Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 18. október 1950 Friðarskraf kommúnista Skemmtilegt kvöld fyrir röskiim fimm tíu árum, - Axel Seliiötli, bakara- meistari, segir frá Friðarávarþið. Friðarávarp það, sem kennt er við Stokkhólm, vegna þess að þar var það samið, er að efni til ávarp eða mótmæli gegn notkun kjarn- örkuvopna „til að- skelfa og myrða með friðsama borgara“. Ávarp þetta er alls ófullnægj- andi yfirlýsing til þess að geta kallast friðarávarp, því að það undanskilur ófrið með öðr- um vopnum en kjarnorku- vopnum. Þessi skilningur hefur verið staðfestur seinustu vikurn- ar. Á sama tíma, sem kommún- istar um heim allan hefja skipu- lagðan áróður fyrir því að fá sem flesta til að skrifa undir ávarpið, senda þeir heri sína í N.-Kói-eu í blóðugt stríð gegn S.-Kóreu. Þar eru ekki notuð kjarnorku- vopn, heldur önnur vopn, sem ávarpið telur ekki ástæður til að nefna. Tilgangurinn. Markmið kommúnista með þessum ofsafengna áróðri fyrir banni kjarnorkuvopna, er mjög skiljanlegur. Þeir hafa með fram- komu sinni á alþjóðavettvangi skipt heiminum í tvær fjandsam- legar fylkingar, austrið og vestr- ið. Ástandið hefur sífellt versnað, vegna stærri og alvarlegri árekstra. Kommúnistar hafa söls- að undir sig hvert ríkið af öðru með skipulegum árásum í ýmsum myndum. Heimsvalda- og yfir- gangsstefna þeirra er nú orðin svo augljós, að lýðræðisþjóðirnar hafa hver á fætur annarri og sameiginlega hafið stórfelldari vígbúnað en dæmi eru til á frið- artímum. Regla Churchills um að ofbeldi beri að mæta á grund- velli styrkleika, er í framkvæmd og gefst vel. Til þess að dylja heimsvalda- stefnu kommúnista, með Sovét- Rússland í broddi fylkingar, brynja þeir sig nú með friðartali. Þó hefja þeir ekki almennan áróður fyrir friði, heldur tak- marka þeir sig við afnám kjarn- orkuvopna. Stafar það af því, að lýðræðisþjóðirnar hafa miklu öflugri kjarnorkuvopnum á að skipa. Kommúnistar vilja því slæva árvekni lýðræðissinna og breiða um leið yfir tilgang sinn. Þeir telja sig ekki geta mætt lýðræð- isþjóðunum á grundvelli styrk- leika eins og er, eða ekki fyrr en afnám á framleiðslu kjarnorku- vopna hefur náð fram að ganga. Friðartal Hitlers forðum. Það er sláandi, hve kommún- istar hafa í ýmsum efnum til- einkað sér áróðursaðferðir naz- ista. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þegar Hitler var að brjóta undir sig þjóðir og þjóðar- brot, lét hann Göbbels, áróðurs- ráðherra sinn, hefja almennan áróður gegn styrjöldum. Nazistar töldu sig einlæga frioarsinna. — Nægir þar að nefna viðskipti þeirra Hitlers og Chamberlains, forsætisráðherra Breta, sem lét blekkjast af friðartali Hitlers. Ef friðarhreyfing í- einhyerri mynd kom fram einhvers staðar í heiminum, voru nazistar fremstir í flokki með að styðja hana. En á sama tíma undir- bjuggu þeir heimsstyrjöld, sem færði meiri ógnanir og skelfingar yfir heilar þjóðir, en dæmi eru til úr veraldarsögunni. íslenzkir komnninistar fylgja línunni. í dag er línan frá Sovét-Rúss- landi og Kominform áróður fyrir friði og friðartal. Stokkhólms- ávarpið er komið í umferð hér á landi fyrir atbeina kommúnista. Ef litið er á undirskriftirnar undir ávarpið, er augljóst að kjarninn or „Moskvu-kommún- istar“. Enn einu sinni taka þeir upp blygðunarlausa þjónkun og undirlægjuhátt við Sovét-Rúss- land og Kominform. Eins