Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. októbcr 1950 D A G U R 5 Séra Hermann Hjarfarson skóla stjóri á Laugum Minningarorð Séra Hermann Hjartarson, skólastjóri að Laugum, andaðist í Landsspítalanum hinn 12. sept. sl. og var jarðsettur að Skútu- stöðum 20. sept. Hann var fædd- ur að Flautafelli í Þistilfirði 21. marz 1887, sonur Hjartar Þor- kelssonar bónda þar og konu hans, Ingunnar Jónsdóttur. Hann tók stúdentspróf 1912, guðfræði- próf 1915 og vígðist þá um haust- ið aðstoðarprestur að Sauðanesi. Vorið 1916 varð hann prestur að Skútustöðum, fékk Laufás 1924, Skútustaði aftur 1925 og þjónaði þar síðan þar til hann varð skólastjóri að Laugum 1943. Því starfi gegndi hann síðan til dauðadags. Séra Hermann Hjartarson varð þannig prestur að Skútustöðum aðeins hálfu ári eftir að hann tók vígslu og þar þtónaði hann alla sína tíð sem prestur að einu ári undanskildu. Þar undi hann vel hag sínum og naut þeirrar virð- ingar og ástsældar meðal sókn- arbarna sinna að fágætt má telj— ast. Bar margt til þess. Hann var klerkur ágætur að þeirra dómi, og það engu síður, þó að hann færi nokkuð sínar eigin götur í prestsstarfi sínu. T. d. messaði hann aðeins nokkrum sinnum á ári, en hann þurfti heldur ekki að predika yfir auðum bekkjum þegar hann boðaði messu. Ræður sínar vandaði hann mjög, bæði að efni og orðfæri og dró að sér efnivið í þær frá hinum ólíkustu stöðum. Er ólíklegt að nokkur, sem sá hann og heyrði í ræðu- stól gleymi málsnilld hans. En sízt var minna um séra Hermann vert utan stóls og kirkju. Hann var venjulega hæg- látur og orðfár, og það svo, að ókunnugum gekk ekki alltaf vel að komast í samband við hann. En ef samtal byrjaði á annað borð, þá var hann hverjum manni skemmtilegri, orðsnjall og fynd- inn og fróður svo að af bar. Sama máti segja um störf hans. Hann sá um sín verk, en var ekki áleit- inn né afskiptasamur um annarra hag að nauðsynjalausu. En ef hann tók eitthvað að sér eða að- stoðar hans var leitað að réttu og nytsömu máli, þá var enginn liðsmaður öruggari né úrræða- betri, og þá kom fram, að hann bjó yfir óvenjulegum kjarki og þreki til framkvæmda. Og þetta er sú afstaða til séra Hei-manns, sem minnisstæðust mun sóknar- börnum hans. Það er hve gott var að leita til hans með vandamál sín, smá og stór, og fá hjá honum hjálp og ráð. Þá komu fram beztu eiginleikar hans, sem hann líka hafði í óvenjuríkum mæli, vits- munir hans, samúð og óþrotleg hjálpsemi. Það var líka svo, að menn leituðu til hans með ólík- ustu vandamál, þar sem þeirra eigin úrræði hrukku ekki til. Og þá aðstoð, sem hann ævinlega lét í té fá sóknarbörn hans aldrei fullþakkað né goldið. Séra Hermann hafði flesta vet- ur unglinga, annað hvort úr sóknum sínum eða þá lengra að komna, til kennslu. Hann var af- burða kenanri og hafði yndi af að kenna. Mun það, ásámt því að hann hafði lengi haft sérstakan áhuga á málefnum Laugaskóla og starfað að þeim, bæði sem próf- dómari og skólanefndarmaður, hafa orðið til þess að hann gerðist skólastjóri þar haustið 1943. — Skólastjórn lét honum prýðilega. Hann var umsvifamikill um byggingar og aðrar framkvæmd- ir fyrir skólans hönd Og viðhorf hans til nemenda og kennara varð svipað og til sóknarbarna hans. Hann var stöðugt hinn vitri hollvinur og hjálparhella allra, sem til hans leituðu. Séra Hermann kvæntist 1916 Kristínu Sigurðardóttur frá Pálsgerði í Dalsmynni og lifir hún mann sinn ásamt 5 börnum þeirra, sem upp komust. Heimili þeirra var sérstaklega aðlaðandi og heilsteypt, enda er frú Kristín mikilhæf kona og manni sínum samhent. Það var ekki á allra færi að vera húsmóðir á Skútu- stöðum í þá dagarT Heimilið var stórt, gestagangur