Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Blaðsíða 24
“zr ... framkoma mannsins mótast af afstöðu hans til umhverfisins", segir hér m.a. Húmanismi og menning Um daginn hlustaði ég á útvarp eins og venjulega og heyrði viðtal við prest sem starfar við einhvem söfnuð í Reykjavík. Þessi prestur sagði nokkuö sem kom af stað hugsanaferli er ég vil nú fjalla lítil- lega um. Presturinn áleit að guðs- trúin hefði þurft að víkja óeðlilega mikið, vegna innkomu mannsins, eða húmanisma í stað guðs-isma. Merkur maður var eitt sinn spurður, hvað er menning? og svariö var einfalt. Menning er það sem maöurinn gerir en dýrin ekki. Maðurinn í hávegum Út frá þessu svari liggur ljóst fyr- ir að maðurinn reynir að skera sig frá öðmm jarðardýrum með vit- legri framkomu til orðs og æðis. Margt í fari manna má rekja til dýraríkisins, sem eðlilegt má telj- ast, þar sem maðurinn er þróaður þaðan. En þrátt fyrir greind og vitneskju um margt í veröldinni högum við okkur allt að því verr en dýrin og afsökum okkur með því að við séum bara mannleg. Á þann hátt færum við lélegt sið- gæði upp til yfirborðsins. Þar með er siðferði orðið menning, sem vit- andi vits er lélegra en nokkurt dýr mundi gera, ekki einu sinni hýena. Eins er það með fullyrðingu prests- ins um að guð víki fyrir manninm. Hér er það maðurinn ásamt dýnnn, fuglum og fiskum t.d. svo eitthvað sé nefnt, sem er ábúandi á þessari jörð. Það er rpjög eðlilegt að maðurinn hafi sig í hávegum, viðmiðunin er enn sem komið er maðurinn sjálf- ur, eða húmanismi. í nokkrar aldir reyndu klerkar og kirkjur að hafa guðs-isma í fyrirrúmi, með þeim afleiðingum að maðurinn varð út- undan á þann hátt að verðgildi hans féll, en guðs óx, maðurinn er þó áþreifanlegur. Það er að segja, einmitt á þessum tíma var aldrei eins mikið mannhatur, mannfellir, sjúkdómar og örbirgð. Það ber að hafa í huga að siðferði og mat á þvi er háð umhverfi og staðháttum eins og t.d. austur í Asíu er siðferðilegt gildismat ann- að en 1 arabalöndum og svo aftur hér. Ekki er ég að tala gegn guðs- isma, af og frá, ég tel mig t.d. ekki Kjallarmn Atli Hraunfjörð málari fylgja að málum „siðrænum húm- anismum“. Léleg vísindi Veröld mín er ekki guðalaus, en það er munur á hvort við upphefj- um guð á kostnað mannsins og notum bæði trúaijátninguna og Biblíuna, til að kúga aðra til hlýðni við trú, sem misvitrir einstaklingar túlka eftir sínu höfði eða viti. Ég er sammála siðrænum húmanist- um í því að þekking er betri en óljós hugmynd eða skoðanakúgun. Heimurinn er ekki bara svartur og hvítm1. Mér finnst það aftur á móti hjá- kátlegt að afneita reynslu og þekk- ingu annarra. Eins og t.d. háskól- anna sem hafa safnað saman ó- grynnum upplýsinga um reynslu einstaklinga á sviöi „yfirskilvit- legra fyrirbrigöa“. Maðurinn er í tilvist sinni studdur (af yfimáttúr- leginn öflum) og þetta líf er ekki hið eina sem við nokkru sinni eign- umst. Hvemig geta þeir fullyrt að hvorki sé til framhaldslíf né and- legir hæfileikar þegar þeir afneita þeim möguleika án þess að kynna sér það áður. Það em léleg vísindi.og lélegur gmnnur undir visindalegan þankagang. Ómissandi andlegur þáttur Sá sem vill að tekið sé tillit til þekkingar sinnar eða skoðana verður að standa betur að málum en að afneita staðreyndum og upp- hefja sitt á kostnað annars. - Við það borð sitja bæði trúaðir og van- trúaðir. Þannig ætla hinir trúuðu að upphefja guðs-ismann á kostnað manngildisins eða húmanismans og hinir ótrúuðu upphefja mann- gildið á kostnað guðs-ismans og andlegra hæfileika mannsins. Það er rétt að strangar kröfur ætti að gera til rökréttrar hugsun- ar, en það er ekki gert með því aö taka upp þann leik að segja, þú mátt hvorki segja já né nei. Hvað á þetta skylt við menningu og sið- fræði? Jú, framkoma mannsins mótast af afstöðu hans til umhverf- isins. í kristilegu umhverfi lærir maðurinn að umhyggja, vinátta og kærleikur er andlegur þáttur sem er ómissandi ef okkur á að líða vel. Einnig vissan aö vakað er yfir okkur af máttugum guðlegum ver- um. Og eftir dauðann stöndum við fyrir okkar reikningssskilum sem hð í þroska til framþróunar. Með þetta í veganesti út í lífið sem þekk- ingu er furöulegt að sjá og upplifa hegðun, sjálfra sín og samborgara sinna í hinu daglega lífi. Atli Hraunfjörð „Sá sem vill aö tekið sé tillit til þekking- ar sinnar eða skoðana verður að standa betur að málum en að afneita stað- reyndum og upphefja sitt á kostnað annars. - Við það borð sitja bæði trúað- ir og vantrúaðir.“ ÞRIDJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992. Merming Háskólabíó - Rapsódía 1 ágúst: ★★ !/2 Hugljúf rapsódía Sjálfsagt verður Rapsódía í ágúst aldrei talin meðal stórverka hins aldna japanska meistara Akira Kurosawa, en eftir hann liggja nokkrar kvik- myndir sem teljast með bestu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. Mynd- ir sem óteljandi fjöldi yngri leikstjóra sem skapað hafa sér nafn á síðari árum hafa viðurkennt að hafa leitað fyrirmyndar í við gerð einstakra mynda. Síðasta stórvirki Kurosawa var . _ . Ran sem hann byggði lauslega á J^yilnTiyTInlT' Lear konungi eftir Shakespeare. ____________1___________ Þótti flestum það verðugur lo- l...__ kakafli á frjóum ferli. En gamh Hllmar KarlSSOn maðurinn var ahs ekki á þeim bux- unum að hætta og hóf 1986 að skrifa handritið að Akira Kurosawa’s Dre- ams sem frumsýnd var 1990. Áður en hann lauk vinnslu á þeirri mynd var hann farinn að skrifa handritið að Rapsódía í ágúst sem gerð er eftir verðlaunaðri skáldsögu. Ran er mikið stórvirki og mögnuð kvikmynd sem líður þeim seint úr minni sem séð hafa. Bæði Draumar Kurosawa og Rapsódía í ágúst eru ekki kvikmyndir í hkingu við Ran en bera þó meistarans merki. í Rapsódíu í ágúst er sögð saga fjölskyldu. Þegar myndin hefst eru fjög- ur bamabörn í heimsókn hjá ættmóðurinni sem býr rétt fyrir utan Naka- saki. Bréf frá deyjandi bróöur hennar á Hawah berst, en i bréfinu er henni boðið til Hawaii ásamt börnunum. Þetta kemur róti á huga hennar og bamanna. Bömin, sem klæðast bolum merktum bandarískum háskól- um og íþróttaliðum, sjá í hilhngum draumaferð. Amman aðvarar þau og segir sögu af örlögum afa þeirra og systkina hennar sem létust í kjam- orkusprengingunni á Nakasaki í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Börnin heimsækja Nakasaki og við minnismerki þar sem minnst er skólabama sem fómst í sprengingunni dofnar þráin til ferðarinnar. Þeg- ar síðan frændi þeirra, sonur bróðurins, sem er hálfamerískur, kemur óvænt í heimsókn em þau tortryggin og vör um sig en hann er eingöngu komin í virðingarskyni við ömmu þeirra og láta hana vita að fjölskylda hans hafi ekki vitað um örlög eiginmanns hennar. Atburðurinn þegar kjarnorkusprengjunni var varpað á Nakasaki 9. ágúst 1945 er hinn alvarlegi undirtónn myndarinnar og það nægir að heyra ömmuna, sem er einstaklega vel leikin af Sachiko Murase, lýsa þeim ógnum, til að fari léttur hrohur um áhorfandann. Engin ásökun á hendur Bandaríkjamönnum er í myndinni, eins og við hefði mátt búast, heldur leggur Kurosawa aðeins áherslu á þann hrylhng sem fylgir slíku gjöreyðingarvopni. Rapsódía í ágúst er einnig mjög faheg kvikmynd þar sem fiahað er um fiölskyldu á einkar mannlegan hátt. Tilfinningar þeirra eldri endurspeglast síðan í börnunum sem em aðalpersónumar. Það er samt eins og vanti einhvem neista frá gamla manninum til að gera myndina áhugaverða og sterka, hún hður í rólega í gegn er mjög hæg og þegar loksins í lokin kemur sterkt atriði er það á skjön við annað í myndinni og virkar ekki sem skyldi. En sem fyrr lumar Kurosawa á ýmsu sem bæði heihar og minnir á hversu stórkostlegur leikstjóri hann er. RAPSÓDÍA I ÁGÚST Leikstjóri: Akira Kurosawa. Handrit Akira Kurosawa eftir skáldsögunni Nabe-no-kaka eftir Kiyoko Murata. Kvikmyndun: Takao Saito og Masaharu Ueda. Tónlist: Shinlchlro Ikebe. • Aðalhlutverk: Sachiko Murase og Richard Gere. Minnismerki skoðað um skólabörn sem fórust þegar kjarnorkusprengju var varpað á Nakasaki. Fyrir miðri mynd er Richard Gere, en hann er fyrsti bandaríski leikarinn sem leikur í kvikmynd hjá Akira Kurosawa. Söfnuðu fé vegna Soffíu Hansen Þær Þórunn Kristjánsdóttir og Hjördís Sigurðardóttir héldu nýlega hluta- veltu og gáfu hagnaðinn f söfnun Soffíu Hansen. Alls komu í kassann 2.340 krónur. Hlutaveltan var haldin í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.