Dagur - 13.05.1953, Side 6

Dagur - 13.05.1953, Side 6
6 D A G U R MiSvikudaginn 13. maí 1953 ÍHin gömlu kynni I Saga eftir JESS GREGG 4> *^*^*^*^* 32. dagur. (Framhald). „En þegar bókin er búin,“ hélt barónessan áfram, „getum við sagt henni alltaf létta, ef yður þykir það betra.“ Hún brosti. „Eigum við þá að segja það klappað og klárt?“ Frú Worth var niðurlút, en svaraði þó hiklaust. „Eg get enga samninga gert um sál nokkrrar manneskju," sagði hún. „En er minn sálarfriður þá einskis virði? Á eg að kveljast um alla eilífð?“ „Nei, frú. Segið henni allt saman. Opnið hjarta yðar. Gerið yður frjálsa!“ Madame von Schíllar horfði stórum spurnaraugum á hana, kinkaði síðan kolli og sagði höst- uglega: „Eins og þér viljið. En eg verð að hafa tímann fyrir mér. — Gjörið svo vel að láta handritið aftur upp í herbergi fröken De- veny.“ En rólyndi barónessunnar var aðeins á yfirborðinu og það entist ekki lengi eftir að ráðskonan var fairn. Hún fleygði sér upp í sóf- ann og fól andlitið í svæflunum. Hnefarnir krepptust og hún barði fótunum í stokkinn. Hún reis á fætur, gekk fram í anddyrið. Elísabet,. var komin miðja leið frá útidyrunum að stiganum. Barónessan gekk feti framar. „Bíðið þér,“ sagði hún reiðilega, en bætti síðan við, á lægri nótum, „kæra vinkona.“ Elísabet sneri við og fylgdi henni inn í stofuna. „Hafið þér minnisbókina yðar við hendina? Við skulum byrja strax!“ Stúlkan starði forviða á hana. En taugaæsingur barónessunnar hvarf jafn skyndilega og hann hafði komið. „Nei, nei,“ sagði hún. „Eg get það ekki. Farið þér. Látið þér mig í friði.“ Þetta allt var orðin of erfið sál- arleg raun fyrir barónessuna. Hún dró sig í rúmið og féll í óværan svefn. Þegar hún vaknaði aftur, var dimmt í herberginu, gluggatjöldin dregin fyrir, en eld- ur logaði á arninum. Barónessan skynjaði að Elísabet var nálæg. „Hvað er klukkan? Er kvöld eða morgunn?“ stundi hún upp. „Það er komið fram á dag,“ svaraði Elísabet, „klukkan er þrjú.“ „Eg hef sofið yfir mig. Eg man lítið, hvað gerðist í gærkvöldi.“ „Það var í fyrrakvöld,“ sagði Elísabet. „Kom læknirinn?1' „Já, Campbell læknir leit til yðar.“ „Þér ætlið ekki að yfirgefa mig?“ „Nei.“ Barónessan bleytti þurrar var- irnar. „Eg er alltaf að tala um Maríus við yður. Því talið þér ekki um hann við mig.“ Unga .stúlkan brosti. „En hvað gæti eg sagt yður, sem þér ekki vitið þegar?“ „Það skiptir ekki máli, hvort eg veit það eða ekki. Mig langar bara að heyra talað um hann. Mig langar til að vera eins og fram- andi manneskja, sem aldrei hefur heyrt um hann fyrr, og þér segið mér allt ,sem þér vitið. Góða, ger- ið þér það!“ Elísabet lýsti því, hvernig Wrenn leit út, hvernig hann var í framgöngu, talaði um myndirnar, sem hann hafði málað og um konuna, sem hann hafði elskað. „Og hann elskaði hana mjög mikið?“ spurði barónessan hvað (Framhald). Garðyrkjuverkfæri Garðkönnur Garðhrífur Garðklórur Garðklippur Greinaklippur Stungukvíslar Stunguskóflur Hnausakvíslar Malarskóflur Plöntugafflar Plöntuskeiðar Plöntupinnar Arfasköfur Kartöfluskóflur Höggkvíslar L Skóflusköft Hakasköft Hakahausar Lækræsaspaðar — Steypuskóflur — Heykvíslar -Kaupfélag Eyfirðinga Járrí- og glervörudeild. Kvennaskólinn á Laugalandi 1877-96 Eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON (Framhald). 2. Anna Sigríður Melsteð, var fædd að Hraungerði í Flóa 17. sept. 1845. Foreldrar: Páll Melsteð, sagnfræðingur, og fyrri kona hans: Jórunn ísleifsdóttir yfirdómara Einarssonar. Anna hlaut hina beztu menntun í uppvexti og dvaldi síðan tvö ár við nám í Danmörk og lærði þar meðal annars meðferð mjólk- ur á Bavelsegaard í Sjálandi, skammt frá Ringsted. Hún var kennslukona á Laugalandi 1877—1879. Giftist 19. júní 1879 Stefani Stephepsen umboðsmanni á Akureyri. Anna var fögur kona, einkar vinsæl og öllum hugþekk sem kynntust henni. Hún andaðist 29. júní 1922. 