Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 Fréttir DV Sameining Vopnaflarðar og Skeggj astaðahrepps felld: Vonbrigði með niðurstöðuna - segir Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri Vopnaflarðar „Eg varð fyrir vonbrigðum með þessa niðurstöðu," sagði sveitar- stjórinn á Vopnafirði þegar fyrir lá að sameining Vopnaíjarðar og Skeggjastaðahrepps hafði verið felld í kosningu á laugardag. Vopnfirðing- ar samþykktu sameiningu með 181 atkvæði gegn 110. Það dugði ekki til því íbúar Skeggjastaðahrepps höfn- uðu henni með 43 atkvæðum gegn 34. Kjörsókn var mjög góð í Skeggja- staðahreppi eða 82 prósent. í Vopna- firði var hún 48 prósent. Þetta er í annað sinn sem kosið er um sameiningu þessara staða því að áður hafði slík kosning farið fram 20. nóvember sl. Þá var sameining felld á jöfnu í Skeggjastaðahreppi, 34 með og 34 á móti, en þijú utankjörstaðaat- kvæði komust ekki til skila í tæka tíð. Úrslit í Vopnafirði voru hins veg- ar svipuð þá og nú. „Ég held að svæðið í heild hefði komið sterkara út hefði orðið úr sam- einingu,“ sagði Vilmundur. „Skeggjastaðahreppur er svo lítil eining að ég held að það verði mjög erfitt að halda uppi viðhlitandi þjón- ustu á svæðinu. En auðvitað geta forsvarsmenn hreppsins gert það í samstarfsverkefni. Við hefðum vfijað sjá sameiningu út úr þessu úr því að við vorum plataðir í aðra kosningu, ef svo má segja. En þetta er endanleg niðurstaða." „Það var nauðsynlegt að fá þetta af- gerandi niðurstöðu fyrir lok kjör- tímabils þessarar sveitarstjórnar. Ella hefði þetta mál legið í loftinu sem óútkljáð,“ sagði sr. Gunnar Sig- urjónsson, oddviti á Skeggjastöðum. Hann sagðist persónulega hafa verið fylgjandi sameiningu. „Eg tel að hún hefði styrkt þetta stjómsýslustig. Ef það er markmið sveitarstjórnar- manna að reyna að ná frekari verk- efnum til sveitarfélaganna og vera betur í stakk búnir til að sinna auk- inni þjónustu þá þurfum við að styrkja þetta stjómsýslustig. En niðurstaðan er fengin, allur vafi tekinn af og ég er mjög sáttur við þaö. Menn velkjast þá ekki í vafa um framhaldið og við leysum úr þeim málum sem þarfnast úrlausnar á öðrum grundvelli." -JSS Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til að ná í konuna þar sem ófært þótti að senda hana með bil á sjúkrahús. Meiösl hennar reyndust ekki alvarleg. DV-mynd Sveinn Fjóröa vélsleöaslysiö á rúmri viku: Hlaut bakmeiðsl í vélsleðaferð Kona hlaut bakmeiðsl eftir að hafa fallið aftur fyrir sig á vélsleða norð- austur af Miklafelli á Síðumannaaf- rétti á laugardag. Hún var þar á ferð ásamt fleira fólki á vélsleðum. Meiðsl konunnar vom þess eðlis aö ekki þótti heppilegt að senda bíl frá Kirkjubæjarklaustri til að ná í hana til að koma henni á sjúkrahús þar sem ástand vega var slæmt. Það kom þó fljótlega í ljós að konan var ekki beinbrotin. