Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 7
Útgefandi: Sam- í band ungra Jafnað- armanna i Karl Steinar Guðnason, kennari skipar 5. sætið á framboðslista Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Karl Steinar er fæddur 27. maí 1939 í Keflavík og eru foreldrar hans þau Guðni Jónsson, vélstjóri og Karólína Kristjánsdóttir, verka kona. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1960 og hefur stundað kennslu í Kefla- vík síðan. Karl Steinar hefur tekið mjög virkan þátt í félagsstörfum bæði í Keflavík og í landssamtökum ungra jafnaðarmanna. Hann hefur starfað mikið í skátahreyfingunni og að æskulýðsmálum í heima- byggð sinni, átti m.a. sæti í æsku- lýðsráði Keflavíkurkaupstaðar. Karl Steinar hefur ætíð haft mik- inn áhuga á málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar og er ritari Verka lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur. Formaður FUJ í Keflavík var hann árin 1958 — 1966 og ritari stjórnar SUJ frá 1964. Hann hefur jafnframt átt sæti í stjórn Æsku- lýðssambands norrænna jafnaðar- manna (NSU) frá árinu 1963. Karl Steinar Guðnason hefur tekið virk an þátt í starfi Alþýðuflokksins og á setu í flokksstjórn. Frá síðustu bæjarstjórnarkosningum hefur hann verið varabæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Keflavík og er nú í fyrsta sinn í framboði til Al- þingiskosninga. Karl Steinar mun vera yngsti frambjóðandi á fram- boðslistum þeim er boðnir hafa verið fram í Reykjaneskjördæmi til Alþingiskosninganna nú í vor. Ritnefnd æskulýðssíðunnar náði tali af ICarli Steinari Guðnasyni og ræddi lítillega við hann um helztu áhugamál hans varðandi störf og stefnu Alþýðuflokksins á komandi árum svo og ýmis mál- efni Reykjaneskjördæmis. Fer það viðtal hér á eftir í stuttu máli. Hver telur þú að' eigi að vera helztu baráttumál Alþýðuflokksins í náinni framtíð? ,,Sem ungur jafnaðarmaður hlýt ég að leggja áherzlu á að lífskjör alls almennings á íslandi verði sem bezt og jöfnust. Að allir ís- lendingar njóti fylista félagslegs öryggis og tryggt sé að enginn þux-fi að líða skort. Þetta er sá mælikvarði sem allir jafnaðar- menn vex'ða að beita er þeir vega og meta hvert einstakt málefni og málsmeðferð til sem hagkvæmastr ar lausnar á þeim vandamálum, sem við er að stríða hverju sinni. Því verður ekki á móti mælt, og það viðurkenna jafnvel andstæð- ingar okkar jafnaðarmanna, að öll þýðingarmestu baráttumál Al- þýðuflokksins frá fyrri árum hafa náð heil í höfn. Þessi gömlu bar- áttumál okkar Alþýðuflokksmanna eru í reynd það velferðarþjóðfé- lag sem íslendingar búa við nú í dag. Svo vel hefur til tekizt vegna harðfylgni og þrautseigju jafnað- armanna, traustan stuðning al- Karl Steinar Guðnason þýðusamtakanna, og síðast en ekki sízt þá hugsjón jafnaðarstefn unnar um félagslegt öryggi og jafnrétti er ætíð hefur verið Al- þýðuflokknum leiðarljós. í dag eru aðrir tímar og önnur vandamál við að glíma en voru fyrir 50 árum þegar Alþýðuflokk- urinn hóf baráttu sína fyrir hags munamálum íslenzkrar alþýðu. Þessi vandamál krefjast þó engu að síður raunhæfrar og hagkvæm rar lausnar. Sú er trú mín að jafn aðai’stefnan sé þess ein umkomin að leysa úr vandamálum dagsins í dag á sama heilbrigða og farsæla hátt og honum auðnaðist að leysa þau vandamál er helzt knúðu dyra hér á árunum áður. Þetta vilja andstæðingar okkar Alþýðuflokks manna ekki viðurkenna, þeir segja að vissulega hafi jafnaðai'stefnan verið þeim vanda vaxin á fyrri ár um en við þau skilyrði sem hin íslenzka þjóð býr að nú í dag séu aðrar leiðir og aðrar stefnur á- kjósanlegri, En ég spyr. Fyrst jáfn aðarstefnunni tókst að berjast til sigurs, til framfara, frelsis og jafnréttis í því þjóðfélagi