Dagur - 14.06.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 14.06.1928, Blaðsíða 3
20. tbl. DAGUB 103 Bændur og bæjarbúar. Til hægðarauka fyrir þá, sem vilja fara út í sveitirnar um helgar og í bæinn, verða fyrst um sinn fastar ferðir sem hér greinir: Frá B. S. A. á hverju Laugar- og Sunnudagskvöldi kl. 8 fram að Hleiðargarði og vestur á Þelamörk (fram undir Bægisá) og frá sömu stöðum til baka að vestan kl. 9 og frá Hleiðargarði kl. 9,10 báða dagana. Sætið er kr. 2.00 vestur og kr. 2.50 fram. eftir aðra leið, og styttri vegalengdir eftir hlutföllum. Til ferðanna verða hafðar 1. flokks Buick bifreiðar. Bifreiðastöð Akureyrar. Kr. Kristjánsson. Leiksýningar Haralds Björnssonar. Haraldur Björnsson leikari fór utan 3. þ. m. eftir að hafa starfað hér heima að leiksýningum öy2 mánuð. Mátti sá tími heita einn ó- slitinn sprettur fyrir hann. Er þetta í fyrsta sinni að íslenzkur sérfræð- ingur í leiklist ferðast um landið í þágu hennar. Er þetta allmikill við- burður í sögu íslenzkrar leiklistar, ■ og óhætt má fullyrða að þessi för H. B. hafi verulega þýðingu fyrir fram- þróun listarinnar í landi hér, því leiksýningar hans hafa vakið eftir- tekt almennings og örfað og ýtt við hálfsofandi leikkröftum hér heima. Hér á Akureyri sýndi H. B. Galdra-Loft og Dauða Natans Ket- ilssonar. Á ísafirði sýndi hann Lén- harð fógeta , Gjaldþrotið (eftir Björnson) og síðast Galdra-Loft, og í Reykjavík Villiöndina, á Ibsens- hátfðinni. Eru þetta samtals 43 leik- sýningar, eða til jafnaðar nálega 7 sýningar mánaðarlega. Til merkis um dugnað H. B. má geta þess, að hann æfði Galdra-Loft á ísafirði á aðeins 10 dögum, og þótti þó leik- urinn takast injög vel. Auk leiksýninganna hefir Harald- ur haft upplestur 6 sinnum á þessuin tíma og enn gekkst hann fyrir að koma á fót hátíð Jóh. Sigurjónsson- ar hér á Akureyri. Af framangreindu er það ljóst, að H. B. hefir ekki legið á liði sínu þann tíina, sem hann hefir starfað hér heima, og er þess að vænta að ísland eigi eftir að njóta óskiftra krafta hans og hæfileika í þjónustu leiklistarinnar. ------o------- Á víðavangi. Lítilmenska ísl.-ritstjórans. Á öðrum stað hér í blaðinu birt- ist yfirlýsing frá stjórn Útgáfufé- lags Dags, út af þvaðri ritstjóra ísl. uin brottför Þórólfs Sigurðssonar frá Degi. Yfirlýsing þessi, sem jafn- framt er leiðrétting á skrökum Tryggva ritstjóra, átti upphaflega að birtast í íslendingi sem eðlilegt var, en ritstjórinn reyndist þá það lítilmenni að synja henni rúms í blaðinu, kvaðst ófáanlegur til þess að birta hana, nema hann yrði knúður þar til með dómi, en þeir, sem að yfirlýsingunni standa, vildu ekki hafa svo mikið við ritstj. að beita á hann fógetaúrskurði; þess- vegna flytur Dagur yfirlýsinguna. En hversvegna fékst yfirlýsingin ekki birt í Islendingi? Svarið liggur beint við:, Það er af því, að yfirlýsingin af- sannar og gerir að engu ófrægingu um einn af andstæðingum ihaldsins. Slík blaðmenska dæmir sig sjálf. ófrumlegur. Ritstj. ísl. kallaði brottför Þórólfs Sigurðssonar úr bænum »sorp- hreinsun«. Ekki er ritstjórinn frum- legur. Kunnugir vita, að þetta er eftirstæling þess, sem einn mesti gáfumaður þjóðarinnar sagði, þegar G. Tr. sté