Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: SÉRA VIGFÚSINGVAR SIGURÐSSON BORGARFJÖRÐUR eystri er talinn einn fegursti íjörðurinn á Austurlandi. Undirlendi er þar breiðara og víðara en annars staðar. Álfaborgin blasir við augum, þegar inn er siglt fjörð- inn. Dyrfjöllin há og tignarleg í vestri, en Svartafell og Geit- fell takmarka byggðina að aust- an og Staðarfellið í suðri tengir saman fjallahringinn. Prestsetr- ið Desjarmýri er þarna stað- sett innarlega fyrlr botni fjarð- arins með fögru útsýni til allra átta. AS Desjarmýri hafa setið margir ágætisklerkar og þangað var kvaddur til prestþjónustu Vigfús Ingvar Sigurðsson 1912, og því embætti hélt hann óslitið í um það bil hálfa öld, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Þess má þó geta í því sam- bandi, að þegar séra Ingvar, eins og ég var vanur að kalla hann, varð sjötugur, óskuðu sóknarbörn hans eftir því, að hann héldi prestskap áfram, eins lengi og lög frekast' leyfa. Varð hann við því kalli, og þess vegna varð embættistími hans svo langur, sem raun ber vitni. Séra Ingvar var fæddur að Kolsholti í Flóa 7. maí 1887, son- ur merkishjóna er þar bjuggu, Sigurðar Jónssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur, konu hans. Hann lauk stúdentsprófi 1909, og emb- ættisprófi í guðfræði 1912, og var sama ár vígður til Desjar- mýrar, sem hann fékk veitingu fyrir árið eftir. Desjarmýrar- prestakall og Borgarfjörður eystri varð síðan starfsvettvang- ur séra Ingvars alla ævi, og sá starfsdagur varð langur. Séra Ingvar var vandaður til orðs og æðis, og gekk upp í sínu starfi alla tíð. Hann sinnti sín- um embætt'isverkum með mik- illi trúmennsku og tefldi stund- um á tæpt vað til þess að kom- ast’ á tvær erfiðar annexíur í Njarðvík og Húsavík, en þangað 22. júní 1967 •- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J er alllangur og stundum erfiður vegur, eða réttara sagt var þá, til þess að hann gæti haft það samband við söfnuði sína, sem ætlast var til. Þetta kunnu söfn- uðir hans að meta, því að, eins og áður er sagt, skoruðu þeir einróma á hann að halda prest- störfum áfram eftir að hann náði sjötugsaldri, sem (hann og gerði Ennfremur var hann settur prófastur 1 Norðurmúla-prófasts dæmi síðustu árin. Auk prestverkanna sinnti séra Ingvar margvíslegum öðrum störfum fyrir sóknarbörn sín. Hann var oddvit'i Borgarfjarðar- hrepps í rúman hálfan fjórða áratug. Sýslunefndarmaður var hann í tvo áratugi. Formaður skólanefndar, í stjórn Búnaöar- félags Borgarfjarðar og í stjórn Kaupfélags Borgarfjarðar var hann einnig í mörg ár. Á Desj- armýri bjó hann myndarbúi eftir að hann kom þangað, jók mjög ræktað land jarðarinnar og bætti húsakost svo til fyrir- myndar var. í Borgarfirði og meðal Borgfirðinga undi hann sér vel, og landbúnaðarstörfin þar í fögru umhverfi voru hon- um mjög að skapi. Ég hef nú þekkt séra Ingvar í rúma fjóra áratugi, og tel að hann hafi verið mikill mann- kostamaður, hjálpfús, góðgjarn og vildi hvers manns vanda leysa. Hann unni íslenzkum fræðum og var manna fróðastur um ýmis söguleg efni, sérstak- lega um allt' er snerti sögu hér- aðsins, bæði fyrr og síðar. Hann hafði einnig mikið yndi af því sem kalla mætti alþýðlegan fróð- leik, persónusögu, þjóðsögum og