Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 06.10.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 6. október 1954 D A G U R 5 Á leið til réllð með viðkomu í Noregi Það er alltaf fréttavon í réttum. í því tilefni var ekið fram á Þver- árrétt í fyrstu göngum. Á leiðinni var ungum manni boðið sæti, þar sem hann átti sýnilega samleið. Kom þá í ljós, að hér var piltur frá Ytra-Hóli í Kaupangssveit, Hermann Sigfússon, og var hann nýkominn heim, eftir 17 mánaða dvöl á norskum bóndabæ. Átti hann engrar undankomu auðið að skrafa um veru sína meðal norskra bænda. Fara hér á eftir smáþættir, skrifaðir í þessu til- efni. Það þykja að vísu engin stórtíðindi á okkar dögum, að ung ir menn bregði sér yfir pollinn, til lengri eða skemmri dvalar. Engu að síður er gaman að skyggnast heim á búgarð hjá frændþjóð okkar í Noregi, með íslenzkan sveitapilt að leiðsögumanni. Skógurinn einkennandi. Hermann fór utan í marz í fyrra, ráðinn ársmaður á búgarði um 50 km. frá Osló. Snjór var þá að mestu horfinn og gróðurinn að gægjast upp. Margt var frábrugð- ið því sem hér gerist, bæði heim að bænum að líta og að heiman. Húsaskipun var þannið, að hún myndaði húsagarðinn, sem allir kannast við af norskum sögum. Húsagarðurinn er athafnasvæði en ekki skrautgarður. Öll hús eru úr norsku timbri. Heiman að líta eru skógarnir einkennandi, þegar ökrum og graslendi sleppir. Breyta búháttum. Heyið eins og hálmur. Bændur á þessum slóðum eru að breyta búskaparháttum sínum. Nautgripum faekkar ört en korn- yrkja og grænmetisrækt vex. Heldur þóttj Éyfirðingnum gróf- gert heyið af töðuvejlinum. Sleg- ið aðeins einu sinni, seint í júní og var grasið þá eins og hálmur. Ekki er haft gras í sama landi nema mest 3 ár í röð. En þá plægt upp og skipt um ræktun, en gras- fræi sáð annars staðar. Korntegundirnar sem ræktaðar voru þarna, eru hveiti, bygg og hafrar. Grænmetisrækt er mikil og einnig berjarækt, svo sem hindberja, jarðarberja, sólberja o. fl. Þá voru að sjálfsögðu bæði svín og hænsn á búinu. Snemma risið úr rekkju. Snemma var risið úr rekkju, eða hálf sex á morgnana og vinna hafin. Kl. 7.30 var morgunverður, smurt brauð og mjólk, Kl. 10 aft- ur sami matur. Kl. 1 var hádeg- isverður. Þá var hvíld til kl. 2.30 og molakaffi — ketilkaffi — drukkið um leið og farið var út til vinnu. Mikið og gott grænmeti var þá jafnan á borðum og svína- kjöt. Saltfiskur sást aldrei og sig- inn fiskur þaðan af síður. Aftur á móti var fiskur veiddur í vatni rétt við túnfótinn, gedda, silung- ur og aborri. Vinnu var hætt kl. 6 Bezta brauð í heimi! Heimabakaða brauðið var gert úr heimaræktuðu korni, er flutt var til næstu myllu, en síðan heim aftur og notað í brauðin. — Þetta heimabakaða brauð var svo ljúffengt, að engu öðru brauði var líkt. Þetta indæla brauð var bakað í steinofni í'sérstöku húsi. Ofninn er fyrst hitaður með þurrum skóg viði. Þá var glóðinni kastað út og ofninn sópaður í snatri, en brauð- ið sett í staðinn. Bakaðist það af þeim hita er fyrir var. Roskin kona sá um baksturinn og mis- tókst bökunin aldrei. Entist svo brauðið til vikunnar. Smákökur og annað þess konar ,,fínt brauð“ sást ekki nema við sérstök tæki- færi og var ekki saknað. Gaman að dorga geddur og silung. Mörg sumarkvöldin voru dá- samleg. Þá var stundum farið út á vatn til veiða. Einnig var veitt úr landi á stöng. Til beitu voru notuð smásíli. Af þeim var nóg við landið og þau voru veidd í háf um leið. Þau voru geymd lifandi í vatni á meðan á veiðinni stóð. Var þeim beitt þannig, að öngullinn var kræktur í haus þess; en eins tæpt og hægt var. Spriklaði það svo í vatninu og örfaði matarlyst þeirra vatnsbúa er