á skipsfjöl og fór til Ameríku. Þá fórust honum svo orð: »Þetta var landhreinsun«. Bregða mundi þeim manni í brún, ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni og sjá óhroðann hafa verið gerðan að innflutningsvöru. ------o—'---- Simskeyti. Rvík 13. Júní. Kingsbay: Vissa er fengin fyrir þvi, að pólfarinn Nobile hefir sent loftskeyti til ítalska skipsins Citta di Milano, sem er við Svalbarða. Hann hefir lent loítskipi sínu 25 km. austan við Foyneyju, en 45 km. norðan við Svalbarða. Loftskipið er e)'ðilagt. Síðustu fréttir af Nobile segja, að förunautar hans hafi skift sér í þrjá flokka. Nobile fylgir aðal- flokknum; er það sjö manna flokk- ur. Tveir þeirra fótbrotnuðu í lend- ingunni. Annar flokkurinn er 30 krn. austan við Nobileflokkinn, en sá þriðji er lagður af stað til lands. Flestir eru kalnir á höndum og fót- um. Matvælaforðinn er orðinn HtiII, og ísinn næstum ófær, því liann er á stöðugu reki. Moskwa: Rússastjórn hefir á- kveðið að senda stærsta ísbrjót sinn til hjálpar Nobile og mönnum hans. Áttunda þing Alþýðusambands íslands stendur yfir. Á dagskrá þingsins er meðal annars frumvarp um stjórnarskrá Alþýðuflokksins. Borgbjerg ritstjóri flutti ræðu við setning Alþýðusambandsþingsins. ----o———— 17. júní og sundíþróttin. »Enga að kunni íþrótt menn eru þjóðarlýti« kvað Grímur Thomsen. Allir vita, að sundíþróttin er ein- liver hin fegursta, heilnæmasta og nytsamasta íþrótt, sem menn geta iðkað. Engir munu þó skilja þetta betur en ungmennafélagar. Því var það, að Ungmennafélag Akureyrar átti frumkvæði að byggingu sund- stæðis hér í bænum. Hefir félagið fylgt sundmálinu frá byrjun og lagt fram vinnu og peninga því til styrkt- ar. Hefir sundlaugin smásaman tek- ið endurbótum, en sá aðalgalli er þó enn á henni, að vatnið i henni er kalt og ekki seni geðslegast. Stend- ur þetta sundíþróttinni og hollustu- háttum bæjarbúa nokkuð fyrir þrif- um. Vill fyrgreint félag ekki skiljast við þetta mál, fyr en sundlaugin er orðin svo úr garði gerð, að ungir og gamlir geti iðkað þar sund jafnt sumar sem vetur, en til þess þarf auðvitað heita og yfirbygða sund- laug. Til þess að þetta komist i framkvæmd, þarf eðlilega mikið fé. Ungmennafélagið hefir ákveðið að beita kröftum sínum aðallega til fjársöfnunar i þessum tilgangi. Á síðasta sumri hélt félagið 17. Júní hátíðlegan til fjársöfnunar fyrir þetta mál. Fé því, sem þá safnaðist, vai varið til rannsókna á heitri upp- sprettulind í Glerárgili og til spreng- inga við lindina. Á sunnudaginn kemur (17. Júní), efnir félagið enn til hatíðahalds og fé því, sem þá safnast, á að verja til framhaldandi rannsókna og enn frekari fram- kvæmda, eftir því sem fé verður fyrir höndum. Akureyringar! Styðjið gott mál- efni með öflugri þátttöku og höfð- inglegri framkomu. ---:—o------- F r éttir. Dáncurdægur. Hinn 7. þ. m. andaðist hér í bænum frú Guðný Marteinsdóttir, kona Hallgríms Einarssonar mynda- smiðs. Bar dauða hennar mjög skjótlega að höndum; veiktist hún af krampa að morgni þessa dags og var liðin að af- líðandi nóni sama dag. Hún var 42 ára að aldri, þrýðilega látin myndarkona. Við lát hennar hafa 6 börn, öll á unga aldri, orðið á bak að sjá ást og