Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason: Löggjöf um æskulýðsmál fslénsk mennta- mál í áratug Öllum virðist nú orðin ijós nauSsyn þcss að búa æskunni sem bezt menntunarskilyrði, af því að bæði almenn menntun og sérmenntun er ekki aðeins grund- völlur allra framfara, heldur einnig lykill að farsælu lífi. Hins vegar hefur mönnum enn ekki orðið nógu ljóst, að vaxandi velmegun og auknar tómstundir færa æskulýðnum nýjan vanda. Aukin fjáráð og fleiri tóm- stundir má sannarlega nota bæði til góðs og ills. Að ▼ísu tel ég engan veginn æskilegt, að hið opinbera hafi bein afskipti af því, hvernig menn, hvorki ungir né gamlir, ráðstafa tekjum sínum eða verja tíma sín- um. En margs konar aðstoð má þó veita bæði ungum og gömlum, og þá einkum og sér í lagi æskufólki, í þessu sambandi og hvetja það tii þess að verja fé sínu og tíma vel og skynsamlega. Hér gæti heildarlöggjöf um æskulýðsmálefni komið að miklu gagni, og Ieiðbein- ingástarf af hálfu hins opinbera verið mjög nytsamlegt. Af þessum sökum skipaði menntamálaráðuneytið fyrir nokkrum árum fjölmenna nefnd til þess að scmja frumvarp til laga um æskulýðsmál, þar sem sett væru ákvæði um skipulagðan stuðning hins opinbera við æskulýðsstarfsemi, er m.a. miðaði að því að veita æsku- fólki þroskandi viðfangsefni í tómstundum. Nefndin lauk störfum á þessu vori og samdi merkilegt frum- varp um þessi efni. Var það lagt fyrir Alþingi skömmu áður en það lauk störfum. Frumvarpið gerir ráð fyrir stofnun Æskulýðsráðs ríkisins, sem skipað skuli þrem fuiltrúum aðildarfélaga Æskulýðssambands íslands og hliðstæðra æskulýðssamtaka, einum fulltrú frá Sam- bandi ísl. sveitarfélaga og formanni skipuðum »f menntamálaráðherra án tilnefningar. Ráðinu er fyrst og fremst ætlað að vera ráðgjafandi aðili, en starfsemi þessi er ekki ætlað að auka bein rikisskipti af þessum málum. Merkasta nýmæli frumvarpsins er þó, að ráðinn skuli æskulýðsfull- trúi ríkisins, er verði framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs og ráðunautur menntamálaráðherra um æskulýðsmál. Stuðningurinn við félags- og tóm- stundastarfsemi samkvæmt frumvarpinu er aðal- lega þríþættur. Honum er ætlað að taka til mennt unar æskulýðsleiðtoga, þjálfunar og starfa leið- beinenda og til sumarbúða, útivistarsvæða og ferðalaga. Þá er gert ráð fyrir stuðningi við nýjungar og tilraunir í æskalýðsstarfi og ráðs^ífanir til lausn ar á sérstökum æskulýðsvandamálum. Stuðningi sveitarfélaga er einkum ætlað að bcinast að þátt- töku í kostnaði við störf leiðbeinanda, tækjakaup og húsnæði. Frumvarpið hefur livarvetna hlotið góðar undir tektir, og er þess að vænta, að það nái fram að ganga á næsta Alþingi. Með samþykkt þess mundi stórt spor verða stigið í æskulýðsmálum þjóðarinnar. UNIÐ X-A ELLEFTA JÚNÍ '^jj ISLAND & 12 kaupstaöir Cl Hfíerkingar tilhagræðis fyrir ferðamenn: Hátel, greiðasölur, samkomuhús, sundlaugar, símstöðvar, bifreiðaverkstæði, byggða- söfn, sæluhús o. //. 9 AHt landið er á framhlið kortsins 9 Kort yfir 12 kaupstaði á bakhlið 9 Hentugtbrot: 10x18 cm 9 Sterkur korta- pappír 9 Fæstibókaverzlunum og Esso-bensinstöðvum umlandallt 26. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.