Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. október 1968 m Jón Hjaltalín brýst í gegn. ' ' ' Bréfa— kassinnI Um fjárhags- tjón af völdum vinnuvéla Mjög er það bagalegt hve títt það gerist að stórvirkar vélar skemma síma- og rafmagns- kapla í jörðu niðri. Veldur þetta oft talsverðum óþægind- um og jafnvel fjárhagstjóni, a-m.k. hjá þejm, sem kostnað- ina bera af viðgerð jarðstrengj anna. Síðast vejt ég um 3 ó- höpp af þessu tagi, nú sl. viku. Fyrst kljpptur sundur streng-. ur í Fossvogi, sem gerði sím- ann óvirkan á annan sólar- hring milli Reykjavíkur og Kópavogskaupstaðar og Hafn- arfjarðar, svo sögðu blöðin frá sundursliti á jarðstreng fyrir austan Fjall og loks við ræs s- gerð hér í Hafnarfjrði var klipptur símastrengur, sem skar burtu símasamband heil- an dag við eina eða fleiri göt- ur- Hér er eitthvað í ólagi, ann- aðhvort vantar strangar regl- ur og þung viðurlög og þá fjársektir fyrir að' skemma tæki almennings, þótt í jörðu séu falin, eða skýrar reglur um hvernjg forðast megi slík tjón. Svo getur í þriðja lagi verið um vítaverðan trassa- skap þeirra að ræða er fram- kvæma eiga stórvirki, þar sem "grafa þarf í jörðu — grafa fyr- ir húsgrunnum, ræsum o.m.fl. hegar símastrengir eru lagðir í jörðu utan bæja, er vani að merkja hvar línan l ggur, en í bæjum og þorpum hljóta á- Liðsmenn úr H.G. ræða við Jón Hjaltalín að Ioknum léik. V Jón Hjaltalín í viðtali: SKOTHA ÆFINGARA Opnan hafði fregnir af því, að handknattleiksmanninum Jóni Hjaltalín hefði vevið boðið að leika með danska handknatt- leiksljðinu HG, sem hér var á ferð. Höfðum við samband við hann og báðum hann að gefa nánari upplýsingar um málið. — Er það rétt, að IIG hafi falað þig til sín, Jón? — Já, þeir nefndu það við mig eftir leikjnn, en það er ekkert ákveðið ehnþá. Ég er í verkfræði í Háskólanum og verð að taka seinni hluta náins ins erlendis en ég er á fyrsta valt að véra til teiknjngar yf- ir hvar slíkar línur liggja hjá opinberum skrifstofum við- komandi staða. Hlýtur þá að vera skylda þess er sjá á um alla uppgrefti í þéttbýlinu, að hefja ekki gröft, nema með leyfi opinberra að.la, sem teikningar þessar geyma. Ég veit ekki hvaða lög eða regl- ur gilda hér um, en séu þær ekki fyrjr hendi, eða óskýrar, ætti póst- og símamálastjórinn* að fá hér um ótvíræðar reglur og láta liggja hér vjð þung viðurlög' ef brotnar verða. T.d. þegar klipptur var sundur síminn vjð Fossvogs- lækinn, hlýtur það - að hafa verið vítavert athugunarleysi umsjónarmanna við það mann virki, sem þar er í smíðum, þar sem flestum mun ljóst að þarna er símastrengur grafinn í jörðu. En krafa okkar, sem borgum full símagjöld og raf- orkugjöld, hlýtur að vera sú að þessum ófögnuði linnj, því að auðvitað borga viðskipta- menn síma- og rafstöðva það fejkna fjárhagslegt tjón; sem samfara er viðgerðum af slíku tæi. Mál er að þessari skemmdar starfsemi á opinberum eign- um linni og krefjast verður af forráðamönnum þessara mála, að hér verði breyting á til batnaðar. Hafnarfirði 20/10 1968. Óskar Jónsson. úr gömlum Alþýéublöóum Maður nokkur hafði heýrt sagnir um það, hvað póstmenn væru duglegir að koma bréf- um tjl skila, enda þótt nafn og he/milisfang væri ekki sem greinilegast. Hann hugsaði sér að reyna í þeim þolrifin, lét bréf í póstkassann með utaná skriftinni: Tjl heimskasta manns í heimi. Skömmu síðar fann hann bréfið í sínum ejgin póstkassa. ári, svo aS ég fer ekki út næsta ár. Auk þess er ég alls ekki ákveðinn í því að fara til Danmerkur, ég býst alveg ejns við að fara til Svíþjóðar. — Buðu þeir þér einhverja aðstoð, ef þú kæmir til þeirra? — Þeir buðu mér húsnæði og sögðust skyldu greiða götu mína á annan hátt, en það var ekkert sagt hvernig. — Hvað ertu búinn að æfa handknattleik lengi? — Ég hef æft hann írá því að ég var 12 ára. — Með hvaða félögum hef- ur þú æft, — Fyrst var ég með Val, síð an Þrótti, en árið 1962 fór ég yfir til Víkings, og hef æft þar síðan. — Danirn*r hafa látið þau orð um þig falla, að þú sért annar bezti skotmaður í Evr- ópu. Hvernig hefur þá náð þessari miklu tækni? — Þetta er bara æfing. Þeg- ar ég var yngri, var ég í þrek- æfingum hjá Benedikt Jakobs syni. Það má geta þess, að þeg ar ég æfð; í unglingalandslið- inu, æfði ég 10 s:nnum á viku. Það er aðalatriðið að æfa reglu lega og keppa að ákveðnu marki, og maður þarf að vera bæði snöggur og sterkur til þess að ná árangri. — ÞG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.