Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 15 Mótsagnakenndur málflutningur „Það hefur enginn haldið því fram að með tilkomu grænna símanúmera hjá opinberum stofnunum sé búið að ná lokatakmarki um lækkun símakostn- aðar landsbyggðarfólks.“ Bjöm Davíðsson, setjari á ísafirði, skrifar dæmalaust sérkennilega grein í DV þann 20. desember sl. Tilefni greinar hans er kjallara- grein undirritaðs þar sem lagt er út af þingsályktunartiUögu okkar sjö þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins úr öflum landsbyggðarkjör- dæmunum. Með þeirri þingsálykt- unartillögu var ætlun okkar að stuðla að jafnari símakostnaði í landinu, en það hefur verið yfirlýst markmið undangengin ár. Bjöm kveðst vflja jafna síma- kostnaðinn í landinu, samt sem áður finnur hann tfllögu okkar flest til foráttu svo undarlega sem það hljómar. Ástæðan virðist vera sú að í tillögu okkar er tekist á við afmarkað verkefni. Það er að jafna símakostnað landsmanna sem þurfa að leita til opinberra stofnana með erindi símleiðis, með uppsetn- ingu svokallaðra grænna síma- númera. Enginn vafi er á því að slík símanúmer em mjög til hags- bóta fyrir fólk af landsbyggðinni og um leið afskaplega skjótvirk leið til þess að auka jöfnuð í símakostn- aði landsmanna. Mikilvægt skref Það hefur enginn haldið þvi fram að með tilkomu grænna símanúm- era hjá opinberum stofnunum sé búið að ná lokatakmarki um lækk- un símakostnaðar landsbyggðar- fólks. En með því yrði hins vegar stigið mikflvægt skref. Þess vegna er það dæmalaust að lesa málflutn- ing sem í öðm orðinu hvetur tfl aukins jöfnuðar en í hinu úthrópar ágæta og einfalda aðferð sem geng- ur í þá átt. Slíkur málflutningur er svona álíka og að skammast yfir vegagerð um Strandir, af því að hún næði ekki jafnframt til vegar- ins um Djúp! Úr1 á móti 10,7 í 1 á móti 3,8 Bjöm ver síðan nokkru rými í grein sinni tfl þess að gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur við jöfnun símakostnaðar á undan- fornum árum. Þó er það svo að símakostnaður hefur lækkað mjög mikið hér á landi. í því sambandi KjaUarinn Einar K. Guðfinnsson annar þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum má þess geta að frá því í nóvember 1981 hefur hlutfall þriggja mínútna staðarsímtals að degi til og lengri langlínu lækkað úr þvi að vera 1 á móti 10,7 í það að vera núna 1 á móti 3,8. Hlutfall 20 mínútna sím- tals hefur á sama tíma lækkað úr því að vera 1 á móti 23,3 í 1 á móti 6,4 á sama tíma. Þá sýnir alþjóðleg samanburðarathugun OECD að símanotkun innanlands er ódýrust hér á landi. Þess ber að geta aö tímamæling símtala á íslandi sýnir aö símtöl að degi tfl eru á bilinu 150 til 240 sekúndur (2,5 tU 4 mínútur). Því er langeðlflegast að hafa í huga 3 min- útna símtöl, eins og Póstur og sími gerir í samanburði sínum í sam- ræmi við alþjóðlegar viðmiðanir. Þetta er vissulega góður og merkjanlegur árangur. Enn munu opnast á næstu árrnn möguleikar til frekari lækkunar símakostnað- ar með aukinni tækni. Það breytir hins vegar því ekki, að það er sjálf- sagt framfaramál að fjölga grænum símanúmerxnn þar sem því verður komið við. Þess vegna lögðum við sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartfllögu okkar, sem hefur orðið tflefni blaðaskrifa okkar Bjöms Davíðssonar. Einar K. Guðfinnsson „Enn munu opnast á næstu árum möguleikar til frekari lækkunar símakostnaðar með aukinni tækni,“ segir m.a. í grein Einars. Vatnsleki er vágestur Fasteign telst gölluð ef hún hefur ekki þá eiginleika sem kaupandi gat áskilið sér að hún hefði eða verðminni en sam- bærilegar eignir eru venjulega.“ Þetta haust hefur verið óvenju vot- viðrasamt og því óvenju mikið um að leka verði vart í íbúðarhúsum. Leki er eitt af þessum snúnu vandamálum sem erfitt er að al- hæfa um en engu að síður skal reynt að fjalla almennt um helstu atriði sem tfl áhta koma. Þeir sem nýlega festu kaup á húsum sínum telja oft að um leynd- an gafla sé að ræða. Svo kann að vera hafi seljanda verið kunnugt um lekann eða hpft grunsemdir um hann og látið það ósagt. Fasteign telst göUuð ef hún hefur ekki þá eiginleika sem kaupandi gat áskilið sér að hún hefði eða verðminni en sambærilegar eignir eru venjulega. Stundum hefur seljandi í kaup- samningi ábyrgst að eign sé tU- teknum kostum búin. Hann kann líka að hafa gefið ýmsar munnlegar upplýsingar við samningsgerðina svo sem að nýtt gler sé í gluggum, og þak þétt eða