Dagur - 14.06.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 14.06.1928, Blaðsíða 2
102 DAGUR 26. tbl. ■# •#•##••• •-• •• ♦-#-#•#-#-#- •-•-• •-•-• • • # ••#-#-#-#- w m* £ , Mold eða menning. SAUMUR allar tegundir: Verðið mikið lægra en áður hefir þekst hér. Girðingarkengir. Nýkomið í Kaupfél. Eyfirðinga. •m •m Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin'alla daga frá kli 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. mjög stopular saingöngur. Sveita- fólk lifir alment í of mikilli einangr- an og hinn hressandi straumur menningarinnar nær ekki að leika um það. Hið hraðfara þot úr sveit- um landsins til kaupstaða og kaup- túna, er orðið eitt þyngsta áhyggju- efni hugsandi manna, og á það að sjálfsögðu að nokkru rót sína. að rekja til einangrunar og fábreytni sveitalífsins. Kæmist víðvarpsmálið í rétt og haganlegt horf, gæti það orðið til heillavænlegra bjargráða í þessu efni. Víðvarp hér á landi á að hafa tvennskonar markmið eins og ann- arstaðar. Það á að flytja mönnum almenn tíðindi og það á að starfa með því í þágu menningar og ment- unar. T. d. má flytja víðvarpsnot- tndum bestu fyrirlestra, sem völ er á í höfuðstaðnum og það má varpa til þeirra úrvalssöng og hljómleikj- urn og það jafnvel frá nálægum þjóðum með endurvarpi frá eriend- um stöðvum. Með víðvarpi má og halda uppi kenslu frá víðvarpsstöð- inni og halda námskeið í hverri þeirri grein, sem kend verður með fyrirlestrum. Þá má ekki gleyrha þýðingu víð- varpsins út á við. Sé reist hér stór útvarpsstöð, eins og víðvarpsnefnd- in leggur til, þá getum við náð til eyrna hundrað þúsunda eða jafnvel miljóna í öðrum löndum. Með fyrir- lestrum á erlendum málum má fræða allan þenna lýð um land vort og þjóð á margvíslegan hátt. Með þetta og margt annað fyrir augum farast víðvarpsnefndinni svo orð: »Að öllu þessu athuguðu, telur nefndin víðvarpið svo mikilsvert fyrir allan þrifnað landsbúa, að rík- inu sé full ástæða til að taka það á sínar hendur og skiljast eigi við það, fyrr en það er kornið í svo gott horf sem efni og ástæður leyfa«. Þá er fjárhagshlið þessa máls. Nefndin ætlar að stofnkostnaður sæmilega orkumikillar stöðvar yrði frá i/> niiljón til % miljón kr. eftir því hvað stöðin yrði fullkomin. Reksturskostnaður er áætlaður 90 þús. kr. á 1. ári, en fer smáhækk- andi, sem stafar af því að gert er ráð fyrir að víðvarpið verði aukið að stundafjölda og meira lagt í kostnað í víðvarpsefni, þegar stund- ir líða. Tekjur stöðvarinnar yrðu því nær eingöngu árgjöld víðvarpsnotenda. Nú ber þess að gæta, að eigi víð- varpið að ná tilætluðum árangri, verður að varast að ofþyngja víð- varpsnotendum með háum árgjöld- um. En vegna reksturskostnaðar þykir þó ekki gerlegt að hafa það lægra en 50 kr. fyrst í stað. Búist er við, að notendur yrðu 1500 á fyrsta ári, en að tala þeirra fari smáhækk- andi, svo að eftir 5 ár verði hún komin upp í 5000, og við það geta árgjöldin farið lækkandi niður í 32 kr. Yrðu þá tekjur stöðvarinnar eft- ir því 75 þús. fyrsta árið, en 160 þús. kr. 5. árið. Auk árgjaldanna er búist við að víðvarpið fái 15000 kr. tekjur annarstaðar frá; eru