um- hyggju móðurinnar. Hve þungan kross ekkillinn hefir að bera, geta menn far- ið nærri um. Sama dag andaðist hér á sjúkrahús- inu Oddur vélstjóri Ólafsson járnsmiðs Jónatanssonar. Hann var maður í blóma lífsins, skamt yfir tvítugt. Banameinið var tæring. Á Föstudaginn var andaðist á Krist- neshæli ungfrú Katrín ísleifsdóttir smiðs Oddssonar, 24 ára gömul. Veitingu fyrir sýslumannsembættinu í Barðastrandasýslu, hefir Bergur Jóns- son, settur sýslumaður þar, 'nú fengið. Sundkensla byrjaði hér í bænum á Laugardaginn var. Sundkennarinn er eins og áð'ur Ólafur Magnússon frá Bitru. Fundin mannabein. Holræsi var ný- lega grafið gegnum hestaréttina á Möðruvöllum í Hörgárdal. Var þá kom- ið niður á mannabein. Réttin liggur fast við kirkjugarðinn. »Súlan« kom fljúgandi hingað til bæj- arins um nónbil á Mánudaginn og hafði ferðin gengið ágætlega. Þrír farþegar úr Rvík voru með henni, voru það blaðamennirnir Skúli Skúlason og Árni Óla og ennfremur Sesilía Fjeldsteð símamær. Nokkum póst hafði skipið meðferðis. Það flaug aftur á stað áleið- is til Rvíkur eftir tveggja stunda við- dvöl og hafði sömu farþega til baka og auk þeirra tðk Ingvar Guðjónsson út- go rðarmaður sér far með því til Siglu- fjarðar. Ferðin suður gekk fljótt og vel. Vélbilun sú, er fyrir kom í síðustu ferð og getið var í síðasta blaði, er tal- Tapasf hafa: RauB hryssa, mark fjöður fr. v., klofið fax, ójárnuð. RauBur hestur skaflajámaður, grár undan klöfum. — Hver sem kynni að verða hrossa þessara var, geri svo vel að gera aðvart Sigurði Gíslasyni, Höepfners verzlun eða Jóni Benediktssyni prentara Akureyri. in lítilfjörleg og engin lífshætta henni samfara. . Síra Siguröur Stefánsson á Möðru- völlum var settur inn í embætti sitt á Sunnudaginn var af prófasti Stefáni Kristinssyni. Fiskafli hefir nú um tíma verið góð- ur hér við Eyjafjörð. Þilskipin afla vel. Upplestur. Frú Soffía Kvaran las upp í Samkomuhúsinu á Sunnudaginn var. Fyrst las hún kvæðið »Spunakon- an eftir Guðm. Kamban, síðan smásög- una »Leggur og skek eftir Jónas Hall- gímsson, þá tvö kvæði eftir Davíð Stef- ánsson, voru það kvæðin »Litlu hjónin« og »Dalakofinn«, og að lokum 2. og 3. þátt leiksins »Veislan á Sólhaugum« eftir Ibsen. Hefir frúin áður leikið eitt stærsta hlutverkið í 'þeim leik, húsfreyj- una á Sólhaugum og þótti takast af- burðavel. Aðsókn að upplestrinum var góð og skemtu áheyrendur sér ágæta vel, enda les frúin upp af mikilli list, og talin er hún bezta leikkona á landi hér. * Gagnfræðaskólinn á Akureyri er að ljúka störfum að þessu sinni. Á morgun (Föstudaginn 15. Júní), kl. 5 síðdegis verður skólanum sagt upp. Þá verða og þeir, er gengið hafa undir stúdentspróf, útskrifaðir. Napur norðankuldi hefir verið nú um sinn og stundum frost á nóttum. Gróð- urinn, sem áður var orðinn lífvænlegur, stendur nú í stað. Sambandsþing íslenzkra bamakennara hefst hér á Akureyri 29. þ. m. Þá verður og þing Stórstúkunnar háð hér á Akureyri að þessu sinni, og hefst það 5. næsta mán. Skólanefnd bamaskóla Akureyrar hef- ir samþykt að hraða svo undirbúningi nýrrar barnaskólabyggingar, að hægt verði að hefja það verk á næsta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.