Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 18.10.1950, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 18. október 1950 D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. tSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSíSSSSSSSíSÍSM* Sigur Sameinuðu þjóðanna ÍSLENZA RÍKISÚTVARPIÐ hefur nú um eins árs skeið haft starfandi fréttamann í Lake Success og er útvarpað þaðan daglega fréttum af starfi Sameinuðu þjóðanna og endurvarpað hér heima. Framan af munu sárafáir hafa hlýtt á þetta út- varp. Blöðin höfðu það stundum í flimtingum, enda sannast mála, að það var ekki vinsælt. Nú er þetta viðhorf að breytast. Margir hlýða daglega á þetta útvarp, enda þótt það sé á óhentugum tíma. Enda er þar að fá ýmsar markverðar fréttir af því, sem gerizt á fundum alþjóðasamtakanna og um viðhorf fulltrúa einstakra ríkja til mála. Þessi breyting hér heima á íslandi er ekkert eins- dæmi. Þannig hefur viðhorf manna til Sameinuðu þjóðanna breytzt um hinn frjálsa heim nú síðustu mánuðina. Aukinn áhugi hér fyrir þessu frétta- útvarpi er Ijóst dæmi um þannig sigur, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa unnið nú undanfarna mán- uði og veldur þar mestu, hvei'nig samtökin sner- ust við árásarstríði kommúnista á lýðveldi Suð- ur-Kóreu. Stofnun, sem í huga almennings, var lítils megandi og helzt hólmgönguvöllur fyrir ræðuskörunga austurs og vesturs, sýndi það á skammri stundu, að hún var voldug og sterk og þess megnug að hrinda ofbeldisárás á varnarlitla smáþjoð og sýna yfirgangsseggjunum, að slíkir tilburðir eru ekki líklegir til valda og mannafor- ráða eins og málum er nú háttað í heiminum, þrátt fyrir allt. Vitaskuld var það skilningur og við- bragðsflýtir stórveldanna, einkum Bandaríkj- anna, sem gerði stofnuninni mögulegt að snúast þannig við vanda þeim, er að höndum bar. Þau viðbrögð voldugustu lýðræðisþjóðar heims sýna áþreifanlega, hver munur er nú á orðinn síðan Mussolini réðist á Abyssiníu um árið og aðgerðir Þjóðabandalagsins ónýttust í framkvæmdinni af því að enginn hafði trú á þeim samtökum. Sigur fasistaherjanna í Abyssiníu varð til þess að Þjóða- bandalagið í Genf tók síðustu andköfin, en það hafði verið að veslast upp lengi áður. Ósigur kómmúnistanna í Kóreu hefur orðið til þess að auka álit og styrk Sameinuðu þjóðanna og út- breiða þá trú, sem vissulega átti í vök að verjast, að alþjóðleg samtök séu þess megAug að varð- veita heimsfriðinn og koma betra og heilbrigðara skipulagi á sambúð þjóðanna. MENN HAFA EKKI veitt því athygli sem skildi, að árás kommúnista í Kóreu var, um leið og hún var grímulaust ofbeldi í.stíl fasistanna, tilraun til þess að eyðileggja Sameinuðu þjóðirnar og búa þeim sömu örlög og Þjóðabandalaginu. Hefði árásin heppnast og kommúnistar lagt undir sig landið, án þess að Sameinuðu þjóðirnar fengju að gert, mátti telja fullvíst, að samtökin hefðu veslast upp og frjálsir menn hvarvetna glatað trúnni á þá hugsjón, sem býr að baki stofnskrár- innar. Heiminum hefði þá verið skipt upp í hern- aðarbandalög. Þjóðirnar hefðu reynt að treysta öryggi sitt með þeim hætti. Þessi þróun var þegar hafin, því að um tíma leit út fyrir að samtökin gætu ekki reist rönd við ofbeldinu, sem hvarvetna sótti fram og beitti hinum