Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Sínii U6G. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendi'r' XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. októbcr 1954 43. tbl. Smíði kiarnörkuvers hefst Bandkríkjamenn hafa byrjað byggingu kjárnorkuyers, sem á að framleiða raforku. Eisenhower forseli setti stórvirkar vé'ar af stað mcð hjálp þcssa tækis, cr myitdin sýnir, 6. sept. sl,, og hófst þar með formlega fcyggir.g kjarnorkuvcrsins. Er róðgert að raforkan úr þessu veri nægi fyrir 100 þúsund manna borg. Ráoherrar Sjálfslæðisflokkdns fcllu loks frá tillögum sínum um skattlagniirgu jeppabifreiða, cn viðskiptamálaráðherrann Iátinn leika gamlalkunnugt bragð í lokin. Þau tíðindi gerðust á fundi rík- ;ei egasi svip á bæmn ^Meimtaskólinn, Gagnfræðaskólinn og Bamaskól- imi fullskipaðir - Nemendur fleiri en nokkru sinni fvrr. - Skólarnir voru settir með viðhöfn isstjórnarixmar á föstudag'inn var, að SjálfstæSísráðherrarnir féllu frá kröfum sínum um skattlagn- ingu jeppabifreiða. Er mál það öllum landsmönnum kunnugt af fyrri fréttum, að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins og blöð þeirra hafa hatramlega barizt fyrir því að bændur greiddu ca. 20 þús. kr. skatt af hverri jeppabifreið, mið- að við innflutning frá Ameríku. Viðskiptamálaráðherrann sótti þessi mál svo fast, að hann bann- aði, í nafni embættis síns, nokkr- um veizlunarfyrirtækjum að af- greiða jeppa, sem komnir voru til FVýtf blað, Laugardags- blaðíð, hef ur göngu sína Nýtt blað og það sjötta hér á Akureyri, hóf göngu sína sl. laug- ardag. Útgefandi og ábyrgðar- maður er Árni Bjarnarson kaup- maður. Segir í ávarpsorðum til lesendanna að „það fylgi engum ákveðnum stjórnmálaflokki að málum, enda muni það kapp- kosta að flytja állar fréttir, bæði úr bænum og náiægum sveitum á hlutlausan hátt.‘ Blaðið er vikub’að og prentað ; í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h.f. lahdsins. Gekk svo vikum saman. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins hafa jafnan neitað að fallast á þennan skatt, með þeim árangri fyrir bændur landsins, er frá var greint. í þessu sambandi er vert að veita því athygli, að á umræddum ráðherrafutidi greiddi viðskipta- málaráðherra, Ingólfur Jónsson, atkvæði með Framsóknarráð- herrunum og gegn jeppaskattin- um. Er hér um gamalkunnugt herbrag'ð Sjálfstæ'ðisflokksins að ræða. Enda beið Morgunblaðið ekki lengi með að útskýra snún- inginn. Samkvæmt ályktun þess, hefur Ingólfur Jónsson viðskipta- málaráðherra, með skeleggri bar- áttu fyrir hagsmunum bænda, tekizt að afstýra jeppaskattinum! Kvöldskólinn Kvöidskólinn tekur til starfa 18. þ. m. Kennslan fer fram í Menntaskólanum á kvöldin kl. 7,30 tii 9,30. Kennarar verða þeir Friðrik Þorvaldsson, Gísli Jóns- son, Jón Árni Jónsson og Ottó Jónsson, sem kominn er heim frá Bandaríkjunum, eftir ársdvöl þar við framhaldsnám. Kennslugjald- ið er kr. 50 á mánuði. Er þetta þriðji veturinn, sem kvöldskólinn starfar. íitgerðarfélag Akur- eyringa h,f. eykur hlutaíé sitt Samkvæmt heimild síðasta aSalfundar hefur stjórn Út- g’rðarígéíags Akureyringa li.f. ákveðið að auka hiutafé félags- ins um IV2 milljón króna, vegna væníanlcgrar hraðfrystihúss- byggingar. Bæjarráð hefur þegar sam- þykkt að bærinn auki hlutafé sitt eftir sömu rcglum og úður. Á bæjarstjórnarfundi, sem haidinn var í gær, mun hafa verið gengið formlega frá hlutafjáraukningu bæjarins á þann hátt, að bærinn kaupi helming hlutafjárins, eða 750 þús. krónur. Er þá hlutur einstaklinganna eftir. En þeira eiga þess kost að kaupa hinn helming hlutafjár- ins. Þurfa þeir að láta skrá sig sem fyrst á skrifstofu félagsins. Jörundiir landar í [íriðja siim um belgina Togarinn Jörundur frá Akur- eyri er enn á veiðum í Norður- sjó og larxdar hann væntanlega í þriðja sinn um næstu helgi. Veiðin 23 fyrstu dagana seldist fyrir 105 þús. mörk. Nýtt öryggistæki vegna flugumferðarimiar Unnið er þessa dagana að upp- setningu flugratsjár hér á Akur- eyri. Er honni komið fyrir á þaki húsakynna Tómasar Björnssonar kaupmanns, er hann léði til þess af sérstakri góðvild til flugmál- anna. Flugratsjá þessi er brezk, frá Ðeccaverksmiðjunum svonefndu. Búizt er við að niðursetningu rat- sjárinnar muni