Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS1993 Útlönd NorðmennviEJa yfirheyra hvala- vininnWatson Norska logreglan ætlar að halda til Bandaríkjanna til að yf- irheyra Paul Watson, leiðtoga umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, vegna tilrauna hans til að sökkva norskum hval- báti í mótmælaskyni við fyrir- hugaðar hvalveiðar Norömanna. Watson og samtök hans viður- kenndu í desember að hafa valdiö ieka í vélarrúmi hvalbátsins Nybræna i höfninni í Steine í Norður-Noregi á meðan áhöfnin var í veislu. Björgunarmönnum tókst þó að stööva lekann og koma í veg fyrir að báturinn sykki. Watson og félagar hans sökktu hvaibátunum í Reykjavikurhöfn urn árið. Hann á yfir höfði sér fiögurra ára fangelsi i Noregi. Grínþingi frest- aðvegnalítils Grmistar sýndu svo lítinn áhuga á sérstöku grinþingi sem halda átti i bænum Kolding i Danmörku þann 1. apríl næst- komandi að þinghaldi hefur verið írestað fram til 4. seplember. ; Linda Kjerkegaard, forstjóri ferðamálaráðs bæjarins, sagði við blaðið l’olkebladet Sydjylland að mörg grínistasamtakanna, sem boðiö var til ráðstefnunnar, hefðu fremur viljað hittast meö óformlegri hætti. Hótelstjórinn Per Löfstedt, sem er með í skipulagningu þingsins, vill fá Carl Bildt, forsætisráð- herra Svfþjóðar, til að koma og flytja fyrirlestur um sænskan húmor í aldanna rás. Herforingjar dæntðirfyrirsjó- mannamorð Herdómstóll í Venesúeia dæmdi ellefu liðsforingja og fjóra óbreytta hermenn til sjö ára betr- unarhúsvistar fyrir að drepa fjórtán sjómenn árið 1988. Útvarpið í Caracas, höfuðborg Venesúela, sagöi að herdómstóil- hm hefðí hnekkt ákvörðun lægri dómstóis þar sem hermenn og lögregla voru sýknaðir. Sú niður- staða vakti mikia reiði meðal al- mennings og mannréttindasam- taka. Herforingjar sögðu aðsjómenn- irnir heföu veriö kólumbískir skæruliðar sem ætiuðu aö sprengja upp olíuleiðslu nærri landamærum Venesúela og Kól- umbíu. Tveirmeintir frálRAhand- tekniríLondon Breska lögreglan handtók tvo menn sem grúnaðír eru um að vera skærulíðar úr Irska lýðveld- ishemum, IRA, og Iagði hald á mikið magn vopna og sprengiefn- is þegar lagt var til atlögu gegn húsi í norðurhluta Lundúna i gær. Lögreglan var á höttunum eftir mönnunum sem komu fyrir sprengju í stórversluninni Harrods í janúar. Hún haföi feng- ið vísbendingu um að mennina væri að finna í húsi í Stoke New- ington hverfinu. Að sögn iög- regluþjóna var skotið á þá þegar þeir réðust til inngöngu. Þrir menn slösuðust 1 spreng- ingunni í Harrods en hún var þáttur i herferð IRA gegn bresk- um yfirráðum á Norður-írlandi. Reuter og Ritzau DV „ Jesús Kristur“ í Texas verst enn miklu lögregluliði á búgarði sínum: Lögreglan hikar við innrás vegna barna - enginn veit hve mörg böm em 1 gíslingu þótt 16 þeirra hafi verið sleppt „Sameinumst einum guði, einum sannieika, einu guðs lambi, einum anda og tökum við umbun hinna réttlátu," var boðskapurinn sem trú- arleiðtoginn David Koresh haíði fram að færa þegar lögreglan heimil- aði honum að tala til almennings í gegnum útvarp. Koresh hafði gefið í skyn síðdegis í gær að hann vildi gefa sig lögregl- unni á vald og enda þannig umsátrið við búgarð safnaðar hans við Waco í Texas. Þegar til kom reyndist áhugi hans enginn og í morgun var allt við það sama nema lögreglan eykur enn lið sitt og hefur nú hundruð manna undir vopnum við búgarðinn og brynvarða bíla að auki. Nú er talið að Koresh hafi allt að 70 menn undir vopnum. Þá er íjöldi bama enn á búgarðinum og hikar lögreglan viö aö leggja til atlögu við hópinn af ótta við að börnin láti þá lífiö. Koresh hefur verið óspar á að minna á nærveru barnanna. Hann hefur þó sleppt 16 þeirra úr gíshng- unni. Sagt er að leiðtoginn eigi sjálfur böm með 15 konum. Hann segir að eitt þeirra hafi látiö lífið í árás lög- reglunnar á sunnudag og sjálfur hafi hann þá særst. Koresh lítur á sig sem Jesú Krist endurborinn. Hann vitnar til bibl- íunnar og segist vera „lambið“ sem opinbemnarbókin spáir að eitt geti David Koresh nýtur þess að hafa börn sem gísla. Símamynd Reuter opnað innsiglin sjö á dómsdegi. Búið er að kalla til sérfræðinga í samningaviðræðum við geðsjúka af- brotamenn. Þeir eiga að reyna að koma vitinu fyrir Koresh en það hef- ur ekki tekist enn. Búst er við miklu blóðbaði fari svo að lögreglan verði að ráðast til inngöngu á búgarðinn öðru sinni. Heimildir herma að nú séu 15 fallnir á búgarðinum. Koresh og menn hans eru vel vopn- aðir og er sagt að allur söfnuðurinn fylgi honum í blindni. Koresh er gmnaður um að beita safnaðarbörn sín ofbeldi og hggja í drykkju og ómennsku. Hann boðar frjálsar ástir, mörgum trúmönnum í Bandaríkjun- umtilhrellingar. Reuter Fyrirsætan Kellie Bright heldur hér á einu dýrasta úri veraldar á sýningu i Sydney í Ástralíu. Úrið kostar 65 milljónir íslenskra króna og tók þrjú ár að koma því saman. Það er af gerðinni Gerald Genta, þakið demöntum og öðrum dýrum steinum. Almenningur mun ekki hafa ráð á úrum af þessari gerð. Símamynd Reuter Áannaðhundr- aðmennrann- sakaðirvegna eiturmengunar Á annað hundrað menn í Frankfurt í Þýskalandi hafa verið rannsakaðir vegna eiturefna sem sluppu úr efnaverksmiðju Ho- echst samsteypunnar yfir út- hverfi borgarinnar í síðustu viku. Eitt eiturefnanna, o-nitroanisol, er krabbameinsvaldandi, auk þess sem það skaðar lifrina og getur breytt erfðaeiginleikum. Alls fóru tvö tonn af eiturefnum út í andrúmsloftið og að sögn þýska tímaritsins Der Spiegel voru mun fleiri hættuleg efni þar á meðal en tahð var í fyrstu. Forráðamenn Hoechst sögðu í fyrstu að efnin sem sluppu út og fóru aö lokum í Mainána væru aöeins „minniháttar eiturefni". Hoechst meinaði öryggiseftir- htsmönnum aðgang að verk- smiðjunni fyrir nokkrum árum, að því er embættismenn í þýska sambandsríkinu Hesse sögðu í gær. „Hvað Hoechst varðar hefði eft- irht með öryggi vafalaust leitt veikleika í ljós og hægt heföi ver- ið að koma í veg fyrir efnalekann ef því hefði verið sinnt,“ sagði Helmut Dúbbelde, háttsettur embættismaður í félagsmála- ráðuneyti Hesse. Reuter Bara opinberir starfsmenn í vinnu Jens Dalsgaard, DV, Feyreyjar; Öll vinna önnur en á vegnum hins opinbera Uggur nú niðri í Klakksvík, öðrum stærsta bæ Færeyja, vegna lokunar allra fiskvinnslustöðva á staönum. Stærstu vinnustaðirnir eru nú skólinn og sjúkrahúsið og þó hef- ur fólki í vinnu verið fækkað á báð- um þeim stöðum. Nýjustu tölur um atvinnuleysi í bænum sýna að um 40% vinnufærra manna hafa ekkert fyrir sig að leggja. Atvinnuleysi er hvergi eins alvarlegt hér í Færeyjum og eru þó að jafnaði 25% án vinnu. í Klakksvík voru til skamms tíma rekin tvö stór fiskverkunarhús. Þau eru nú bæði gjaldþrota. Frystihúsið Kosavirkið er það stærsta í Færeyj- um og þar unnu um 230 manns. í Klakksvík var einnig saltfiskverkun- in Norðborg. Kosavirkið fór á nauðungaruppboð fyrir helgina. Það er nú í eigu dansks fjárfestingafyrirtækis sem hefur ár- angurslaust leitað eftir sölu eða leigu á húsinu. Til greina kemur að selja tækin úr húsinu til útlanda ef ekíci tekst aö selja þau heima. Dönsku fjárfestamir leystu húsið til sín á um 400 milljónir íslenskra króna. Þeir höfðu lagt mikla peninga í fyrirtækið og eiga á hættu að tapa þeim að mestu eða öllu. Togarar staðarins eru á sjó en landa í erlendum höfnum. Þar af eru fjórir stórir togarar sem sækja á miö- in í Barentshafi. Eina vonarglætan er að vinna hefst að öljum líkindum áður en langt um hður við reykingu á ýsu. Þar fá þó ekki margir vinnu og ýsureykingin breytir litlu um ástandið í bænum. í Klakksvík búa um 4500 manns. Þar var atvinnulíf blómlegt alveg fram á síðasta ár og meira verkað af fiski til útflutnings en á öðrum stöðum í Færeyjum. Þótt ástandið í atvinnumálum sé hvergi verra en í Klakksvík er það htlu skárra á mörgum öðrum stöð- um. Fáein frystihús eru enn í rekstri og öll standa þau illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.