Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 13
24. október 1968 ALÞÝÐUBLAOIÐ 13 ÍÞItÓTTIR íþróttaæfingar íþróttafélags Keflavfkur hafnar ÍÞRÓTTAFÉLAG Keflavíkur verður með æfingatíma í frjáls- um íþrótlum á föstudagskvöldum í vetur, frá kl. 9,10 til 10,45, í íþróttaliúsi barnaskólans. Þjálf- arí er Helgi Hólm íþróttakennari. Félagar Í.K. eru hvattir til að mæta í þessa tíma og einnig eru piltar úr öðrum félögum 15 ára og eldri velkomnir. Á það skal bent, að napsta sumar verður hin ákjósanleg- asta aðstaða fyrir frjélsíþrótta- fólk á hinu nýja glæsilega iþróttasvæði Keflvíkinga. Ungverjar og i • r ■;/, Ungverjar sjgruðu Japanj auðveldlega í undanúrslitum knattspyrnunnar á Ol. eða með 5 mörkum gegn engu, Ungverj ar skoruðu 1 mark í fyrrj hálf lejk, fyrsta markið gerði Lajos Szucs á 35 mínútum, og bætti öðru marki við á 7. mínútu s. h. úr vítaspyrnu og Szuts skor aði 7 mínútum síðar. Novak gerði sitt annað mark í leikn- um á 20. mínútu s. h.; enn var dæmd vítaspyrna á Japan, 12 mínútum fyrir leikslok og Scuzs skoraði. Eins og úrsl tin gefa til kynna höfðu Ungverj ar yfirburðjr í lejsnum Le k- urinn fór fram á Asteka leik- vanginum að viðstöddum 20 þúsund áhorfendum. Þá sigr- aði Búlgaría Mexíkó með 3 mörkum gegn engu, og það verða því Mexíkó og Japan, sem le ka um bronsverðlaun- in. — Úrslitaleikur Ungverja og Búlgara verður háður á laugardag. Frú Slieila Sherwood vánn silfurverðlaun í lankstökk; á Olympíi leikum. Eiginmaður hennar John Shenvood fékk einnig verðlau en .,aðeins“ brons í 400 m. grindahlaupi. Wyomia Tyus frá Bandaríkjunum vann gullverðlaun í 100 m. hlaupi á Olympíuleikum í annað sinn og var einnig í boðsveit Bandarikjamanna í 4x100 m. boðhlaupi. Hér sézt hún sigra í 100 m. hlaupi. Guðmundur og Ellen eru úr leik Þau Guðmundur Gíslason og Ellen Ingvadóttir tóku þátt í sundkeppninni í fyrradag; Ell en varð 6. í sínum riðli í 200 m. bringusundi á 2:58,9 mín. og Guðmundur 7. í sínum rjðli í 400m .fjórsundi á 5;20,2 mín. Þar með er lokið þátttöku ís- lendinga í 19. olympíuleikun- um. Bandaríkin eru langefst á OL Bandaríkin hafa forystu | í keppni um verðlaun, og stig í hinni óformlegu stiga- keppni. Að lokinni keppni á | þriðjudag höfðu Bandaríkja- menn hlotið 72 verðlaun, 29- 21-22 og 480 stig. Sovétmenn^ koma næstir með 14-15-13 og ; 305 stig. A. Þjóðverjar fjórðu, Ungverjar fimmtu og Frakk- ar sjöttu. í fyrradag hafði [ alls verið keppt í 101 íþrótta ! grein, en Olympíuleikunum lýkur á sunnudag. rWHWHMMMUWWWWWV Þetta var algeng sjón í frjálsíþróttakeppnj Olympíuleikaiína, íþróltamaður að taka við súrefnisgjöf. íþróttamaðurinn er Roi&l(L Clarke, en aðstoðarmaður lians, sem er ástralskur fellir tár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.