Dagur - 13.05.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. maí 1953 DAGUR 5 ijudrjúg og drengileg slörf Jónasar Kristjánssonar um aldarfjórðung Hann undirbjó stofnun Mjólkursamlagsins og hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í meira en aldarfjórðung Ágætur bóndi í héraðinu, Halldór Guðlaugsson í Hvammi, minnist í eftirfarandi grein 25 ára starfrækslu Mjólk- ursamlags KEA og ræðir sér- staklega um hin ágætu störf Jónasar Kristjánssonar mjólk- ursamlagsstjóra, sem átti 25 ára starfsafmæli sem starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga og ey- firzkra bænda á sl. ári. Jónas Kristjánsson. FYRIR RÚMUM MÁNUÐI síðan, eru liðin 25 ár frá því að Mjólkursamlag Kaupfélags Ey- firðinga hóf starfsemi sína, með því að veita móttöku mjólk frá bændum í nágrenni Akureyrar, til sölumeðferðar og vinnslu. — Mun í tilefni af þessari 25 ára starfsemi vei-a gefið út ýtarlegt yfirlit um réksturinn frá upphafi til þessa tíma, í sambandi við Ársfund Mjólkursamlagsins. Enda er ekki ætlunin með línum þessum að rekja þá sögu, þótt drepið kunni að verða á einstök atriði í sambandi við þessi mál. Hitt þykir mér rétt, að minnzt sé lítillega þess manns, sem veitt hefur þessu fyrirtæki forstöðu frá upphafi. Rétt þykir, að fram komi ummæli frá einum þeirra bænda, sem frá upphafi hefur verið viðskiptamaður Mjólkur- samlags KEA. Eins og kunnugt er hefur Jónas Kristjánsson frá Víðigerði veitt Mjólkursamlaginu forstöðu frá byrjun. Það er, að eftir að hann hafði lokið mjólk- uriðnaðarnámi í Danmörk, ferð- aðist hann um meðal bænda í ná- grannahreppum Akureyrar, til þess að fá þá til að hefja viðskipti við Samlagið, þegar það gæti tek- ið til starfa. Auk þessa vann hann svo að öðrum undirbúningi Sam- lagsins og uppsetningu véla þeirra, sem byrjað var þar með. Eins og áður er getið tók Sam- lagið fyrst á móti mjólk í marz- mánuði árið 1928. Starfsliðið var ekki fjölmennt þá, því að fyrsta árið munu ekki hafa starfað þar aðrir fastir starfsmenn en Sam- lagsstjórinn, tveir unglingar og einn kyndari. Enda var þá ekki mikil mjólkurframleiðsla í hérað- inu. Ræktun komin mjög stutt á veg og tiltölulega fáar byggingar úr varanlegu efni. Hingað til hefur það þótt viðeigandi, að staldra við á merkum tímamót- um. Horfa til baka og gera sér grein fyrir því, sem unnizt hefur. Þegar nú litið er til baka yfir þetta 25 ára tímabil frá stofnun Mjólkursamlagsins, getur engum dulizt hinar stórkostlegu fram- farir í búnaði, sem átt hefur sér stað hér í héraðinu: í ræktun, byggingum og hvers konar tækni varðandi búskapinn. Fjárhagsleg undirstaða framfara. Eg vil fullyrða, að stofnun og starfræksla Mjólkursamlags KEA á lang drýgstan þátt í að bændur almennt hafa getað komið í fram- kvæmd og staðið fjárhagslega undir þeim mikla kostnaði, sem leitt hefur af svo örum og fjár- frekum framkvæmdum á ekki lengri tíma. Þótt vitanlega komi þar margt fleira til greina. Áður en Mjólkursamlagið var stofnað, var aðalbúpeningur bænda hér um slóðir sauðfé og innlegg þeirra því að lang mest- um hluta sauðfjárafurðir. Þó höfðu bændur í næsta nágrenni Akureyrar nokkra mjólkursölu til fastra kaupenda þar. Ennfrem- ur voru bændur, er fjær bænum bjuggu, farnir að flytja mjólk til Akureyrar, sem svo var seld í út- sölu, og kom þá jafnvel til undir- boðs á verði, ef illa gekk að selja. Sjáanlegt var, að þessi verzlunar- máti átti enga framtíð, hvorki fyrir framleiðandann eða neyt- andann. Enda varð reynzlan sú, að flestir þessir bændur gengu strax, eða þá fljótlega, í Mjólkur- samlagið, þegar það tók til stárfa. Nú er svo komið búnaðarhátt- um hér á Samlagssvæðinu, að nautgriparæktin er orðin aðalbú- greinin, en