þær tekjur í sambandi við sendingu veð- urskeyta til útlanda. Reynist nú þessi áætlun rétt eða nærri lagi, þá kemur í Ijós að fyrsta árið niundu tekjurnar aðeins standa straum af rekstrinum. En þegar frá líður, ætti víðvarpið algerlega að bera sig sjálft, þó að árgjaldið væri lækkað að miklum mun. Yrðu það því að- eins fyrstu árin, sem fyrirtækið þyrfti að njóta ríkisstyrks. Víðvarpsnefndin kemst að lokum að þeirrí niðurstöðu, »að fjárfram- lag ríkissjóðs, til þess að hrinda þessu fyrirtæki af stað, geti eigi tal- ist óhæfilegt, þegar þess er gætt, hve mikið fæst í aðra hönd: Við- varps- og skeytastöð, sem kostar rúmlega hálfa miljón króna, og sið- ast en ekki sist, óbeinn hagnaður allra landsmanna af því, sem víð- varpið mun flytja þeim til fróðleiks og skemtunarz. . -------o------- Stjórnvitur maður er ritstj. íslendings! Hér um daginn flutti hann þá kenningu í blaði sínu, að endursamþykt stjórnarskrárbreytinga á Alþingi hefði í för með sér nýjar kosningar. f síðasta blaði talar hann um »fjár- lög íhaldsstjórnarinnarcc. Hingað til hefir verið talið, að löggjafarvajdið væri hjá Alþingi en ekki landsstjói\fi- jnni, Undantekningarlaust má svo að kveða, að Akureyri sé alt vel gefið af náttúrunnar hendi. Bærinn stendur við eina fegurstu höfn landsins. Af brekkunni er dýr- legt útsýni norður til fjarðarins, og yfir höfuð hvert sem litið er. í suðvestri gnæfa Súlur við him- in, í austri »Skrúðveggur Vaðla- heiðar«. Ennfremur er Akureyri miðdepill í fjölmennri og blómlegri sveitaþyrpingu. Veðurátt er þar sömuleiðis mjög mild, þegar hnattstaða bæjarins er tekin til greina, og fjörðurinn og pollurinn hafa frá upphafi verið ó- tæmandi nægtabrunnar fyrir kaup- staðinn og nærliggjandi sveitir. Öll þessi náttúruskilyrði hafa hjálpað til að gjöra Akureyri að hinum skemtilegasta og lífvænleg- asta bæ á landinu. Þessir miklu náttúrukostir munu þó enn eiga eftir að verða rnetnir að verðleikum. Það mun sannast þegar fegurðarvitund og þrifnaðar- þrá, ná fullum þroska hjá íbúum bæjarins, en eins og nú standa sakir, sýnist ofuriítið skorta á að bænum sé sá sómi sýndur, er skyldugt er, og honum hæfir. Vera má að einhverjir reki nú upp stór augu, og spyrji hvað það geti verið sem valdi aðfinslum, eða hafi otðið hneykzlunarinark i mínum augum, og mun eg ekki,fara í laun- kofa með það atriði. Það er sú ólyfjan, sem liver ein- asti íbúi þessa bæjar andar að sér daglega á götunni. — Það er mold- rykið og sandrokið, blandað alls- konar óþverra, sem eftir verður á götunni, við umferð inanna og skepna, og sem ekkert megnar að ráða bót á nema hið blessaða vatn. í kaþólskum sið var það vatnið — að vísu vígt — er óbrigðulast þótti til að reka burt og hreinsa allan andlegan óþverra, það sama gildir enn í dag, hér þarf vatns með, til að halda í skefjum þeim smá- djöfla her, sem í rykinu ríkir. Á hverjum morgni sópar mikill hluti manna gangstéttir sínar, þá kemst rykið á morgungöngu sína, það smýgur hljóðlega og hógvær- lega innum nasir og munn, og niður í lungu, þá er markinu náð! Svo fárast menn um hraðvaxandi mannfall af völdum »Hvítadauðans« og öðrum skyldum