Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1991, Blaðsíða 28
28 i.) ••, i i - i . • j ( U .,-11 11 I ' ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991. Merming Grænlensk heimsókn Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á því að kynnast listum og menningu Grænlendinga. Það er því gleöilegt framtak að efnt hefur verið til sérstakrar Grænlandskynningar í Norræna húsinu, 'og þar er heill mánuður helgaður þessum grönnum okkar. Dagskráratriði eru fjölbreytt og eitt þeirra var heim- sókn grænlenska leikflokksins Silamiut um síðustu helgi. Sýningar voru tvær og komust færri að en vildu. Leikhópurinn var stofnaður árið 1984 og leikendur eru ungt fólk sem byggir sýninguna á fornum dönsum og þjóðsagnaminnum. í fyrri hlutanum var sagt frá hinum ægilega Tupil- ak, sem er skratti nokkur, vakinn upp af fjölkunnugu Leiklist Auður Eydal fólki og sendur til að drepa þann sem viðkomandi vill af einhverjum ástæðum feigan. Margt í tilurð og æði Tupilaks minnir á tilberann í íslenskum þjóðsögum, þó að hlutverk hans hafi verið annaö en frænda hans á Grænlandi. Silamiut leikflokkurinn færir söguna í leikrænan búning og byggir mikið á látbragði og dansi. Inn í sýninguna fléttast hinn fomi trommudans sem margir hér á landi þekkja úr sýningum Inúk-hópsins og grím- ur em notaðar til að tákna hvers konar hjálparanda sem verja fórnarlambið ásókn Tupilaks. ' Leikendurir túlka áhyggjulaust æskufólk, sem unir sér við leik i í upphafi, en svo magnar seiðkerhng upp skratta gegn fræknasta pUtinum í hópnum og þá þarf hann á öllum góðum vættum að halda. Með þeirra hjálp tekst að snúa sendingunni frá, og þá ræðst Tupilak gegn þeirri sem sendi haiín, tortímir henni og er þar með sjálfur dauður. Leikendurnir færa hér fram nýstárlega sýningu sem flutt er af þrótti og fjöri. Þau eru hefðinni trú, og gaml- ir dansar, hreyfingar og þjóðsagnaminni njóta sín vel í þessari skemmtilegu sýningu. Í seinni hluta dagskrárinnar var sýndur fjörugur grímu-sjónleikur án orða. Einn leikenda byijaði á því að mála á sig grímu frammi fyrir áhorfendum, um leið og hann skýrði ævaforna hefð sem hggur að baki Uaajeemeq. Uaajeemeq byggist upp á þremur meginþáttum: Skrípalátum, helgisiðum frjóseminnar og því að kenna bömum eðh hræðslunnar. Er skemmst frá því að segja að það vakti óskipta Sýningar Silamiut hópsins eru byggðar á gömlum siðum og þjóðsögum. kátínu viðstaddra þégar leikararnir gerðu sig sem aUra ófrýnilegasta, settust í kjöltur sýningargesta og létu ámátlega framan í viðstadda krakka, sem stóðust þessa manndómsraun með ágætum. Þessi sýning í heUd vakti góðar minningar um Inúk- sýninguna þar sem Ufi og siðum Grænlendinga voru gerð skil. Vissulega var þar horft með gests augum, en engu að síður tókst að höndla innsta kjarna tilver- unnar í því samfélagi, sem fjallað var um. í sýningu SUamiut hópsins sáust einmitt margar þær eigindir sem þar voru lagðar til grundvallar. Þetta unga fólk hefur ekki látiö glepjast af tískusveUlum fengnum erlendis frá heldur byggir stolt á hefð sinnar eigin þjóðar og einmitt sú afstaða tryggir góðan árang- ur. Silamiut leikhúsið sýndi í Norræna húsinu: TUPILAK og UAAJEERNEQ Andlát Ása Þorsteinsdóttir Kristensen and- aðist 13. þessa mánaðar á Elli- og hjúkrunarheimiUnu Grund. Guðríður Helgadóttir, Mávahlíð 15, Reykjavík, andaðist laugardaginn 12. október. Pernilla M. Olsen, Norðurbrún 1, lést í Landspítalanum fóstudaginn 11. október. Margrét Jónsdóttir andaðist á Ljós- heimum, Selfossi, þann 