sauðféð er horfið í skuggann. Benda má þó á, í þessu sambandi, að fjárpestirnar und- anfarandi ár hafa beinlínis stuðl- að að þessari öru breytingu og þó sérstaklega fjárskiptin 1946 og 1949. Á hitt ber þó einnig að líta, að aðstaða bænda hér var mun betri til að þola þá þungu raun að fella sauðfjárstofninn, þótt ekki væri nema í bili, vegna hinnar stórfelldu .ræktunar og aukinnar mjólkurframleiðslu, sem átt hafði sér stað. Þegar á allar aðstæður er litið, verður að telja að stofnun Mjólk- ursamlags KEA hafi orðið ey- firzkum bændum hin happasæl- asta framkvæmd til aukins, efna- legs sjálfstæðis. Mikið veltur á undirstöðum. Eins og að líkum lætur valt á mjög miklu að sá maður, sem tæki að sér forstöðu slíks fyrir- tækis, sem Mjólkursamlagið er og hefur verið, væri þeim vanda vaxinn. Enda hefur sú raunin á orðið í starfi Jónasar Kristjáns- sonar. Því eins og segir: Varðar mestu allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin. Þarna þurfti að mörgu að hyggja. Mörgum herr- um þurfti að þjóna, ef vel átti að fara. Það er ekki á allra færi að þjóna mörgum herrum, svo að vel fari, en Jónas er þeim hæfileik- um búinn, bæði með fæddum og áunnum, að honum hefur tekizt furðu vel að leysa allra þarfir í þessum málum, án verulegra árekstra. Fyrsti herrann, sem þjóna varð frá upphafi þannig, að hann væri sæmilega ánægður, var neytand- inn, því að ekki kom neinu haldi að framleiða mjólk og mjólkur- vörur, sem ekki líkuðu á borði hans. Hér mætti koma með marg- ar umsagnir neytenda, sem stað- festa, að mjólk og mjólkurvörur hafa líkað mjög vel á þeirra borði frá þessu samlagi, en það er óþarfi, þetta er svo þekkt. — Rétt til gamans má geta þess, að á síðastliðnu sumri sögðu mér tvær reykvískar húsmæður að mjólkurostar frá Mjólkursamlagi KEA tækju öðrum mjólkurost- um, framleiddum hér á landi, langt fram að gæðum. Þá vil eg nefna framleiðandann, sem eðli- lega vill fá sem mest verð fyrir sína framleiðsluvöru, og er það að vonum. Sú krafa hefur verið gerð á hendur honum, og aldrei frá henni kvikað, að mjólkin frá fyrstu hendi væri ógölluð vara, enda er það undirstaða þess að hægt sé að framleiða góða og holla neyzlumjólk og aðrar vinnsluvörur úr henni. Þrátt fyr- ir lipurð og tillitssemi Jónasar Kristjánssonar í þessu vandasama starfi hans hefur hann aldrei slakað til á kröfum sínum í þessu efni. Eftir að mjólkurframleiðslan jókst verulega fór bilið á milli ferskmjólkursölunnar og vinnslu mjólkurinnar smávaxandi, og er nú svo komið, að ríflega % inn- veginnar mjólkur til Samlagsins er seldur sem neyzlumjólk. Þegar svo tillit er tekið til hins mikla verðmunar, sem er á neyzlu- og vinnslumjólk og þeim mjög miklu örðugleikum, sem eru á sölu mjólkurvaranna, held eg að full- yrða megi, að þar hafi Jónas staðið vel í ístaðinu fyrir hönd framleiðendanna, enda mun öllum ljós sú mikla fyrirhöfn og erfiði, sem því hefur verið sam- fara, að vera stöðut á verði og grípa hvert tækifæri sem hugsast gat til aukinnar sölu, jafnframt því að finna upp nýjar fram- leiðsluaðferðir til aukinnar sölu mjólkurvaranna. Vel unnið. Næst vil eg minnast á starfsfólk Samlagsins. Það eru nú ekki lengur tveir unglingar, sem vinna með Samlagsstjóranum, nú er iiað orðinn hópur manna. Það eru ekki vandalítil verk, sem þetta fólk leysir af hendi, og því hefur áreiðanlega þurft að kenna rétt handtök til að ná fullum árangri í hverju starfi. En það hefur þurft meira, það þurfti að búa svo að 3VÍ, að það gæti verið ánægt og vildi leggja krafta sína fram til að ná sem mestum og beztum ár- angri í starfinu. Mín skoðun og sannfæring er að allir aðilar megi vel una þeim árangri, sem náðst hefur á þessu