kvillum. Ekki mundi það verða þungur út- gjaldaliður á mönnum, að hafa út- búnað til að ýra vatni á gangstéttir sínar og það er aðferð sem siðuðu fólki er sæmandi. Hvað göturnar sjálfar snertir, kemur aðeins eitt til greina: Það þarf að stökkva á þær vatni. Þá sjaldan að það er gert, er það gert á svo frumbýlingslegan hátt, að ekki kemur að gagni. Þessi opinberi lekandi, sem ein- stökusinnum sést á ferð á götunum, gerir ámóta mikið að því, að lægja rykmökkinn, eins og músin gerði að því að auka sjóinn, þegár hún lét vatn sitt renna í hann. Bærinn þarf að eignast nothæf- ;an vatns-stökkul, það væri einn jARÐARFÖR okkar elsku- legu dóttur, Katrínar, sem andaðist 8. þ. in., er ákveðin Föstudaginn 15. þ. m. kl. 1 e. h. og hefst með hús- kveðju frá heimili okkar. Þórfinna Bárðardóttir. Isleifur Oddsson. hinn þarfasti verndargripur fyrir heilbrigðislega vellíðan manna. Ef til vill verður mér svarað því, að þannig lagað verkfæri sé of dýrt, — því hér er flest metið heilsunni hærra — það væri illa farið ef svo færi. Það er hvorttveggja í senn hryggileg og hlægileg sjón að horfa á tízkubúið fólk á götum bæj- árins, í skafroki moldar og mylsnu, það vekur þá spurningu, hvort smekkur fólks sé ekki á refilstigum, þar sem öllu er fórnað fyrir hið ytra stundar útlit, en ekki er neitt til að láta í sölurnar fyrir viðunanlega göturæstingu. Þess var getið í upphafi þessa máls, hve örlát náttúran hafi verið á gjöfum sínum við höfuðstað Norð- urlands. Mér virðist að af þeim, sem eitt- hvað fagurt hefir verið falið til varð- veizlu, verði menn að vænta nokk- urs. Sjái ekki bæjarbúar og bæjar- stjórn Akureyrar sóma 'sinn í því að viðhalda prýði og náttúrlegri holl- ustu þessa bæjar, þá fer þeim likt og ósnotrum manni, ér af hendingu liefir fengið gott kvonfang, en kann ekki að meta það, og traðkar sóma sinn í saurinn. F. H. Berg. ------o------- Ritstjóri íslendings hefir í blaði sínu tvítekið ranghermi sitt um að Þórólfur Sigurðsson hafi verið látinn fara frá ritstjórn »Dags«, og tilnefnt sem ástæðu fyrir því, að stjórn útgáfufélags »Dags« hafi mislíkað greinar hans í blaðinu um bæjarstjórakjörið á Akureyri í vor; þar sem þetta virð- ist sagt til að ófrægja samstarf blaðstjórnarinnar og ritstjórans, þá viljum við, sem skipum stjórn út- gáfufélags »Dags« gefa þessa YFIRLÝSINGU: Þórólfur Sigurðsson var ráðinn ritstjóri »Dags« frá s. 1. hausti til vors, eða til s. 1. Maíloka; gaf hann aldrei kost á því að stjórna blaðinu yfir sumartímann; hann hefir heldur ekki farið þess á leit við stjórn blaðsins, að hann réði mann við blaðið á sína ábyrgð, um lengri eða skemri tíma’. Það er ennfremur ekki rétt að skoðanainunur milli hans og blaðstjórnarinnar um afskifti blaðs- ins af bæjarstjórakjörinu hafi nokk- uð komið til greina í þessu sam- bandi. Samvinnan á milli blaðstjórn- arinnar og Þórólfs hefir yfirleitt verið mjög góð, og að gefnu þessu tilefni lýsum við yfir því, að við ber- um fullkomið traust til hans við blaðið síðar, ef til þess kæmi, að hann tæki aftur við ritstjórn þess. Stjórn útgáfufélags »Dags«,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.