Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: Ragnheiður Jónsdóttir, skáldkona Atvikin hafa hagað því svo, að margir beztu vinir mínir og vel imnarar á lífsleiðinni hafa verið frá sjávarþorpunum gömlu í Ár- nessýslu, Eyrarbalcka og Stokks- eyri, og á þó Stokkseyri stærri hlut. Ein úr þessum mæta hópi er borin til grafar í dag frá dóm- kirkjunni, frú Ragnheiður Jóns- dóttir rithöfundur. Hún andaðist 9. þ.m., sjötíu og tveggja ára að aldri, eftir uppskurð við krabba meini í maga. Úr því sem komið var, getum við vinir hennar ekki harmað umskiptin, en söknuður er samt í huga og margs að minn ast frá löngum og góðum kynn um. Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 9. apríl 1895, dóttir hjónanna Jóns Sigurðssonar kenn ara og Guðrúnar Magnúsdóttur. Stóðu að henni prýðilegar ættir um Suðurland. Hafa sumir ætt- menna hennar verið litríkir per- sónuleikar og sett svip á lífsins gang á Suðurlandsundirlendi. Guð rún móðir hennar var systir Böðv ars á Laugarvatni og þeirra syst kina, en Jón faðir hennar var af merkri. ætt gáfu- og sómamanna austur þar. Er margt hæfileika fólk af þessum stofni; þannig voru þau bræðrabörn, Ragnheiður og Sigurður (Z) ívarsson gamanskáld Þau Jón og Guðrún eignuðust þrjár dætur, Arnheiði fyrrum námsstjóra, Ragnheiði og Guðríði húsfreyju í Reykjavík. Var það kunnugra manna mál, að öllu gjörvulegri heimasætur hafi ekki víða verið að finna á þeirri tíð en í ranni þeirra hjóna. Ragnheiður fékk ung áhuga á kennslu, og tvítug að aldri settist hún í kennaraskólann. Þar kynnt ist hún eftirlifandi manni sínum, Guðjóni Guðjónssyni. Hún lauk því ekki námi þá, en giftist Guð jóiji haustið 1916 og fylgdi hon um til Vestmannaeyja, þar sem hann var kennari næsta vetm-. Ári seinna varð hann skólastjóri í heimabyggð hennar á Stokkseyri og þar bjuggu þau í tvö ár. Haust ið 1919 varð Guðjón kennari við barnaskólann í Reykjavík, og flutt ust, þau þá þangað. Þá fékk Ragn heiður tækifæri til að taka upp námslþráðinn að nýju, og lauk hún kennaraprófi árið 1923. Hún hafði alltaf fengizt töluvert við kennslu á þeim stöðum, þar sem þau lijón bjuggu, enda hafði hún alla tíð lifandi áhuga á uppeldis- og skólamálum. í Reykjavík kenndi hún alltaf annað veifið, og þótt hún væri orðin tveggja barna móð ir, gerðist hún fastur kennari við Austurbæjarskólann árið 1930. En þetta sama haust var Guðjón skip aður skólastjóri barnaskólans í Hafnarfirði og árið eftir flut'tist fjölskyldan þangað. Reistu þau sér hús að Tjarnarbr. 5, og þar bjuggu þau um aldarfjórðungs skeið, eða þar til Guðjón hafði tekið við stjórn Kvikmyndasafns ríkisins árið 1954. Þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur, þar sem þau reistu sér hús ásamt dóttur og tengdasyni að Laugarásvegi 7 Þar bjuggu þau síðan. Þau Ragnheiður og Guðjón eign uðust tvö börn, Jón Ragnar stýri mann í Boston, kvæntan banda rískri konu, og eiga þau einn son, sem nýlega er kyæntur, og Sig rúnu listmálarg, gifta Gesti Þor grímssyni myndhöggvara og kenn- ara. Eiga þau fjögur börn. Sig- rún og hennar fjölskylda hefur alltaf búið í sama húsi og for- eldrar hennar, og hafa bæði heim- ilin verið sem eitt'. Var þetía Ragnheiði styrkur og stoð í þrá- látum sjúkleika og við umfangs- mikil ritstörf