Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 8
Bagujr Miðvikudaginn 6. október 1954 Frá héraðsfundi Eyjafjarðar- Kirkjuhöfðingi kvaddur. Merkilegt erindi séra Benj amíns Kristjánssonar. Tillögur um viðreisn Skálholtsstaðar ~ Samsæti - Skólar bæiarins seltir Flestir safnaðarfulltrúar og prcstar prófastsdæmisins mættir. Laugardaginn 18. september sl. var héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis haldinn á Akureyri í kapellu kirkjunnar. Mættir voru flestir safnaðarfulltrúar og prest- ar prófastsdæmisins. Prófasturinn, séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, skýrði að venju frá kirkjulegu stgrfi á liðnu ári og gat helztu atburða og laga- setninga er kirkjuna varðaði. Því næst voru tekin til umræðu önn- ur mál. Gerð var svohljóðandi ályktun um fyrirhugaðar framkvæmdir í Skálholti. Ályktun um Skálholtsmálið. Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis, haldinn á Akureyri 18. september 1954, lýsir ánægju sinni yfir þeim áhuga, sem þjóð- in hefur sýnt fyrir viðreisn Skál- holtsstaðar, og telur áríðandi, að sem veglegazt takizt um það verk, sem unnið skal til minning- ar um marga ágæta kirkjuhöfð- ingja, sem þar hafa lifað, og í þakklætisskyni fyrir það menn- ingarstarf, sem þeir hafa leyst af höndum. Jafnframt leggur fund- urinn áherzlu á, að allar frarn- kvæmdir í Skálholti beri fyrst og fremst að miða við það, að þær geti orðið til sem mestrar efling- ar kristninni í landinu á komandi öldum. í þessu sambandi vill fundurinn leggja fram eftirfar- andi tillögur: 1. Unnið verði að endurreisn Skálholts með það fyrir augum, að þar skuli verða biskupsset- ur í framtíðinni. 2. Reist verði á staðnum fögur kirkja, sem byggð sé í ein- hverjum klassiskum kirkju- byggingarstíl miðalda, helzt Frá Útgerðarfélagi Akaeyringa h.f. Harðbakur og Sléttbakur eru á leið til Þýzkalands og selja báð- ir seinni part vikunnar. Svalbakur er á heimleið. Seldi 30. f. m. 229,7 tonn fyrir 117732 mörk og er það hæsta sala á þessu hausti. Kaldbakur er á veiðum. Fiskgeymsluhús. Utgerðarfélagið er nú að láta byggja fiskgeymsluhús, 450 m- að flatarmáli. Er það allvel á veg komið og bætir úr brýnni hús- næðisþörf félagsins. gostneskum. Til þeirrar kirkju skal aftur skila þeim gömlum, kirkjugripum, sem vitað er urn að fluttir hafa verið frá Skál- holti og fáanlegir eru, en öll instrumenta og ornamenta vera valin eða smíðuð í samráði við fornmenjafræðinga, Sem líkast því, sem tíðkanlegt var á mið- öldum, en þó svo vandað sem kostur er á. Er því meiri þörf á, að eignast eina slíka kirkju, sem orðið gæti til minningar um kristnilíf þjóðar vorrar allt frá miðöldum, þar sem engin slík kirkja er nú til í landinu. 3. Þær jarðneskar leifar kirkju- höfðingja frá fyrri öldum, sem grafnar hafa verið upp í sumar í sambandi við fornminjarann- sóknir, verði ekki fluttar af staðnum, heldur verði búið um þær á viðeigandi hátt í graf- hvelfingu undir kirkjunni. 4. Menntaskóli sá, sem nýlega hefur tekið til starfa á Laugar- vatni, verði með tíð og tíma fluttur að Skálholti. Skal ávallt vera starfandi við hann prest- vígðul maður, sem jafnframt gæti verið kirkjuprestur, og sé það hlutverk hans að efla þekk- ingu og skilning hinna ungu menntamanna á kristnum menningarhugsjónum. Taka skulu nemendur þátt í kvölds- og morgunbænum líkt og tíðk- ast við ýmsar sambærilegar menntastofnanir erlendis. 