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, var send af stað og tók um 40 mínútur að fljúga á slysstað þar sem þyrlan lenti. Farið var með konuna á Borgarspítalann. Samkvæmt upp- lýsingum læknis vom meiðsl kon- unnar ekki talin al varleg og þarf hún ekki að hggja á sjúkrahúsinu eftir slysið. Þetta er fjórða vélsleðaslysið þaö sem af er aprílmánuði þar sem Land- helgisgæslan eða lögregla koma við sögu. Mun fleiri hafa leitað læknisað- stoðar eftir vélsleðaferðir á þessu tímabih en þar hefur verið um að ræða meiðsl sem talin em minni háttar. -Ótt Maður fékk heilahristing og áverka á háls eftir líkamsárás: Kýldur utan í bíl á ferð Maður á þrítugsaldri fékk heila- hristing og áverka á háls eftir að hafa fengið hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingiun að hann skall á bíl við Lækjargötu og féll við það í göt- una aðfaranótt sunnudagsins. Árás- armaðurinn náðist ekki en hann hélt af vettvangi upp Bankastrætið, að sögn vitna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var ekki búið að leggja fram kæm vegna málsins í gær. Mennimir vom að rífast á mótum Austurstrætis og Lækjargötu þegar atvikið varð. Annar þeirra sló þann fyrrnefnda síðan í andhtið. Maður- inn féh utan í bh sem var á hægri ferð eftir Lækjargötunni og síöan skah hann í götuna. Ekki Uggur ljóst fyrir hvort heilahristingurinn orsak- aðist af hnefahögginu eða falhnu á bílinn og síðan í götuna. Maðurinn lá talsverða stund í göt- unni áður en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeUd. Hann var með meðvitund þegar sjúkraflutninga- menn komu á vettvang. Maðurinn var á Borgarspítalanum það sem eft- ir var nætur en fékk síðan að fara heim í gær. Meiðsl hans era ekki talinalvarleg. -Ótt Landmælingar til Akraness? Að undanfömu hafa staðið yfir viðræður milU bæjaryfirvalda á Akranesi og umhverfisráðuneytis um aö flytja Landmælingar ríkisins tU Akraness. Samkvæmt heinúldum DV myndi starfsemin þá verða stað- sett í nýja stjómsýsluhúsinu á staðn- um. „Jú, þetta hefur borið á góma en þaö hefur engin ákvöröun verið tek- in,“ sagði GísU Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, við DV. „Við vitum um áhuga umhvefisráðherra á að flytja þessa stofnun út á land. Við þessa stofnun starfa rúmlega 30 manns og myndi á aUan hátt verða mjög góð viðbót viö bæinn, þó svo að gert sé ráð fyrir að starfsmenn fylgi, sem eðhlegt er. En í kringum slíka stofn- un em aUtaf töluverð umsvif og til- koma hennar myndi auka breiddina í bæjarflórunni. Út frá ýmsum sjón- armiðum er þetta mjög æskUegt að mínu mati.“ GísU sagði aö ákvörðunin um flutn- ing stofnunarinnar væri einungis í valdi ráðuneytisins. Ef til kæmi þá væra bæjaryfirvöld á Akranesi tilbú- in til að ræða útfærslu á málinu. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra vegna þessa máls. -JSS í dag mælir Dagfari____________________________ Minn pabbi er stæiri en þinn Kosningabaráttan í Reykjavík er aö komast á flug og taka á sig mynd. Reyndar era það mest frambjóö- endumir sjálfir sem hafa sig í frammi en kjósendur halda sig til hlés og bíða átekta. Enda fer vel á því. Kosningabarátta er kjósendum yfirleitt óviðkomandi alveg eins og framboðin sjálf em kjósendum að mestu leyti óviðkomandi. Var það ekki einmitt þannig að R-Ustinn var settur saman í höfuð- stöðvum nokkurra flokka, sem ákváðu að kjósendur þessara sömu flokka ættu ekki að fá að kjósa þann flokk sem þeir aöhyllast held- ur einhveija samsuðu sem fram- bjóðendumir komu sér saman um. Það er að segja eftir að þeir komu sér saman um að það væri pláss fyrir þá alla á Ustanum. Fyrr var ekkert samkomulag um sameigin- legan Usta og kjósendur vora aldrei spurðir áUts