Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS1993 Fréttir Grayson dæmdur í fangelsi í 12 mánuöi en Feeney 1 tvö ár: Fráleitt að Erna haf i verið með í ráðum segir í niðurstöðum dómsins í bamsránsmálinu Grayson og Feeney í dómsalnum ásamt verjendum sínum, Óskari Magnússyni og Erni Clausen. DV-mynd GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Donald Michael Feeney, fram- kvæmdastjóra Corporate Training Unlimited, til tveggja ára fangelsis- vistar og James Brian Grayson, fóð- ur Anne Nicole, til 12 mánaða fang- elsisvistar. Níu mánuðir af refsivist Graysons falla niður eftir þrjú ár haldi hann almennt skilorð. Grayson og Feeney voru fundnir sekir um að hafa reynt að flytja dæt- ur Emu Eyjólfsdóttur á brott og í niðurstöðu dórnsins segir að þeir beri báðir fulla og sameiginlega ábyrgð á aðgerðum starfsmanna CTU sem miðuðu að brottnámi bam- anna. Það kemur til þyngingar dóms- ins að brot þeirra var vandlega skipulagt og að hópur manna aðstoð- aði þá við verknaöinn. Grayson og Feeney hafa lýst því yfir að þeir hafi verið í fullum rétti er þeir fluttu dætur Emu frá Hótel Holti og út á Keflavíkurflugvöll í því skyni að koma þeim í umsjá feðra sinna. Erna hafi samið við sam- verkamenn þeirra um afhendingu bamanna gegn greiöslu. Þá hafi þeir talið að úrskurður bandrísks dóm- stóls um forræði feðranna og grunur þeirra um slæman aðbúnað telpn- anna hér á landi veitti þeim rétt. í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þrjú atriði bendi til þess að fráleitt sé að Ema hafi verið með í ráðum um brottnám telpnanna. í fyrsta lagi að hún tók einungis aðra dóttur sína með sér í ferðalag til Sviss með starfsmönnum CTU vegna óljóss gruns um að taka ætti bömin frá henni. Í öðm lagi hafi verið skilin eftir skilaboð á hótelherberginu um að farið hefði verið með bömin til aö gefa þeim að borða og í þriöja lagi geðshræring Emu þegar hún upp- götvaöi að bömin vom horfin. í dómum Hæstaréttar frá 3. febrúar er því slegið fóstu að Ema hafi um- sjá dætra sinna meðan íslensk yfir- völd hafa ekki gert neitt annað í málinu. í niöurstöðu héraðsdóms segir að leysa skuli úr ágreiningi um forsjá bamanna fyrir íslenskum dómstólum og bent er á að sam- kvæmt bamavemdarlögum séu hag- ir og þarfir bamanna í fyrirrúmi við úrlausn slíkrar forsjárdeilu. Grayson og Feeney vom dæmdir til að greiða allan sakarkostnað fyrir utan kostnað \ið túlkun í dómsaln- um, alls 800 þúsund krónur. Gæslu- varðhald þeirra kemur til frádráttar refsivistinni. -ból Þrjár hugrakkar stúlkur sem bjargað var úr brennandi húsi í fyrrinótt: Einangruðu hurðina og hringdu á hjálp - fyrst spenntar en svo skulfum við af hræðslu, segja stúlkumar „Það kom eldur í húsið mitt og við fórum út um gluggann," sagði Salka Sól, tveggja ára, þegar DV hitti hana í gær eftir að henni og níu öðmm var bjargað úr brennandi húsi að Bræðraborgarstíg 7 í fyrrinótt. Salka var flutt á slysadeild eftir brunann en henni varð ekki meint af. Þrjár stúlkur, 12 og 13 ára, vom ásamt Sölku og tveimur fullorðnum konum í íbúð á annarri hæð hússins þegar eldsins varð vart. „Þegar við opnuðum hurðina kom eldurinn á móti okkur. Við öskmð- um, eldur, eldur, hlupum inn og lok- uðum hurðinni. Síðan settum við blautt handklæði við dymar og hringdum á lögreglu og slökkvilið," sögöu þær stöllur Hildigunnm- Thor- steinsson, Kristín Eik Gústafsdóttir, og Halldóra Anna Hagalín. Þær segjast hafa lært hvemig bregðast á við svona tilfellum í skyndihjálp í skólanum og Kristín Eik mundi símann hjá slökkviliðinu. Þær viðurkenna þó að hafa orðið svolítið hræddar. „Fyrst urðum við eiginlega bara spenntar og þutum um allt hús og tókum furðulegustu hluti til að bjarga með okkur út. Svo kom sjokk- ið seinna og þá skulfum við alveg. Við vorum mest hræddar um að hurðin myndi springa upp og að eld- urinn kæmi inn til okkar. Það liðu svona 15 mínútur frá því við sáum eldinn og þar til við vorum komnar út um gluggann. Okkur fannst þetta hins vegar vera mjög lengi að líða en við töldum kjark í hver aðra.