5. Álítist það æskilegt að reka búnaðarskóla eða einhverja hliðstæða ríkisstofnun að Skál- holti til að tryggja myndarleg- ar, verklegar framkvæmdir, þá verði þess gætt, að peningshús og aðrar byggingar, sem bú- skapnum tilheyra, séu reistar í hæfilegri fjarlægð frá öðrum staðarhúsum, svo að þær beri ekki ofurliði kirkjulegan svip staðarins. Erindi. Á fundinum flutti séra Benja- mín Kristjánsson á Laugalandi erindi um þróun guðsríkiskenn- ingarinnar í aldanna rás eins og hún hefur komið fram í sambandi við heimsslitahugmyndimar, og gerði einkum grein fyrir skoðun- um Alberts Schweizers um þessi efni. Fyrir 19 öldum væntu menn þess guðsríkis, sem koma mundi í skýjum himinns með mætti og mikilli dýi’ð og bjuggust þá við bráðum heimsendi. En þegar þetta dróst, tók hugmyndalifið óhjákvæmilega stakkaskiptum, og við tilkomu nýrrar heims- myndar og nýrra vísinda hættu menn að geta trúað á þann hátt, en guðfræðin hvarf að því að gera grein fyrir guðsríkinu sem innri þroska, sæðinu, sem grær og vex, súrdeiginu, sem sýrir allt deigið. Þó að hér sé í raun og veru um aðra hugmynd að ræða en í forn- öld, þá er samt trúarlega séð verið á réttri leið, því að kjarni máls- ins er hin siðlega hugsjón guðs- ríkisins, en ekki hitt, með hverj- um hætti guðsríkið kemur.Enn cr viðhorfið til þessara mála svipað og áður, valið rnilli þess að ganga þeini guðsrílíishugsjón á hönd, sem Kristur boðaði eða eiga á hættu tortímingu alls lífs á jörð- unni. Síðasta bænin í Faðirvor: Frclsa oss frá öllu illu, sé því enn í fullu gildi og hafi líkt innihald og á dögum frumkristninnar. Séra Friðrik J Rafnar, prófastur, kvaddur. Áður en prófastur sleit fundi, gat hann þess, að þetta mundi verða síðasti héraðsfundur er hann stjórnaði, þar sem hann hefði nú sagt af sér prests- og prófastsstörfum frá 1. október að telja. Þó mundi hann gegna prestsþjónustu þangað til nýr sóknarprestur hefði verið kosinn og gæti tekið við störfum, sem vart mundi verða fyrr en seint í næsta mánuði. Þakkaði hann bæði prestum og safnaðarfulltrú- um prófastsdæmisins ánægjulega samvinnu á liðnum árum og árn- aði þeim allrar ‘blessunar í fram- tíðinni. Séra Benjamín Kristjánsson þakkaði prófastinum fyrir hönd prestanna, en Gísli Jónsson á Hofi fyrir hönd safnaðai’fulltrúa ágæta forystu í kirkjumálum héraðsfns. Mælti séra Benjamín meðal annars á þessa leið: Á séra Friðrik Rafnar hefur straumþungi starfsins og ábyrgð- arinnar hvílt öðrum fremur. Hann hefur eigi aðeins um nær- fellt fjörutíu á:ra skeið gegnt prestsþjónustu í fjölmennum prestaköllum, fyrst Útskálum og síðan á Akureyri, heldur hefur hann jafnframt gegnt ýmsum trúnaðarstörfum öðrum. Það var eins og þessi ötuli og starfsglaði maður kynni sér ekkert hóf, þeg- ar leysa þurfti verk af höndum og ætlaði sér ekki af í því efni. Fyrir okkur eyfirzka presta hefur hann þá líka alltaf klofið strauminn og gengið í farar- broddi. Það var enginn efi á því, er við kusum hann fyrir prófast fyrir 13 árum síðan í einu hljóði, að hann var bezt til þeirra hluta fallinn, að vera foringinn vor á meðal. Hann hafði í hvívetna sýnt forystuhæfileika sína, ekki aðeins sem frábærlega skyldu- rækinn og ágætur klerkur, heldur einnig með glöggskyggni sinni í kirkjumálum og þekkingu á öll- um ytri málefnum kirkjunnar. Á kirkjufundum hafði hann ávallt verið manna fljótastur að átta sig á hverjum vanda, sem að höndum bar, og um embættisfærslu alla og reglusemi í þeim efnum var hann til fyrirmyndar. Hann hefur (Framhald á 7. síðu). (framhald af 1. síðu). mönnum ágæt störf í þágu skól- ans.. Sérstaklega minntist hann langs og góðs samstarfs við vígslubiskup, en Rafnar hefur verið tímakennari og prófdómari við skólann um langt árabil, auk þess sem hann hefur setið í fræðsluráði og ætíð borið hag skólans fyrir brjósti. Fór skóla- stjóri mörgum góðum viðurkenn- ingar- og þakkarorðum um vígslubiskup og taldi þjóð þessa vel setta, ef allir embættismenn hennar ættu sömu skyldurækni og reglusemi og Friðrik J. Rafnar. Frú Gúðbjörg Bjarnadóttir og Árni Kristjánss., cand. mag., eru nýir tímakennarar við skólann. Þá flutti skólastjóri ávarp til nemenda og lagði út af spakmæl- inu: Guð hjálpar