Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 2
árum, að þýðing sumarbúðanna verði mun meiri en í dag. aEIÍPWÐ IDíKlvyiDiF) Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenedKct Gröndal. Símar 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. - Askriftargjald kr. 120,00. - I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf' Sumardvöl FYRR á árum, þegar atvinnu- vegir íslendinga voru fábreytt- ari en nú, var næsta auðvelt að fá sumaratvinnu fyrir börn og uáglinga, ýmist í sveit eða salt- fi§ki. Þau störf voru börnunum héll og góður forsmekkur af lífs in^ skóla. Nú er þetta orðið vandamál. ÞJóðinni hefur fjölgað ört og ár- gangar skólafólks eru margfalt stferri en áður. Jafnframt hefur landbúnaður dregizt saman og fi^kvinna úti svo til horfið. Nú er mikið vandamál að forða börn uöx og unglingum frá atvinnu- leysi á sumrin. Aðrar þjóðir búa að tvennu leyti öðru vísi í þessum efnum. Þær hafa skólana lengri og sum- arleyfi þeirra styttri en við. Síð an er alls ekki gert ráð fyrir, að þjóðféiagið hafi til taks atvinnu fyrir hinn mikla fjölda skóla- barna, heldur er þeim ætlað að skreppa í sumarbúðir og hvíla sig í sumarleyfrnu eins og annað vinnandi fólk gerir (því skólaset- an jafngildir hverri annarri vinnu). Hér á landi þarf að koma upp meiri og betri sumarbúðum fyrir börn, helga þær mismunandi tóm stundaverkefnum og setja þessi mál í fastar skorður. Þá verður að stilla dvalarkostnaði svo í hóf, að allir hafi ráð á að veita börn- um sínum þessa tilbreytingu. Líklegt er, að þær breytingar verði á þjóðfélagsháttum á næstu Kurt Zier Kurt Zier hefur nú slitið Mynd listar- og handíðaskólanum í síð- asta sinn. Lætur hann af störf- um sem skólastjóri og heldur til heimalands ■ síns, Þýzkalands. Lokasýning skólans gefur nú eins og undanfarin ár mynd af fjölbreyttu og þróttmiklu starfi. Er sýnilega vel unnið í þessu musteri myndlistarinnar, hugað rækilega að grundvallaratriðum og lögð áherzla á að kenna fyrst það, sem þeir kalla „mál- fræði“ listarinnar, áður en nem endur flytja sig í flokk meistar- anna. Þarf ekki að efa, að þessi skóli hefur, undir stjórn þeirra Lúðvíks Guðmundssonar og Kurt Zier, unnið stórbrotið verk á sínu sviði og opnað þjóðinni ný lista svið. íslendingar sjá eftir Kurt Zier og standa í mikilli þakkarskuld við hann fyrir það starf, sem hann hefur unnið hér á landi. Helgi Valtýsson: TJÖRNIN Fegurðarauki köfuðborgarinn ar, stolt og yndi, Vítaverð van ræksla um ár og aldir! Cr tjörnin hættuleg? Ég hefi aldrei orðið meir for viða, en er ég las ofanskráða fýrirsögn yfir stuttri tvídálka grein í Alþýðublaðinu s. 1. sunnudag 5. þ. m. Þetta var stórletruð fyrirsögn, og stutt ur inngangur greinarinnar settur með hálffeitum corpus. Það var ófögur klausa. Höfundur greinarinnar get- ur ekki verið Reykvíkingur, svo ófróður virðist hann vera um sögu Tjarnarinnar og ör- lög frá þeim tímum, er flest eða öll skolpræsi og frárennsli Miðbæjarins umhverfis lágu í Tjörnina — og síðan einnig í lokaðan Lækinn. Og um ára- tugi var hundum og köttum drekkt í Tjörninni eftir þörf- imi. Furðublindir virðast Reyk- víkingar hafa verið — og eru enn — um takmark og örlög Tjarnar sinnar, þessa ómetan- lega fegurðarauka, gleðigjafa og hressingar-vettvangs höfuð borgarinnar, sem vítavert hef ir verið vanræktur af öllum borgaryfirvöldum um langan aldur. Tjarnarást mín Frá því er ég fyrst settist að í Reykjavík, hefir Tjörnin htifið mig stórlega. Hún gladdi mig og grætli. „Ég fékk hana á heilann,“ og hefir hún ekki sleppt takinu síðan, þrátt fyrir áratuga fjarveru. Fyrir 30-40 árum fór ég fyrst að hreyfa Tjarnar-málum. Fyrst í Alþýðublaðinu, að mig minnir. í löngum greinurp og stuttum. Stundum í smápistl- um vinar míns Ilannesar á F'irnínn. Og einmitt hér vor- um við sammála sem um svo margt er horfði til menningar- og fegurðarauka Reykjavíkur. (M. a. Örfirisey sem eðlilega átti að verða mikilvægur og merkur hluli í fegurðarauka borgarinnar.) Ég ætla ekki að rifja upp hér aðdáun mína og áhyggjur útaf Reykjavíkur-Tjörn, þótt þar væri margs að minnast. Hvílíkur fegurðarauki hún raunverulega er borginni, þrátt fyrir