fáfræði, eymdar og fátæktar sem afturhald og kapítalismi höfðu búið hmni íslenzku þjóð og var sú barátta háð í illvígri andstöðu peninga- valds og eiginhagsmunasjónar- miða hversu miklu betur ættu þá ekki jafnaðarmenn að vera færir um að leysa úr vandamálum þess velferðaiTÍkis er þeir sjálfir hafa upphugsað, barizt fyrir og skap- að? Alþýðuflokksmenn um land allt, ungir sem gamlir, keppa nú að því að setja fram á ljósan og skýran hátt hvernig leysa skuli til farsæld ar þau mál er varðar framtíðar- hag íslendinga. Ég vil því hvetja alla kjósendur til þess að kynna sér sjónarmið Alþýðuflokksins og styðja flokkinn í baráttunni fyrir aukinni velferð og hagsæld alls almennings. Ég vil einkum hvetja ungt fólk til þess að kynna sér í'ækilega stefnumál Alþýðuflokks- ins um íslenzkt þjóðfélag framtíð arinnar. Iiugsjónir Alþýðuflokks- ins frá fyrri árum eru staðreyndir íslenzks þjóðfélags í dag, hugsjón ir Alþýðuflckksmanna í dag verða staðreyndir íslenzks þjóðfélags í náinni framtíð. Hvað geturðu sagt okkur í fáum crðum um áhugamal þín vai'ðandi kjördæmið? ,,Eitt helzta áhugamál mitt hér ‘heima fyrir er það, að allt Reykjaneskjöi-dæmi sunnan Hafn- arfjarðar verði gert eitt lögsagnar umdæmi. Með slíkri sameiningu sveitarfélaga tel ég að gera megi mun stærri átök um sameiginleg framfaramál þessa byggðarlags. Með tilkomu hins nýja Keflavíkur vegar hefur okkur Suðurnesja mönnum orðið það ljósara en áð- ur hve mikil nauðsyn er á bygg- ingu vega með varanlegu slitlagi til sem flestra byggðarlaga, kaup- túna og þorpa, hér á Reykjanes- svæðinu. Þetta er t.d. eitt þeirra mála sem ég tel að leysa megi fljótar og öruggar ef sterk hér- aðsstjórn væri í þessum byggðar- lögum og íbúar Reykjanesskagans gætu komið fram sem einn, sterk ur aðili. Annað mál sem mér ligg- ur á hjarta er það að ég tel að öll símaþjónusta við íbúa Suður- nesja sé illviðunandi. Ég tel að símanotendur sunnan Hafnarfjarð ar greiði tiltölulega mun meira gjald fyrir alla símaþjónustu en íbúar höfuðstaðarins. Þetta er eitt þeirra mála er væri valið viðfangs efni öflugrar héraðsstjórnar Reykjaneskjördæmis. Fleiri mál mætti tína hér til en ég tel að eitt brýnasta hagsmunamál míns byggðarlags sé þessi stækkun lög sagnarumdæmis og myndun öfl- ugrar héraðsstjórnar fyrir svæðin sunnan Hafnarfjarðar". Hvað viltu segja um liorfur Al- þýðuflokksins í Reykjanesi í kom- andi kosningum? Ég vil nú engu spá um kosninga úrslit. Hins vegar tel ég góðan hljómgrunn meðal kjósenda, eink um ungs fólks, fyrir störfum og. stefnu Alþýðuflokksins hér í Reykjanesi eins og annars staðar um landið. Má benda á, að þrátt fyrir illspár og úrtölur vann Al- þýðuflokkurinn í Keflavík mikinn sigur í síðustu bæjarstjórnarkosni ingar. Ég held að fólk almennt hljóti að átta sig á því og viður- kenna það að Alþýðuflokkurinn er það afl sem allir vinstri ménn eiga að sameinast um. Ef klofn- ingsaðgerðir og sundrungahjól á- byrgðar- og atkvæðalítilla manna bitna á Alþýðuflokknum bitna þær þó enn harðar á hag launa- stéttanna og verkalýðsins sem A1 þýðuflokkurinn hefur jafnan bar- izt fyrir. Vilji vinstri ménn tryggja framgang hugsjónamála sinna ber þeim því að snúa til liðs við Alþýðuflokkinn og veita þeim stjórnmálasamtökum íslenzkra jafnaðarmanna brautai'gengi. Al- þýðuflokksmenn á Reykjanesi! Hagur flokks ykkar og kjördæmis ykkar og hugsjóna ykkar er kom- inn undir því einu iað þið vinnið ötullega að því að efla fylgi Al- þýðuflokksins. Stöndum því fast um flokk okkar ig sækjum fram til sigurs undir merkjum lýðræðis jafnaðarstefnunnar ‘á íslandi, — undir merkjum ALÞÝÐUFLOKKSINS. Kópavogur er or'ðinn næststærsti bær á landinu. 26. maí 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.