frásögnum um sérstæða at- burði. Mörgu slíku hélt hann til haga og hafði yndi af að segja frá, enda var frásagnargáfa hans mikil og sérstök, og heillandi fyrir þá sem á hlýddu. Séra Ingvar var kvæntur Ing- unni Ingvarsdóttur, dóttur séra Ingvars Nikulássonar, er síðast var prestur að Skeggjastöðum. Var hún alltaf manni sínum hin styrkasta stoð, bæði í sálusorg- arastarfi hans, búsýslu allri og sem félagi. Kunni hann vel að meta þetta allt', enda voru þau hvort öðru handgengin. Þrjú börn þeirra eru á lífi, tveir syn- ir er búa nú á Desjarmýri og dóttir, búsett á Vífilsstöðum. — Eftir að séra Ingvar lét af prest- skap, fluttust þau hjónin til Hafnarfjarðar og hafa verið hér búsett hin síðustu ár. — 7. mai sl. átti séra Ingvar 80 ára afmæli en var þá kominn á sjúkrahús, og á sjúkrahúsi lézt' hann 11. þ.m. og fer útför hans fram í dag. — Ég votta konu hans, frú Ingunni, börnum þeirra öllum og barnabörnum innilegustu samúð. Nokkur huggun má þeim vera að minningin um hann mun lifa, ekki aðeins meðal þeirra Borg- firðinga, sem lífsstarf hans var bundið við, heldur einnig með öllum þeim, sem af honum höfðu nokkur kynni. Emil Jónsson. Ný uppfinning: „tvíbura-krani“ SKIPSTJÓRI einn í Álasundi í Noregi, Thor Fladmark, hefur fengið einkaleyfi á nýjum skips- krana og stofnað fyrirtæki í Osló með það fyrir augum að hefja framleiðslu og sölu á slíkum krön um. Fyrirtækið nefnist Cargo Handling International A/S. Sú stofnun í Noregi, sem fer með rannsóknir á sviði tæknibún- aðar skipa, hefur rannsakað krana .þennan og telur hann mjög góðan í samanburði við þ'á krana, sem nú eru í notkun. Krani þessi kallast „The Twin Crane“ eða tvíbura-kraninn og er knúinn með vökvaþrýstingi. Hann hefur tvo arma úr sama krana- húsi, sem þýðir, að hann getur unnið við tvær lúigur í einu og lyft allt að 5 tonnum í einu sitt hvoru megin á skipinu. Við þyngri verk geta báðir kranarnir starfað 1 saman, svo að þá er hægt að lyfta 10 tonnum með krananum. Telur framleiðandinn, að aðeins Á veiðum við Grænland Þetta er Pétur Sigurðsson, bát- urinn sem nú er á Grænlands- miðum og rótar þar upp fiski. Sú tilraun til veiða er stór- merk og er ekki ólíklegt að fléiri fari í hans slóð. taki tvær til þrjár mínútur að tengja kranana saman, svo að þeir geti unnið þannig. Hið nýja fyrirtæki vonast til að hafa fyrsta kranann af þessari gerð tilbúinn eftir tvo til þrjá mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hinn nýi krani starf- ar. Mesta leit að fjársjóðum i sögunni „MESTA leit mannkynssögunn- ar að fjársjóðum“ er lýsingin á þeim aðgerðum, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa hafizt handa um í því skyni að hjálpa vanþróuð- um löndum til að hagnýta málm lindir sínar. í landafræðilegum skilningi er lýsingin rétt, því hér er um að ræða ekki færri en 60 lönd. Þróunaráætlun Sam- einuðu þjóðanna (UNDP) legg- ur fram 41 milljón dollara (1763 milljónir ísl. kr.) til sérfræðiað- stoðar og undirbúnings fjár- festingar. Árangurinn er þegar farinn að koma í ljós. Þau 48 verkefni, sem nú er unnið að, 'hafa þegar leitt í ljós mikið' koparmagn á sjö svæðum í ^rg- entínu, 70—80 milljón tonn a£ járnmálmi í Mexíkó og verulegt magn af gulli í Tanzaníu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.