Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. Afmæli Sigurður Jóhann Ringsted Sigurður Jóhann Ringsted, fyrrv. útibússtjóri Iðnaðarbanka íslands á Akureyri, Sigtúnum, Svcdbarðseyri, ersjötugurídag. Starfsferill Sigurður er fæddur aö Sigtúnum á Kljáströnd í Höfðahverfi, Grýtu- bakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu. Hann var bankaritari hjá Lands- banka íslands á Akureyri 1946-58 og aðalféhirðir þar til 1965. Sigurður var útibússtjóri Iðnaðarbanka ís- lands frá 1965-86 og formaður fram- kvæmdanefndar íbúðabygginga fyr- ir aldraða á Akureyri 1987-91. Sigurður sat í kjörstjóm Akur- eyrar 1956-88, hefur átt sæti í stjórn Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi frá 1985, formaður stangaveiðifé- lagsins Flúða á Akureyri frá 1972 og verið virkur félagi í Lionsklúbbi Akureyrar frá 1962. Hann var um- dæmisstjóri 109-B1978 og 1979 og hlaut viðurkenninguna, Melvin Jones Fellow heiðursverðlaun, Li- ons International, 1988. Fjölskylda Sigurður kvæntist9.1.1949Huldu Haraldsdóttur, f. 11.2.1930. Foreldr- ar hennar: Haraldur Jónsson, f. 3.4. 1906, d. 8.9.1984, málarameistari á Akureyri, og Dagmar Jensdóttir, f. 9.7.1911. Fósturmóðir Huldu og eig- inkona Haralds var Anna Guðný Jensdóttir, f. 21.5.1905, d. 24.9.1980, en hún og Dagmar voru systur. Börn Sigurðar og Huldu: Sigurður Gísli, f. 1.3.1949, forstjóri Slippstöðv- arinnar á Akureyri, maki Sigrún Guðríður Skarphéðinsdóttir spari- sjóðsstjóri, þau eiga tvö börn; Har- aldur Gauti, f. 18.12.1950, múrara- meistari, hann á þrjú börn; Guð- mundur Geir, f. 29.12.1951, meira- prófsbílstjóri, hann á tvö börn; Anna Guðný, f. 19.7.1954, kaupmað- ur, maki Sveinn Þorgeirsson lista- maður, þau eiga tvö börn; Pétur Gunnar, f. 25.1.1960, rekstrartækni- fræðingur, maki Hólmfríður Árna- dóttir nemi; Huld, f. 2.8.1962, snyrti- fræðingur. Systkini Sigurðar: Guðmundur, f. 17.10.1911, d. 1937; Baldvin Gunnar, f. 23.10.1917, d. 1990, tannlæknir, kona hans var Ágústa Sigurðardótt- ir, þau eignuðust fimm börn; Har- aldur, f. 5.10.1919, starfar hjá Vatns- veitu Akureyrar, maki Jakobína Stefánsdóttir, þau eiga þrjú börn; Elín, f. 17.7.1924, maki Magnús Olgeir Jóhann Sveinsson Olgeir Jóhann Sveinsson renni- smiður, Álftamýri 45, Reykjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Olgeir er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hefur starfað sem rennismiður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík um áratugaskeið en fyr- irtækið bar áður nafnið Hamar. 01- geir var einnig sýningarmaður í Nýja bíói um árabil. Olgeir er félagsmaður í Frímúr- arareglunni í Reykjavík og starfaði í félagi sýningarmanna. Fjölskylda Olgeir kvæntist 19.6.1954 Guð- björgu J. Steinsdóttur, f. 30.1.1921. Foreldrar hennar: Steinn Leó Sveinsson, b. oghreppstjóri, Hrauni á Skaga í Skagafírði, og Guðrún Sig- ríður Kristmundsdóttir húsmóðir, Hrauni á Skaga, en þau er bæði lát- in. Börn Olgeirs og Guðbjargar: Guð- rún Steinunn, f. 9.6.1955, d. 1.5.1956; Gunnsteinn, f. 9.3.1957, skrúðgarð- yrkjunemi; Guðný Arndís, f. 15.6. 