Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 Fréttir Bankastjóramál Seðlabankans: Birgir í útlöndum og því bankastjóralaust í bili - Sighvatur bíður enn eftir umsögnum bankaráðsins ur Björgvinsson viðskiptaráð- „Það er náttúrlega slæmt að það skuli einungis vera starfandi einn bankastjóri í Seðlabankanum þessa dagana en fyrir því eru hins vegar fordæmi. Ég vonast til að fá umsagnir bankaráðs í vikunni. Þegar þær berast mun ég ekki taka langan tíma í að ganga frá ráðningu nýrra bankastjóra," segir Sighvat- herra. Jón Sigurðsson hóf í dag störf sem aðalbankastjóri hjá Norræna fjárfestingabankanum í Finnlandi. Birgir ísleifur Gunnarsson er nú eini bankastjóri Seðlabankans en Tómas Ámason lét af störfum sem bankastjóri um áramótin fyrir ald- urs sakir. Birgir er nú erlendis og því enginn starfandi seðlabanka- stjóri á landinu þessa dagana. Bankaráðið auglýsti stöður Jóns og Tómasar lausar til umsóknar um miðjan janúar. í kjölfarið barst fjöldi umsókna. Bankaráðið hefur undanfamar vikur farið yfir umsóknimar og er gert ráð fyrir að umsögn þess um umsækjendur berist ráðherra síðar í vikunni. Fullvíst er tahð að Stein- grímur Hermannsson hreppi aðra stöðuna þrátt fyrir andstöðu í bankaráðinu. Meiri óvissa er um hver verði ráðinn í hina stöðuna. Samkvæmt heimiidum DV er Magnús Pétursson ofarlega á óska- hstanum hjá Sighvati sem banka- stjóri. Fleiri koma hins vegar til áhta, einkum þó þeir Guðmundur Magnússon, Ásmundur Stefáns- son, Eiríkur Guðnason, Ingvi Öm Kristinsson, Már Guðmundsson og Ingimundur Friðriksson. -kaa Sendimaður í Kína: Pétur Gunn- arfbor- steinsson líklegurí starfið Utanríkisráðuneytið hefur gert samkomulag viö sænska utanrík- isráðuneytið um afnot af sendi- ráði Svíþjóðar í Kína. í byijun næsta árs tekur íslenskur sendi- fuhtrúi til starfa í sendiráðinu. Hann verður án sendiherratitils. Að ári hönu veröur síðan tekið til athugunar hvort þörf sé á þvi aö opna íslenskt sendiráö í Pek- ing. Samkvæmt heimildum DV þótti það ekki fýsilegur kostur að semja við Norðmenn eða Dani um afnot af sendiráðum þeirra þar sem viðskiptahagsmunir gætu skarast. Enn hefur ekki verið gengiö frá því hver taki aö sér stöðu sendifulltrúa. Nafn Péturs Gunnars Thorsteinssonar, sendi- fulltrúa á viðskiptaskrifstofú ut- anríkisráðuneytriins, hefur þó einkum heyrst nefnt í þessu sam- bandi Innan ríkissljómarinnar og á Alþingi virtist það koma mönn- um í opna skjöldu þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráöherra tilkynnti kínverskum sfjómvöldum í siðustu viku að það stæði til aö opna íslenskt sendiráð í Kína. Þó máhð hafi verið kynnt lauslega á fundi rík- isstjómar og í utanríkisnefrid telja margir brýnna aö opna sendiráö í Japan. Samkvæmt heimildum DV er forsætisráð- herra í þeim hópi. -kaa íslandsmeistarar i parasveitakeppni, frá vinstri eru Ragnheiður Tómasdóttir, Þröstur Ingimarsson, Jón Hersir Elías- son og Guðrún Jóhannesdóttir. DV-mynd ÞÖK íslandsmótið í parasveitakeppni í bridge: Óvæntur sigur sveitar Guðrúnar Úrsht urðu nokkuð óvænt á ís- landsmótinu í parasveitakeppni í bridge sem fram fór um helgina. Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur náði að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni með góðum sigri á sveit Ljósbrár Baldursdóttur, 18-12. Fyrir lokaumferðina áttu þrjár sveit- ir möguleika á sigri. Fyrirfram var búist viö aö sveitir Ljósbrár Baldursdóttar og Suður- landsvideó myndu beijast um sigur- inn en sveit Ljósbrár hafnaði í 4. sæti og Suðurlandsvídeó í 9. sæti. Nýir íslandsmeistarar auk Guðrúnar em Jón Hersir Ehasson, Ragnheiður Tómasdóttir og Þröstur Ingimarsson. Keppnisstjóri á mótinu var Kristján Hauksson. Atján sveitir spiluðu í mótinu eftir Monrad-kerfi og lokast- aða efstu sveita varð þairnig: 1. Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur 137 2. Sveit Önnu ívarsdóttur 131 3. Sveit Grethe Iversen 124 4. Sveit Ljósbrár Baldursdóttur 120 -ÍS Þyrlukaupamálið vefst fyrir rlMsstjórninni: Segja tilboð Bandaríkja- manna „hlægilega“ lágt - Þorsteinn Pálsson vill kaupa notaða Super Puma-þyrlu nú þegar „Það væri stórfurðulegt ef menn gæfu sér ekki tíma til að kanna til hhtar nýjasta tilboð Bandaríkja- manna. Þeir hafa yfir að ráða öflug- asta her veraldar og því ætti að vera hægt að treysta því að þeir hefðu yfir að ráða nothæfum þyrlum. Ég er að láta kanna tilboðið en við fyrstu sýn virðist það mjög athyghsvert," segir Sighvatur Björgvinsson, starf- andi utanrikisráðherra. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra lagði til á ríkisstjómarfundi fyrir helgi að keypt yrði átta ára göm- ul Super Puma þyrla á 700 mihjónir. í ljósi þess að fyrir hggur nýtt tilboð frá Bandaríkjunum um þrjár nýlegar Sikorsky-þyrlur ásamt ýmsum sér- búnaði var ákveðið að fresta ákvörð- un um kaupin fram á ríkisstjómar- fund sem haldinn verður á morgun. Ósk þessa efnis kom frá Sighvati og Friðriki Sophussyni fjármálaráð- herra. Samkvæmt heinúldum DV er til- boð Bandaríkjamanna margþætt og mun hagstæðara en fyrra tilboð þeirra. íslendingum er gefinn kostur á að velja um fjölda þyrlna á lágu verði og að auki bjóðast Bandaríkja- menn til að þjálfa áhafnir og viðgerð- armenn. „Þetta verð er svo hlægilega lágt að ég trúi varla að það sé rétt,“ sagði háttsettur aöili í Stjómarráð- inu. Innan ríkisstjómarinar leggur Þor- steinn Pálsson mikla áherslu á að gengið verði sem fyrst frá kaupunum á Super Puma-þyrlunni. -kaa Stuttar fréttir Samstarf við Kínverja íslendingar hafa lagt drög að menningarsamningi við Kín- verja. í honum er kveðið á um rannsóknaverkefni og gagn- kvæm stúdentaskipti. RÚV greindi frá þessu. Áhugi fyrir tryggingum Fjögur erlend tryggingafélög hafa tilkynnt Tryggingaeftirht- inu að þau hyggist hefja starfsemi hér á landi. Tilkynningamar hafa enn ekki verið afgreiddar enda ekki búið aö breyta lögum til samræmis við EES. Morgunblað- ið skýrði frá þessu. Sölufélag skilar hagnaði Hreinn hagnaður af Sölufélagi garðyrkjumanna nam 30 milijón- um króna á síðasta ári. Á tveimur árum hafa skuldir fyrirtækisins lækkað um 400 mihjónir. RÚV greindi frá þessu. Konuríræstíngum Konur eru 5% prófessora við Háskóla íslands en'93% ræstinga- fólks. Alls em 673 starfsmenn við skólann, þar af 230 konur. Mbl. greindi fiú þessu. Umdeild forgangsröðun Útgjöld vegna glasafijóvgana og matar á sjúkrahúsum mættu helst lækka en síst hátækniað- gerðir. Þetta kemur fram i könn- un landlæknisembættisins varð- andi forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustunni. Sjónvarpið greindi frá þessu. Forystumenn í byggingariönaði telja frumvarp um skattaafslátt af viöhaldi húsa til bóta. Sam- kvæmt Mbl. er tahð að svört við- skipti rayndu mínhka stórlega verði frumvarpið samþykkt. Sviptíng veiðileyfa Eigendur sex báta sem búnir eru með kvótann verða sviptir veiðileyfi í dag verði þeir sér ekki úti um aukinn kvóta. Sjónvarpið greindi frá þessu. MagakveisaíKína Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra fékk i magann meðan hann dvaldi í Kína á dög- unum. Aðstoðarmaður ráðherra telur veikindin ekki alvarleg. Tíminn greindi frá þessu. Vetnierframtíðin Vetnið verður arðbær orka upp úr aldamótum. Þessi skoðun Steingríms Hermannssonar kom framíTimanum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.