Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 16
Bert bak STUNDUM, en aS sjálfsögðu ör sjaldan, kemur það fyrir þá sniil- inga, sem skrifa Baksíðuna, að vita ekki hvað þeir eiga að skrifa um, og er þá að sjálfsögðu illt í efni, því að bert blað að baki er að sjálfsögðu afskaplega illa sett. Nú geta ber bök, sérstaklega á forkunnarfögrum skvísum, verið mjög svo indæll lilutur, einkum ef maður má koma við, en því mið ur mundi nú vera heldur hæpið að bera saman eitt venjulegt dag- blað, sem ekki er einu sinni prent að bláum, rauðum eða blárauðum lit eins og Tíminn, við forkunnar fagra skvísu, en þó mætti ef til vill finna eitthvað sameiginlegt með innihaldinu. Eitt dagblað er afskaplega virðulegt að framan og sýnir þar ekki annað en það allra bezta, sem það hefur upp á að bjóða, rétt eins og forkunnarfögur skvísa í bikini. Síðan kemur inn- volsið. Það er nú saman sett af ýmsu, misjafnlega geðslegu. Alís konar sögur, jafnvel kjaftasögur utan úr heimi, koma þar og svo er þar að sjálfsögðu leiðarinn á nokkurn veginn sama stað og hjartað í skvísunni. Framhalds- sagan kemur svo í óæðri endann og loks komum við enn einu sinni að beru bakinu. Augljóst er, að við svo búið má ekki standa. Hylja verður bakið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eins og við höfum áður sagt getur bert bak haft sinn sjarma, á minnsta kosti á meðan menn eru að velta því fyrir sér, 'hvort nokkuð sé hinum megin. En þarna komum við eiginlega að að- alatriðinu, og því, sem gerir ber bök á forkunnarfögrum skvísum sérlega 'ánægjuleg. Hvað gerist, þegar hún snýr sér við? Prestastefnunni lýkur í dag — Guðfræðiráðstefna sett á morgun. í Tjarnarkoti i; Það eiga heima hjónakorn í hólma úti í Tjörn, þar fæddust nýskeð fimmburar og falleg svanabörn. í Tjarnarkoti er túnið graent' og töðuvon í bú. En svanapabbi er sómakær «g sér um börn og frú. Og litlu skinnin undrast oft hinn ógnarstóra sjó. En svanamamma sveigir háls eg syngur þau í ró. — Heyrið þér illa? — Síðan hún kom kefur enginn kvartað. Það er undarlegrt að það skuli aldrei vera baegt að semja um frið, nema ÞaSf sé stríð fyrst. Qot/vi Það er svei mér grott að það skuli ekki vera mlkið að gera fyrir okkur táningrana í sumar. Þá gctur nsaður slæpnt með góðri santvúdta. Það getur vel verið gstt að hafa neytendasamtök, en ég vildi nú líka að einhv«rjir stofnuðu neitendasanutöh — H einkum fyrir ungar stúlkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.