Dagur - 13.05.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.1953, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 13. maí 1953 4$44444444$4444$444444«4444444444444444$44444444$«t DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. trausts og virðingar fyrir dugnað, framsýni og ósérhlífni hjá öllum sem til þeirra þekkja og sjálfir taka þátt í hinum daglegu störf- um, séu óheiðarlegir og þjóð- hættulegir. Hjá þessu fólki mið- ast stjórnmálastefnan við það eitt, að ættmenn þeirra fái um alla framtíð að ráðstafa gjaldeyris- sjóðum þjóðarinnar með tilliti til eiginhagsmuna, og að forustu- klíka Sjálfstæðisflokksins haldi áfram svo miklum pólitískum völdum, að hægt sé að halda verndarhendi yfir gróðamögu- leikunum og lúxuslífi því, sem auðmannastéttin í höfuðstaðnum temur sér. Þetta er að sjálfsögðu stefnumál út af iyrir sig, en naumast getur almenningur í landinu tileinkað sér það. Þegar það svo bætist ofan á, að til þess að halda þessari aðstöðu eru not- aðar allar tegundir kunnra eitur- vopna í pólitískri baráttu, hlýtur árangurinn að verða vaxandi andúð á öllu þessu athæfi, meðal allra hugsandi manna. Margt bendir til þess, að einmitt þetta verði öll uppskeran, sem Heim- dallarliðið getur vænzt að fá af hinni fruntalegu, tilefnislausu og einstæðu rógsherferð gegn trún- aðarmönnum samvinnusamtak- anna. Árásirnar á trúnaðarmenn samvinnumanna FOKDREIFAR MORGUNBLAÐIÐ hefur nú neyðst til að birta leiðréttingu frá borgfirzkum samvinnumönnum vegna hinna svívirðilegu skrifa ungliða íhaldsins um forustumenn kaupfélaganna. Ett af rógsmálum þeim, sem Heimdellingar fluttu í Morgunblaðinu, var uppvakningur úr Þjóðviljanum frá í fyrra, þar sem reynt var að koma þjófsstimpli á trúnaðar- mann borgfirzkra samvinnumanna, kaupfélags- stjórann í Borgarnesi. Stjórn kaupfélagsins hrakti fullyrðingar kommúnista í fyrra með opinberri yf- irlýsingu, og rétt er að benda á, að þjóðkunnur sjálfstæðismaður var í hópi stjórnarnefndar- mannanna. Auk þess var rógberunum gefinn kost- ur á að standa við áburðinn fyrir rétti, og fór svo, að allt var dæmt dautt og ómerkt, og kaupfélags- stjóranum dæmdar miskabætur fyrir árásina. Eft- ir þessa forsögu koma Heimdellingar, beint úr flokksskóla Jóhanns Hafstein og Magnúsar Jóns- sonar, og birta rógssögima í útbreiddasta blaði landsins, rétt eins og hún væri nýuppgötvaður sannleikur. Er hægt að komast öllu lengra í notk- un „eiturvopnanna", sem Olafur Thors talaði hraustlegast um á landsfundinum? Það er stór- kostlega athyglisvert fyrir Sjálfstæðismenn, að aðalfundur kaupfélagsins í Borgarnesi samþykkti sérstök mótmæli gegn hinum hatursfullu árásum, sem haldið er uppi í nokkrum blöðum gegn sam- vinnufélagsskapnum og trúnaðarmönnum kaup- félaganna. Meðal fulltrúa þeirra, sem fundinn sátu, voru vafalaust einhverjir Sjálfstæðismenn, og má vissulega skilja ályktunina sem álit þeirra á fram- ferði Heimdellinga nú um sinn. Þess verður víða vart meðal manna úr öllum flokkunum, að þessi níðskrif um einstaka forustumenn samvinnu- manna, vekja vonbrigði og furðu. Menn