Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1993 3 Fréttir Átaksverkefni fyrir atvinnulausa á Akureyri: Gott að vera kominn í vinnu segir Guðmundur Jóhannesson sem fékk þriggja mánaða vinnu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má e.t.v. segja að það að missa vinnuna hafi í fyrstu verið eins og að fara í sumarfrí. Það fór þó fljót- lega af því mesti glansinn og þetta hefur verið ákaflega leiðinlegt og erf- itt,“ segir Guömundur Jóhannesson, 27 ára gamall verkamaður á Akur- eyri. Guðmundur var einn þeirra 70 Akureyringa sem hófu vinnu í gær- morgun vegna átaksverkefnis fyrir atvinnulausa og gerir ráð fyrir að hafa vinnu í 3 mánuði. DV hitti Guðmund að máli við sundlaugina á Akureyri í gærmorg- un þegar hann var nýkominn til starfa þar og sat hann þar við sjón- varpsskjái og fylgdist með því sem fram fór í og við laugina. „Ég starfaöi sem verkstjóri hjá Efnagerðinni Sjöfn og síðan í 2 ár hjá byggingavörudeild KEA en var sagt upp í mai á síðasta ári. Síðan hef ég verið atvinnulaus að því undan- skildu að ég fékk vinnu við átaks- verkefni fyrir atvinnulausa í haust og svo í sláturtíðinni,“ segir Guð- mundur. Hann er giftur og á eitt bam. Guð- mundur segir að kona hans hafi haft fasta vinnu og það hafi bjargað þeim. „Við höfum sloppið fyrir horn vegna fjárhagsskuldbindinga en það hefur ekki verið neinn afgangur. Mér líst vel á að vera farinn að vinna aftur en því miöur held ég að það taki ekkert við að þessu loknu annað en atvinnuleysið aftur, því miður," sagði Guðmundur. Guðmundur Jóhannesson við vinnu í sundlaug Akureyrar í gær. DV-símamynd gk Héraðsdómur Norðurlands eystra: Umfangsmikil mál bíða vegna húsnæðisleysis - húsgögnogupptökutækivantarínýjansal Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er mjög bagalegt ástand og hefur m.a. í för með sér að það er ekki hægt að taka fyrir mál þar sem margir aðilar þurfa að koma að,“ segir Ásgeir Pétur Ásgeirsson, dómari í Héraösdómi Norðurlands eystra. Þrír dómarar við héraðsdóminn hafa til umráða einn lítinn dómsal á Akureyri en stærri salur hefur ekki verið tekinn í gagnið. í hann vantar bæði húsgögn og upptöku- tæki en þess er að vænta að salur- inn verði tilbúinn áður en mjög langur tími líður. Meðal þeirra mála sem tafist hafa vegna þessa er mál vaxtarræktar- manna gegn Pétri Péturssyni, lækni á Akureyri, vegna ummæla Péturs um þá. Ásgeir Pétur, sem dæmir í því máli, segir að ekki sé hægt að taka það mál fyrir fyrr en stóri salurinn verður tilbúinn því kalla þurfi fyrir réttinn alla ákæ- rendur en þeir munu vera á bilinu 25-30. ( Magnús Guðmundsson með nýja mynd: Nú eru það venju legir sjómenn - sem friðunarsamtök ráðast gegn, segir hann „Hvalir og selir eru komnir aftur fyrir í röðinni hjá þessum samtökum og nú beina þau spjótum sínum að hinum venjulega sjómanm," sagði Magnús Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður en hann hefur lokið gerð nýrrar myndar, Paradís endur- heimt? í nýju myndinni beinir Magnús kastljósinu meðal annars að baráttu friðunarsamtaka gegn fiskveiðum. Magnús segir að friðunarsamtökin leggi æ meiri áherslu á bann gegn notkun heföbundinna veiðarfæra sem getur orðið til þess að stórskaða íslenskt þjóðfélag. Magnús segir margar sjónvarps- stöðvar, sem sýndu Lífsbjörg í norð- urhöfum, hafa sýnt nýju myndinni áhuga. Magnús veit ekld hvenær og hvar myndin verður sýnd hér á landi. -sme Magnús Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður. EINSTAKT imöNGirriLBOOT NÍTÍMALEGUR MATREIÐSLl KLÚBBUR Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir, hittir beint í mark. Þessi nútímalegi klúbbur sendir félögum mánaðarlega pakka með plasthúðuðum uppskriftaspjöldum með áhugaverðum mataruppskriftum og fróðleik um vín. Efnið er svo flokkað í handhæga möppu og myndar hugmyndabanka fyrir heimilið. Dagleg símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskrifta- samkeppni, félagakort og margs konar fríðindi. Engar skuldbindingar! Nýttu þér ótrúlega hagstætt inngöngutilboð í klúbbinn! Kornlengjur á teini Ol^W«! í!6J 11 .V FYRSTI UPPSKRIFTAPAKKINN með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR. Fullt verð pakkans er 595 kr. SERHÖNNFÐ SAFNMAPPA AÐ GJOF! Áætlað verðmæti 980 kr. ÓKEYPIS Ef þú skráir innan 10 Áætlað útsöluverð 1 Samtals verðmæti tilboðs 2.845 kr ...fyrir aðcins 298 MÖGULEIKI Á ÓKEYPIS HELGARFERÐ FYRIR TVO TIL PARÍSAR! Fyrir alla stofnfélaga Ferða- og gistikostnaður metlnn á 94.000 kr. HRIJVGDU STRAX I DAG! SHVMMIVIV (91) 6 88 300 ÉÐA SEMIl SVARSEÐILINN ►já, ég vil gerast félagi í MATREIÐSLUKLÚBBI VÖKU-HELGAFELLS NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ KENNITALA sImÍ SENDU SEÐILINN í LOKUÐU UMSLAGI TIL: NÝIR EFTIRL'ETISRÉTTIR, MATREIDSLUKLÚBBUR VÖKU-IIELGAFELLS, SÍIIUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.