Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. 7 dv Sandkom Vantar áreitni Kjnfcrðisleg áreitniávinnu- stiiöum er við- : kvœmi málog reglulegatil umnnðu á . vinnustöðum, ráðstefnum og víðar.Sand- komsritarivar í hópi þar sem þetta mál kom upp og fór dálítill tími í umræðuna sem var ósköp heíðhundin. Hún náði hins vegar ekki risi fyrr en í lokin þegar hópnum var tjáö að tværhliðar væru á {«ssu máli. Þannig væri vitað um einstaka konur (og karla!) sem hefðu skipt um vinnustað einmitt vegna þess að þær höfðu alls ekki oröið fyr- ir neinni kynferðislegri áreitni eða áreitni af því tagi. Ekki svo að skilja aö kynferðisleg áreitni sé efst á óska- lista starfsmanna í fyrirtækjum (til að koma í veg fyrir misskilning þeirra sem allt vilja misskiija) heldur höfðu uraræddar manneskjur haft töluvert fy rir þ ví að ganga í augun á starfsfélögum - án árangurs. Fer ekki sögum af því hvemig gengið hefur á nýjum vinnustööum en einhvetjir einstaklingar munu vist bera þetta vandamái með sér milli staða. Babú-babú Eigendursum- arbiistaðarvið Rauðhóla kveiktuíbú- staðnumum heigitia jiar sem iiann var vístorðinnlú- innoglélcgur. Hafðitilskil- inna leyfa verið aflað hjá lögreglunni í Kópavogi. Þeir eigendur kveiktu í og allt gekk eðlilega fyrir sig allt þar til slökkviliðið í Reykjavík mætti með allt á útopnu og vildi slökkva. Það vissi þá ekkert um leyfið og ætlaði eðlilega að sinna skyldum sínum. Einh ver snurða hefur hlaupið á þráð- inn i sambandinu milb embættanna. Áekki fyrir nöglum Þaðerekki langt siöanað j sagtvarfrá f málverkum : semsemóii!’., fyrntmdóms- : málaraðtierra. keypti handa :: logreglustióra- embættinuá Selfossi. Embættið mun ekki hafa verið sérlega efnað fyrir og ekki bættu málverkakaupin úr. Til að bæta gráu ofan á svart vissu menn þar ey stra ekki sitt tjúkandi ráð þeg- ar málverkin voru kotntn í hús, það hafði enginn hugmynd um hvað gera ætti við þau. Reyndar kom upp sú tillaga að hengja ætti málverkin upp á Litla-Hrauni en ekki varð af því. Hjá embættinu líst mönnum sosum ekki illa á myndimar og er farið aö langa að sjá þær hanga á veggjum lögreglustöðvarinnar. Hins vegar er óvíst hvort af því verður þar sem emættið mun ekki eiga fyrir nöglum. Er ritara tjáö að myndimar verði þvi í umbúðunum enn um sinn. Skák oq bridge VegnaSand- komsum-kák- meismra.deiid- arstjóralaun og bridsaraádög- unumhafði mætur skák- maðursam- batid.ISand- korninuvar sagt að bestu bridsaramir mundu nú krefjast deildastjóralauna eins og skákmennimir oglátið að því liggja að skákmönnum yrðí hretnlega skák- að út aflaunalista ríkisins ef það gengi ekki eftir. Það þarf auðvitaö ekki að taka það fram, en veröur enguað siöur gert hér ognú, aö afit er þetta nú í góðu og undir þeim for- merkjum að ekki ætti að valda mis- skilningi. Umræddur skákmeistari vildi hins vegar upplýsa, einmitt til að forðast misskilning, að skákmenn væm einungis á bytjunarlaunum kennara. Þá kæmu þessir peningar alls ekki fýrirhafrtartaust S budduna þar sero raeistaramir gegndu kennsluskyldu við skákskólann og fleira. Umsjón: Haukur L. Hauksson _______________________________________Fréttir Fjármálaráðuneytið: Þriggja ára verk að skrá eignir