og fyrri daginn fylgja þeir línunni. Séra Sigurbjörn ríður á vaðið. Nokkrir menn aðrir en komm- únistar hafa undirritað ávarpið. Þar á meðal séra Sigurbjörn Ein- arsson. Þeir hafa gert það í allt öðrum tilgangi en kommúnistar, sem gera það vegna þess að þeir eru kommúnistar og verða að fylgja línunni. Áður en Ijóst var, að komm- únistar ætluðu að nota ávarpið í áróðursskyni fyrir heimsvalda- stefnu Rússa, létu margir máls- metandi menn ýmissa þjóða nöfn sín undir það. En þegar á daginn er kominn tilgangur kommún- ista, hafa þeir hinir sömu krafizt þess í þúsundatali, að nöfn þeirra yrðu strikuð út aftur. Hér á landi hefur séra Sigurbjörn rið- ið á vaðið og krafizt þess, að nafn sitt verði strikað út. Telur hann, að undirskrift sín geti ekki skoðast sem samþykki á afstöðu Rússa í Kóreumálun- um, né fylgisyfirlýsing við rúss- neska stórveldastefnu og lcommúnistiska ofbeldishneigð. „Andstyggð góðra maima". Hér á sínum tíma, þegar deil- urnar voru sem harðastar vegna inngöngu íslands í bandalag Atl- antshafsþjóðanna, voru kommún istar í fararbroddi, að vísu í ýms- um gerfum. Gengu þeir svo langt, að þeir reyndu að hefta það með ofbeldi, að Alþingi gæti afgreitt málið. Slíkt var ofurkappið. Það var athyglisvert, að í hin- um stjórnmálaflokkunum voru nokkuð skiptar skoðanir um af- greiðslu málsins. En kommún- istar voru allir einhuga, vegna þess að þeir voru með þessari stefnu sinni að vinna húsbænd- um sínum í Moskvu gagn. Það hefði verið mjög þýðingarmikið fyrii' Rússa, ef við hefðum ekki gengið í bandalagið, því að þá hefðu þeir gctað gert hér innrás, án þess að hin bandalagsríkin væru skilyrðislaúst skuldbundin. Á þessum tíma nefndu komm- únistar alla, sem vildu inn- göngu í bandalagið, landráða- menn. Allt var landráð í þeirra augum. Kommúnistar töldu sig vera einu sönnu ættjarðarsinn- ana! Nú vita allir, hvað fyrir þeim vakti, þeir fylgdu þáverandi línu Rússa og Kominform mjög dyggilega. Friðarstefna Sameinuðu þjóðanna. Sú friðarstefna, sem allir frjáls- lyndir lýðræðissinnar fylkja sér um, er sú stefna Sameinuðu þjóðanna að varðveita heimsfrið og öryggi og gera í því skyni virkar, s ameiginlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir og eyða hættu á friðrofi og til að bæla niður árásaraðgerðir eða friðrof. Til þess að á friðsamlegan hátt og í samræmi við grundvall- arreglur réttvísi og þjóðaréttar koma á sættum eða lausn milli- ríkja deilumála eða ástands, sem kann að leiða til friðrofs. Trúin hefur aukizt á mátt samtaka Sameinuðu þjóðanna. Fyrir 10 vikum síðan spáðu mjög margir illum málaiokum í Kóreustyrjöldinni. Almennings- álitið taldi heimsstyrjöld á næstu grösum. En Sameinuðu þjóðun- um hefur auðnast að treysta trú þjóðanna á frið, með röggsam- legri meðferð Kóreumálsins. í STUTTU MÁLI ÞAÐ IlEFUR.vakið athygli landsmanna, að nokkrar liclztu stjörnur ríkisútvarpsins eru í hópi þeirra, sem skora á landsmenn að undirrita Stokkhólmsávarp kommún- ista. Mun ekki önnur stofnun eiga fleiri fuHfrúa í liinum fríða hópi friðarpostulanna en þessi útvörður menningarinn - ar. Fremstur fer, sem vera ber, sjálfur fréttastjórinn, en honum til hægri handar er skrifstofustjóri útvarpsráðs, en til hinnar vinstri, tónlistar- ráðunautur útvarpsins. í humátt á eftir koma þulir tveir. Þá fulltrúi útvarpsstjóra og loks barnatímamaðurinn. — Þessi