fáheyrðustu bolabrögð- um, sbr. samgöngubannið á Berlín og fleira af því tagi. Vel má vera, að Rússar hafi einmitt ætl- að að árásin í Kóreu mundi hafa þær afleiðingar að eyðileggja Sameinuðu þjóðirnar. Þeir höfðu nokkru áður hætt þátttöku í fundum samtakanna. En í þessu efni skjátlaðist þeim hrapallega. Þessi árás varð til þess að þjappa frjálsu þjóðunum enn fastar sam- an en áður og til þess að sann- færa menn um, að kommúnism- inn var kominn á það stig, að láta ekki skemmdarverk og moldvörpustarf duga lengur til þess að koma fyrirætlunum sín- um í framkvæmd, heldurvarþess albúinn að grípa til vopna. Þessi afstaða varð Sameinuðu þjóðun- um styrkur. Menn skildu það betur en áður, hvað í húfi var, ef þessi alþjóðasámtök lentu í sömu fallgryfjunni og Þjóðabandalag- ið. Og undir forustu Bandaríkja- manna var viðnámið hafið og því er nú um það bil að ljúka með sigri herja Sameinuðu þjóðanna. Þessi tíðindi hafa orðið til þess að nú hefur rofað til í heimsmálun- um, traust manna á alþjóðasam- tökunum hefur vaxið, smáþjóð- irnar eru öruggari um sinn hag en áður, en álit ofbeldismann- anna hefur minnkað stórlega hvarvetna, þar sem menn búa við frjálsar upplýsingar og frétta- þjónustu. Á SUNNUD. kemur verður dags hinna Sameinuðu þjóða minnzt um allan liinn frjálsa heim. Líklegt er, að þessi dagur hinna Sameinuðu þjóða verði nú í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur eins og honum sæmir. Fram til þessa hefur hann borið svip þess trúleysis á gildi samtakanna, sem ríkjandi var fram á þetta ár, og þess áhugaleysis, sem af því spratt. Nú er þessum torfærum að verulegu leyti rutt úr vegi. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjálfsögðu mikil og torleyst verk- efni framundan unz þær taka að gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað í' stofnskránni. En fyrsti sigurinn er unninn og samtökin hafa sannað mátt sinn og tilveru- rétt. Fyrir hinar minnstu þjóðir heims eru þetta mikil tíðindi og gleðileg. Er því full ástæða til þess fyrir íslendinga, að halda dag hinna Sameinuðu þjóða há- tíðlegan á sunnudaginn kemur og leggja þar með fram sinn skerf til þess, að þessi alþjóðlegu sam- tök hljóti þann virðingarsess í huga þjóðarinnar, sem þeim ber. FOKDREIF AR Athugasemd frá Fcrðaskrif- stofunni. Jón EGILSSON framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunhar hér, skrifar blaðinu á þessa leið, í tilefni af grein Bílstjórafélagsins í síðasta blaði: RITSTJÓRI DAGS hefur góð- fúslega leyfa mér að gera nokkri ar athugasemdir við hina löngu ádeilugrein formanns Bílstjóra- félagsins. Get eg verið stuttorð- ur, en vil leyfa mér að benda á eftirfarandi atriði, sem eg hygg að formanni Bílstjórafélagsins yfirsjáist: Ferðaskrifstofan hér á Akur- eyri er ríkisstofnun, og hlutverk hennar er að greiða fyrir ferða- mönnum hvaðanæfa af landinu og annast afgreiðslu sérleyfisbif- reiða. Skrifstofan er ekki rekin með sérhagsmuni Akureyrar fyr- ir augum. Slíkt gæti verið hlut- verk bæjarstofnunar. Af þessu leiðir vitaskuld, að flfeiri bifreið- ir hljóta afgreiðslu og fyrir- greiðslu skrifstofunnar en bif- reiðir bæjarmanna. f þessu sam- bandi er rétt að upplýsa, að 80% af tekjum skrifstofunnar koma frá aðilum utan Akureyrar. Gef- ur að