Ijúka innan skamms og verður hún þá reynd ýtarlega. Mun það sennilega verða gert í næstu viku. Verður þá endanlega ákveðið, hvort tæki þetta vei'ður keypt og verður það vafalaust gert, ef sýnt þykir að það auki öryggi umferðar í lofti. Brezkur sérfræðingur vinnur að niðursetningunni og með honum Ingólfur Bjargmundsson í-affræð- ingur. Akureyri er nú þriðja mesta flugumfer'ðastöð landsins og ört vaxandi. Með nýju flugratsjánni, sem vonandi reynist vel, vex ör- yggi flugferðanna innanlands til I muna. Menntaskólinn. Menntaskólnin ó Akureyri var settur klukkan 2 sl. sunnudag. — Þær breytingar verða nú á kenn- araliði skólans, a'ð Brynleifur To- biasson, yfirkennari, lætur af störfum, en hann hefur kénnt lengst allra kennara við skólann, þeirra er þa'ðan hafa horfið, eða 36 ár. Hann var aðalsögukennari skólans, en kenndi einnig um hríð íslenzku og fyrstur manna latínu í endurreistum menntaskóla á Norðurlandi. Jóhann Lárus Jó- hannesson hverfur einnig frá skólanum og sezt að búi sínu á Þórarinn Björnsson, skólameistari. Silfrastöðum, en í hans stað er ráðinn Skarphéðinn Pálmason candidat í stærðfraeoi frá Kaup- mannahöfn. Oltó Jónsson, sem var í orlofi í Ameríku og kynnti sér málakennsiu og kennsluað- ferðir, tekur hann á ný við starfi. Steingrímur Sigurðsson hefur verið ráðinn stundákennari. Jón Iiafsteinn Jónsson og Árni Krist- jánsson, er settir hafa verið, eru nú skipaðir í embætti. Skólinn starfar í vetur í 12 deildum í sta'ð 11 sl. vetur, 9 deildir í mennta- deild, 3 í miðskóladeild. Nem- endur verða um 270, en það er 25 fleira en í fyi-ra, og er fjölgunin öll í menntadeild. Heimavistar- rúm er enn aukið, og búa nú 158 nemendur í heimavist, og er það tæpum 30 fleiri en í fyrra. — Breyting á námsskrá er sú, að enskukennsla er aukin í stærð- fræðideild. Þórarinn Björnsson ávarpaði gesti, kennara og nem- endur með ræðu. Hann gat þess, að sú skoðun, að sem allra mest frjálsræði ætti að ríkja í uppeld- ismálum, ætti nú færri og hljóð- ari formælendur en áður. „Agi er nauðsynlegur," mælti hann, „agi, sem temur, en ekki kúgar, agi, sem beinir orkunni braut, en stöðvar hana ekki. Frelsi og agi verða a'ð haldast í hendur, frelsi til að skapa möguleika og agi til að gera eitthvað úr þeim. Sam- stilling þessa tvenns, frelsis og aga væri hinn mikli vandi alls uppeldis." Þá ræddi skólameistari um hlutverk menntaskólanna og taldi, að ekki mætti gera námið of einhæft eða verða við kröfum þ'eirra, er sífellt heimta hagnýtt nám. „Bókvitið hefur verið sómi íslenzku þjóðarinnar, sverð henn- ar og skjöldur í aldalangri bar- áttu. Þar sem gagninn sleppir, hefjast hinar raunverulegu menntir. Óeigingjörn, andleg for- vitni, er a'ðall hins sannmenntaða manns. Hann kvaðst vona, að nemcndum sínum þætti gaman að skilja og vita margt, vildu læra og þjálfa hugann fyrir þá nautn, er bað veitir, án þess að hyggja til launa. Hann óskaði nemendum sínum, að þeir mættu í vetur, sem endranær, verða drengir góðir, það er vaskir menn og batnandi. Að svo mæltu sagði hann skólann settan. Gagnfræðaskólinn. Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur föstudaginn 1. október í 25. sinn. Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri s,kýrði frá því, að um 340 nemendur yrðu í skólanum á komandi vetri í 14 deildum, 8 bóknámsdeildum og 6 verknáms- deildum. Breytingar á kennara- liði eru ekki miklar. Jón Norð- fjörð, bæjargjaldkeri, lætur af vélritunarkennslu vegna aukinna anna við embætti sitt. Bragi Sig- urjónsson, ritstjóri, og Ásgeir V aldemarsson, slökkviliðsst j óri, starfa ekki við skólann í vetur. Þá mun séra Friðrik J. Rafnar hverfa frá kennslu í kristinfræði, þegar nýr sóknarprestur hefur verið kjörinn í hans stað. Skóla- stjóri þakkaði öllum þessum (Framhald á 8. síðu). Fimm prestar sækja um Akureyri Fresturinn til að sækja um Ak- ureyrarprestakall er útrunninn. Fimm prestar sækja um brauðið og eru þeir þessir: Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur að Æsu- stöðum, séra Jóhann Hlíðar, þjónandi prestur í Vestmannaeyj- um, séra Kristján Róbetrsson, prestur á Siglufirði, séra Stefán Eggertsson, prestur á Þingeyri, og séra Þórarinn Þór, prestur í Reykhólum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.