Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 7 Fréttir Hvað réð þínum áhuga á SR- mjöli? Ég hef haft áhuga á þessu fyrir- tæki í mörg ár. Ég hef verið viðrið- inn þennan iðnað síðan 1970, bæði í framleiðslu og sölu. Verði réttlæt- inu fullnægt þannig að ég fái fyrir- tækið þá hef ég mikil framtíðará- form um rekstur þess. Ég hef hins vegar verið beittur þvílíku rang- læti af stjórnendum þessa þjóðfé- lags að það er ekki hægt að sitja undir því þegjandi. Aldrei fyrr hef ég verið orðaður við óheiðarleg vinnubrögð. Þetta er sárt. - Þú vilt þá eignast fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi rekstur? Já, en með breyttum áherslum. Ég skýrði það út fyrir sölunefnd- inni að ég ætlaði að gera SR-mjöl hæft til sölu á opinberum verð- bréfamarkaði og halda áfram fram- kvæmdum. Það þarf um 600 millj- ónir króna til þessa. - Þú fullyrðir að „fjölskyldunum 14“ hafi verið fært SR-mjöl á silfur- fati, að salan hafi verið fyrirfram ákveðin og þú blekktur og hlunn- farinn. Ertu olnbogabarn i islensku viðskiptalifi? Það er komin upp sú staða að það virðist enginn mega stunda at- vinnurekstur hér nema fáir útvald- ir. Ég get því tekið undir það að ég sé olnbogabam. Ekki er ég virtur viðlits þó ég sé með hæsta tilboð. Það er enn fróðlegra að sjávarút- vegsráðherra lýsir því yfir að þetta hafi verið lokað útboð. Lokað útboð þýðir að það verður að ganga að hæsta tilboði. Alvarlegt réttarfarsbrot - Þér var meinað að vera viðstaddur opnun tilboða. Ertu sáttur við það? „Ég ætla bara að vona að réttlætið sigri í málinu og þessi kaup verði látin ganga til baka,“ segir Haraldur Haraldsson í Andra m.a. í yfirheyrslu DV um söluna á SR-mjöli. DV-mynd GVA máhnu, mér er alveg sama. Það eru aðferðirnar sem eru siðlausar, ómarkvissar og hreinasta háðung. Viðskipti', hvar sem er í heiminum, fara bara ekki svona fram. Ég efast um að svona yrði gert í hörðustu einræöisríkjum. - Þú segir viðskiptasiðferðinu vera ábótavant og ert í raun að tala um þá pólitísku aðila sem hafa ráðið hvað mestu um stjórn efnahags- mála á íslandi. Er Sjálfstæðisflokk- urinn flokkur þessa siðferðis? Ég ætla ekki að dæma flokkinn sem slíkan en dæmi Þorstein Páls- son sjávarútvegsráðherra. Hann lýsti því yfir að hann hefði alfarið farið eftir ráöleggingum VÍB. Úr því hann réð vitlausan aðila, sem hafði ekki vit á að segja sig frá máhnu, þá er hann ábyrgur fyrir þessari valdníðslu. Pólitísk misbeiting - Er það þá þannig að stjórnvöld láta að stjórn þessara stærstu hags- munaaðila í íslensku atvinnulifi? Það verður hver og einn að dæma fyrir sig. Mín skoðun er sú að þama hafi verið beitt misrétti af póhtísk- um toga. Ég hef verið sjálfstæðis- maður til þessa en ég held að min skoðun, ásamt þúsunda lands- manna, sé að breytast. Sé alþingi götunnar spurt þá er að heyra að þetta sé ekki eins og vinna eigi hlut- ina. - Nú hefur einkavæðing verið markmið ríkisstjórnarinnar. Er hún ófær um framkvæmdina? Sé htið raunhæft á málið þá hlýt- ur það að vera markmiðið að selja eignir á sem hæstu verði. Það var ekki gert í þessu tilfelh. Ég hef held- ur ekki séð neitt í gagntilboðinu sem bendir th að þeir aðilar séu hæfari en mínir félagar th að Haraldur Haraldsson í Andra um söluna á SR-mjöli hf.: Búið að höggva af mér hausinn Ég tel að það sé mjög alvarlegt réttarfarsbrot. Meira að segja var enginn fuhtrúi fógeta viðstaddur. Ég veit varla hvort eitthvert annað thboð hefur komið eða ekki. Það getur vart talist traustvekjandi. - Þú fullyrðir að þú hafir getað staðgreitt 801 milljón króna og tryggt greiðslu á tæplega milljarðs skuld við Landsbankann. Við- skiptabanki þinn gat ekki staðfest þetta og síðar viðurkenndir þú að það tæki minnst 15 daga að skrapa peningana saman. Er staðgreiðsla ekki staðgreiðsla? Jú, jú, en við erum að tala um 1730 mhljónir. Varla reiknar nokk- ur með því að ég sé með inni á bankabók slíka upphæð. Tveir bankar, Búnaðarbankinn og þýsk- ur banki, standa að lántöku auk þess sem við hinir leggjum fram hlutafé. Það var upplýst að við hefðum 23,6% eiginfjárhlutfall. En þegar maður er tekinn sem lygari þá þarf maður ekki að segja neitt. - Af hverju staðfesti Búnaðar- bankinn ekki staðgreiðslugetu þína? Búnaðarbankinn hefur ekkert með mína staðgreiðslugetu að gera. Sölunefndin setti ákveðin skilyrði og það var mitt að uppfyha þau. Að mínum skhyrðum uppfyhtum komu peningar frá Búnaðarbank- anum og þýska bankanum. Sölu- nefndin snýr út úr með því að segj- ast hafa talað við