Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1994 11 Fréttir Framboð gegn sitjandi formanni Lögmannafélagsins: Almenn óánægja með Ragnar - segja lögmenn, pólitík spilar einnig rullu „Þaö er almenn óánægja í félaginu með Ragnar Aðalsteinsson. Hann hefur komið þannig fram í embætti sínu sem formaður að mönnum mis- líkar það mjög. Það er bæði hvemig hann hefur meðhöndlað ýmis mál sem varða lögmenn sérstaklega og félagið. Líka það að hann fer fram með ýmislegt án þess að fjallað hafi verið um það með viðhlítandi hætti innan félagsins áður,“ sagði virtur lögmaður í samtali við DV um ástæðu mótframboðs þess sem komið hefur fram gegn sitjandi formanni Lögmannafélags íslands. Eiríkur Tómasson hæstréttarlög- maður hefur afráðið að bjóða sig fram gegn Ragnari og er það í fyrsta skipti í áratugi sem slíkt gerist. Er mál lögmanna sem DV ræddi við að á annan veg kristallist mót- framboðið í fyrrsögðu og svo í póli- tískum skoðunum mannanna tveggja. Ragnar hefur þótt tengjast of náið Alþýðubandalaginu og er mótframboði Eiríks öðrum þræði beint gegn þessu en Jón Steinar Gunnlaugsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson eru sagðir hvatamenn að framboði Eiríks. Ragnar hefur verið formaður í tvö ár og gagnrýna menn helst fyrra setuár hans. Nefndi einn heimildar- manna DV hve margar ákvarðanir hans væru ólýðræðislegar og lítt bornar undir stjóm félagsins. Einnig vora nefndar sem dæmi yfirlýsingar Ragnars um EES í fjölmiölum þar sem hann talaði sem formaður Lög- mannafélagsins án þess að nokkurn tíma hefði verið tekið ákvörðun um stefnu félagsins í þeim málefnum. Loks gagnrýna menn ekki síst mál sem kom upp í tengslum við ábyrgð- arsjóð félagsins. Það er sjóður þar sem fé var lagt til hhðar til að standa straum af fjárdráttarskuldum ein- stakra félagsmanna. Tillögur um það mál voru felldar í félaginu og í kjöl- far þess lýsti Ragnar yfir óánægju sinni með þessi málalok í útvarpi og gekk að mati sumra lögmanna of langt í yfirlýsingum í því viðtali. Ekki náðist í Eirík Tómasson í gær þar sem hann er erlendis. -pp Elítan sem er ámótimér - segirRagnar Aðalsteinsson „Mínum persbnuleika verður ekki breytt. Ég hef minn stíl. Sumir segja að einn af mínum göllum sé að ég segi alltaf meiningu mína beint út. Ég fer ekkert í kringum það sem ég tel vera sannleika þó ég haldi að það komi einhverjum illa. Ég tel að mað- ur eigi að segja það sem maður þurfi að segja á kurteisan hátt, án cfga. Þetta eru ekki allir sammála um,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, formað- ur Lögmannafélags íslands. Hann segir aö fullyrðingar um of- ríki sitt séu úr lausu loft gripnar. Öll mál hafi verið afgreidd í samráði við sitjandi sfjóm og hann njóti fyllsta trausts hennar. „Ég hef sam- ráð við aðra trúnaðarmenn en stjórnarmenn og fullt af öðrum lög- mönnum sem ég þekki. Ég reyni að ná tengslum við menn úti á akrinum. Þetta er hins vegar ekki elitan sem ég tala akkúrat við. Ég hef heyrt það undanfama daga að það sé elítan sem er á móti mér,“ segir Ragnar. Um ásakanir á sínar hendur vegna meintra yfirlýsinga í útvarpi í kjölfar þess að tillaga um aukið tillag í ábyrgðarsjóð lögmanna náði ekki fram að ganga á félagsfundi segir Ragnar: „Við lögðum fram formlegar tillögur um ábyrgðarsjóð lögmanna til að reyna að koma í veg fyrir að misfarið væri með fé kúnnanna. Ég tjáði mig um þetta mál í útvarpi og gerði grein fyrir þessu og viðtalið var mistúlkað á þessum tíma af Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Reyndar hefur hann verið á móti öllum mál- um sem mm stjom flutti og stjórnin á undan minni gerði einnig," segir Ragnar. Hann segir jafnframt full- yrðingu um að hann hafl tjáð sig um EES og titlað sig sem formann Lög- mannafélagsins úr lausu lofti gripna. Hið rétta