Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing; Sími Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994. Braut stóla, borð " og klósett „Það voru heilmiklar skemmdir unnar hérna. Auk þess fældu þeir heilmikið af fólki út. Það voru stólar, borð og klósett brotin hérna,“ sagöi framkvæmdastjóri veitingastaðar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við DV. Skömmu fyrir seinustu helgi kom starfsfólk fyrirtækis í matvælaiðnaði á veitingastaðinn. Nokkrir úr hópn- um létu mjög ófriðlega og brutu eins og fyrr segir innanstokksmuni og leirtau á veitingahúsinu. Framkvæmdastjórinn segir að dyraverði hafi tekist aö vísa fólkinu f *> út. Hann vinnur nú að því að fá fólk- ið til að greiða tjónið sem hlaust af heimsókn þess. Ekki er búist við að fyrirtækið greiði fyrir heimsókn starfsfólks síns enda var það eindreg- in ósk starfsmannafélagsins að því yrði ekki blandað í málið. Framkvæmdastjórinn segist þess fullviss að samkomulag náist þannig að ekki komi til þess að lögreglu verði blandað í máhð. Eurovision: íslenska lag- inu sigri ísland er enn í þriðja sæti breskra og írskra veðbanka. Enski bankinn spáir Bretum fyrsta sæti, Þjóðverjum öðru og íslendingum þriðja en sá írski spáir Þjóðveijum fyrsta, írum öðru og íslendingum þriðja. Sigríöur Beinteinsdóttir sagði í samtali við DV að hún fyndi fyrir miklum áhuga og miklu meiri en í hin tvö skiptin sem hún hefur keppt í Eurovision. Norðmenn og Svíar spá Siggu sigri í keppninni og sjálf segist hún hafa orðið vör við mikinn áhuga hjá þess- um þjóðum. „Ég var í heilsíðuviðtali við norskt blað í vikunni og stóru viðtali við sænskt blað. Ég hef reynd- ar verið í stöðugum viðtölum við útvarps- og sjónvarpsstöðvar um all- an heim. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í viðtölum," sagði hún. Að sögn Siggu er mikil bjart- sýni ríkjandi hjá Islendingunum og þeir hlakka til útsendingarkvöldsins. „Ég ætla aö standa mig eins vel og ég mögulega get,“ sagði Sigga. Þess má geta að Sigga og aðrir ís- lendingar sátu á tali viö Mel Gibson, leikarann fræga, fram á nótt í vik- unni en hann var gestur á sama hót- •r~> eli og þau. Að sögn Siggu er hann hinn viðkunnanlegasti maður og fór vel á með honum og íslendingunum. LOKI Svo eru menn að hneykslast á unglingumfyrir skemmdarverk! Barist við eldinn í tólf klukkutíma „Það er búið að slökkva eldinn og verið að meta skemmdimar og rannsóknarlögreglumenn að kanna upptökin. Eldurinn kom upp í umbúðalager sem er við hliðina á einum af aðalkælunum og logaði í tólf tíma. Ekki er vitað hversu mik- iö tjón hefur orðið á fiskinum en töluvert raikið af sóti er í aðal- vinnslusalnum. Skrifstofumar haía alveg sloppið. Búast má við að starfsemín liggi niðri í töluverö- an tíma,“ segir Guðjón Guðjónsson, sölustjóri hjá Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, SÍF. Eldur kom upp í umbúðalager verksmiðju SÍF í borginni Jonzac i Frakklandi i gærkvöld. Slökkvilið var þegar kallað á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun. Ekki tókst að ná sambandi viö Birgi Sævar Jó- hannsson, framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, þar sem hann var i verksmiðjunni að skoða skemmd- irnar. Búast má við að tjónið skýr- ist fljótlega en gera má ráð fyrir að töluverðar vatns- og reyk- skemmdir hafi orðið. Umtalsverðar fiskbirgðir vom í verksmiðjunni og spurningin sú hvort þær hafi skemmst. - Var ástandið tvísýnt meðan verið var að ráða niðurlögum eldsins? „Þaö er alltaf hætta á feröum þegar svona mikill eldur blossar upp en ég hef engar fréttir fengið af því ennþá. Þeir eru önnum kafn- ir og ég hef bara fengið helstu frétt- ir,“ segir Guðjón Guðjónsson. Björgunarsveitarmenn á tveimur gúmbátum koma taug um borð i Egil ÁR á strandstað út af Kjalarnesi í gær. Egill, sem er tiu tonna trilla, strandaði laust tyrir hádegi í gær og náðist á flot á flóðinu síðdegis. Það var björgun- arbátur Slysavarnafélagsins, Henrý Hálfdanarson, sem kom Agli á flot og þegar af stað var farið gengu björgunar- störf vel. Litlar sem engar skemmdir urðu á Agli og hélt hann þegar til veiða. DV-mynd Sigurþór Yfirdýralæknir: Með öndina í hálsinum „Við flytjum hrossin í einangrun á afskekktan bæ í Mosfellssveit í dag. Við höfum ekki orðið varir við ný tilfelli og bíðum með öndina í hálsin- um eftir því að fá niðurstöður frá Danmörku. Við munum síðan fara yfir málin á mánudaginn," sagði Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir í samtali við DV í morgun. Brynjólfur segir nauðsynlegt að halda því leyndu hvar hlrossin úr Víðidalnum eru í Mosfellssveitinni til að koma í veg fyrir umgang og smithættu. „Viö erum alltaf að heyra um til- felli og höfum skoðað þau. Það eru engin haldbær rök fyrir því að þetta hafi breiöst út. Meðgöngutiminn er vika til 10 dagar þannig að hafi ekki komið upp ný tilfelli um helgina höf- um við ástæðu til að ætla að þessu sé lokið.“ Alþingi: Lokáfimmtudag í gær funduðu formenn þingflokk- anna, forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra um hvenær eldhúsdagsum- ræður veröa, þinglok og þann óska- málalista sem ríkisstjórnin vill af- greiða fyrir þinglokin. Á fundinum í gær var samþykkt að stefna að því að eldhúsdagsum- ræður verði á miðvikudag og þinglok á fimmtudag. Veðrið á morgun: Hlýjast á Norður- landi ' Á morgun verður sunnan- og suðaustcmátt, gola eða kaldi. Létt- skýjað um allt norðanvert landið en skýjað sunnanlands og lítils háttar súld við suðurströndina. Hiti á bilinu 3-9 stig, hlýjast norð- an til. Veðrið í dag er á bls. 44 s. 814757 HRINGRÁS ENDURV1NNSLA Kaupum kapla og rafmagnsvír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.