sviði, því að jar sé í mörgum greinum um úr- vals starfsfólk að ræða. Eftir ná- in kynni lít eg einnig svo á, að Jónas Kristjánsson hafi gleggra auga fyrir að velja sér starfsfólk, en almennt gerist. Síðast, en ekki sízt, þurfti að kunna full skil í meðferð allra þeirra véla og áhalda, sem tilheyra og gera mögulega þessa starfsemi. Það má ljóst vera, að meira en lítið varð að vera í þann mann spunnið, sem leyst gæti af hendi, svo að vel færi, hið mjög svo vandasama verk, sem forstjórastaða Mjólk- ursamlagsins er, en þar mun ekki ágreiningur um vera, þegar sagt er, að þar hafi valist réttur mað- ur á réttan stað. Þó væri ef til vill réttara að orða þetta svo, að nokkuð sama hefði verið hvert verkefni Jónasi Kristjánssyni hefði verið falið til að annast framkvæmd á. Hann hefði þjálfað sig til að leysa það óaðfinnanlega af hendi. Er bóndi. Þótt J. K. sé framkvæmdastjóri M. K. E. A. þá er hann fyrst og fremst bóndi, í þeirra orð beztu merkingu. Hann trúir á gróður- mátt moldarinnar. Hann trúir á kyngæði íslenzka bústofnsins. Hann trúir því að hægt sé með árvekni, dugnaði og aukinni tækni, að hefja landbúnaðinn á það stig, að hann sé öruggur at- vinnuvegur og eftirsóknarverður. Þetta er okkur bændum vel ljóst af ræðum þeim og hvatningar- orðum, sem hann hefur látið falla á ársfundum Samlagsins og við fleiri tækifæri. Ef til vill á þetta ekki hvað minnstan þátt í þeim góða árangri, sem forstjórastaða hans við Samlagið hefur leitt í ljós. Nú í aldarfjórðung hefur J. K. unnið með og fyrir okkur, ey- firzka bændur. Hann hefur hvatt okkur til meiri og betri ræktun- arstarfa. Hann hefur hvatt okkur til meiri kynbótastarfsemi. Hann hefur hvatt okkur til að fóðra betur búpeninginn, og þó alveg sérstaklega hvatt til meiri vöru- vöndunar auk margs annars, sem mætti fela í orðinu: meiri bú- menning. Eg hef á þessum tímamótum viljað rifja upp örfá atriði þess liðna. Aðrir segja heildarsöguna. Þegar horft er fram, er sýnilegt að ennþá bíða stór átök, en við höfum líka, eða ættum að hafa, eitthvað lært, sem að gagni mætti verða í framtíðinni. Þegar litið er til baka sjást margir sigrar, sem unnist hafa, en þó, það vantar alltaf nokkuð, sem hefði þurft að vera með. Ef til vill kemur það í næsta áfanga, Eina spurningu vil eg bera fram: Hvernig væri nú umhorfs hér á Samlagssvæðinu, hefði það aldrei tekið til starfa? Þessari spurningu er bezt að hver svari fyrir sig. Velkominn heim! Nú, þennan síðasta vetur, hefur J. K. verið fjarverandi og ferðast mn í hinni stóru Ameríku, þar sem mun vera margt að sjá og læra. Eg vil að lokum bjóða J. K. velkominn heim til okkar aftur, jví að hér mun hann eiga djúpar rætur. Það má öllum ljóst vera að eftir honum hefur verið leitað til starfa annars staðar frá. Ennþá hefur hann ekki sinnt því, sem betur fer. Eg þakka honum drengileg og hamingjudrjúg störf hans og vona að hann eigi eftir að vinna með okkur og fyrir okk- ur, bændurna í þessu héraði, enn um langt árabil. Eg veit að ey- firzkir bændur taka undir það. 8. maí 1952. Halldór Guðlaugsson. Erfðafestuland, um 30 dagsláttur framræst og töluvert af því brotið, til sölu á fallegum stað í nágrenni bæjarins. 3 tunn- ur af útsæðiskartöflum geta fylgt með. Afgr. vísar á. Girðingastaurar Höfum fyrirliggj. nokkur hundruð girðingarstaura. Verð aðeins kr. 5.00 pr. stk. SKÓGRÆKT RÍKISINS Vöglum. Til sölu: Lítil miðstöðvar-kolavél. Laxagötu 8. Skápur til sölu í Lundargötu 4. SÚR HVALUR og harðfiskur á kvöldborðið i KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. HAFIÐ ÞÉR REYNT nýja Þurrkaða grænmetið? Aðeins 5 krónur pakkinn AFBRAGÐSGOTT Kjötbúðir KEA. Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.