabet Skarphéðinsdótth', Hóli 2, Eyjafiarðarsveit,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.