vanrækslurnar, þeg ar t. d. síðsumardagur bregður sólbláu brosi á húmað yfir- borð Tjarnarinnar, sem auðvit að ætti að vera blikandi bjart ur sólsindrandi töfraspegill, sem endurvarpaði fegurð um- hverfisins í dásamlegum ljóma, væri vatnið tært og hreint til botns. Og þá myndi sá æskulýð ur og eldri( sem hugfangnir gengju sér til skemmtunar um- hverfis Tjörnina í húmblíðu kvöldsins, ósjálfrátt raula fyrir munni sér hugljúfri hvísl- andi gleði:--Spegill, spegill herm þú hver. . . . ? Tjörnin okkar allra. Frumhugmynd mín um Tjörnina var á þessa leið: Nauð synleg hreinsun Tjarnarinnar niður í hvítan skeljasand, sem sennilega verður þó að sækja útí „Flóann“. Síðan leiddur hreinn sjór sunnan úr Skerja firði og látinn mynda hægt rennsli niður í Tjörnina, nægi lega sterkt til þess að ósýni leg straumhreyfing haldi hreinu yfirborði vatnsins. Helzt hefði ég kosið að breyta Tjörninni á þennan hátt í hreint og tært sjávarlón með skeljum og fögrum smágerv- um sjávargróðri og lífi, með hressandi saltfrískum sjávar- ilm í sólþrungnum kvöldblæn um. Þessari unaðshugmynd minni hefi ég lýst svo ræki- lega um áratugi, að ég fjöl- yrði það eigi frekar né endur tek. Alþýðublaðið geymir óef að syrpu af Ijarnarhugleiðing um minum og tjarnar-ást, svo að eigi er þörf að bæta þar við. Ég vil aðeins lýsa því fyrir Reykvíkingum, hve það hefir glatl mig um langa ævi í éinverustundum mínum að loka augum og sjá Ijóslifandi fyrir mér þetta bjarta sólbros borgarinnar yfir Tjörninni og umhverfi hennar með leiftr- andi geislabliki gegnum tært lóiiið niður á hvítan sandbotn Tjarnarinnar. Og ég sé borgar búa glaða og hreykna ganga í smáhópum fegursta bouleverd Reykjavíkur framyfir mið- nætti, umhverfis Tiörnina sól bjarla hásumarnóttina. Þessari Tjörn myndi stór- Reykjavík halda hreinni — og aldrei gleyma. Lækurinn Ég varð þess brátt var--- fyrir 40-50 árum, að þrátt fyr ir yfirborðsfegurð Tjarnarinn Framhald á bls. 14 VIÐ nóT— MÆLUM Flugkennarar Laugardaginn hinn 27. 4. 1968 birtist í Morgunblaðinu aðalfrétt dagsins undir þessari fyrirsögn „Flugkennarafélag stofnað.“ Þessi stórfrétt er vel til þess fallin að vekja lil um hugsunar um þessi mál og þá ekki sízt þessi setning í frá- sögn af tilgangi félagsins. ,,Að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna og vera forsvari fyrir þá gagnvart atvinnuveitend- um, yfirvöldum og öðrum að- ilum, innlendum og erlendum,- sem félagið kann að eiga sam- skipti við.“ Innihald fréttarinn ar er slíkt, að skilja má á marga vegu, t. d. ef einhver hinna svokölluðu „flugkenn- ara“ verður fyrir óhöppum við kennsluna og margsinnis fótaskortur á sannleikanum eftir á vil ég mega draga þá ályktun að þá geti (yfirvöldin) fengið tilkynningu frá félag- inu um að láta ,,sannleikann sofa svefni hinna réttlátu.“ En frá mínum sjónarhóli séð tel ég iþó að það sé eitt atriði sem ekki ætti að fá að hvíla í þögn og friði og vitna ég um það til Vísis 12. 2. 1968, en þar stendur orðrétt „Telur eftirlit ið og margir kunnáttumenn að granda mætti vél með skoti sem þessu.“ En þeir sem korriið hafa þessari frétt á framfæri hafa ekki hirt um að láta þess getið að vélin flaug langt undir leyfilegri flughæð sem þó var staðreynd og þessir menn láta undir höfuð leggjast að gera sér grein fyrir um- fangi flugeldaskots og hraða Ijóskúlunnar og að ganga fram hjá þessu tel ég sé verið að „láta sannleikann hvíla í friði“. Þó að þarna hafi um- velt „margir kunnáttumenn“ þá tala þeir ekkert um hvort símalínur séu hættulegar litl um kennsluvélum og hvort há spennulínurnar séu ekki var hugaverðar kennslunni. Jæja, kannske það sé bezt að iáta þessi atriði hvíla í friði. En fyrst ég er farinn að ræða um þessi- mál á annað borð er ekki óeðlilegt að ég spyrji hvernig heíur verið hátlað rannsókn þessa máls. Hefur það til dæmis komið fram að hina svokallaða ,,flugkennara“ skorti skynsemd og vilja til þess að segja sannleikann og ekkert annað en sannleikann við lögreglurannsókn málsins. Hinn 9. maí þetta ár eru liðn ir 3 mánuðir síðan ég hagaði mér eins og kjáni að dómi Frh. á 14. síðu. 2 14. maí 1968 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.