áttu bágt með að trúa því, að stjórn stærsta stjórnmála- flokksins í landinu gæti verið svo tækifærissinnuð og kærulaus, að hún lét grunnfæra pilta flytja mesta sorann, sem kenndur er í flokksskóla íhaldsins ,yfir á síður aðalmálgagns flokksins. En dæmin eru nú deginum ljósari. Þetta allt því nokkur lærdómur fyrir ýmsa Sjálfstæðismenn, sem lesa sér það til stórrar undrunar í þessu sama blaði, að Sjálfstæðisflokkurinn sé „mesti sam- vinnuflokkur landsins". ÞAÐ ER umhugsunarefni fyrir alla landsmenn, að svo virðist, sem ungliðar íhaldsins, sem upp- fræddir eru í Heimdalli, séu gjörsamlega skiln- ingslausir á eðli, sögu og þróun hinna þýðingar- mestu félagslegu samtaka, sem alþýða landsins hefur byggt upp í langri baráttu. Heildsala- og embættismannasynir þeir, sem íhaldið hefur fram á í blöðum sínum, hafa aldrei komið nálægt nein- um þjóðnýtum ábyrgðarstörfum. Þeir hafa setið á skólabekk og e. t. v. að því loknu komist í hæg embætti hjá ríki eða einkafyrirtækjum, með að- stoð fjölskyldu og auðs. Kynni þessa fólks af fram- leiðslustörfum og lífi fólksins úti um byggðir landsins eru sáralítil og skilningur á högum þess enn minni. En það er þetta fólk, sem tekur sér fyrir hendur að kenna alþýðu manna, að kaupfé- lögin og verkalýðssamtökin séu mein á þjóðar- líkamanum og forustum. þeirra, sem ár eftir ár eru kjörnir til starfa á lýðræðislegan hátt og njóta Hver á veiðiréttinn? Aðalsteinn Ólafsson í Melgerði skrifar blaðinu: „ÁHUGAMAÐUR, sem ekki vill láta nafns síns getið, ein- hverra hluta vegna, skrifar í Fok- dreifar Dags 9. maí, og er mjög undrandi yfir mótspyrnu þeirri, er leigan á Eyjafjarðará mætir. Ekki reynir hann þó að afsanna það, sem eg hef sagt í skrifum mínum, en öll grein hans er ein lofgerð um Stangveiðifélagið og gerðir þess, og telur hann það lít- inn félagsþroska, að vilja ekki beygja sig fyrir þeim reglum, er það setur. Það væri athugandi fyrir áhugamann þennan, hve mikill félagsþroski það er, að vilja hrifsa til sín réttindi annarra, eins og félag þetta er að gera. Áhuga- maður þessi telur, að áin sé sam- eiginlegt hagsmunasvæði þeirra, sem land eiga að henni, og er það rétt, þar sem það nær, en hitt er líka staðreynd, að hver landeig- andi á aðeins veiðirétt í sínu landi, og er hann afar misjafn eins og sést annars staðar í sama blaði, þar sem tilkynnt er, hvern- ig Stangveiðifélagið hyggst að haga veiðinni. Þar segir, að 2 stengur skuli hafa fyrir neðan Möðruvallabrú, en 3 fyrir ofan. Nú er allt svæðið fyrir ofan brúna í Saurbæjarhreppi og fyr- ir neðan hana eiga að minnsta kosti 11 jarðir í hreppnum land að vatnasvæði árinnar og á þeim parti er einn eftirsóttastsi veiði- staðurinn Arnarhólshylur, þar sem Djúpadalsá rennur í Eyja- fjarðará. Það virðist því augljóst að af fimm stöngum, sem leyfilegt er að hafa í ánni, eiga fjórar að vera í landi Saurbæjarhrepps og virðist þá hlutur hinna hreppanna næsta lítill. ÁHUGAMAÐURINN telur að bændur og annað sveitafólk geti stundað stangveiði með leyfi félagsins, og skal eg taka það til athugunar. Sveitafólk vinnur yf- irleitt