skilja, að skrifstofan hlýtur að greiða fyrir bifreiðum, sem greiða afgreiðslugjöld til hennar, enda beinlínis hlutverk skrifstof- unnar að gera það. Það kempr ekki fram í hinni löngu ritsmíð formanns Bílstjórafélagsins, að skrifstofan sneri sér til eigenda Hópferðabifreiðanna á sl. vori, og bauð þeim afgreiðslu í skrifstof- unni eins og sl. ár með 10% hækkun afgreiðslugjaldsins með því að það var nauðsynlegt að koma starfsemi skrifstofunnar á þann grundvöll, að hún yrði fjár- hagslega sjálfstæð. Þessu tilboði var hafnað. Eigi að síður hefur skrifstofan viljað , og vill í fram- tíðinni, greiða fyrir bifreiðum bæjarmanna eftir beztu getu, enda þótt hún geti, af ástæðum, sem áður eru taldar, ekki veitt þeim nein sérstök forréttindi. í SAMBANDI við dæmi þau, sem upp eru talin og eiga að sýna óvild skrifstofunnar til Akur- eyrarbílstjóra, vil eg leyfa mér að benda á eftirfarandi: Þátttak- endur í Þjóðleikhússferð voru orðnir yfir 30 og var því þörf á 32 manna bifreið. Sl'ík bifreið er engin til hér á staðnum. Varð því að útvega hana annars staðar frá. Hrafnagilsakstur: Tvær bifreiðir þurfti til ferðanna. Eigendur Hópferðabifreiða sögðust aðeins hafa eina bifreið tiltæka. Voru því ráðnar til akstursins 2 bif- reiðir, sem afgreiðslu höfðu á skrifstofunni. Þennan akstur hefðu Hópferðabifreiðir að sjálf- sögðu fenglð, ef þær hefðu verið til taks, er um þær var beðið. Jóns Arasonar hátíð: Norðurleiðai'bifreiðir höfðu ákveðið að fara hópferðir að Hól- um. Þær eru í fastri afgreiðslu hjá Ferðaskrifst. og hlaut hún því að verða við óskum þeirra um að afgreiða bifreiðir einnig í þessa ferð. Þetta vissu eigendur Hópferðabifreiða um áður en ferðirnar voru auglýstar. Ekið með skipshafnir: Viðkomandi skipshöfn pantaði sérstaklega þá bíla, sem notaðir voru'. ÞAÐ HEFUR ALLTAF verið opinn möguleiki fyrir Hópferða- bifreiðir að fá afgreiðslu í Ferða- skrifstofunni, og sá möguleiki er enn opinn, en vitaskuld verða þessar bifreiðir þá að sæta sömu afgreiðslukjörum og aðrir. Þenn- an möguleika hafa eigendur ekki viljað nota og er því út í hött, að kenna Ferðaskrifstofunni um að halli hafi orðið á rekstri bifreið- anna að undanförnu. — Eg vil að lokum taka fram, að Ferðaskrif- stofan vill að sjálfsögðu eiga góða samvinnu við bifreiðastjóra á Akureyri og greiða fyrir bifreið- um þeirra eftir föngum, en það er fráleitt að hún geti veitt þeim skilyrðislaus forréttindi. Til slíks hefur hún enga heimild og sú heimild fæst ekki þótt núverandi forstöðumanni skrifstofunnar sé hótað hörðu af óánægðum bíl- stjórum í bréfum og blaðaskrif- um. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka fjölmörgum við- skiptamönnum skrifstofunnar ánægjulega samvinnu að undan- förnu og vona að skrifstofunni megi auðnast að gegna þannig hlutverki sínu, að tilganginum með stofnun hennar sé náð. Með þökk fyrir birtinguna. — Jón Eg- ilsson. (Framhald á 5. síðu). Skrautleir - Nytjaleir Það er ekki langt síðan, að'-íslcnzk leirsmíði var eins konar, og nafnið eitt, sem nefnt var. Það var Guðmundur frá Miðdal. Nú hefur þetta breytzt mjög, því að fleiri og fleiri nöfn hafa komið fram á sjónarsviðið, og menn spyrja nú: Er þetta Guð- mundur frá Miðdal, Roði, Funi, Laugarnessleir og eitthvað enn fleira og