sé að hann hafi forspurður verið titlaður formaður félagsins og reyndar hafi hann tjáð sig faglega um vinnuaðferöir álitsgerðar um EES-samninginn og íslenskan rétt. „Ég veit að sagt hefur veriö að ég sé vinstrimaður. Það er einkenni margra manna að þeir eiga erfitt með að skilja menn sem þeir geta ekki stimplað. Máhð er að ég hef aldrei verið í flokki, félagi og hef því ekkert bakland í þeim skilningi. Sumir mundu reyndar kalla mig pólitískan utangarðsmann þó að rétt sé að ég hef ætíð aðhyhst félagslegar lausnir á samfélagsvandanum. Þannig er ég óháður öllum skipulagsbundnum öflum í þjóðfélaginu," segir Ragnar. Hann segir að alhr félagsmenn í Lögmannafélaginu séu þeirrar skoð- unnar, þar á meðal mótframbjóðand- inn og þeir sem stuðh að framboði hans, að þau verk sem hann hafi staðið að séu góð og þeir æth ekki að draga Lögmannafélagið út úr Evr- ópusamvinnunni sem hann hafi leitt félagið inn í. Ekki sé heldur ætlunin að hætta starfsemi lögmannavaktar- innar. Þess vegna sé erfitt að skilja mótframboðið af öðru en því sem fyrst var nefnt. Hann líti jafnframt á þetta sem tilraun til skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsi sínu. -pp Borgarstjóri: Glappaskot ef við kaupum ekki byggingairétt Keiluhallarinnar „Við erum að velta fyrir okkur að kaupa byggingarrétt Keiluhaharinn- ar í Öskjuhhð út frá umhverfissjón- armiði. Það væri mikið glappaskot ef ekki yrði brugðist við núna og komið í veg fyrir frekari byggingu á svæðinú. Það er bara spuming um verðið. Það verður að vera ásættan- legt fyrir borgina," segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Kaupin á byggingarrétti Kehuhall- arinnar í Öskjuhlíð hafa verið tíl skoöunar að undanfórnu og segir borgarstjóri að borgaryfirvöld vilji koma í veg fyrir að byggingin rísi eins og upprunalega var gert ráð fyr- ir árið 1981. Jón Hjaltason, eigandi byggingar- réttar Keiluhaharinnar, hefur óskað eftir 20 mhljónum króna, auk þess sem borgin fjármagni frágang utan- húss fyrir sjö mhljónir króna. Borg- arstjóri telur að 27 mhljónir króna séu í hærra lagi. Frekar komi th greina að greiða samtals 20 mihjónir fyrir byggingarrétt og frágang. Fyrirhugað var að fjallá um kaupin á byggingarrétti Keiluhallarinnar á borgarráðsfundi á þriðjudag en gögn sem leggja átti fyrir fundinn voru ekki thbúin. Málið verður að öhum líkindum tekið fyrir á borgarráös- fundi á þriðjudag í næstu viku. -GHS Mæður barna á skóladagheimilum í Reykjavik afhentu i gær Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra undirskrifta- lista með nöfnum tæplega 700 foreldra. Foreldrarnir mótmæla lokun fjögurra skóladagheimila og styttri tima sem opið er á hinum skóladagheimilunum í Reykjavík. Markús Örn Antonsson borgarstjóri sagði við þetta tækifæri að mótmælin væru byggð á misskilningi og yrðu fulltrúar foreldra kallaðir á fund með fulltrúum Dagvistar barna og Skólaskrifstofu Reykjavíkur innan tiðar. -GHS/DV-mynd GVA Auglýsing um framlagningu skattskrár 1993 og virðisaukaskattskrár fyrir rekstrarárið 1992 í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. í samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðis- aukaskatt, er hér með auglýst að virðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1992 liggur frammi en í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskatt- ur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers skattskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar fram í öllum skattum- dæmum miðvikudaginn 9. mars 1994 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfé- lagi dagana 9. mars til 22. mars, að báðum dögum meðtöldum. 9. mars 1994 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestljarðaumdæmi, Elín Árnadóttir. < Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.