1958, verkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, hún á eina dótt- ir, Guðbjörgu Olgu Kristbjörnsdótt- ur, f. 16.6.1984; Óskar Rúnar, f. 23.8. 1959, vélvirki hjá Stálsmiðjunni, maki Jónína Ómarsdóttir, f. 29.4. 1962, nemi við KHÍ, þau eiga fjögur böm, Ara, f. 6.4.1983, d. 9.4.1983, Ómar Þór, f. 28.12.1984, Auði, f. 19.3. 1987, Olgeir, f. 28.1.1989. Systkini Olgeirs; Sigurður, f. 27.1. 1923, borgarfógeti í Reykjavík, maki Elín Briem, þau eiga tvö börn; Þór- arinn, f. 20.1.1924, látinn, fram- kvæmdastjóri Sbppfélagsins í Reykjavík, kona hans var Ingibjörg Ámadóttir, þau eignuðust tvö börn; Þórdís, f. 25.5.1931, húsmóðir, maki Jón Bergssón verkfræðingur, þau eiga þrjúbörn en Þórdís átti dóttur áður. Foreldrar Olgeirs: Sveinn Sigur- jón Sigurðsson, f. 8.12.1890, d. 28.3. Olgeir Jóhann Sveinsson. 1972, ritstjóri Eimreiðarinnar til íjölda ára, og Steinunn Arndís Jó- hannsdóttir, f. 19.8.1895, d. júní 1974. Sveinn var fæddur að Þórarinsstöð- um við Seyðisfjörð en fluttist til Reykjavíkur þegar hann fór í frek- ara nám í guðfræði. Steinunn var fædd á Eyrarbakka. Kristján Einarsson Kristján Einarsson, bóndi og verka- maður, Grænugötu 12, Akureyri, er sjötugurídag. Fjölskylda Kristján er fæddur að Hrjót, Hjaltastaðaþinghá, N-Múlasýslu, og ólst upp á Fljótsdalshéraði. Kristján kvæntist 5.11.1945 Ing- unni Þorvarðardóttur, f. 10.6.1922. Foreldrar hennar: Þorvarður Pét- ursson og Guöfmna Antoníasdóttir en þau bjuggu í Fremraseli, Hró- arstungu. Börn Kristjáns og Ingunnar: Kristbjörg, f. 23.12.1946, maki Stefán Sigurðsson, þau eiga þrjú böm; Guðfinna, f. 6.5.1948, maki Kristján Magnússon, þau eiga þijú börn; Þorvarður, f. 7.11.1950, d. 24.41988, hann eignaðist þrjú börn með konu sinni, Sigríði Þórhallsdóttur, og eitt barn með Auði Garðarsdóttur; Ár- vök, f. 10.9.1954; Einar, f. 6.10.1955, maki Sólveig Guðmannsdóttir, þau eiga þrjú börn; Ársæll, f. 1.11.1959, maki Dóra Kristjánsdóttir, þau eiga eitt barn; Heiðrún, f. 19.2.1962. Fóst- urbarn Kristjáns og Ingunnar: Ásta Sigurðardóttir, f. 3.6.1945, maki Vil- hjálmur Þ. Snædal, þau eiga fiögur böm en Ásta átti son áður, Hauk, f. 4.4.1966, maki Sveinbjörg Harðar- dóttir, þau eiga tvö börn. Haukur ólst einnig upp hjá Kristjáni og Ing- unni. SystkiniKristjáns: Sveinn, Krist- jana, Stefán og Anna Björg. Foreldrar Kristjáns: Einar Guð- mundsson, f. 3.11.1879, d. 1922, og Kristján Einarsson. KristbjörgKristjánsdóttir, f. 8.2. 