Alþýðublaðið - 30.11.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Side 3
Vilja auka deilur og spilla samstarfi sagði Jón Þorsteinsson um höfunda vantraustsins VANTRAUSTSTILLAGAN er flutt á örlagarikum tímum, þegar Jijóöinni ríður á því, að standa saman, sagði Jón Þorsteinsson í út. varpsumræðunum frá Alþingj í gærkvöldi. Tilgangurinn með flutn- ingi tillögunnar er fyrst og fremst sá að skapa deilur og spilla fyrir árangri af þeim þýðingarmiklu viðræðum mllli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, sem fram hafa farið síðustu vikurnar og er hvergi nærri lokið, hélt Jón áfram. Höfundar tillögunnar eru þeir Eyteinn Jónsson og Lúðvík Jós- efsson. Væntanlega gera þeir sér ekki miklar vonir um, að tillag an verði samþykkt, enda eru þeir ekki reiðubúnir til að taka við landsstjórninni. Eysteinn og Lúðvík hafa enga nýja lausn á takteirium og reyndar óvíst, livort þeir koma sér saman um nokkuð annað en að vera á móti ríkisstjórninni. Eysteinn og Lúðvík gleyma því ekki, að það var í raun réttri verkalýðshreyfingin, sem svipti þá ráðherrastólum haustið 1958. Verkalýðshreyfingin gerir sér grein fyrir, að ef ríkisstjórn in félli, gæti orðið bið á því, að ný ríkisstjórn yrði mynduð, sem væri jafn fús til góðs samstarfs við hreyfinguna og núverandi stjórn, Jón Þorsteinsson sYigðl, að gengislækkunin mundi reynast hagkvæmasta ráðið til að auka eftirspurn eftir vinnuafli og bæta úr atvinnuskorti. Örugg atvinna og blómlegt atvinnulíf væru lang þýðinglarmesta hjagsmunamál launþega- og verkalýðssamtaka. Jón ræddj um nokkrar hliðar ráðstafanir með gengislækkun- inni, sem minnzt hefði verið á, lagsákvæði og aukið verðlagseft irlit. 2) Lækkun tolla. 3 Hækk un ellilífeyris og fjölskyldubóta. 4) Ný fjárframlög til húsnæðis- mála. 5) Hækkun eignaskatts, og 6) Uppbætur á sparifé. Kvað Jón það skipta miklu, livað úr yrði um hliðarráðstafanir, en um það mundi ríkisstjórnin hafa ná in samráð við verkalýðshreyfing una. Yfirlýsing frá miðstjórn ASÍ Miðstjórn Alþýðusambands íslands lýsir undrun sinni á þeim ómaklegu ummælum, sem dagblaðið Tíminn hefur í dag eft- ir formanni B.S.R.B., Kristjáni Thorlacius um að forseti Al- þýðusambands íslands hafi brugðizt í forustuhlutverki sínu varðandi kjaramál launþega. Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir þessum ummæl- um sem tilhæfulausum og ósönnum, en að þessum máluin hefur forsetinn unnið í fyllsta samræmj við samþykktir mið- stjórnar. v Miðstjóm sambandsins er þeirrar skoðunar að slík ummæli, sem þessi, geti einungis orðið til þess að skapa tortryggni milli Alþýðusambandsins og B.S.R.B. 1 Jafnframt lýsir miðstjórnin fyllsta trausti sínu á Hannibal Valdimarssyni sem forseta Alþýðusambands íslands. Reykjavík, 29. nóvember 1967. Jón Þorsteinsson. Jón taldi í ræðu sinni, að þjóð in hefði verið komin út á hættu jNefndi hann skipasmíðar og skipaviðgerðir, veiðafæragerð, prentun bóka, smíði eldhúsinn- Framhald á 15. síðn. Eðvarð Sigurðsson Jón Signrðsson Guðm. H. Garðarsson Sveinn Gamalíelsson Hulda Ottesen Óðinn Rögnvaldssop lega braut, er ódýrara var að sækja til útlanda fjölmargt, sem' við getum framleitt sjálfir. Snorri Jónsson Einar Ögmundsson Pétur Kristjánsson Jóna Guðjónsdóttir Guðjón Jónsson. IH&-1 ! n MEÐAISMÐ SlLDARSKIPA AUKIN' ÚR 82 i 223 LESTIR Raeða Jóns Armanns Héðinssonar á Alþingi Um það verður ekki deilt, að þjóðin vottaði Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum ótvírætt og taldi þessar: 1) Ströng verð- 'traust með góðum meirihluta í FLOKKSSTARFIÐ FÉLAGSVIST Spilakvöld verður í Lídó í kvöld, 30. nóvember, og hefst klukkan 8,30 stundvíslega. Stjórnandi verður Gunnar Vagnsson. Ávarp flytur Karl Steinar Guðnason kennari. Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja fyrir dansi. Athygli skal vakin á því, að þeir sem koma fyrir kl. 8,30 þurfa ekki að greiða rúllugjald. Alþýðuflokksfélag. Reykjavíkur. BAZAR kvenfélagsins Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur bazar í Iðnó uppi laugar- daginn 2. desember n.k. Tekið verður á móti munum til bazarsins, milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi n.k. laugardag í Iðnó. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 16724. nýafstöðnum kosningum. Þessir flokkar ákváðu því að hafa á- fram stjórnarsamvinnu og byggja á heilbrigðum grunni stefnu sína, sem er landsmönnum vel kunn frá ræðu forsætisráðherra í upphafi þingtímans. Þannig mælti Jón Ármann Héð insson í útvarpsumræðunum í gærkvöldi. Og hann sagði: Vissulega er ekki unnt að ráða við allt í þjóðarbúskap okkar ís lendinga og núverandi stjórn ætl ar sér það ekki heldur. Hins veg ar hefur hún sett sér það mark mið og nýtur til þess stuðnings meirihluta Alþingis, að halda á- frám að byggja upp og efla vel ferð í þessu landi. Það er heilbrigt að rökræða um leiðir, en það er lágmark;- krafa að'um möguleika til aukirm ar hagsældar sé rætt af fullri einurð og ábyrgð, en ekkj með upphrópunum um að breyta þurfi um menn og nefna ekki í leið- inni neina sérátaka úrlausn á aðsteðjandi vandamálum. Slíkt hjal ber ekki vott um raunsæi. Það eru engin ný sannindi. að við íslendingar megum hafa okkur alla við til þess að geta lifað hér menningarlífi. Hitt mætti fremur kalla afrek, að geta rekið hér svo umfangsmik- inn þjóðarrekstur sem hið unga lýðveldi er orðið í dag. Þetta er því aðeins mögulegt, að allir landsmenn leggja að sér jafnan mikla vinnu og stórhluti þjóðar innar fer v.el með sitt og ráð- stafar < arði sínum skynsamlega. Það er von okkar Alþýðuflokks manna, að þetta fólk fái að njóta sín sem mest og svo mikill var stuðningur þessa fólks við Al- Jón Ármann Héðinsson. þýðuflokkinn í kosningunum í vor, að hann mun ekkj vega að þessum liðsmönnum nú. Hitt vit um við, sem sitjum fyrir Alþýðu flokkinn á Alþingi nú, að mik- ill vandi er á liöndum um ákvarð anir til lausnar þeim erfiðleik- um, sem við er að etja í dag ■ Engu að síður er það von okk j Framhald á 15. sí'ðu. 19,16% uppbót á laun 1. des. í frétt frá Hagstofu íslands seg ir að Kauplagsnefnd hafi nú reiknað út verðlagsuppbót á laun frá og með 1. des. samkvæmt 1. gr. laga nr. 70/1967. Samkvæmt útreikningi þessum skulu upp- bætur á laun og aðrar greiðslur, sem fylgt hafa kaupgreiðsluvjsi- tölu hækka úr 15,25% í 19,16% og er uppbót þessi miðuð við grunnlaun og aðrar grunngreiðsl ur. 7 Þá hefur Kaúplagsnefnd reikn- að út vísitölu framfærslukostnað ar í nóvemberbyrjun og reyndist hún vera 206 stig eða 11 stigum hærri en hún var í októberbyrj- un. 10 stig af þessari hækkun . eru tilkomin vegna lækkunar á | niðurgreiðslum úr ríkissjóði, sem j komu til framkvæmda í byrjtm j október, en 0,9 stig stöfuðu rf hækkun á verði áfengis og tó- baks. 30. nóvember 1967 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.