framganga starfs- manna ríkisútvarpSins er áminning til landsmanna, hvers konar hreiður þessi stofnun er orðin. ★ UM SL. MÁNAÐAMÓT hófst hin árlega bílasýning í París. Sýna framleiðendur þar „módel“ ársins 1951. Flestar hinar kunnari bílatcgundir heims voru til sýnis þarna. — Brezkir framlciðendur sýndu 18 tegundir bíla. Til gamans skal hér skýrt frá verðinu á nokkrum tcgundum: Morris Minor kostar 320 stpd., IliII- man Minx kostar 395 stpd., Ford Anglia kostar 257 stpd. og Ford Prefect 310 stpd., Vauxh. Wyx kostar 330 pd„ en Vauxliall Vcl kostar 395 stpd. Þetta eru helztu smábílarnir, sem Bretar hafa á boðstólum. Af stærri bíium eru helztir Austin A 70, kostar 447 stpd., Ford Pilot 000 stpd., og Hum- ber Hawk 625 stpd., Standard 425 stpd., Wolseley 570 stpd., og Sunbeam 695 stpd. Dýrasti brezki bíllinn er auðvitað Roll Royce og Daimler, sem kosta frá 2035 stpd. upp í 3860 stpd. Verðið er útsöluvcrð í Bret- landi að því er Parísarútgáfa Ncw York Herald Tribune hermir 5. þ. m. Axel Schiöth bakarameistari skrifar blaðinu á þessa leið nú á dögunum, með styrkri hendi, þrátt fyrir 80 ár að baki: —o— ÁTTRÆÐUR varð 11. okt. sl. Kristján Helgason verzlunar- maður, sem verið hefur starfs- maður KEA mörg síðustu árin. Erum við samborgarar frá drengjaárum okkar hér á Akur- eyri. Eg aðeins hálfu ári eldri. Fer þeim nú að fækka, innfædu Akureyrarborgurunum frá þeirri tíð. — Þegar eg sá Kristjáns minnzt í Degi kom í huga minn eitt afreksverk Kristjáns frá okkar ungu dögum, og þar sem tildrögin eru skemmtileg, datt mér í hug að setja þau á blað, og senda Degi til birlingar. —o— ÞAD VAR, að mig minnir, vor- ið 1896—97 að við Carl bróðir minn komum sem farþegar með gufuskipinu „Vestu“ frá Aust- fjörðum. Var það ' fyrsta ferð þess fyrir landssjóðsreikning með Ditlief Thomsen sem fram- kvæmdastjóra. Skipið braut stýr- isásinn í ísnum hér, er það var að „bakka" út úr honum. Tókst Gottfreðsen, sem var 1. stýrimað- ur, að lagfæra stýrið til bráða- birgða og sigla skipinu til út- landa, og þótti það vel af sér vik- ið. Nokkra hjálp fékk hann héð- an úr landi. Síðasta daginn, er skipið var ferðbúið, að öðru leyti en því, að verið var að flytja fram kol til ferðarinnar, bauð skipstjórinn, sem var sænskur og sá mesti og skemmtilegasti sam- kvæmismaður, sem eg hef fyrir- hitt á ævinni, nokkrum borgur- um til kvöldverðar kl. 6. (S. G. S. F. hafði keypt Vestu árinu áð- ur í Svíþjóð, og átti skipstjórinn að fylgja skipinu í eitt ár, þannig stóð á því að hann var sænskur). Eftir kvöldverðinn settumst við að í reykingasalnum. Voru það þessir, eftir því sem eg man nú bezt: Jakob Havsteen, þá kon- súll. Halldór Gunnlaugsson, þá verzlunarstjóri Gránu, Eggert Laxdal, þá verzlunarstjóri Gud- mans Eftirfl., Carl Schiöth, þá kaupm. á Eskifirði, sænski skip- stjórinn og eg. HIN NÝJA skáldsaga amer- íska skáldsins heimsfræga, Ernest Hemingway, vckur mjög mikla athygli báðum megin Atlantshafsins um þessar mundir,- Bókin heitir: Across the River and into the Trees, geíin út af Charlcs Scribner’s Scn, New York og kostar 3 dollará. Ameríska skáldið John O’Hara ritar mjög Ioflega um bókina í New York Times nú nýlega og tel- ur hann Hemingway merkasta skáld, sem uppi hafi verið síð- an Shakespeare leið. Heming- way hefur alls gefið út 13 bækur síðan hann hóf skálda- feril sinn árið 1923. ★ JÓN HALLDÓRSSON sem hefur verið söngstjóri Karla- kórsins Fóstbræður í Reykja- vík frá stofnun hans, hefur m'i látið af því starfi samkvæmt eigin ósk. í stað hans hefur Jón Þórarinsson yfirkennari við Tónlistarskóíann í Rvík íckið að sér söngstjórnina, og æfir kórinn nú fyrir næsta sam-áing undir stjórn hans. Þegar við vorum búnir að sitja drykklanga stund við góðar um- ræður og „kongepjölter" (sænsk- ur drykkur, banco og kampavíni blandað saman til helminga), rekur inn um dyragættina höfuð, sem staðnæmist þar og segir: „God Aften De Herrer“. Þarna var þá köminn Foss skipstjóri á norska skipinu „Ured“, og í fylgd með honum Hansen, skip- stjóri á öðru skipi. Var Foss sér- staklega kunnugur Laxdal, þar eð hann Hpfði siglt með fragt fyr- ir elzta síldveiðifélag Akureyrar, sem Laxdal var formaður og framkvæmdastjóri fyrir. Urðu því fagnaðarfundir þeirra í milli. Sænski skipstjórinn bauð þeim inn og til sætis, og var það þegið og settist Foss í sófa í milli Lax- dals og Halldórs. Foss skipstjóri var mjög stór maður, nær því tröllslegur og að því skapi hraustur og sterkur, en góð- mannlegur og skemmtilegur svo að af bar. Eftir nokkra stund seg- ir Laxdal við Foss: „Hverhig stendur á þessum bláu blettum, sem þú hefur á andlitinu?“ „Eg skal segja þér það,“ sagði Foss. „Það var eitt sinn að eg var að skjóta að skotið gekk aftur úr byssunni og allt púðrið rauk í andlitið á mér og sat þar.“ „En hvað varð af höglunum, maður?“ spurði Laxdal. „Höglunum? Jú, sjáðu til. Höfuðkúpan var svo hörð, að þau komust ekki inn úr, heldur hrukku til baka langa vcgu.“ Varð mikill hlátur að þessari fyndni Foss. En hann hélt áfram: „Afi minn bjó á Jaðri. Hann var svo sterkur, að hann lyfti stór- um bruggkerum með höndun- um,“ og svo sýndi hann okkur hvernig hann hefði borið sig til við það. Þá segir Halldór Gunn- laugsson: „En langalangafi minn var svo sterkur ,að hann lyfti tveimur steinolíufötum og hafði sitt í hvorri hendi. En Foss svar- aði: „Jæja, en þó að þú ættir 10 langalangaafa skyldi eg rassskella þá alla.“ Varð hlátur mikill yfir því, hvað Foss tókst vel að hafa yfirhöndina í þessum aflraunum. Þá dettur Halldóri snjallræði í hug og býður Foss upp á að koma í krók. Nú var Halldór einn af beztu krókmönnum bæjarins, stór og sterkur maður, þótt ekki væri hann þar jafningi Foss. (Til skýringar skal það tekið fram, að á þeirri tíð var algengt sport að dragast á í krók yfir búðarborð og lyfta lóðum á fingrum. Voru því margir verzlunarmenn, sem gaman höfðu af aflraunum, með meira og minna kreppta fingur af ofreynslu, (svo var um þá þrjá herra, sem hér eru nefndir). — Foss tók auðvitað strax áskorun- inni. Vissi hann þó ógerla hvað „krókur“ var og varð Halldór að skýra það fyrir honum og sagði að nú reyndi á kraftana en ekki stóru orðin. Tókust þeir svo á í krók og eftir nokkra hríð varð Halldór að gefast upp og minnk- aði hróður Foss ekki við þetta. Sátum við svo saman um hríð eða þangað tii Strue 2. stýrimaður tilkynnti, að kolin væru komin um borð. Stýrimann þennan kannast margir eldri borgarar við, því að hann kom hingað til lands í fleiri ár sem 1. stýrimað- ur og síðar skipstjóri á Samein- uðu skipunum. Um klukkan 11 slitum við þessu skemmtilega samíali og héldum í land. —o— Nokkrum dögum síðar kom (Framh. á 6. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.