Búnaðarbankann og fengið þau svör að þessir pening- ar væru ekki í bankanum. Það er alveg hárrétt, ég hef aldrei sagt að þeir væru í bankanum. Framtíðin eyðilögð - Þú hefur til þessa neitað að gefa upp hverjir stóðu á bak við þig í tilboðinu. Þarf ekki að upplýsa þetta? Mjög sennhega verður yfirlýsing íljótlega gefin út frá þessum aðh- um. Ég hef sagt að máhð er mjög viðkvæmt. í upphafi ætlaði ég ekk- ert að koma fram í máhnu en varð að gera það, einkum vegna kjaftæð- is á opinberum vettvangi. Núna er búið að eyðheggja mína framtíð í mjölviðskiptum og öðru shku, það er búiö að höggva af mér hausinn. - Eru erlendir gárfestar með þér í þessu spili, beint eða óbeint? Ég get fullyrt að það er enginn annar erlendur aðili á bak við mig en þýski bankinn. Ég efast um að nokkurt erlent fyrirtæki hefði áhuga á að fjárfesta í SR-mjöh. Við lifum í aht öðru rekstrarumhverfi. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að reka SR-mjöl betur en það fæst enginn erlendur aðih th að tjárfesta fyrr en hann sér árangurinn. - Hvað hefur þú fyrir þér í þvi að Yfirheyrsla Björn Jóhann Björnsson salan hafi verið ákveðin fyrirfram? Á Stöð 2 var fuhyrt að þeir aðil- ar, sem nú hafa fengið fyrirtækið, ætiuðu ekki að bjóða í það af því að ég hafði fengið útboðsgögn. Af hverju buðu þeir síðan og fá SR- mjöl fyrir lægra verð? Ég get ekki dregið aðra ályktun en að það hafi verið búið að ákveða þetta fyrir- fram. VÍB brást skyldu sinni - Telur þú að Verðbréfamarkaður íslandsbanka hafi brugðist og ekki staðið undir kröfum um hlutleysi? Já, VÍB brást skyldu sinni hrap- allega og lét aldrei reyna á hæfni hæstbjóðanda í útboðinu. Þegar þannig er staðið að málum, og búið að upplýsa að tveir bankar standa aö thboði okkar, þá hljóta þessir bankar að vera búnir að að kanna aha hluti áður en þeir fara að lána peninga. Það hggur í hlutarins eðh að VÍB hefur brugðist skyldu sinni og maður verður að álykta að þessi hagsmunatengsl hafi gert útslagið. - Hvaða hagsmunatengsl? Tengsl við þá aðha sem fengu fyrirtækið, útgerðarmenn og nokkrir fjárfestar. Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, er formaður bankaráðs íslandsbanka, sem á VÍB. Benedikt Sveinsson er bróðir Einars Sveinssonar, sem er einn stærsti hluthafi í Sjóvá, sem síðan er einn stærsti hluthafi íslands- banka. Þama eru komnir tveir bankaráðsmenn. Síðan er Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri í íslandsbanka og jafnframt stjórn- arformaður Draupnissjóðsins. Eignarhaldsfélag Alþýðubankans á 30% hlut í íslandsbanka. Frá þvi félagi sitja tveir menn í bcinkaráði íslandsbanka. Þar með erum við komin með íjóra bankaráðsmenn af sjö, eða meirihluta innan ráðs þess banka sem á VÍB. VÍB átti skhyrðislaust að segja sig frá mál- inu og lýsa sig vanhæfan. Blekktur og auðmýktur. Ertu svona bláeygður að láta plata þig upp úr skónum eða er viðskiptasið- ferði stjórnvalda á svona lágu plani? Af náttúrunnar hendi er ég blá- eygður en það er aht annað mál. Heima hjá mér hefur ekki hnnt símhringingum og skeytum. Einn viðmælandi minn sagði að það væri rosalegt bananabragð af mál- inu. Á einu skeyti th mín stóð: „Baráttukveðja. Láttu kolkrabb- ann kafna í eigin bleki.“ Ég er ekki að fuhyrða að „kolkrabbinn" sé í stjórna SR-mjöh. Vegna hags- munatengslanna tel ég þá í raun vanhæfari. Þama eru hagsmuna- aðilar úr öhum stéttum sem bendir th að menn ætia að sitja einir að kötlunum. - Landsbankinn, stærsti lánar- drottinn SR-mjöls, var ekki hafður með í ráðum við söluna. Treystir þú þér til að tryggja bankanum ör- uggar ábyrgðir fyrir þeim milljarði sem bankinn lánaði fyrirtækinu? Já, það hefði ég getað gert. - Þú segist hafa verið blekktur og auðmýktur og misst æruna eftir að hafa eytt tíma og peningum í undir- búning tilboðsins i SR-mjöl. Hvað hyggstu gera í framhaldinu? Ég ætia bara að vona að réttiætið sigri í máhnu og þessi kaup verði látin ganga th baka. Forsendumar em alrangar og í ljós er að koma að þessi dreifða eignaraðhd er ekk- ert fyrir hendi. Landsbankinn og rík- iö era ekki sammála og hagsmuna- tengsl-VÍB og kaupenda era augljós. Lögmaður minn, Sigurður Guðjóns- son, ætiar að senda umboðsmanni Alþingis erindi og gera athugasemd við framkvæmd útboðsins. Einnig verður kært th Samkeppnisstofnun- ar um að þama sé hringamyndun á ferðinni. Síðan tel ég að málið sé sjál- fleyst. Ég fæ ekki séð að kaupendum- ir nái að uppfylla það sltilyrði að borga Landsbankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.