þeim, sem hjálp- ar sér sjálfum. Benti hann nem- endum á, hve lítils þeir væru megnugir af sjálfum sér, þeir yrðu að skilja og meta þá hjálp, sem þeir hlytu frá foreldrum sín- um og þjóðfélagi sínu. Jafnframt yrðu þeir að gera sér ljóst, að sú hjálp kæmi að engu haldi, af þeir legðu sig ekki sjálfir fram af fyllsta mætti, sýndu árvekni, reglusemi, samvizkusemi og dugnað í hvívetna. Skólastjóri lauk ávarpinu með því að minna á söguna um sáðmanninn. Nem- endur væru sú jörð, sem nú ætti að gróa, og yrðu þeir að gæta þess að láta ekki þyrna og þistla leti, skeytingarleysis og manndóms- skorts vaxa í sál sinni. Þeir yrðu að vera sívakandi um að auka þekkingu sína, efla þroska sinn og vit. Að því loknu lýsti skólastjóri skólann settan og tuttugasta og fimmta starfsár hans hafið. Barnaskólinn. Laugardaginn 1. okt. var Barnaskóli Akureyrar settur í Akureyrarkirkju. Skólastjórinn, Hannes J. Magnússon, setti skól- ann með ræðu og lét þess m. a. getið, að aldrei hefði verið settur skóli á Akureyri með jafnmörg- um nemendum og nú. Skólabörn eru að þessu sinni tæp 900 og skiptast í 33 deildir. Þarf nú að kenna á þremur stöoum vegna þrengsla í skólanum. Fjölgað hefur í skólanum á þessu ári um 00 börn og heldur sú fjölgun áfram næstu ár, eftir 3 ár t. d. verða skólabörn tæp 1100 og vantar þá skólastofur fyrir 13— Málverkasýning Kristins Jó- hannssonar, sem opnuð var í Varðborg sl. laugardag, hefur þegar vakið nokkra eftirtekt og margar myndir eru þegar seldar. Ættu bæjarbúar, sjálfum sér og hinum unga málara til ánægj.u, sem flestir að leggja leið sína á sýninguna. — Umsögn bíður næsta blaðs. Sigfús Einarsson, bóndi að Ein- arsstöðuæ, varð 50 ára 2. okt. 14 deildir. Strax næsta haust vantar skólastofur fyrir 8 deildir. Taldi skólastjóri enga lausn á þessum húsnæðisvandræðum aðra en þá að byggja nýjan skóla. Vegna þessarar fjölgunar í skólanum var bætt við tveimur nýjum kennurum. Þessar nýju stöður hlutu þau Lilý Erla Adamsdóttir, Akureyri, og Þór- arinn Gúðmundsson, Ólafsfirði. Báðir eru þessir kennarar stú- dentar frá Menntaskólanum á Akureyri og hafa auk þess lokið prófi frá Kennaraskóla íslands. Einn kennari hefur horfið frá skólanum. Er það Einar M. Þor- valdsson, sem settur hefur verið skólastjóri í Hafnarfirði. Að lokinni ræðu skólastjóra flutti séra Pétur Sigurgeirsson bæn. Margt gesta var við skólasetn- inguna. Kvittim til ,,AlJ)ýðymamisiiis“ „Alþýðumaðurinn“ frá 28. f. m. þykist vera að leiðrétta rang- hermi^ sem eg hafi farið með í grein minni í „Degi“ 15. f. m. í þeirri grein sagði eg ekkert annað um framkvæmd varnarsamnings- ins, heldur en það, sem eg hef beztu heimildir fyrir. „Það er sem sé nokkuð til, sem heita staðreyndir", eins og „Alþýðu- maðurinn" segir, en hann bara neitar þeim án þess að færa nokk- ur rök fyrir máli sínu. Þó „Alþýðumaðurinn" bregði mér um barnslega eirifeldni læt eg mér það í léttu rúmi liggja. Það er siður rökþrota manna að viðhafa slíka sleggjudóma, og aðra verri, í stað raka. Bernh. Stefánsson. Jörgen Bukdahl í boði Norræna félagsins á Akureyri Danski rithöfundurinn Jörgen Bukdahl, flutti erindi hér á Ak- ureyri nú fyrir skemmstu, fyrir atbeina Norræna félagsins hér. Steindór Steindórsson mennta- skólakennari kynnti fyrirlesar- ann í stuttri ræðu. Jörgen Bukdahl er glæsilegur ræðumaður og vakti fyrirlestur hans óskipta athygli áheyrenda. Duldist ekki að hann er sögu- fróður maður, enda vitnaði hann óskeikult í fornbókmenntir okk- ar. Hluti af ræðu hans fjallaði um handritamálið og var hið fróðleg- asta. Fyrirlesarinn var hylltur fyrir baráttu sína í handritamálinu. En þar eiga íslendingar hauk í horni, því að Jörgen Bukdahl hefur á djarfmannlegan hátt unnið með okkur í handritamálinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.