endurnýjað. Rétt- mæti slíkra fuUyrðinga verður selj- andi að ábyrgjast. Kaupanda er skylt að skoða eign- ina og þegar húsið talar má selj- andi þegja. Upplýsingar gefur selj- KjáUarinn Steingerður Steinarsdóttir kynningarfulltrúi Húseigendafélagsins andi oft í góðri trú, þ.e. hann hefur átt eignina í stuttan tíma eða ekki búið í henni sjálfur, og er því að- eins að hafa eftir það sém aðrir hafa sagt honum, til að mynda verktaki, íbúi, eða fyrrum eigandi. Ábyrgð seljanda gagnvart kaup- anda er þó söm en hann gæti átt endurkröfurétt á hendur heinúld- armanni sínum. Væntingar kaup- anda eru aö sjálfsögðu hreytilegar eftir aldri, byggingargerð, bygging- arefni og kaupverði íbúðar. Nýr leki gerir vart við sig Hafi eigandi búið lengi í íbúð sinni og aldrei fyrr orðið var við leka spyr hann venjulega fyrst hver sé ábyrgö tryggingafélags síns. Húseigendatrygging bætir ekki vatnstjón komi vatnið að utan nema ef rok brýtur þak eða glugga. Verði skýfaU eða asahláka svo mik- U aö niðurfoU hafl ekki undan nær tryggingin yfir það en ekki ef nið- urfóll reynast stífluð. Sé íbúðin í fjölbýlishúsi ber sam- eigendum að taka þátt í kostnaði af viðgerðinni nema ef gluggi lekur vegna óþéttra glerlista þá verður að telja það séreign viðkomandi íbúðar og mál eiganda að laga það. Sinni húsfélag ekki lögboðinni við- gerðarskyldu sinni kann það aö verða bótaskylt fyrir því tjóni sem af vanrækslunni leiðir. Rétt er aö ítreka að mál af þessu tagi eru flókin og sjaldnast svo ljós og einhlít að hægt sé að alhæfa um úrræði og niðurstöðu. Séu menn í vafa er vissara að leita ráðgjafar lögfræðings, t.d. hjá lögfræðiþjón- ustu Húseigendafélagsins. Steingerður Steinarsdóttir „Ég tel að langvinnt sjó- mannaverk- fall geti skað- aö bæði út- | gerð og fisk- vinnslu þaö mikið að mjög víöá muni sighvatur Bjama- rekstur þess- son) ,ramkvajmda. ara fyrir- stj0ri vinnslustöðv- ^rinnar. eiga ser viðreisnar von. Þessi defla snertir ekki einungis liags- muni sjómaima. útgerðarmanna og fiskvhmslunnar heldur þjóðfé- lagsins aUs. Afleiðingin gæti orð- ið varanlegur atvinnumissir hjá fjölda landverkafólks. Að mínu mati eru kröfur sjó- manna um sérkjarasamninga réttlætanlegar og frá þeim verður aö ganga á eimi eða annan hátt. En kröfur sjómanna varðandi kvótamáUn eru þess eðlis að það er mjög erfitt fyrir okkur útgerð- armenn að gera eítthvað í mál- inu. Þessar kröfur lúta að fisk- veiðistjómuninni og á þeim málaflokki hafa útgerðarmenn ekki stjórn, þó máítugir séu. Það eina sem við getum gert er að standa við þá samninga sem við höfum gert við sjómenn. Þar er kveðið á um að láta þá ekki taka þátt í kvótakaupum. En að tak- marka framsalsréttinn gctum við ekki falhst á, því í því er hagræö- ing kvótakerfisins fólgin. Að mínu mati er það algjört neyðarúrræði að binda enda á vinnudeilu með inngripum. Slíkt getur enginn stutt 1 hjarta sínu. Verði verkfallíð hins vegar það langvinnt að það fari að skaða loðnuvertið eru slík inngrip þó Okkar mál „Ég sé enga ásúeðu t-il þess aö ríkis- stjórnin biandi sér inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðar- m,a?nÍÞa«1á 6*8« Jón Her- að leyfa aöfl- mann880n> ,ram- kvæmdastjóri öflur- ðu IJUKH peSS' yflrnf ari deilu. Við utgerðarmenn reyndum að fá það í Ijós út á hvað þessi defla gengur og samkvæmt dómi snýr hún að okkur en ekki stjórnvöldum. Sé þetta hins vegar eittiivert einkastiíö milli sjó- manna og ríkisstjórnarinnar þá verða þeir aö láta okkur vita og beina verkfallinu í rétta átt. Sam- kvæmt kjaradómi er það hins vegar okkar að leysa þetta verk- faU og til þess eigtun við aö gefa okkur góðan tíma. Þó það sé ekki mín skoðun þá halda því margir fram að flotinn sé of stór og sé allt að drepa. Því þá ekki að hvíla flotann nú og um leið að hvila fiskistoínana? Tím- ann eigum við að nýta tilaðljúka deUunni í sátt og saralyndi. Það er mun heppUegra heldur en að rjúka upp og rífa glæpinn af mönnum með lagasetningu. Menn segjast hræddir um aö missa af loönunni vegna verk- fallsins. Ég er ekkert viss um að hún komi. Ekki hefur hún hringt í mig. Og þó hún komi þá þá sé ég ekkert athugavert við þaö þó loðnan syndi framhjá án þess að vera drepinn í gúanó. Þorskstofn- irni fengi þá eitthvert æti og næði jalhvcl að styrkja sig. Það ætti að vera í lagi í eitt ár meðan við erum að útkljá okkar mál. Við eigum allavega ekki að láta loðn- unatruflaokkur,'1 -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.