3. Andrea Jóna Sigurðardóttir. Hún var fædd í Möðrudal 12. maí 1851. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi þar og kona hans: Ástríður Vernharðsdóttir prests á Skinnastað. Fluttist hún rúmlega tvítug að aldri að Nesi í Höfðahverfi til Elísa- betar systur sinnar, sem var seinni kona Einars alþm. Ás- mundssonar í Nesi og þar giftist hún nokkrum árum síðar Gunnari syni Einars, sem þá var verzlunarmaður á Akureyri. Veturinn 1876—1877 dvaldi hún við nám í Kaupmannahöfn, en starfaði veturinn eftir við kennslu ungra stúlkna að Ási í Skagafirði. Næsta vetur, 1878—1879, veitti hún forstöðu Kvennaskólanum á Laugalandi í fjarveru Valgerðar Þorsteins- dóttur. Hún andáðist að Nesi 15. febrúar 1880. í Norðlingi 23. febr s. á. segir svo í dánarminningu: „Það er höggvið sorglegt skarð í röð beztu og vitrustu kvenna hér á Norðurlandi, þar sem húsfrú Jónu missti við. Hún var sem sjálfkjörin til að veita Kvennaskólanum á Laugalandi forstöðu í fyrra vetur í fjarveru frú Valgerðar Þorsteinsdóttur og leysti hún það vandaverk af hendi með jöfnu lofi og aðdáun prófdómenda, sem elsku og virðingu námsmeyja." Hér fer á eftir frásögn Sigurbjapgar.Davíðsdóttur á Bringu í Eyjafirði, þar sem lýst er skólalífinu á Laugaíandi þennan „Forstöðukonan var þá frií Jóna Sigurðardóttir frá Möðru- Andrea Jóna Sigurðardóttir. Anna Melsteð. dal, sett í stað frú Valgerðar Þorsteinsdóttur, sem dvaldi þann vetur í Kaupmannahöfn til að kynna sér skólamál Annar kennari var frú Stephensen, hét hún þá fröken Melsteð, e.n söngkennari var Hallgrímur Hallgrímsson þá búandi á Ytra- Laugalandi, seinna hreppstjóri á Rifkelsstöðum. Þá voru tíu nemendur fastir í skólanum frá 1. október til 14. maí, en auk þess voru 4 stúlkur styttri tíma til að læra gítarspil o. fl. hjá ungfrú Melsteð. Þessar voru hinar föstu námsmeyjar: J. Soffía Flavstein, dóttir Péturs amtmanns. 2. Þóra Jónsdóttir frá Hofsstöðum, Mývatnssyjeit. Hún varð kona Péturs Jónssonar, alþingismanns á Gautlöndum. 3. Elísabet Jónsdóttir frá Hóli, Skagaströnd. 4. Anna Pálsdóttir frá Kjarna Hún giftist Kristni Havsteen, verzlunarstjóra á Akureyri. 5. Guðlaug Pálsdóttir frá Kjarna, dó ógift. 6. Karolína Guðmundsdóttir frá Brettingsstöðum, varð kona Árna prests Jóhannessonar, Grenivík. 7. Halldóra Vigfúsdóttir, Ketilsstöðum á Völlum. Hún gift- ist Gunnlaugi Halldórssyni, presti að Hofi í Vopnafirði. 8. Guðrún Blöndal frá Hvammi, Vatnsdal, dóttir séra Jóns Blöndal, Hofi. Stíilka óskast í vist til Reykjavíkur. Afgr. vísar á. Fólksbíll til sölu. Eldra módel. Selst ódýrt. Afrgr. vísar á. Gleraugum bjargað af götunni. — Geymd í efri hæð vesturenda hússins Gránufélagsgötu 29. Duglegan mann vantar mig nú þegar í nokkrar vikur. Guðmundur Sigurgeirsson, Klauf. Reiðhjól, vel meðfarið, er til sölu. — Tækifærisverð. Uppl. í Víðivöllum 14. Reiðhjól Nýuppgert Raleigh-kven- hjól, ekki fullkomin stærð, til sölu. Áfgr. vísar á. Kaupakonu vantar vestur í Hjaltadal. Upplýsingar í síma 1383. Kaupakona óskast á gott heimili á Hóls- fjöllum. Uppl. hjá Friðrik Magnús- syni, Aðalstræti 15, eða í síma 1040. 2-3 herbergi og eldhús til leigu frá 14. maí n. k. Upplýsingar í Aðalstr. 17. Sími 1256 eftir kl. 7 e. h. Góð kýr til sölu. Jóhann Angantýsson, Brautarholti, Glerárþorpi. Fermingarföt Vil kaupa fermingarföt á frempr lítnn dreng. Afgr. vísar á. Góð píanóharmonika 3ja kóra, til sýnis og sölu í Klapparstíg 7. — Tæki- færisverð. Sigurvin Jónsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.