stærri voru. Silung- urinn var smár og eins aborrinn, eða 1—2 pund. En þetta er góður matur. Oft fengust 30—40 fiskar á kvöldi og stundum meira. Útilega við skógarhögg. Skógarhögg var stundað tölu- vert á bænum. Það fannst Her- manni skemmtilegasta vinnan. Að vísu erfið fyi’st í stað, en vandist þó fljótt. Þá fóru kai'lmennimir með nesti og nýja skó út í sumar- húsið, sem er nokkurs konar sumarbústaður, og bjuggu sjálfir hjá sér. Trén voru feld með exi og bandsög. Fyrst var höggvið með langskeptri exi nokkuð inn í tréð. Þá var sagað á móti, þar til ti'éð féll. Trén varð að velja eftir settum reglum. Þau urðu líka að falla í rétta átt. Stundum varð að fleýga sagarfarið til að fá það til falla í'étt. Þau voru svo „snyrt“ á staðnum, þ. e. greinar og böi'kur tekið af. Að vetrinum voru þau dregin að bílveg. Þá voru stóru, norsku hestarnir settir fyrir sleð- ana. Þeir eru sterkir og þægir. Síðan taka bílarnir við og flytja timbrið í verksmiðjumar. Stærsta pappírsverksmiðja Noregs er þama skammt frá. Þangað fer mikið af timbrinu, til pappírs- vinnslu. Ekki var mikið um veiði- dýr á þessum slóðum. Refurinn þar er réttdræpur, hvar sem hann finnst, eins og hér. Hérar eru þarna í skóginum og svo hinir litlu og skemmtilegu íkornar, sem hoppa og stökkva með ótrúlegri fimi milli trjátoppanna og alltaf í góðu skapi, að því er virðist. Þarna eru líka slöngur og högg- ormar, en lítið áberandi og margt smáfugla. Akrarnir stækka. Síðan breytt var um búskap- arlag, stækka akrarnir óðfluga. Vinna á þeim hófst í maíbyrjun. Þá voru þeir herfaðir, en plægðir að haustinu. Dráttarvélar voru notaðar við jarðyrkjuna, nema sums staðar gengu hestar fyrir sáðvélinni. Yfir sumai'ið er lítið annað að gera við akrana en úða þá til að eyða illgresi. Þegar kornið er þroskað hefst komskurðurinn. Þær kornskurð- arvélai', sem mest voru notaðar og skila korninu bundnu í knippi (sjálfbindarar), eru nú að hverfa úr sögunni, en í þeirra stað eru komnar stærri og fullkomnari vélar, sem slá komið og þreskja það um leið og sekkja. Þegar þessar vélar ern notaðar gengur kornskurðurinn mikið fljótar. En kornið verður að vera vel þrosk- að og akurinn þurr. Vélaþróun og vinnutækni vex þar eins og héx’. Kirkja kennd við Ólaf helga. Nokkrum sinnum var fai'ið til messu. Messað var í kii'kju, sem kennd er við Ólaf helga. Er það timbui-kirkja forn en fögur. — Kirkjusiðir eru. ekkert fi'á- brugðnir. Söngurinn er séi'stak- lega viðfeldinn. Ekki var þó Ól- afskii-kjan hin eiginlega sóknar- kii-kja. Hafði sú bi'unnið af eld- ingu er laust niður og kveikti í henni, svo að hún brann til kaldra kola. Skemmtanir. Skemmtanir í samkomuhúsum ungmennafélaganna, eða sveita- böllin, eins og það er kallað hér heima, voru frjálsleg og ánægju- leg. Vínneyzla var nokkuð al- menn, bæði meðal kai’la og kvenna, en drukkið mjög í hófi og ekki keppst við að ljúka úr flöskunni. Aldrei sáust slagsmál eða útúrdrukknir menn. Konur voru ekkert frábitnar því að fá sér bragð með, þegar svo bar undir og fóru ekki séi'staklega í felur með það. En þær gættu stranglega þeirri reglu, að „allt er bezt í hófi“. Til skemmtimar voru oft smáleikir eða leikþættir, oft lítið Undix-búnir, einnig gam- anvfsur. Má segja að fólkið væri nægjustamt á þessu sviði en naut þess í ríkum mæli að vera saman kvöldstund, þó skemmtiskráin væri ekki margbrotin. Dansarnir voru allt öðruvísi en hér. Mest voru dansaðir alls konar hring- dansar og þá sungið með. Annars var spilað fyrir dansinum á harmoniku og stundum lék hljómsveit. Venjulega byi'juðu skemmtanirnar kl. 8 og stóðu til 12. Þótti óhæfa að vaka fram eftir nóttu. Fólkið var glaðlegt og mjög