mikill, bæði af innansveitarfólki og frændum og vinum hvaðanæva að og auk bess var það um langt skeið annar aðalgististaður þeirra mörgu ferðamanna, útlendra og inn- lendra, sem heimsækja Mývatnr,- sveit. En okkur, sem til þekktum, fannst hlutur frú Kristínar engu minni en manns hennar, og er þá ekki til lítils jafnað. Séra Hermann var ófús'að hafa afskipti af opinberum málum, en komst þó auðvitað ekki hjá því, einkum ef einhvers þurfti með, þar sem menn urðu lítt á eitt sáttir. Var þá oft leitað til hans, því að allir vissu þeim málum vel komið, sem hann lagði hönd að. Þótti einna mest traust í honum í héraði, bæði meðan hann sat á Skútustöðum, og ekki síður eftir að hann tók við sínu umfangs-' meira starfi, sem skólastjón að Laugum. Má segja, að héxaðs- brestur sé nú við fráfall hans. En að undantekinni fjölskyldu hans mun okkur Mývetningum, sem lengst höfðum notið samfylgdar hans og leiðsagnar, finnast mest um tap okkar. Við vottum eftirlif andi ástvinum hans innilegustu samúð og honum sjálfum virð- ingu og hjartans þökk. Mývetningur. Fallinn skólamaður Með séra Hermanni Hjartar- syni skólastjóra er fallinn í val- inn mikilhæfur skólamaður. Eg átti því láni að fagna, að kynn- ast honum nokkuð hin síðustu ár, einkum eftir að hann var orð- inn skólastjóri á Laugum. Á vetrarferðum mínum milli skól- anna var það óblandin tilhlökkun og ánægja að koma að Laugum og ver-a gestur hinna ágætu skólastjórahjóna. Þá var margt spjallað um skólamálin og menn- ingarmálin. Og ekki var skóla- stjói’inn ánægður nema að við nemendur hans væri spjallað líka. Hann gerði sér jafnan far um það, að fá þá, sem komu að Laugum og höfðu þar einhverja viðdvöl, til að spjalla við nem- endahópinn, og var hver sá sjálf- ráður um efnið, sem á annað borð var boðinn þar ræðustóll. „Ekki veitir af tilbi'eytninni og fjöl- breytninni," sagði hann eitt sinn, er þetta bar á góma. „Það er alltaf gott að hafa mikið til að moða úr.“ Séra Hermann var gáfaður maður og glöggskyggn með af- brigðum, en skapgerðin traust og heilsteypt. Hann var oft þögull og fáskiptinn, en hugsaði mai'gt og í stöðugi'i leit að úi'lausnum á margs konar viðfangsefnum mannlegs lífs og starfs. Og þar hafði hann um margt sínar skoð- anir og fór sínar leiðir. En þær vii'tust allar þaulhugsaðar. Þess vegna varð aldrei neitt fálm- kennt, sem hann kom nærri. í stjórn sinni á skólafólki virtist hann við flestu búinn, eins og hann væri lengi búinn að hugsa um þetta eða hitt, sem þó bar bi'áðan að ráða fram úr. Við þetta varð eg oftar en einu sinni var, og dáðist að. Mér virtist séra Hermann óvenjulegur og markviss stjórnari, svo ágætur, að eg efast sum að hann eigi sér marga líka. Hann stjórnaði án þess að láta fara mikið fyrir sér, eða vei’a með hávaða og bægzla- gang. Rólegur og þögull, en þó sívakandi yfir sálarheill skóla síns, vann þessi óvenjulega heil- steypti og hispurslausi maður sér virðingu og tx-aust nemenda sinna og samverkamanna. Hann var mjög gagm-ýninn á margt í skólamálum og uppeldisháttum vorum, taldi t. d. samskólana hættuspil, ef ekki væri því betur fyrir allri aðstöðu séð í stjórn og stöi’fum. Of mikið gert að því að hlaða minni unga fólksins þurr- um og dauðum fræðisetningum. Of lítið xinnið, og of mikið af slappleika í stöi-fum og þjónustu. Það varð að hei-ða í unga fólk- inu, heimta af því skyldurækni og oi’ðheldni. Skólarnir mættu ekki gæla við ómennskuna, ekki vei-a sísmjaðrandi og síkjassandi stofnanir. Þeir ættu að sýna unga fólkinu skilning og eiga við það dx-engileg samskipti, vera því hollir og hreinskilnir, en krefjast skyldurækni og trúmennsku í stöi-fum og þeirrar framkomu, sem væi'i í senn di-engileg