Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. 3 Fréttir Sjö tilboð 1 togarann Elínu Þorbjamardóttur: Urðum fyrir vonbrigðum - erfiðleikar óumflýjanlegir á Suðureyri, segir stjómarformaður Freyju Sjö tilboð bárust í togarann Elínu Þorbjarnardóttur frá Suðureyri en hann var nýverið auglýstur til sölu. Samkvæmt heimildum DV komu til- boðin frá útgerðaraðilum víðsvegar af landinu. Enn er ekki ljóst hvort einhveiju tilboðanna veröur tekið. Samkvæmt heimildum DV fólu ein- hver þeirra í sér möguleikann á að togarinn yrði áfram gerður út frá Suðureyri og að viðkomandi aðilar kæmu inn í reksturinn þar. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir er í eigu Hlaðsvíkur sem aftur er að mestu í eigu Fiskiðjunnar Freyju. Freyju á Byggðastofnun meirihluta í og er stjórnarformaðurinn, Helgi Þórðarson, tilnefndur af henni. Að sögn Helga urðu menn nokkuð fyrir vonbrigðum með þau tilboð sem bárust í skipið. Þau hefðu verið lægri en gert hefði verið ráð fyrir. Hann segir kvótaskerðinguna á næsta ári vera líklegustu skýringuna. „Salan var auglýst þannig að með skipinu fylgja 75 prósent af kvóta þess. í sölunni fylgir síðan eitt íbúð- arhús á Suðureyri. Verðið á þessum eignum er miklum vafa undirorpið og því alls ekki ljóst hvort það er heppilegasti kosturinn að selja skipið burt.“ Aðspurður um horfur í atvinnulífi á Suðureyri og framtíð fiskvinnsl- unnar Freyju verði togarinn seldur sagði hann mikla erfiðleika óumflýj- anlega. Útgerðin væri hins vegar orðin svo skuldsett að ekki yrði hald- ið áfram að öðru óbreyttu. Skuld- breyting væri ekki lengur kostur þar sem of miklir fjármunir væru í spil- inu. „Freyja fer ekki á hausinn. Hitt er annað mál hvort hægt er að halda henni gangandi þannig að hún lifi til frambúðar. Það er vandséð að hægt sé að koma rekstrinum þannig fyrir að hann stefni ekki í þrot aftur.“ Guömundur Malmquist, forstöðu- maður Byggðastofnunar, kvaðst ekkert hafa um málefni Suðureyrar að segja að svo komnu máli. Fyrst yrði að sjá hvort togarinn yrði seldur ráðstöfunum til að efla atvinnulífiö áður en hugað yrði að sérstökum þar. -kaa Allir bílar á staðgreiðsluverði, frá kr. 489.500,- Aðeins kr. 150.000,- út eða bíll uppí -eftirstöðvar til allt að þriggja ára » □ ið z avorit er góður fjölskyldubíll. Fallega hannaður fimm dyra a h U ogfimmgíra,framhjóladrifinn,rúmgóður,létturístýriog < s eyðslugrannur. Favorit hefur hlotið lof bílagagnrýnenda víða um heim og verið tilnefndur sem hagkvœmasti bíllinn, „bestu kaupin' o. sv.fr. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • S: 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.