ríkisins - yfirskoðunarmenn ríkisreiknings biðja Alþingi um aðstoð til að fá skrána Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga gagnrýna harðlega að ekki sé til heildaryfirlit yfir eignir ríkisins. Segjast þeir þráfaldlega hafa gert þá kröfu að úr þessu verði bætt án ár- angurs. Þegar í desember hafi þáver- andi fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, sagt að einungis tæki þrjá mánuði að ljúka verkinu. „Þeir mánuðir eru löngu hðnir,“ segir í skýrslu yfirskoðunarmanna vegna ríkisreiknings fyrir 1989. Þess er far- ið á leit við Alþingi að handhægrar og framreiknanlegrar eignaskrár verði krafist af fjármálaráðuneytinu. í skýrslunni er greint frá svarbréfi sem yfirskoðunarmönnum barst frá fjámálaráðuneytinu í ágúst síðast- liðnum. Þar segir að endanlegur frá- gangur eignaskrár hafi reynst viða- meira verk en gert haft verið ráð fyrir á árinu 1989. Þess sé hins vegar að vænta að verkinu ljúki í haust og að eignaskrá verði tilbúin í byrjun næsta árs. -kaa Alþýðubandalagið: Gegn ofstjórn og einokun - drögaðnýrristefnuskrákyrmt Á fundi miðstjómar Alþýðubanda- lagsins um síðustu helgi voru sam- þykkt harðorð mótmæli gegn stuðn- ingi ríkisstjórnarinnar við einokun í atvinnulííinu. í ályktun, sem sam- þykkt var á fundinum, segir að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hafi haft hátt um markaðsbúskap og frjáls- ræði í atvinnulífinu. Ýmsar gerðir ráðherra að undanförnu béndi þó til þess að eitt helsta markmið stjórnar- innar sé að efla hér á landi einokun- arbandalag nokkurra stórfyrirtækja og standa vörð um einkahagsmuni örfárra tjölskyldna. „Annars vegar boðar ríkisstjórnin sölu opinberra fákeppnis- og einok- unarfyrirtækja, - einkavæðingu ein- okunarinnar. Hins vegar hefur hún með opinberum miðstýringartilskip- unum reynt að tryggja hagsmuni þeirra stórfyrirtækja hérlendis sem á undanfömum áratugum hafa keppt aö einokunaraöstöðu í krafti lokaðs hagkerfis og pólitískra ítaka,“ segir orðrétt í ályktuninni. Á miðstjórnarfundinum voru lögð fram drög að nýrri stefnuskrá Ai- þýðubandalagsins en þau verða af- greidd á landsfundi flokksins í næsta mánuði. í drögunum er Alþýðu- bandalagið skilgreint sem jafnaðar- mannaflokkur sem vilji nýta kosti markaðsbúskaparins. Markaðurinn eigi að vera þjónn en ekki herra, tæki en ekki trúarbrögð. Tekið er fram að íslensku þjóðinni sé mikil- vægt að opið og sanngjarnt alþjóðlegt viðskiptakerfi sé við lýði sem veiti þjóðum heimsins aðgang að heims- markaði fyrir vömr og þjónustu án mismununar. -kaa Þingmenn á ferð og flugi: Tólf varamenn sitja nú á Alþingi - áldreifleirikonuríþingsöluniennú Alþingismenn eru ferðaglaðir þessa dagana. AUs em 12 þingmenn í fríi 2 vikur eða meira því að 12 varamenn hafa verið kallaðir inn á þing. Varamenn eru ekki kallaðir inn á þing fyrir styttri tíma. Vösk sveit alþingismanna er nú stödd í Chile á þingmannafundi þar. Þá era nokkrir þingmenn staddir í Bandaríkjunum og einnig em nokkrir þingmenn á norræn- um þingmannafundi. Þeir alþingismenn sem eru fjar- verandi em: Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kvennahsta. Varamað- ur Kristín Sigurðardóttir. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki. Varamaður Guöjón A. Kristjáns- son. Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki. Varamaður Þuríður Páls- dóttir. Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki. Varamaður Elín- björg Magnúsdóttir. Gunnlaugur Stefansson, Alþýðuflokki. Vara- maður Hermann Níelsson. Hjör- leifur Guttormsson, Alþýðubanda- lagi. Varamaður Einar Már Sigurð- arson. Jón Kristjánsson, Fram- sóknarflokki. Varamaöur Jónas Hallgrímsson. Jón Sigurðsson, Al- þýðuflokki. Varamaður Guðmund- ur Ámi Stefánsson. Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi. Varamaður Anna Kristín Sigurðar- dóttir. Ólafur G. Einarsson, Sjálf- stæðisflokki. Varamaður María E. Ingvadóttir. Steingrímur J. Sigfús- son, Alþýðubandalagi. Varamaður Stefanía Traustadóttir. Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, vara- maöur Hjálmar Jónsson. Þar með sitja 19 konur á Alþingi og hafa ekki svo margar konur set- ið samtímis á Alþingi íslendinga. -S.dór Bfll brann við Hvammsvík Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út um klukkan fjögur í gær þegar kviknaði í bifreið í Hvammsvík. Eldurinn kom skyndilega upp í bif- reiðinni, sem var af Mitsubishi-gerð, átta manna, er hún var á keyrslu. Bifreiðin, sem var bílaleigubíll, er görónýt en alhr sem,í henni vom sluppu ómeiddir. -ingo Fjárlagafrumvarpið einkennist af þvi að menn hafa ekki hugrekki til þess að höggva í stóru málin varðandi landbúnað og sjávarútveg, segir Guð- mundur Ólafsson hagfræðingur. DV-mynd Brynjar Gauti Guðmundur Ólafsson hagfræðingur: Frestun á framtíðinni - kjarkleysi 1Q arlagafrumvarpinu Fjárlagafrumvarp ríkisstjómar- innar, sem Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra lagði fram í upphafi þings, er umdeilt eins og fjárlaga- frumvarp hefur ailtaf veriö. Ríkis- stjórnin segist bijóta í blað með þessu fmmvarpi. DV leitaði til Guð- mundar Ólafssonar hagfræðings og innti hann áhts á frumvarpinu. „Fjárlagafrumvarpið einkennist af þvi að menn hafa ekki hugrekki til þess að höggva í stóru máhn varð- andi landbúnað og sjávarútveg. Þess í stað er reynt aö rimpa fyrir fjár- lagagatið að hluta með þjónustu- gjöldum. Samt er fyrirsjáanlegur halh, sem gæti orðið mun meiri ef tekjumar dragast saman vegna kreppunnar, sem virðist vera að dýpka meira en gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Þjónustugjöld geta verið sjálfsögð en þau em afar vandmeöfarin. Ef rétt er á spilum haldið geta smávægi- leg gjöld sparað stórfé eins og sann- aðist í lyfjamálinu. Hins vegar er hættulegt að gefa ráðherrum færi á að valsa um á þeim vettvangi, ekki vildi ég til dæmis að Ólafur Ragnar Grímsson fengi að ákveða shk gjöld ef hann væri í ham. Þingið ætti ekki undir neinum kringumstæðum að fela ráðhermm sjálfdæmi í þeim efn- um. Ég kýs aö Uta á þessi fjárlög sem frestun á framtíðinni, þar til tekist hefur að koma vitinu fyrir framsókn- armeirihlutann í þingflokki Sjálf- stæðisflokks. Þjóð, sem hafnar 30-40 milljarða ábata í landbúnaði og sjávarútvegi, getur ekki verið á'réttri leið. En við skulum vona að þetta sé bara frest- ur, að framtíðin komi þótt síðar verði," sagði Guðmundur Ólafsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.