alla virka daga og mun þá tæplega gefa sér tíma til stang- veiði, en ef að við reiknum með tuttugu sunnudögum yfir sumar- ið verða hundrað leyfi veitt út á þá. Nú eru þeir, sem veiðirétt eiga, um hundrað, eftir því sem mér er sagt, svo að ef við göng- um út frá að þeir fengju helming leyfanna, gæti hver fengið einn dag annað árið, en engan hitt, og geta þá allir séð hvers virði þetta ákvæði er fyrir sveitafólk. Áhuga maðurinn talar mikið um, að Stangveiðifélagið leggi mikið í kostnað við ána og getur það vel verið, en að það geri það í þeim tilgangi að gera hana verðmæta fyrir landeigendur, hygg eg að fáir munu trúa. Mér finnst að félagið fari eftir gamla boðorðinu, hver er sjálfum sér næstur, og hafi lagt kapp á að ná veiðirétt- inum í ánni handa sjálfu sér. Það er misskilningur hjá áhugamanni þessum, að.eg eða aðrir. hafi mót- mælt því að eitthvað væri gert til að auka fiskistofn í ánni, við höf- um aðeins mótmælt því að það væri gert með þeim hætti, að landeigendur séu gerðir réttlaus- ir, en óviðkomandi mönnum fenginn hann í hendur. VIÐVÍKJANDI fiskirækt þeirri, er áhugamaður talar um, vil eg taka það fram, að eg tel það enga fiskirækt, þó að fiskur aukizt eitthvað fyrir minni veiði, og landeigendur hefðu áreiðanlega getað náð betri árangri með að friða ána um skeið en leigja hana mönnum, sem vafalaust ætla sér að veiða af kappi og eru, þegar þetta er ritað byrjaðir að rápa um í þeim tilgangi í fullri óþökk margra þeirra, sem land eiga að ánni. Eg vil að lokum þakka áhugamanni þessum fyrir grein hans. Hún sýnir betur en nokkuð annað, sem fram hefur komið í málinu, að hér er sérrétt- indafélag að reyna að sölsa undir sig ævagömul réttindi sveitar- innar. Með þökk fyrir birtinguna. Melgerði í Saurbæjarhreppi, 11. maí 1953. Aðalsteinn Ólafsson.“ Eyjafjarðarbyggð Eyjafjarðar dalir dýrir djásni skrýddir ár og síð. Fjallaraða hnjúkar hýrir hreykja sér í loftin víð. Úr sér breiða grundir grænar, glóir áar silfurband, þegar suimu veigar vænar verma fagurt Norðurland. Kerling há í vesturvegi voldug rís úr fjallaþröng, hverjum himinheiðum degi heilsar glæst með jökulspöng, eins og sér á tá hún tylli tíguleg mót geislahjörð. Nýtur allra hæða hylli hér við svásan Eyjafjörð. Lækir kvika — fossar falla, forna rekja í heiðum slóð eftir giljum fríðra fjalla, fölskvalausan stilla óð. Hamragljúfrin grettu, svörtu geislum sveipast vorgjafans. Víðlend tún við býlin björtu brosa í veldi gróandans. Á. M. R. ERLEND TÍÐINDI 10.000 óopnuð bréf og 40.000 dollarar í seðlum fundust í reitum Henry Ford í SL. VIKU voru bréf og skjöl bílakóngsins Henry Ford afhent safni því, sem honum er helgað í Fair Lane við Detroit, þar sem hann andaðist í bjarman- um frá einu kertaljósi árið 1947. Undanfarin ár hafa sérfræðingar farið í gegnum reitur bílakóngsins og athugað þær og kom í ljós, að hann hefur aldrei fleygt neinu, heldur geymt öll bréf, kvittanir og þess háttar og var safn hans orðið gríðarlega mikið að vöxtum. Meðal annars, sem fannst að honum látnum, voru 25000 ljósmyndir, 5 milljónir verzlunarskjala og