Alþýðublaðið - 30.11.1967, Síða 15

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Síða 15
Jón Ármann Framhald af 3. síðu. ar að menn muni láta skynsemi ráða, en ekki rasa um ráð fram með kröfum, sem ómögulegt er að fá framgengt nema með því að auka til muna verðbólgu og glundroða í íslenzku efnahags- kerfi. Við treystum því, að almenn- ingur vilji standa áfram að baki okkar í viðleitni til þess að hafa hér frjálsa verzlun og athafnir með fullri ábvrgð hvers þegns, er tekur á sig af fúsum vilja þær skyldur, sem lýðveldið legg ur honum á herðar. Þess vegna mun Alþýðuflokkurinn standá fast um núverandi stjórn og stjórnarstefnu. Jón Ármann gerði sérstak- lega að umræðuefni aukningu síldarflotans, úr 21,113 lestum 1969 í 33.933 lestir 1967. Meðal stærð skipanna hefur aukizt úr 82 jlestum í 223 lestir, verð Þeirra hækkað úr 5-6 milljónum í 18-22 milljónir. Sýndj hann fram á, hve mikl ar tekjur þessi nýju skip þyrftu — og væri því óraunhæft að segja, að verðlag afurða væri eins og meðalverð fyrir 5-7 ár- um, því tilkostnaðurinn væri miklu meiri. hingað áður með ýmsum félags- liðum. í fararstjórn eru Bocek, for- Tékkóslóvaíku, 1. Knotek, formað Tékkóslóvaíku, I. Knotek, formað ur Tækninefndar tékkneska sam- bandsins, dr. med. Jeschke, og B. König, þjálfari. Aðgöngumiðasala að leikjun- um hefst í Bókaverzlún Lárusar Blöndal á Slflilavörðustíg og í Vesturveri í dag. Verð aðgöngu- miða er það sama og áður, 125 krónur fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. Iþrótt'r ' Fran’hald af 11. síðu. anlegar væru breytingar í síðari leiknum á mánudag. Liðið, sem hér er birt leikur fyrri leikinn. Vonandi gengur allt vel, en val- ið er í einstaka tilfellum vafa- samt: ★ Þriffji og f 'órði Ieikurinn. Leiknir verða þriðji og fjórði landsleikir þjóðanna, fyrst léku Tékkar og íslendingar í HM 1958 og Tékkar sigruðu með 27 mörk- um gegn 17. í HM 1961 lauk við- ureign íslendinga og Tékka með jafntefli, 15:15. — Leikurinn a sunnudag 'hefst kl. 16, en kl. 15 hefst leikur unglinga, en lands- liðsnefnd velur bæði liðin. — Á mánudag hefst landsleikurinn kl. 20.15, en leikur unglinga kl. 19.15. Svíinn Lennart Larsson dæmir báða leilflina, en markadómarar verða Magnús V. Pétursson og Vafur Benediktsson í fyrri leikn- um og Björn Kristjánsson og Reýnir Ólafsson í síðari leiknum. 'íekkamir koma á laugardags- kvöld og dvelja á Hótel Sögu. Á surínudagskvöld sitja þeir boð Menntamálaráðuneytisins og á ■þriðjudag verður boð inni hjá tékkneska sendifulltrúanum. Tékkneska liðið fer utan á fimmtudag og leikur við Norð- menn í Osló á föstudag og síðan fara Tékkarnir til Kaupmanna- hafnar og leilfla við Dani á mánu dag. * Téltkneska liðið. Alls verða 17 manns í tékk- nes'ka flokknum, en eftirtaldir leikmenn koma hingað: Arnost, Skarvan, Havlík, Herman, Duda, Mares, Rázek, Frolo, Benes Bruna, Koríecný, Gregor og Cinner. — Fletetir þessara leikmanna léku með tékkneskfi landsliðinu, sem vann heimsmeistaratitilinn í fyrra og sjö þeirra hafa komið Ræ^a Emils Framhald af 1. síffu. synlegt þótti að lækka gengi ís- lenzku krónunnar svo ofsalega ekki einu sinni, heldur í tvígang. Það skyldi maður þó ekki halda, að stjórnarstefnan á undanförn- um árum hafi verið mjög slæm, því að 3 ár áður hafði Fram- sóknarflokkurinn verið í ríkis- stjórninni og ráðið stefnunni eins og aðrir, er þar áttu sæti, og skildi maður ætla, að þá hefði betur verið ráðið en nú hefir verið gert. En þetta fór nú svona samt. Þess er