Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Fréttir Rannsóknarlögreglustjóri segir aliö á fordómum gegn RLR í nauðgunarmálum: Tvær hættu við að kæra af ótta við lögreglu - flölmiðlar hafa ekki blásið upp neikvæða umræðu, segir talsmaður Stígamóta „Ég held að fjölmiðlar hafi ekki blásið upp að rannsóknarlögreglan sé ekki starfi sínu vaxin. Það eru ekki fordómar í umræðunni. Ég held að RLR þurfi umræðu eins og aðrir - hún er til góðs,“ sagði Bergrún Sig- urðardóttir, talsmaður Stígamóta, aðspurð um ummæh Boga Nilssonar rannsóknarlögreglustjóra á fundi með fréttamönnum um að borið hefði á neikvæðri umfjöllun um störf lög- reglu í nauðgunarmálum. A fundinum kom fram í tveimur tilfehum á þessu ári hefðu þolendur nauðgana tekið ákvörðun um að hætta við að leggja fram kæru til RLR. Konurnar treystu sér ekki til þess eftir að hafa fengið upplýsingar um að mjög erfitt væri að ganga í gegnum þaö ferh sem sem væri í gangi hjá lögreglu - nærgætni skorti við yflrheyrslur. Bogi segir að lög- reglumenn verði aö láta þolendur finna til öryggis þó ljóst sé að spum- ingar verði að bera fram af festu. „Það sem við höfðum í huga var að gera blaöamönnum grein fyrir hvernig þessi mál eru meðhöndluð hjá okkur,“ sagði rannsóknarlög- reglustjóri í samtaU við DV í gær. „Vissulega hefur það í gegnum tíð- ina verið svo að borið hefur á nei- kvæðri umfjöUun á þann veginn að lögreglan er ekki talin standa sig í stykkinu varðandi þessi mál. Þeir sem um þau fjalla telja sig vera að fást viö fordómafuUt viðhorf lögreglu til þplanda afbrotsins." - Áttu við fjölmiðlafóUdð sjálft eða viðmælendur þess? „Ég á býsna mikið við þá sem em að ræöa við fjölmiðla. Hjá okkur er fólk sem leggur sig fram í þessum málum en síðan er sífeUt verið að kiifa á því að meðferð málanna sé ómöguleg. Við höfum haft áhyggjur af þessu lengi. En við erum sífeUt að reyna að bæta okkur.“ Bergrún segir aö brögð hafl verið aö því að lögreglumenn hafi ekki borið spurningar fram af hlutleysi, jafnvel á niðurlægjandi hátt. „Þetta hefur reyndar lagast mikið en þolendurnir hafa verið hræddir og farið í baklás við að fara í gegnum þetta erflða ferU hjá rannsóknarlög- reglunni. Sem betur fer er þetta að breytast og lagast þó að mínu mati megi bæta miklu við,“ sagði Bergrún. „Þaö verður að bera spumingarnar upp af hlutleysi þannig aö kærand- inn þurfi ekki að fara að verja sig. Þeir hafa spurt hvort viðkomandi hefði verið drukkin eða „aUt of drukkin". Þaö er aUt í lagi að spyija en ekki að fuUyrða „þú varst of drukkin" og láta að því Uggja að það hafi verið eðUlegt að þér hafi verið nauðgað," sagði Bergrún. -Ótt Vmnuveitendur trassa að tilkynna vinnuslys -12 þúsund viimuslys á slysadeild en bara 600 tilkynnt „Samkvæmt skráningu á slysa- deUd Borgarspítalans og heUsu- gæslustöðva leita um 12 þúsund manns á ári hverju læknis vegna vinnuslysa. Aftur á móti fær Vinnu- eftirUtið einungis tilkynningar um 600-700. Að vísu leitar fólk oft læknis eftir vinnuslys sem em smávægUeg og ekki er skylda aö tilkynna. Þessar sögur segja samt heUmikið um hvaö tilkynningaskyldu vegna vinnuslysa er Ula sinnt,“ segir Hörður Berg- mann, fræðslufulltrúi hjá Vinnueft- irUti ríkisins. Samkvæmt ársskýrslu Vinnueftir- Utsins vora 635 vinnuslys