umgengnisgott og vildi allt fyi'ir íslendinginn gera. Var það sér- staklega lagið að leiðbeina hon- um og gefa honum tækifæri til að kynnast því, sem það hélt að honum léki hugur á. Að þessu leyti fannst Eyfirðingnum betra að vera ókunnugur þar en meðal ókunnugra hér heima. Fá skíðhi snemma. Skíðaáhugi er mjög almennur. Vii'ðist svo að hvergi sé haldið skíðamót í heiminum án þess að fylgzt sé með því af hinni mestu athygli. Allir eiga skíði og börn- unum eru gefin skíði áður en þau eru búin að læra að ganga. Herþjónustan harður skóli. Unga fólkið er óánægt yfir her- þjónustunni, sérstaklega áhuga- samir bændasynir. Þeir þurfa eins og aðrir að sinna herþjónust- unni í 16 mánuði. Þykir hún strangur skóli en að ýmsu leyti góðui'. Skólafólkið hvílir sig. Háskóla- og menntaskólafólk flykkist upp í sveit í sumai'leyfum sínum á sumrin. Leyfið er aðeins 2 mánuðir. Þann tíma vilja flestir nota til hvíldar og hi'essingar í ró og næði í einhvei’ju sumar- húsi, helzt sem fjæi'st brauki og bramli. Tíminn er notaður til sól- baða, sunds og smáveiðiferða, ef um það er að ræða og til hvíldar. Minna ber á því að fólkið óski eftir langferðum og almennum skemmtunum, þennan stutta tíma. Eskhnóar! Mai'gir frændur okkar í Noregi vita engin deili á íslandi en halda að þar séu ósviknir eskimóar með tilheyrandi lifnaðarháttum. Hins vegar fýsir þá mai-gt að vita þeg- ar tækifæri gefst. Strangt eftirlit á vegum úti. Stranglega er þess gætt á veg- unum að lögin séu haldin. Er tek- ið hart á ölvun við akstur og þess vel gætt að ökutækin fullnægi settum reglum. Flestir eru lög- hlýðnir, en þó kemur fyrir að út af ber í því efni. Getur þá hafizt harðvítugur eltingai'leikur milli lögreglu og lögbrjóta og þá auðvitað með tilheyrandi spenn- ingi og gauragangi eins og gerist í spennandi skáldsögum. Rcglusemi og nýtni í heiði'i höfði Þegar litið er á búskapinn í heild, eins og hann kom útlend- ingi fyrir sjónir eftir 17 mánaða dvöl á norskum bóndabæ, virtist hann tekinn af meiri festu og alvöru en hér gerist og fjármuna mun betur gætt en hér. Reglu- semi og nýtni, hinar foi'nu dyggð- ir voru í heiðri hafðar, og öll meðfei’ð fjármuna mótaðist af festu og hyggindum. Vei'ðmætum var aldrei kastað á glæ. íslendingafélagið í Oslo og Stú- dentafélagið þar, héldu uppi fé- lagsstarfsemi, þeim löndum til ómetanlegrar ánægju er áttu þess kost að njóta hennar. Hermann Sigfúss. segist sakna margs, þótt honum þyki gott að vera kominn heim. Hann minnist húsbænda sinna með séi'stakri hlýju og yfir dvölinni ytra er hugþekkur blær. Látum við hér staðar numið. Það var ætlunin að fá fréttir á réttinni að Þverá, en við brugðum okkur í þess stað til Noregs með Hermanni Sigfús- syni. Þökkum við honum sam- fylgdina og bjóðum hann vel- kominn heim. Dansleikur verður á Hrafnagili laugar- daginn 9. október. — Hefst kl. 10 s. d. Haukur og Kalli spila. Veitingar. Ungviennaj élagið. VEÐURSPÁMENN. Ómaklega menn ýmsum lá og aðfinnslur við' bá magna, þó virðast þeir menn, er veðri spá vinsældum minnstum fagna. Ef spárnar ei þýddust rétt, var rætt um ruglinginn, sem þær yllu, og bezt væri að yrði alveg hætt að útvarpa slíkri villu. En spámennskan einatt hér í heim hlaut gegn vantrú að stríða. Spámenn aðrir á undan þeim ofsóknir máttu líða. Þótt fengju þcir sjaldan frið né ró og flestir hæddir og smáðir, cftir dauðann þeir urðu þó allir frægir og dáðir. Eins mun fara mn alla, er hér úrkomu og vinda kanna, að verðleikum mctinn verður hver veðurspámannanna. Setjið ykkur í spámanns spor og spámennsku látið virta. — — Nú er lægð yfir Labrador, líklega fer að birta. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.