þö skylt að geta„ að fyrrj gengisfellingin, í september 1949, var gerð í sambandi við; að Bretar felldu gengi síns ster lingspunds, og fylgdum við þvl þá, en heldur ekki meira, en lét um -óleyst vandamál okkar eigin efnahagslífs, og leiddi það til þess, að gengisfellingin í marz 1950 var gerð, réttum sex mánuð um síðar. Þarna er störfum Framsóknar- flokksins rétt lýst. Þeir bera vantrauststillögu á Sjálfstæð- isflokkinn til þess að komast { ríkisstjórn en þegar þeir eru komnir þá samþykkja þeir sömu gengislækkunina og Sjálfstæðis- flokkurinn hafði áður lagt til! En ég hygg, að með því verði enginn vandi leystur nema ef til vill sá, sem er Framsóknar flokknum á liöndum, vegna þess að hann á ekki sæti í ríkisstjórn inni. Spegill samtíöar Framhald af 2. síffu. Bókin skiptist í Þrjá megin- f’okka: Fyrst koma greinar um hitt og þetta fólk, bæði sér- kennilegt og venjulegt fólk — að bví er Steingrímur segir sjálfur. Þá koma viðtöl og kynni Steingríms af ýmsum þekktum listamönnum, en síðast koma ell- efu greinar um hin og þessi íyr irbæri í samfélaginu. Steingrímur sagði í samtali við blaðamann í gær, að allar þessar greinar væru skrifaðar frá sjónarhóli leitandi blaða- manns. Steingrímur segir um þessa nýju bók sína, Spegill samtíðar, að hún sé bergmál frá blaða- mennskuferli sinum. Má bað með sanni segja. Þess skal getið, að í blaðinu á morgun birtist viðtal við Stein grírri Sigurðsson um einstaka kafla bókarinnar og auk þess ýmis lífsviðhorf þessa merka, fjöl hæfa listamanns. Minning Framhald af 5. síffu. sökum verið í brennidepli um- ræðna og átaka á sviði efnahags snála og stjórnmála alla tíð síðan 1939. Má því segja með sanni, að fáar og jafnvel engar nefndir hér á landi gegni ábyrgðarmeira og viðkvæmara hlutverki en Kaup- lagsnefnd. Það talar sínu máli um hæfileika og mannlkosti Björns E. Árnasonar, að hann skyldi vera formaður þessarar nefndar í 22M> ár og til dauða- dags. Enginn maður heldur slíku starfi í nærri 30 ár, nema hann njóti óskoraðs trausts í öllum herbúðum og hafi aukl þess til að bera reynslu og þekkingu, sem er aðeins fáum gefin. Á samstarf okkar Björns bar aldrei skugga og það, sem ég á honum að þakka frá umliðnum árum, verður ekki rakið hér, en sérstaklega minnist ég þess, hve vel 'hann tók mér, miklu yngri og reynsluminni manni, í upphafi samstarfs okkar. Björn var mjög hár vexti, ris- mikill og sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann var mikið karlmenni, sem lét fátt á sig fá, eins og þrautseigja hans í miklum veikindum síðustu árin sýndi. — Björn var þægilegur maður í um- gengni, hressilegur og bjó yfir, ríkri kímnigáfu, enda var vina- og kunningjahópur hans stór. — Hann sýndi festu í skiptum við menn, þegar það 'átti við, en öll mál sótti hann með drengskap og hærgætni. Hinn 3. febrúar 1923 kvæntist Björn eftirlifandi konu sinni, Margréti Ásgeirsdóttur, hrepp- stjóra á Arngerðareyri, Guð- mundssonar, hinni ágætustu konu. Þau eignuðust tvö börn, Árna endurskoðanda, sem kvænt- ur er Ingibjörgu Jónsdóttur og Aðalbjörgu, sem gift er Skúla Guðmundssyni verkfræðingi. — Frú Margrét bjó manni ísnum friðsælt og fagurt heimili, sem var gott heim að sækja. Og hún var honum ómetanleg stoð og stytta síðustu árin í veikindum hans. Þrátt fyrir þau, hélt 'hann reisn sinni og sálax'kröftum til síðustu stundar. Vinir og samstarfmenn Björns E. Árnasonar kveðja hann með söknuði og þakka honum góða samfylgd. Klemens Tryggvason. rekenda. Það ber réttsýni