nýrra, sem eg kann ekki að nefna. — Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að leirmunagerð skuli hafa aukizt í landinu. Við það ætti að koma fram viss samkeppni um vöruvöndun, og slíkt er hverjum iðnaði hollt. En ekki verður sagt, að hugkvæmnin hafi aukizt í hlutfalli við fjölgun framleiðendanna. Hvað er framleitt? íslenzki leirinn þykir fallegur, og yfirleitt má segja, að smekklega sé unnið og vel frá vörunni gengið á alla lund. En hvað er það, sem framleitt er? í stuttu máli, öskubakkar og blómsturvasar mestmegnis. Nú má engin halda, að eg ætli að fara að amast við jafn nytsömum og ágætum hlutum. Oskubakkar eru nauðsynlegir, og flest heimili munu vilja og reyna að eignast eitthvað af blóma- kerum til þess að láta blóm, sem berast á afmælum og öðrum tyllidögum, standa í. En það eru takmörk fyrir því, hve mikið heimilið þarf af þessum hlutum. Sligaðar hillur af tómum blómsturvösum og borð þakin öskubökkum er lítil lieimilisprýði og nota- gildið takmarkað. Margar húsmæður eru svo smekkvísar, að þær geyma nokkuð af þessu dóti inni í skáp og taka það ekki upp, nema þegar.þörf krefur. Daglega hafa þær hæfilegt af öskubökkum á borðum sínum og aðeins fá ker en falleg, stand- andi á skápum og hillum. En eftir því, sem afmæl- isdagarnir verða fleiri, því stærra verður safnið, því að keramík er alltaf tilvalin tækifærisgjöf. Hvers vegna ekki nytsamari hluti? Á sama tíma og leirmunaframleiðendur keppast við að yfirganga hvern annan í blómsturvasa-fram- leiðslunni, er ekki hægt með nokkru móti að fá í landinu ýmsa nauðsynjahluti, eins og t. d. smjör- og ostaskálar, smekkleg áhöld undir krydd til að hafa á borði, mjólkurkönnur o. fl. o. fl. Þetta er að sjálfsögðu ekki þeim að kenna, en er hér ekki verkefni fyrir leirsmíðendur? Eg hef séð tvö te- stell gerð úr íslenzkum leir. Þau voru mjög falleg, en þau voru einnig mjög dýr. En myndum við ekki heldur vilja gefa 100 kr. fyrir góðan og fallegan te- ketil heldur en blómsturvasa? Slíkt stell yrði að vera hægt að kaupa smám saman. Einn bollti gæti þá verið góð gjöf og kærkomnari heldur en ösku- bakki í viðbót við safnið! Fjölmárgra muni nytsama ætti að mega gera úr íslenzkum leir, muni, sem heimilin í landinu van- hagar um einmitt nú, svo að sala á þeim ætti að vera nokkuð örugg. Eg nefni sem dæmi, testell, mjólkurkönnur, smjörskálar, osta- og áleggsföt, kryddbauka, eggjabikara, brauðdiska og föt og svo mætti lengi telja. Munir sem þessir, sem notaðir yrðu með matar- og kaffistellum oft meira eða minna flúruðum og lituðum, þyrftu að vera ein- faldir bæði í formi og litum, svo að hægt væri að nota þá með öðru, þannig að vel færi. Gulir eggja- bikarar myndu t. d. fara vel með bláum matardisk- um. Einnig gæti verið gaman að hafa þá sinn með hverjum lit, og myndi það sannarlega setja glað- legan svip á matarborðið. Smjörið myndi njóta sín í fagurblárri smjörkúpu og ekki síður osturinn. „Hæ, hæ, eg hlakka til“. íslenzkar konur myndu áreiðanlega fagna fram- leiðslu á nytjahlutum úr ísl. leir, jafnvel þótt mun- irnir yrðu dýrari heldur en venja er um slíka hluti innflutta. Það yrði gaman að eignast einn og einn hlut og skemmtilegt að gefa vinkonu sinni í ste]T.«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.