bréfa og af þeim síðar- nefndu voru 10.000, sem aldrei höfðu verið opnuð. Þá voru fjölmargar bankaávísanir, sem aldrei hafði verið framvísað, þar á meðal ein fyrir 11000 dollara. Auk þess fannst, innan um alla þessa pappíra, um 40.000 dollarar í bankaseðlum. Á MEÐAL bréfanna voru mörg, sem vöktu at- hygli. Til dæmis ýmis bréf varðandi hina frægu „friðarför" Fords á skipinu Oscar II, er hann ætlaði að koma friðarráðstefnunni á þegar árið 1915. Þá fundust bréf frá ítölsku fiskikaupmönnunum Sacco og Vanzetti, sem voru dæmdir fyrir morð. Ford hafði opinberlega mælt með því að dauðadómurinn yrði ekki framkvæmdur, og hinir dæmdu menn höfðu skrifað til að þakka honum fyrir. Þá var bréf frá glæpamanninum John Dillinger, sem lögreglan skaut til bana í Chicago, skömmu síðar en hann skrifaði bréfið, þar sem Dillinger tilkynnir Ford, að hann sé sérlega ánægður með Fordbílinn, sem hafi sannað ágæti sitt margsinnis, er hann hafi verið á flótta undan lögreglunni. FORD LÉT EITT SINN svo ummælt, að sagan væri bara slúður, ep sjálfur lét hann eftir sig gögn, sem munu duga til mikillar söguritunar. Hann fleygði engu. Á meðal skjala hans fundust til dæmis kvittanir manna, sem höfðu slegið lóðina fyrir framan hús hans, sú síðasta frá 1933, upp á einn og hálfan dollar. Einkabréf hans og skjöl fxá fjórða tug aldarinnar, sýna, að hann var mjög fjandsamlegur Gyðingum, bankastofnunum, Roosevelt forseta, verkalýðsfélögum og aðalkeppinautum sínum á bílamarkaðinum, General Motprs .og. Chrysler. Hann taldi að þessir aðilar allir yæru aðilar að heil- miklu samsæri, sem hefði þann tilgang að eyðileggja veldi hans á bílamarkaðinum! Ford var mikill Gyðingahatari, og hóf baráttu gegn þeim þegar árið 1920, í blaði, sem hann kost- aði. Seinna gekkst fulltrúi hans, Cameron, við því að hafa staðið fyrir þeim skrifum, en nú á þessu ári hefur einkaritari Fords í 30 ár, skýrt frá því, að Cameron hafi aðeins verið að skýla Foi*d fyrir árás- um, en ábyrgð á öllu sem sagt var og skrifað um Gyðinga í blöðum, er hann átti, og fyrir tilverknað Fordfélagsins, hafi gamli maðurinn sjálfur borið. Tilraunir með lyf gegn berklaveiki. Summit, New Jersey: Nýlega eru hafnar tilraunir með nýjan flokk lyfja gegn berklaveiki, og er þetta í fyrsta skipti, sem lyf þessi eru reynd á mönnum. Tilraunum þessum stjórna 7 efnafræðingar við til- raunastofu Ciba lyffræðifélagsins. Lyf þessi hafa borið góðan árangur við tilraunir á dýrum, og veittu berklasýklarnir ekki viðnám. í nýútkomnu tímariti amerískra efnafræðinga skýra efnafræðingarnir 7 svo frá, að 6 skyld lyf, þ. e. „thiocarbanilides“, hafi við tilraunir reynzt hafa sterk gagnverkandi áhrif á betklasýkla í músum. Athuganir á geislavirku benzíni. Los Angeles: Tveir iðnefnafræðingar skýrðu svo frá frá í síðastliðinni viku, að þeir hefðu með hönd- um athuganir á notkun geislavirks benzíns, sem auka mundi aksturshraða bifreiða. Athuganir þess- ar eru fólgnar í notkun benzíns, sem inniheldur „teteraethyl" blývökva og hefur geislaverkandi áhrif.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.