og þol inmæði Björns fagurt vitni, að öll þessi ár hefur aðeins örfáum sinríum þurft að greiða atkvæði í nefndinni, og aðeins einu sinni þannig að um djúptækan ágrein- ing hafi verið að ræða. Birni var starfið í Kauplagsnefnd mjög hjartfólgið, og jafnvel síðari ár- in, þegar hið mikla starfsþrek hans minnkaði, slakaði hann aldr ei á kröfum til sjálfs síns um að fylgjast nákvæmlega með öllum atriðum. Frá mörgum fundargerð um var gengið við sjúkrabeð hans heima eða á sjúkrahúsi. Síðustu fundargerð nefndarinnar undir- ritaði hann á Landspítalanum fá um dögum fyrir dauða sinn. Við undirritaðir, sem um margra ára skeið vorum sam- verkamenn Björns í Kauplags- nefnd, vottum fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Við minnumst meff söknuði hins' réttsýna manns og karlmenn isins Björns E. Árnasonar. Björgvin Signrffsson. Torfi Ásgeirsson. James Callaghan var fyrst kjör inn á þing fyrir Verkamanna- flokkinn árið 1945. í fyrstu rík- isstjórn Verkamannaflokksins var Ihann gerður ritari í samgöngu- málaráðuneytinu og á itímabilinu 1950—51 hafði hann á hendi sömu stöðu í hermálaráðuneytinu. — Fylgi Callaghans innan Verka- mannaflökksirís fór stöðugt vax- andi og þegar Gaitskell, þáver- andi formaður flokksins dó 1963, var hann einn þeirra, sem líkleg- astir þóttu í formannssætið. Við kosningar um formann varð Wil son samt hlutskarpastur eins og kurínugt er. Jón Þnrsiesnsson Framhald af 3. síffu. réttinga og framleiðslu ýmis konar vamings. Gengislækkunin verði innlimdum framleiðendum styrkur til að auka samkeppnis- hæfnt og framleiðni fyrirtækja sinna og muni þannig renna nýj um stoðum undir innlenda at- . . < vinnuveei. Callaghan Framhald af 1. síffu. öruggur. Þar sem gengi pundsins hefði verið fellt þvert ofan í staðhæfingar hans, væri eðlilegt að annar maður tæki við fjár- málaráðherraembættinu. Wilson, forsætisráðherra, hef- ur jafnan sagt, að Callaghan mundi ekki segja af sér, en fæst- ir stjórnmálafréttaritarar hafa tekið þau ummæli alvarlega. — Margir töldu að Callaghan kynni að taka við embætti utanríkisráð- herra í stað Georges Brown, sem yrði þá gerður að formanni þing- flokks Verkamannaflokksins. J- Þetta hefur nú rey rangt og í tilkynningu ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tekið fram að Brown muni halda áfram að vera utanríkisráðherra. SERVÍETTU- PRENTUN SÍM£ 32-101. TrúlofuBarhrlngaií Guðn. »orsteiniBS<»5 > rnllsmlðu? ) Bankastra*i> t Lokað Vegna jarðarfarar heiðursfélaga félagsins, Björns E. Árnasonar, verða skrifstofur fél- agsmanna lokaðar efir hádegi í dag. Félag löggiltra endurskoðenda. BJÖRN E. ÁRNASON var for- maður Kauplagsnefndar frá því sú nefnd var stofnuð í apríl 1939 og til dauðadags, en þeirri nefnd er falið, með aðstoð Hagstofunn- ar að reikna vísitölu framfærslu kostnaðar. Auk formanns, sem tilnefndur er af hæstarétti, sitja i nefndinni fulltrúi Alþýðusam- bandsins og fulltrúi Vinnuveit- endasambandsins. í meira en fjórðung aldar eða rúm 28 ár þurfti Björn að ná samkomulagi við fulltrúa laun- þega og fulltrúa atvinnurekenda um vafaatriði varffandi útreikn- ing þessarar vísitölu, sem mest- allan' tímann hefúr haft mikla þýðingu fyrir kjör launþega og þá einnig fyrir tilkostnað atvinnu Hjartkær e'ginmaður minn ÍSLEIKUR ÞORSTEINSSON. söðlasmiður, Lokastíg 10, andaðist á el’iheimilinu Grund, 28. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Fanney Þórarinsdóttir. 30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.