tUkynnt í fyrra. Alvarleg slys á vinnustað ber að tilkynna strax til VinnueftirUtsins og þau slys sem valda fjarveru starfs- manns í að minnsta kosti einn dag auk slysadagsins skal tilkynna á sér- stökum eyðublöðum innan 14 daga. „Það má ekki álykta um slysatíðni einstakra atvinnugreina út frá þess- Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Smáskeinumar skýra mismuninn „Ég fór nú einu sinni út að borða í hádeginu með forystumönnum eins af aðUdarfélögunum. Mér varð það á, þegar ég skar súpurúnstykkið, að reka hnífinn í lófann á mér svo úr blæddi. Ég fór á slysavarðstofuna og þar var spurt hvort ég heföi verið í vinnu þegar þetta gerðist. Ég svaraði því játandi enda var þessi fundur þáttur í starfi mínu. Hins vegar tíl- kynnti ég þetta ekki sérstaklega. Það era ugglaust vanhöld á því að slys séu tilkyimt með viðhlítandi hætti en þessi smávægUegu slys era stærsta skýringin á þessum gríðar- lega mismun á tölum sjúkrahúsa og Vinnueftiriitsins," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um slælega tilkynningu vinnuveitenda á vinnuslysum. Hann segir að mikUvægast sé að fyrirtækin sjálf og starfsfólk þeirra læri af þeim óhöppum sem veröa á hverjum vinnustað. „Það er hins vegar ástæða tU að ætla að í starfl fyrirtækjanna leggi menn ekki nóga rækt við aö halda utan um þessa hluti til að læra af því sem betur má fara. Að sumu leyti hafa það orðið nokkur vonbrigði að starf að öryggismálum hefur ekki náð því flugi sem menn vonuðu. Vinnueftirhtið hefur gríðarlega mik- Uvægu hlutverki að gegna en ef fyrir- tækin taka ekki sjálf á þessum mál- um með skipulögðum hætti verður enginn árangur," segir Þórarinn. -ból Bolungarvík: Þrotabú EG selt fyrir rúmar 120 milljónir Þuríður hf., hlutafélag einstakl- inga í Bolungarvík, keypti í dag frystihús og rækjuvinnslu þrotabús Einars Guðfinnsonar, en Fiskveiða- sjóður hafði áöur leyst eignimar til sín eftir gjaldþrot Einars Guðfinn- sonar hf. Kaupverðið var rúmar 120 milljónir. Fiskveiðasjóður hafði aug- lýst eftir tilboðum í eignimar og tvö tilboð bárast, frá Ósvör, hlutafélagi heimamanna og hreppsins og frá Þuriði sem þeir Jón Guðbjartsson og Valdimar Gíslason í Bolungarvík eru í forsvari fyrir. TUboð Ósvarar hljóðaði upp á 90 mUljónir en Þuríðarmenn buðu 120 mUljónir og var því tilboði tekið. Endanlegt kaupverð var ekki gefið upp en samkvæmt heimUdum DV mun það hafa hækkað óverulega. -bm um tölum. Þeir sem era samvisku- samir, tilkynna vel og fylgjast með slysunum hjá sér í fyrirbyggjandi tíl- gangi koma út með tíltölulega flest slys. TU dæmis virðist Póstur og sími vera alveg ferlega vondur vinnustað- ur samkvæmt þessu yfiriiti. En þar er hugsað vel um þessi mál og aUtaf tilkynnt þegar bréfberarnir hrasa. Sömu sögu er að segja um slysatíðni í ál- og járnblendiverksmiðjunum," segir Hörður. _ból : .......... Það er valdamesta kona Selfossbæjar sem situr þarna við stjórnvölinn I traktorsgröfu - kvennalistakonan Sigríð- ur Jensdóttir. Hún hefur ekki þann starfa að stýra þessari vél heldur situr hún i forsetastól bæjarráðs Selfoss og stjórnar þaöan bænum. Traktornum fékk hún að stýra þegar hann kom nýr í áhaldahús bæjarins. DV-mynd Kristján Einarsson, Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.