Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Vísnaþáttur__________________________ Þeir ættu að hirðaum arfinn sinn andans fognuð glæði bjartar rósir blómgaðar og bestu sniildarkvæði. Ef mér gefst til ununar einhver hagur betri, fæ ég kvæði Þorsteins þar þrykkt með gullnu letri. Máske þá ég ber á borð betri laun, minn kæri; þigg nú einfold þakkarorð þessi, sem ég færi. Sú skal hugsun hrein og bhð hreyfa strengjum kvæða, að þú njótir ár og síð alvalds náðargæða. Þó að margt á meðal vor mannlegt hjarta þreyti, nýja árið öll þín spor unaðsblómum skreyti. Unz á braut þig hrífur hel og hörpu þagnar kliður, liíðu bæði lengi og vel hsta braga-smiður. í húskveðju séra Magnúsar Helgasonar, skólastjóra Kennara- skólans, sem prentuð var í Vísi, fór hann svo orðum um Þorstein: „Og skáldin eru ódauðlegri en aðrir menn, ekki síst hjá þeirri ljóðelsku þjóð sem þetta land byggir og borin virðist meö glöggvara skyni á máh og rími en almennt er meðan ekki er um hana viht. Þorsteinn þurfti ekki að bíða vinsældanna til bana- dægurs. Ljóðin hans hafa flogið svo vítt sem íslensk tunga er töluð og opnað augun og skýrt sjónina á yndisleik náttúrunnar og aukið næmleikann á unað íslenskrar tungu. Og þá fer eitthvað öfugt ef þvi heldur ekki áfram. - „Henni söng ég hvem minn óð, hún á aö fá þá aha,“ kvað hann einu sinni. Og það hefur hann efnt. Síðustu ástarljóðin til hennar, líklega svana-saunginn hans, heyrði ég hóp ungra manna syngja í sumar fyrir hundruðum áheyrenda í skín- andi fogru fjalladalverpi. Þar voru síðust þessi orð: Og sittu heh með hópinn þinn og hnipptu við þeim ungu. Þeir ættu að hirða um arfinn sinn sem erfa þessa tungu. ... Þegar hann kveður um bókina sína, lífsbókina sína, þá endar hann á þessum látlausu, hógværu orð- um: Mig langar að sá enga lygi þar finni sem lokar að síðustu bókinni minni. Mér hefur alltaf þótt þetta svo óumræðilega faUega sagt; ég gat ekki annað en minnst á það nú, þegar ég sé að bókinni er lokað.“ Lokaorð þessa þáttar eru frá Þor- steini Erlingssyni og eiga einkar vel við um hann sjálfan: Yfir sjúkrar aldar mein út á betri leiðir góðra manna minning ein morgunljósin breiðir. Torfi Jónsson Þorsteinn Erlingsson skáld lést 28. sept. 1914 aðeins 56 ára að aldri. Hann var það skáld sem ég dáði mest á unghngsárum og var ég vist ekki einn um það, tel raunar víst að langflestir þeirra sem kynntu sér ljóð hans að einhveiju ráði hafi dáð hann. Þó voru þeir tU sem töldu hann trúleysingja vegna árása hans á kirkjuna og áfeUdust hann af þeim sökum. í grein, sem Einar H. Kvaran skrifaði um hann látinn, segir svo: „Var Þ.E. þá trúlaus maður? Mér finnst ég ekki geta heyrt meiri íjar- stæðu. Eg held að hann hafi verið einn af mestu trúmönnum, sem ég hef þekkt. - Á hvað trúði hann þá? Hann trúði á fegurðina. Hann trúði Vísnaþáttur á einlægnina. Hann trúði á misk- unnsemina. Hann trúði á réttlætið. Hann trúði á kærleikann. Hann trúði á sannleikann. - Hann hafði varpað á þetta óvenjulega heitri og einlægri ást. Honum fannst ekkert eiga rétt á sér annað en það góða. Hvað ætti það að vera annaö en trú? Er það ekki kjaminn í aUri trú? Er það ekki innsta eðh hvers trúaðs manns?" Jón Þórðarson „Hhðarskáld" frá Tungu í Fljótshhð, rennismiður í Reykjavík (1862-1926), sendir svo- feUda kveðju: Til Þorsteins ErUngssonar Skyld’ eg ekki þekkja þá og þakka af huga bhðum þeim sem vUja um veg minn strá vina blómum fríðum. Vissulega vel ég finn vinar fögur merki; þú hefur líka, Þorsteinn minn, þau mér sýnt í verki. Með gleði metið gjöf þér frá geta þankar mínir; munns og handa hagleUc - já, hún mér fuUvel sýnir. Að vísu áður vissi ég vel um hvorutveggja; nú eru tákn þess nægUeg negld hér innan veggja. Því skal líka æ mín önd, unz ég flýg til hæða, muna snótar haga hönd og höfund beztu kvæða. En ég trúi eins að þar Matgæðingur vikuimar dv Fisk-lasagne „Þetta er mjög vinsæU réttur sem ég geri oft ef ég býö mörgum í mat. Þá stækka ég bara uppskriftina eftir þörfum. Einnig er þetta mjög góður réttur fyrir þá sem ekki borða kjöt en það gerir konan mín ekki,“ segir PáU Biering, hjúkrunarfræðingur á Tindum og matgæðingm- vikunnar. Hann ætlar að bjóða lesend- um upp á fisk-lasagne. „Ég er mikill matmaður og mér þykja pastaréttir sérstaklega góðir. Venjulega er notað kjöthakk í la- sagne en ég prófaði mig áfram með fisk og fann út þessa uppskrift til að gleðja eiginkonuna," segir PáU. „Mér finnst best að nota sUung en auðvitað má nota hvaða tegund sem er. Einnig má sleppa rækjunum og auka fiskmagnið. Þetta fer aUt eftir hvað menn vilja hafa réttinn dýran. Það má líka vel sleppa sýrða ijómanum en þá hefur rétturinn snarpara bragð. Mér fiimst gott að hafa ijóm- ann. Hnetumar gefa líka skemmtUegt bragð ef menn vUja hafa réttinn svolítið sérstakan. Þetta fer aUt eftir því hvort rétturinn á að vera veislumatur eða hvers- dags,“ segir PáU. Og hér er uppskriftin: Það sem þarf 250 g rækjur 400 g sUungur (má nota smálúðuflök, rauðsprettu, ýsu, lax eða einhvem annan fisk eftir smekk. 