13. cktóber. Sigfús Hallgrímsson fyrrverandi kennari, Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 13. október. Árni Kárason, Hallbjamarstöðum, Tjömesi, andaðist í sjúkrahúsi Húsa- vikur sunnudaginn 13. október. Ragnar EUasson, Hátúni 8, Reykja- vík, andaðist á Grensásdeild Borgar- spítalans sunnudaginn 13. október. Guðrún Hjörleifsdóttir frá Mel, Stað- arsveit, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, andaðist 12. október. Guðfixuia Jónsdóttir frá Syðri-Gróf, andaðist í Borgarspítalanum 13. okt- óber. Jóna Pála Wissmar, Bellevue, Wash- ington, lést þann 11. október sl. Oddur J. Tómasson málarameistari, andaðist á vistheimihnu Víðinesi þann 12. október. Jardarfarir Sigríður Gísladóttir, Tómasarhaga 11, Reykjavík, er látin. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elín Klara Valdimarsdóttir Bender verður jarðsett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Elis Hallgrímsson, Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum, lést á Dvalar- heimilinu FellaskjóU, Grundarfirði, 10. október. Útförin verður gerð frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, laugardaginn 19. október kl. 15. Þorbjörg Sigurjónsdóttir frá Blöndu- ósi, Vogatungu 69, Kópavogi, f. 2. október 1912, lést á . hjartadeUd Landspítalans sunnudagsmorgun- inn 13. október. Jarðarfór hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardag- inn 19. október kl. 14. Útfor Rannveigar Vigfúsdóttur, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Austur- götu 40, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. október kl. 15. Katrín Þórðardóttir, Stigahlíð 18, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 15. Tilkyimingar Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi, Miðvikudagur 16. október: Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 hist 1 Gerðubergi og farið í sund, kl. 12 hádegishressing í kaffiteríu, kl. 12.30 handavinnustofa og spilasalur opin, kl. 13 bókband, kl. 13.30 Sigurður Helgason frá Umferðarráði kemur í heimsókn og spjallar um umferðarmál, kl. 15 kaffitími, kl. 15.30 framhaldssaga í handavinnustofu. Stórhátíð hestamanna 1991 Fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. okt. nk. gengst Hestamannafélagiö Gustur í Kópavogi fyrir lokahófl 42. þings Lands- sambands Kestamanna sem haldið er í Kópavogi. Jafnframt verður þetta árshá- tíö félagsins. Samkoman fer fram í íþróttahúsinu „Digranesi" í Kópavogi og er vonast eftir að 400-500 manns mæti. Aðgöngumiðar eru seldir í versl. Ástund og Hestamanninum, féiagsheimih Gusts í Glaðheimum, og á skrifstofu Fáks, einn- ig geta þingfulltrúar keypt aðgöngumiða á þingstað. Það eru Lionsklúbbarnir í Kópavogi sem sjá um að breyta íþrótta- húsinu í glæsta veislusali og um fram- kvæmd hófsins. Bandariskur predikari í heimsókn hjá Orði lífsins Bandaríksi predikarinn Roberts Liardon mun hafa viðdvöl hér á landi dagana 15. og 16. október. Roberts ferðast út um all- an heim og prédikar fagnaðarerindið um Jesú Krist. Margir hafa vitnaö um lækn- ingar eftir fyrirbænir hans. Hann hefur skrifað allmargar bækur og hafa þegar tvær þeirra komið út á íslensku, þ.e. Ég fór til himins og Innrásarherinn. Robert er einnig með vikulegan útvarpsþátt í South Bend í Indíana en sá þáttur hefur möguleika áað ná til 1,3 milljarða manna. Roberts Liardon veröur aðalræðumaður á samkomum sem haldnar veröa í Félags- heimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, þriðjudags- og