“ Þær björguðust ásamt öðrum í íbúðinni út um lítinn og þröngan glugga og niður stiga sem slökkvi- liðsmenn reistu upp við húsiö. „Við hefðum nú eiginlega frekar viljað láta körfubílinn ná í okkur. Það hefði veriö meira ævintýri," sögðu stúlk- umarkokhraustarígær. -ból Bruninn aö Bræðraborgarstíg 7: Málverkakonan grunuð um íkveikju Samkvæmt heimildum DV er kona sú sem tók málverk Karólínu Lárus- dóttur óftjálsri hendi í Hallgríms- kirkju síðastliðinn fostudag, grunuð um að hafa lagt eld að húsinu að Bræðraborgarstíg 7 í fyrrinótt. Kon- an á viö andlega erfiðleika að stríða. Rannsóknarlögregla ríkisins er með málið til rannsóknar en Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn vildi í gær ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talið væri víst að um íkveikju væri að ræða. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá pappa og ýmiss konar dóti sem geymt var á fyrstu hæð í stigagangi hússins. Samkvæmt heimildum DV var konan við húsið skömmu áður en eldsins varð vart. -ból Þær Halldóra Anna, Kristín Eik, Salka Sól og Hildigunnur voru meðal þeirra tíu fbúa á Bræðraborgarstíg 7 sem björguðust út um glugga og af svölum í fyrrinótt þegar kviknaði í húsinu. DV-mynd BG Fjögurra ára hjartaþegi: Bíðum og vonum - segir amma drengsins Það er ekkert hægt að segja að svo stöddu. Við heyrum frá þeim daglega og bara bíðum og vonum að allt gangi vel,“ segir Anna Hafliðadóttir, amma hins fjög- urra ára íslenska hjartaþega sem nú liggur á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir að nýtt hjarta var grætt í hann aðfaranótt síðasta fimmtu- dags. Snorri Ásbjörnsson er fjórði ís- lenski hjartaþeginn og talið er að hann sé yngsti hjartaþeginn á Norðurlöndum öllum. Að sögn Eriksson, bamalæknis á Östra sjúkrahúsinu í Gauta- borg, hefur allt gengið eftir áætl- un. Hann segir að fyrstu dagarnir eftir hjartaaðgerðina séu áhætt- usamastir en þá er beðið eftir merkjum um hvort líkaminn hafni nýja líffærinu. Líkami Snorra hafi ekki sýnt slík merki. Snorri veiktist fyrir um fimm mánuðum þegar veimsýking lagðist á hjartavöðvana. Foreldr- ar hans, Helga Snorradóttir og Ásbjörn Helgi Árnason, héldu utan ásamt systkinum Snorra, 6 ára og 8 vikna, fyrir um tveimur vikum og var hann þá settur á forgangslista fyrir hjartaþega. -ból Stuttarfréttir Bandaríski herinn á Keflavík- urflugvelli hefur skuldbundið sig til að kaup nautakjöt, kjúklinga og egg af íslendingum fyrir ríf- lega 15 milljónir næsta árið. Á siðasta ári keypti herinn land- búnaðarvörur fyrir 87 milljónir. íslandsbanki átti 400 milljóna ki'óna kröfur í þrotabú JL-bygg- ingavara en þar fundust engar eignir við skipti. Morgunblaðið Undbrmenn mættu ekki Undirmenn á Herjólfi mættu eliki á samningafund hjá ríkis- sáttasernjara í gær. Krcíjast þeir að stjóm Herjólfs afturkalli upp- sagnir án skilyrða. Atianta eykur umsvifin Flugfélagið Atlanta í Mos- fellsbæ er aö hefja áætlunarflug í Indónesíu. Yfir 50 íslendingar vinna nú erlendis hjá fyrirtæk- inu. RÚV greindi frá þessu í gær. Landhelgisgæslunni bárust í gær skilaboð um aö gervihnöttur næmi boð frá neyðarsendi á RangárvöUum, Víð athugun kom í ljós að sendirinn var í óbreyfðri flugvél í flugskýli á HeUu. Þægindafánar í sókn Kaupskipum, sem sígla undir islenskum fana, hefur fækkað úr 48 árið 1980 í li um sfðustu ára- út 30 kaupskip en 19 þeirra sigla undir þægindafánum. Litill sjávarhiti Sjávarhiti hér við land er lægri en tvo síöastUðna vetur. Hækki hitinn ekki er það taliö geta haml- að vexti nyijastofna. Rafmagnslaust varð í austan- verðum Kópavogi á tíunda tím- anum í gærkvöldi vegna bfiunar í háspennustreng. Viðgerð tók 20 mínútur. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.