2 meðalstórcU- gulrætur 1 stór laukur 1 græn paprika 1-2 hvitlauksgeirar 75 g heslihnetur (má sleppa) 2 msk. olífuoha 1 dós niðursoðnir tómatar eða 250 g nýir 2 msk. tómatpuré 2 msk. tómatsósa 100 ml sýrður rjómi (má sleppa) 1 tsk. oregano 1 tsk. ítölsk kryddblanda 1 tsk. sítrónupipar 1-2 tsk. salt 1 'A dl vatn Fersk lasagneblöð (verða að vera fersk) Grænmetið er brytjað í teninga og snöggsteikt í olífu- ohu, ekki lengur en í fjórar mínútur, og hneturnar Hinhlíðin Annasamur vet- ur framundan - segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýkjörinn formaður SUS Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Það væri ekkert leiðinlegt aö hitta Margaret Thatcher. Uppáhaldsleikari: Robert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn. Uppáhaldssöngvari: Freddie Merc- ury. Uppáhaldsstjómmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Itchy og Scratchy úr Bart Simpson þáttunum. Uppáhaldssjónvarpsefni: Frétta- skýringaþættir og bíómyndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Við Tjörnina og Skólabrú. Ertu hlynntur eða andvígur veru vamarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan og Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Snorri Sturluson og Daddi, mágur minn, á Rás 2. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Ingólfs- café. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Skaha- grímur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að standa mig vel í því sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Hvað gerðir þú i sumarfriinu? Ég á alveg eftir að taka mér sumarfrí. „Það er spennandi tími framund- an hjá ungum sjálfstæðismönnum og ég hlakka til að takast á viö ný verkefni á þeim vettvangi," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, nýkjör- inn formaður hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. „Það hefur verið ansi mikið að gera undanfarið og það væri gott að geta fundið sér örhtinn tíma til að slappa af eftir tömina undanfar- ið. Annars bíða manns næg verk- efni því ég er að byija á síðasta ári mínu í stjómmálafræði í Háskólan- um og því annasamur vetur fram- undan.“ Fullt nafn: Guðlaugur Þór Þórðar- son. Maki: Unnusta er Ingibjörg Kalda- lóns. Böm: Engin. Bifreið: Toyota Corolla, árgerð 1988. Starf: Háskólanemi. Laun: Engin eins og er. Áhugamál: Mjög mörg en lítill tími fyrir þau. Hvaða orð finnst þér lýsa persónu þinni best? Það er erfitt að svara því en æth orðið jákvæður kæmi ekki til greina. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að eyða tímanum með unn- ustunni. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Að tapa í íþróttum fyrir vin- um mínum, þeir verða óþolandi á Guðlaugur Þór Þórðarson. eftir. Uppáhaldsmatur: Gijónagrautur og lifrarpylsa. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ólafur og Steinar Adolfssynir. Uppáhaldstímarit: Stefnir, tímarit um stjómmál og menningarmál, gefið út af SUS. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er mjög mikið af fallegum konum til, ég á erfitt með að nefna eitt nafn. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. settar út í. Grænmetið er kryddað með oregano og ít- ölsku kryddblöndunni. Þá er tómatsósunni, tómat- puré, sýrðum rjóma og vatni bætt út í. Ég læt þetta sjóða í tvær mínútur og tek þá pönnuna af hitanum. Þá er fiskbitunum, fiskurinn hefur að sjálfsögðu verið beinhreinsaður, roðflettur og skorinn í bita, raðað í sósuna ásamt rækjunum. Sósu og lasagneblöðum raðað til skiptis í eldfast mót og endað á sósu. Rifnum osti stráð yfir eftir smekk. Bakað við 250 gráða hita í tuttugu til þijátíu mínútur. Með þessu ber ég gott hrásalat og brauð. Páh segir að fólk geti breytt uppskrifiinni og haft það grænmeti sem því finnst best, t.d. sveppi í stað gulróta og þess háttar. „Þetta er alltaf vinsæh rétt- ur,“ segir Páh sem er gamah skipskokkur og hefur gaman af að elda og prófa nýjungar. Páh ætlar að skora á Hahdór Lárusson, trommara í Júpíters, að vera næsti matgæðingur. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.