miðvikudgskvöld 15. og 16. október kl. 20.30 bæði kvöldin. ÖKUMENN Alhugið að til þess að við komumsl lerða okkar þurtum við að losna við bilreiðar al gangsléltum Kærarþakkir _____________________ Blindir og spnskeriir 15. október Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins Hvíti stafurinn er aðalhjálpartæki blindra og sjónskertra við að komast leið- ar sinnar. Hann er jafnframt forgangs-- Myndgáta ^NNTÖKUPk^] \ " ■vw EyÞoRjr- Myndgátan hér að ofan lýsir karlkynsorði. Lausn gátu nr. 154: Beitir upp ^ í vindinn Ey*óit=- merki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að harm komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í aö læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðn- ar leiöir og að þekkja kennileiti. Mikil- vægt er að hlusta eftir umhverflshljóð- um. Þegar blindur eða sjónskertur þarf að komast yfir götu, heldur hann stafnum skáhalt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrir vegfarendur taka meira tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafinn. Eitt aðalvandamál þeirra sem ferðast um meö hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann í tæka tíð. Skoraö er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöövunarmerki. Vegfarendur eru hvatt- ir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu tilhtssemi í umferðinni og aö bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir með þvi að rétta fram handlegginn svo að hinn blindi eöa sjónskerti geti fylgt honum eftir. Fundir ITC deildin Irpa heldur fund að Brautarholti 30 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Fundarefni: Fræðsla um Sauðárkrók. Fundurinn er öllum opinn. JC Borg heldur annan félagsfund sinn í kvöld kl. 20.30 á Holiday Inn. Gestur fundarins verður Guðni Þórðarson, eigandi Sólar- flugs. Mun hann ræða ferðamál. Tapað fundið Herðasjal tapaðist á Landspítalanum Herðasjal tapaðist á Landspítalanum, Uk- legast á deild 33a eða á göngum þar eða í lyftu á sunnudaginn sl. Finnandi vin- snamlegast skiK því á Frakkastíg 22, 1. hæð, eða hringi í síma 23080. Læða týnd frá Sléttahrauni Sex mánaða læöa tapaðist frá Slétta- hrauni i Hafnarfirði. Hún er lítil, steingrá með hvítan kvið. Þeir sem kunna að hafa orðið ferða hennar varið, eru vinsamleg- ast beönir að hringja í síma 52479. Gullarmband tapaðist Breitt Christian Dior gullarmband tapað- ist í Casablanca eða á leið þaðan upp í neðra Breiðholt á föstudagskvöldið sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 623430 á miiu kl. 8 og 17. Leiðrétting í frétt um ferðalög og dagpeninga ráðherra, sem birt var í DV síðastlið- inn laugardag, var sagt að ríkið greiddi Friðriki Sophussyni fjár- málaráðherra dagpeninga meðan hann situr fund Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins í Tælandi. Þetta er ekki rétt. Álþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiðir honum dagpeninga og einnig fargjald fyrir hann. Aftur á móti greiðir ríkið bæði fargjald og dagpeninga eigin- konu fjármálaráðherra sem er með honum í ferðinni. -S.dór Hjónaband Þann 10. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Seltjameskirkju af séra Solveigu Láru Guðmundsdóttir Anna Sólveig Árnadóttir og Þorkell Jóhannsson. HeimiU þeirra er aö Austurströnd 6. Ljósm. Nærmynd. Þann 31. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Hallgrímskirkju af séra Jóni Þor- steinssyni, Guðrún Kristjánsdóttir og Óskar Pálsson. Ljósm. Sigr. Bachmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.