og kai’lmannleg. Með því eina móti myndi skóli vinna sér traust þegna sinna og verða þeim ein- hvers virði. Séra Hei'mann tók við Lauga- skóla úr höndum ágæts manns. En honum tókst ekki aðeins að bæta húsakost skólans stói’lega, og á þann hátt, að menn dást nú að lagni hans, festu og hagsýni í þeim efnum, heldur liygg ég að honum hafi einnig tekizt að efla - FOKDREIFAR (Fx-amhald af 4. síðu). Dýravcrndun. Séra Pétur Sigurgeirsson skrif- ar: „TIL ERU ÞEIR MENN, sem hafa nautn af því að kvelja lif- andi verur. — Þeir eru nefndir sadistar. — Þegar náunginn verður fyrir barðinu á slíkum mönnum, hefur hann oft einhver ráð til þess að forðast framferði þeirra. — En þegar þessii menn kvelja dýi'in, ei-u þau algjörlega varnaiiaus. — Það virðist ástæða til þess að benda á þetta, svo að fólk sé á verði, þar sem hjálpar er þörf. Oftast er þacS þó svo, að hii'ðu- levsi og kærulevsi veldur, er menn vanhirða skepnurnar. Oft kemur það fyrir, að kvartaniv berast um sJíka vanhii’ðingu, en siundum lætur fólk sér nægja að tala sin á milli um illa aðbúð dýr- anna, án þess að hafast neitt að. Þess vegna er ástæða til þess að ítreka óskirnar um að koma kvörtunum á framfæri, ef þær eru á rökum byggðar. NÚ ER VETURINN framund- an. Þá þurfa fuglarnir, sem frjálst urn loftin fljúga, oft að heyja harða baráttu fyrir lífinu. Réttum þeim hjálparhönd, með því að kasta til þeirra brauðmola á hjarnið. Og gleymum ekki önd- unum á vatninu í Andapollinum! Gerið aðvart, ef einhvers staðar er illa fai’ið með skepnur. — Lát- ið Guðbrand Hlíðar dýralæknir vita, þar sem þörf er hjálpar af hvaða ástæðum, sem það kann að vei’a.“ Gulrætur i lausri vigt. Kjötbúð KEA. Sími 1714. Jeppi, A-55I, til sölu, e£ viðun- andi boð £æst. — U pplýsing- ar ge£a Jón Óskarsson, póst- bátnum Drang, eða Agiiar Tómasson, Prjónastofu Heklu. veg og virðingu skólans sem uppeldisstofnunar. Því að þótt hinum lærða og stálfróða klerki væri annt um fi’æðslustai’f skól- ans, og þá alveg sérstaklega í ís- lenzkri tungu, sögu og bókmennt- um, þá hygg ég að honum hafi þó verið miklu mest í mun, að skóla- vistin orkaði á nemendur til upp- eldislegs ávinnings, hvessti vilja þeirra til dáðríkra athafna, efldi hjá þeim þegnhollustu við þjóð og hérað og göfgaði hjartalag þeirra og hugarfar. Og þótt slík áhrif verði hvorki mæld né veg- in á neina óskeikula vog, þá er það trúa mín, að skólavistin á Laugum, undir handarjaði’i hins skapfasta og gáfaða drengskap- armanns og kristna mannvinár, muni verða flestum nemendum hans giftudrjúg. Snorri Sigfússon. Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur verður haldinn að Hótel Norðurland laug- ardaginn 21. okt. — 1. vetr- ardag — kl. 9 e. h. — Fé- lagskort verða afgreidd á fiimntudag og föstudag frá 8—10 e. h. á sarna satð. — Eldri félagar beðnir að sækja félagskort sín á fimmtudag vegna mikillar eftirspurnar. Borð ekki tekin frá. STJÓRNIN. Laukur Vörujöfnun á lauk fer fraxn í næstu viku gegn vöru- jöfnunarreit K. E. A. 1950, nr. 2. Nánari tilhögun auglýst í Kjötbúðinni og útibúun- um. Kjötbúð KEA Sími1714 Unglingspiltur, 15—16 ára, óskast uxn óákveðinn tíma. Leifs-leikföng. Jarðarberja- og eplasulta ★ Hindberja- og , eplasulta Kjötbúð KEA Simi1714 Rauður Waterman’s sjálf- blekungur tapaðist síðastl. mánudag, sennilega ein- hvers staðar í miðbænum. Finnandi vinsamlegast beð- inn að gera aðvart á BSA Verkstæði h.f., skrifstofuira. Til sölu: Plydsstólar, rúmfataskápur, þvottaborð með skál og könnu o. fl. notuð húsgögn. Tækifærisverð. Afgr. vfear á. íbúð til leigu Tvö herbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 1047.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.