og heldur ekki á list- anum sjálfiun því hann kom ma- treiddur út úr minniháttar flokksk- líkum sem ekki eru nema nokkur hundmð manns í. Til þess er hins vegar ætlast að tugþúsundir Reykvíkinga faUist á þessi vinnubrögð og kjósi eins og þeim er sagt að kjósa, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það sama má segja um Sjálfstæð- isflokkinn og D-Ustann. Flokkur- inn efndi til prófkjörs og tókst að gabba nær níu þúsund manns til að halda að þeir heföu einhver áhrif á uppstilUngu. Þannig var sjálfstæðisfólki sagt aö kjósa Mark- ús Öm Antonsson í fyrsta sæti af því að Markús væri svo góður maður. Ekki var þetta prófkjör fyrr afstaðið en uppstiltinganefnd nok- kurra manna og kvenna innan flokksins fór að hræra í úrsUtunum og fann það auðvitað út að fólk sem haföi sjálfviljugt gefið kost á sér til starfa fyrir Sjáflstæðisflokkinn en ekki náð neinu af efstu sætunum, því þau vom frátekin samkvæmt formúlunni, þetta fólk væri flokkn- um til óþurftar og kæmi ekki til greina á listann. Þannig var útkoma prófkjörsins að engu höfö nema í efstu sætin og ekki einu sinni það. Markús Öm fann þaö út aö það heföi verið rangt og vitiaust að halda því fram að hann væri heppUegasti maðurinn til að leiða Ustann og sagði af sér. Annar maður var settur í efsta sætið sem aldrei hefur verið í það kosinn og svo er haldiö út í kosn- ingabaráttu með Usta sem enginn veit hvemig var samansettur og af hveiju. Nei, það er von að kjósendur vUji ekki hafa mikU afskipti af kosn- ingabaráttunni og telji það óþarft að skipta sér af einhverju sem því kemur ekki við. Það segja flokkam- ir lika. Þess vegna em það þeir sem heyja kosningabaráttu og eru nú komnir í hár saman um það hver hafi betri Usta og betri stefnu. Það sem af er má helst álykta að listamir báðir hafi sömu stefnu. Að minnsta kosti gengur málflutn- ingur frambjóðenda ekki út á það að útskýra fyrir kjósendum hver munurinn sé heldur að útskýra hver hafi verið á undan að koma með sömu stefnuna og hinn Ustinn hafi. R-Ustinn segir að stefna D- listans sé stolnar fjaðrir. D-Ustinn segir að R-Ustinn hafi ekki fylgst með borgarstjómarmálum ef R- Ustinn haldi að stefnumál hans séu ný af nálinni. Þau séu öU á mál- efnaskrá D-Ustans og hafi verið það lengi. Minn pabbi er stærri en þinn, segja börnin. Minn pabbi er stærri en þinn, segja frambjóðendur. Ég pant’eiga, segja börnin. Ég var fyrstur til að sjá hann, segja fram- bjóðendur. Það er sem sagt verið að rífast um það hver hafi fyrstur fundið upp á því að hafa atvinnumálin efst á forgangshsta. Stundum era menn að rífast um það hver hafi fundið upp hjóhð og það er meira að segja algengast að menn séu að finna upp hjólið alveg fram á okkar daga. Það em engin takmörk fyrir uppfinningum stjómmálamanna og svo er um at- vinnumálin í kosningabaráttunni í Reykjavík. Ég var á undan, nei, ég, nei, ég, það var víst ég, ég var fyrst- ur og svo fer aUt í bál og brand og svo þarf víst ekki að taka það fram að þegar kosningamar em afstaðn- ar er auðvitað ekki lengur spurt um það hver hafi verið fyrstur til að finna um atvinnustefnuna og það þarf heldur ekki að spyija um neina framkvæmd á atvinnu- stefnu. Hún mun gleymast í sig- urvímunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.