1884, d. 30.10.1960, en þau bjuggu á Hijót. Sviðsljós Besta út- stillingin Verslunin Krakkar í Kringlunni varð hlutskörpust í samkeppninni um bestu gluggaútstillinguna á bresku dögunum sem nú standa yfir í Kringlunni. Eigandinn, Ingunn Egilsdóttir, fékk í verðlaun ferð fyrir tvo með Flugleiðum til Glasgow og gistingu þar í borg í boði breska ferðamála- ráðsins. Dómnefndin vakti einnig athygh á vönduðum útstillingum verslananna Centmm, Heilsuhússins, Pennans og Sævars Karl og sona. Formaður dómnefndar, breska sendiherrafrúin Afsaneh Khalatbari (t.h.), afhendir Ingunni Egilsdóttur verðlaunin. Daníelsson, lögreglumaður, þau eigafimm börn. Foreldrar Sigurðar: Sigurður Gísli Ringsted, f. 1.1.1880, d. 30.11.1950, skipstjóri að Sigtúnum á Kljáströnd, og Guðríður Gunnarsdóttir, f. 6.9. 1881, d. 9.1.1967, húsfreyja að Sig- túnum á Kljáströnd. Ætt Sigurður Gísh var sonur Jóhanns Sigurðar Ringsted, f. 16.12.1846, d. 11.10.1886, sjómannsá Seyðisfirði, og konu hans, Sigríðar Gísladóttur, f. 22.10.1845, d.22.9.1923. Guðríður var dóttir Ólafs Gunnars Gunnarssonar, f. 12.5.1848, d. 1.12. 1927, útvegsbónda í Görðum í Höfða- hverfi, og konu hans, Önnu Petreu Pétursdóttur Hjaltested, f. 30.8.1846, d. 27.11.1973. Sigurður Jóhann Ringsted. Sigurður verður aö heiman á af- mælisdaginn. 29. október 85 ára Ingibjörg Halldórsdóttir, Strandgötu 17, Akureyri. 70 ára Lilja E. Karlsdóttir, Efstalundi 6, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar aö Eskiholti 20, Garöabæ, eftir kl. 20 áafmæhsdaginn. Gottskálk Egilsson, Ægisgötu 6, Akureyri. 50 ára Sigurjón Guðbjartsson, HólabrautS, Skagaströnd. Sigrún Jóna Sigurðardóttir, Skólavegi3, ísafirði. 40 ára Alda Þorsteinsdóttir, Grund, Grenivík. Katrín Yngvadóttir, Stekkjaseli 4, Reykjavík. Júlía Tryggvadóttir, Dverghamri 32, Vestmannaeyjum. Jóhanna Sigurjónsdóttii', Fjarðarbakka 3, Seyðisfirði. Guðmundur Gissurarson, Sólheimum 35, Reykjavik. Sigríður Einarsdóttir, Lyngmóum 14, Garðabæ. Geir Ingimarsson, Þrastanesið, Garðabæ. Pétur Magnús Birgisson, Hhðarvegil49, Kópavogi. Bragi Jónsson, Berugötu 18, Borgarnesi. Einar Már Sigurðsson, Sæbakka 1, Neskaupstað. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Flúöaseli 65, Reykjavík. Andlát Guömundur Jónsson Guömundur Jónsson frá Mýrar- tungu, síðast til heimilis að Lauf- skógum 17, Hveragerði, lést 20. okt- óber sl. Útför hans var gerð frá Hveragerðiskirkju sl. laugardag. Fjölskylda Guðmundur fæddist 29. október 1931 í Mýrartungu og þar ólst hann upp ásamt tveimur bræðrum sín- um. Guðmundur tók síðar við bú- skap þar ásamt öðrum bróður sín- um en annar þeirra féll frá ungur. Guðmundur bjó á Akranesi með fyrri konu sinni og eftir að þau slitu samvistum starfaði hann hjá frysti- húsinu Heimaskaga hf. Guðmundur tók upp búskap með seinni konu sinni árið 1983 og bjó ásamt henni síðustu ár ævinnar í Hveragerði. Guðmundur kvæntist fyrri konu sinni, Sesselju Jónsdóttir frá Klukkufelli í sömu sveit, en þau slitu samvistum árið 1974. Guð- Guðmundur Jónsson. mundur og Sesselja eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og Eddu Gerði. Guðmundur kvæntist 6.7.1984 seinni konu sinni, Árnýju A. Guð- mundsdóttur, en hún átti átta börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.