síðustu árin. Var Sigrún jafnan móður sinni meira en orð fá lýst. Ragnlieiður fékkst ekki mikið við kennslu eftir að hún fluttist til Hafnarfjarðar, en prófdómari var hún á vorin, og ýmislegt vann hún uppeldismá’lum í Firðinum. Þannig var hún í barnaverndar- nefnd í nokkur ár og lagði mikla rækt við þau störf. Og hér má ekki gleyma þeim mikla þætti, sem hún átti í v^ssri starfsemi í barnaskólanum. Á fyrsta vetri sínum í Firðinum lagði hún grund- völlinn að ferðasjóði skólabarna með því að efna til skemmtunar honum til ágóða. Þetta varð seinna mikil og merk starfsemi, og ár eftir ár lagði Ragnheiður til nýtt leikrit handa börnunum að fást við. Oft varð hús þeirra hjóna saumastofa og æfingastað- ur, þegar verið var að undirbúa þetta skemmtanahald. Ævintýra- leikir Ragnheiðar voru þannig úr garði gerðir, og áhugi hennar og ynnileiki svo mikill við verkefn- ið, að allir, sem hlut áttu að því að setja leikina á svið, hrifust með og lögðu sig alla fram. Eiga margir skemmtilegar minningar frá' þeim dögum. Þá voru prins- ar á ferð, drottningar, riddarar og öskubuskur, álfar og tröll. Og þótt Ragnheiður hafi síðar hlot- ið mikla viðurkenningu fyrir rit- störf og orðið eftirsóttur höfund- ur, er mér nær að halda, að sjaldan hafi hún fengið ríkulegri umbun fyrir störf sín en gleðina yfir góðum árangri barnanna á litla sviðinu í Hafnarfirði. Æv- intýraleikina gaf Menningarsjóð- ur seinna út í þremur bindum, með skemmtilegum teikningum Sigrúnar, dóttur höfundar. Það hefur lengi verið von okkar, sem bezt þekkjum þessa leiki, að Þjóðleikhúsið pýndi einhvern þeirra á sínu glæsta sviði. Það væri verðugt verkefni. Ragnheiður Jónsdóttir var orð- in hálffimmtug að aldri, þegar Frh. á 10. síðu. KOSNINGASKRIFSTOFUR LISTANS REYKJAVÍK: Suðurlandsbraut 12, opið daglega kl. 5-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR; 81220 — 81222 — 81223 — t 81224 — 81228 — 81230 — 81283. Hverfisgötu 4 opið daglega kj. 10-10, sunnudaga kl. 2-6. SÍMAR: 11260 — 10671. Upplýsingar um kjörskrá og aðstoð vegna utankjörfundarat- kvæðagreiðslu er veitt á skrifstofunni að Hverfisgötu 4. I REYKJANESKJÖRDÆMI: Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði, opið daglega kl. 14-22. SÍMI; 50499. Auðbrekku 50, Kópavogi. opið daglega kl. 16-19. SÍMI; 42419. Smáraflöt 9, Garðahreppi, opið eftir kl. 7 síðdegis. SÍMÁR: 42556 og 42557. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Félagsheimilinu Röst, Akranesi, opið kl. 13-19 og 20-23. SÍMI: 1716. NORÐURLAND VESTRA; Borgarkaffi, Siglufirði. SÍMI: 71402. Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. SÍMI: 61. • NORÐURLAND EYSTRA: Strandgata 9, Akureyri, opið kl. 9-19 og 20-22. SÍMI: 21322. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI: Nesgata 3, Neskaupstað, opið daglega kl. 16-19. SÍMI: 274. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI: Heimagata 4, Vestmannaeyjum, opið daglega kl. 17-19. SÍMI: 1060. Kosningaskrifstofurnar veita upplýsingar um kjörskrá og að stoða við utankjörfundarkosningu. — Alþýðuflokksfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar og gefa allar þær upplýsingar, sem að gagni mega verða. 19. maí 1967 - ALÞYÐUBLAÐID J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.